Morgunblaðið - 22.04.2007, Qupperneq 41
inni Piper Cup sem Eiríkur fór í
sérstaka ferð til Bandaríkjanna til
að sækja en flugmódel eru eitt af
fjölmörgum áhugamálum Eiríks.
Stærðin á þessari flugvél er einn
þriðji af fyrirmyndinni og þegar
Eiríkur er ekki að fljúga henni um
loftin blá skreytir hún matsal skól-
ans.
Kerfið á erindi í fleiri skóla
Hjá Reykjavíkurborg sagði Jó-
hanna Eyrún Torfadóttir ráðgjafi
fyrir skólamötuneyti leik- og
grunnskóla að vel mætti hugsa sér,
að ef svona tölvukerfi verði sett
upp í nægilega mörgum skólum,
geti matvælafræðingar og jafnvel
sálfræðingar nýtt upplýsingarnar
til að gera kannanir á mataræði
barna. „Það er hægt að setja inn
miklu fleiri færslur í forritið og
nýta það í innra eftirlit með skóla-
mötuneytum og matvælaöryggi.
Hægt er að fylgjast með vöru-
móttöku og hitastigi matvælanna,
þetta er mjög sniðugt forrit,“ sagði
Jóhanna Eyrún. Eiríkur kom einn-
ig inn á þetta atriði og sagði að
hægt væri að bæta við stöðlum úr
svokölluðu GÁMES eftirlitskerfi
sem Reykjavíkurborg styðst við og
er fyrirbyggjandi kerfi sem ætlað
er að tryggja öryggi matvæla. Inn í
það er skráð hitastig matvæla og
hráefna á ýmsum stigum og merkt
við þrif á eldhúsi og áhöldum í því,
ofna og annað. Í stað þess að skrá
það á blöð eins og gert er í dag
væri hægt að færa það beint inn í
tölvuna og þá getur sá aðili sem
hefur eftirlit með slíku hjá Reykja-
víkurborg haft aðgang að þessum
upplýsingum beint og samstundis
frá sinni skrifstofu.
Hefur Eiríkur kynnt sviðs-
stjórum í Reykjavíkurborg þetta
tölvukerfi sem hann fann upp? „Við
vildum prófa þetta almennilega
hérna í skólanum fyrst og svo komu
kosningar og nú eru nýir menn
teknir til starfa sem eiga eftir að
kynna sér málið en vissulega er
kerfið þróað hér í einum skóla
borgarinnar og því kannski ekki
óeðlilegt að borgin styddi við þessa
vinnu,“ sagði Eiríkur.
En er ekki fremur óvenjulegt að
kokkurinn sé að vasast í að hanna
tölvuforrit skólans? „Ég er svona
það sem kallað er þúsundþjala-
smiður og þegar maður er að vinna
við eitthvert kerfi sem virkar ekki
alveg, þá er bara að demba sér í að
kippa því í liðinn,“ sagði Eiríkur að
lokum.
Nýtt kerfi Krakkarnir stimpla sig
inn í kerfið með litlu lyklaborði.
Þúsundþjalasmiður
Slóð: http://mbl.is/go/zerzs
VEFVARP mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 41
13.-17. maí 2007
Fræðslu-
og kynnisferð
til Kasakstan
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is
www.utflutningsrad.is
Kasakstan er eitt af stærstu löndum heims og er mjög auðugt af
náttúruauðlindum. Landið er að opnast fyrir erlendum fjárfestingum.
Hagkerfi Kasakstan er stærra en allra hinna Mið-Asíuríkjana
samanlagt og hagvöxtur í landinu er yfir 10%.
Útflutningsráð stendur fyrir fræðslu- og kynnisferð til Kasakstan
um miðjan maí. Fyrirtæki sem hafa áhuga á viðskiptum á þessum
ört vaxandi markaði eru hvött til að hafa samband sem fyrst
og skrá þátttöku, en skráningarfrestur er til 26. apríl nk.
Nánari upplýsingar veitir Guðjón Svansson,
gudjon@utflutningsrad.is og í síma 511 4000.
I
R
A
P
P
•
AÍ
S
•
70
79
1
Lifandi afl í 60 ár
Málþing
Í tilefni 60 ára afmælis RARIK
verður málþing í Salnum, Kópavogi,
föstudaginn 27. apríl kl. 14:00
að afloknum aðalfundi fyrirtækisins.
DAGSKRÁ
Ávarp iðnaðarráðherra, Jóns Sigurðssonar
Saga rafmagns í 100 ár
Sveinn Þórðarson sagnfræðingur
Þegar rafmagnið kom í sveitina
Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps
Hlé / Kaffiveitingar
Eru línurnar í lagi?
Steinunn Huld Atladóttir, gæða- og umhverfisstjóri RARIK
Umhverfi auðnuafls
Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins
Málþinginu lýkur um kl. 16:00.
Fundarstjóri:
Sveinn Ingvarsson
Fundurinn er öllum opinn. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síðasta lagi 25. apríl
á netfangið rarik@rarik.is
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111