Morgunblaðið - 22.04.2007, Síða 35

Morgunblaðið - 22.04.2007, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 35 að fossinum og því er hann ugglaust of mörgum ókunnur. Við Búða klofn- ar áin og fellur Árneskvísl í sveig til suðurs og vesturs og það á einmitt að veita Þjórsá alveg í þann farveg með stíflu, sem mér skilst að komi svo að segja á fossbrún Búða. Við fossinn að vestanverðu er Árnes- þingstaður; þar var Árnesþing hald- ið á þjóðveldisöld og sést að þangað hafa reiðgötur legið víða að. „Búði hefur bág hljóð/ bylur oft í þeim hyl,“ segir í þekktri vísu. Ef virkjað yrði gætu Gnúpverjar ekki lengur spáð í veðrið eftir því hvernig heyrðist í Búða. Hann er að vísu ekki hár, en mjög breiður eins og ætti að koma fram á ljósmynd. Töfrar foss- ins liggja ugglaust í því að þarna er Þjórsá orðin mjög vatnsmikil. Ég hafði ekki séð Búða, en gekk þangað frá Minna-Hofi þegar ég var að ljós- mynda merkisstaði vegna umfjöll- unar um uppsveitirnar í Árnessýslu í ritröðinni Seiður lands og sagna. Þar kemur vel fram að við Búða er stórkostleg náttúrufegurð; ekki sízt vegna þess að Heklu ber yfir frá bezta útsýnisstaðnum. Skammt ofan við Búða er Nauta- vað, alfaraleið yfir ána austan úr Rangárþingi og bezta vaðið á áni. Nautavað mun hverfa að eilífu ef virkjað yrði og hestamenn sem oft ríða Þjórsá á Nautavaði gætu þá ekki lengur gert sér það til skemmt- unar. Ofan við Nautavað rennur Þjórsá víða þröngt; þar hefur hraunrennsli þrengt að ánni, en mesta prýði henn- ar eru hólmar, viði vaxnir, sem munu fara í kaf ef stefnt verður til óheilla. Hér erum við á stíflusvæði innan við Minna-Núp. Þar myndast gríð- arstórt uppistöðulón sem mun ná langt inn fyrir Haga. Skammt vestan við Haga rennur Þverá í Þjórsá. Gegnt ármótunum hefur Þjórs- árhraunið runnið langt út í farveg árinnar og þar er hún afar myndvæn með Heklu í baksýn. Báðir þessir staðir eru með þeim hætti að ekki kemur til greina að fórna þeim, nema þá í ýtrustu neyð. Slíkt orkuleysi er sem betur fer ekki fyrirsjáanlegt og fyrir viðbótarálver í Hafnarfirði væri þessi fórn fárán- leg. Þá er enn eitt ótalið sem mundi skerða náttúrufegurð í Gnúpverja- hreppi svo um munaði. Þegar ekið er upp í Þjórsárdal er fyrst komið að Þjórsá framan við bæina Þránd- arholt og Stöðulfell. Á ferðum mín- um þangað uppeftir síðastliðin 50 ár hef ég margoft stanzað niður af Þrándarholti til þess að njóta þess magnaða útsýnis sem þar gefur að líta. Þar munar mest um Þjórsá, sem er síbreytileg, skemmtilegast þykir mér að ljósmynda ána þegar skarir eru og jakaburður. Mér skilst að Gnúpverjar og aðrir aðdáendur þessa landslags hafi í fyrstu ekki gert sér grein fyrir því að þarna verður aðeins þurr farvegur Þjórsár. Þá verður heldur dapurlegt að líta þarna yfir og raunar gerist þetta víð- ar, ef virkjað verður, að fagrir og magnaðir hlutar árinnar verða þurr- ir. Við Urriðafoss og á svæðinu ofan við Þjórsártún, þar sem gert er ráð fyrir miðlunarlóni, er ef til vill ekki önnur eins náttúrufegurð sett í upp- nám á móti því sem yrði þar sem áð- ur var talið. Mér þótti uggvænlegt að heyra í forstjóra Landsvirkjunar í sjónvarpi þar sem hann sagði að hiklaust yrði virkjað á þessum stöðum í Þjórsá, hvort sem álverið í Hafnarfirði yrði stækkað eða ekki. En ég vona að andstaða heimamanna á jörðunum við Þjórsá, svo og alls almennings, verði þyngri á metunum. Eftir að ný brú kom á Þjórsá hafa mun fleiri en áður séð Urriðafoss; frá veginum er stuttur spölur að fossinum og þar hefur verið gerður ágætur útsýnispallur. Ekki er mikilli fallhæð fyrir að fara en Urriðafoss á sína sérstöku fegurð, og fallegur var hann nú í vet- ur í klakaböndum. yggð á einu bretti? Náttúrufegurð Þjórsá er óvíða fegurri en á kafla gegnt Þverá í Gnúpverja- hreppi, þar sem áin fellur milli hraunhóla. En allt mun það fara í kaf ef virkjað verður. Höfundur er blaðamaður og myndlistarmaður. Hvað gerist þegar þú blandar saman erlendu láni með lágum vöxtum og íslensku láni með minni áhættu?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.