Morgunblaðið - 22.04.2007, Side 44

Morgunblaðið - 22.04.2007, Side 44
44 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 72 41 0 4. 2 0 0 7 ÞIÐ LÉTUÐ DRAUMINN RÆTAST TAKK AUGLÝSING FRÁ YFIRKJÖR- STJÓRN REYKJAVÍKURKJÖR- DÆMIS NORÐUR UM MÓTTÖKU FRAMBOÐSLISTA OG FLEIRA Framboðsfrestur til alþingiskosninga 12. maí 2007 rennur út föstudaginn 27. apríl nk. kl. 12.00 á hádegi. Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður tekur á móti framboðslistum þann dag kl. 10.00-12.00 í fundarherbergi borgarráðs, Ráðhúsi Reykjavíkur við Tjarnargötu. Á framboðslista skulu vera 22 nöfn frambjóðenda. Hverjum framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Framboðslista skal og fylgja skrifleg yfirlýs- ing um stuðning við listann frá kjósendum í hlutaðeigandi kjördæmi. Til- greina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili. Fjöldi meðmæl- enda skal vera 330 að lágmarki og 440 að hámarki. Engin kjósandi getur mælt með fleiri en einum framboðslista. Komi það fyr- ir strikast nafn kjósandans út í báðum (öllum) tilvikum. Loks skal fylgja framboðslista skrifleg tilkynning frá frambjóðendum listans um hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans. Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu eða starfsheiti og heimili til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir eru í kjöri. Mælst er til að framboðslistum og listum yfir meðmælendur verði skilað á tölvutæku formi. Að öðru leyti er vísað til ákvæða laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, með síðari breytingum. Meðan kosning fer fram, laugardaginn 12. maí nk., verður aðsetur yfirkjör- stjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem talning atkvæða, að kjörfundi lokn- um, mun fara fram. Reykjavík, 20. apríl 2007 Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður FYRST þegar farið var að gera skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokka hér á landi fyrir þrem áratugum voru ýmsir tor- tryggnir. Margir töldu að skoð- anakannanir kynnu að hafa óeðlileg skoð- anamyndandi áhrif og voru jafnframt efins um að 600 til 1.200 manna úrtak gæfi rétta mynd af raun- verulegu fylgi flokk- anna. Fræðimenn voru strax (og eru enn) þeirrar skoðunar að stærð úrtaksins væri fullnægjandi og var þá gengið út frá því að ekki væri maðkur í mys- unni. Ég minnist þess ekki að sá möguleiki hafi nokkurn tímann verið ræddur opinberlega. Þegar fyrirtækið Skáís hóf fyrst allra að gera reglubundnar skoðanakannanir hér á landi varð fljótlega ljóst að obbinn af því fólki (aðallega námsfólk) sem ráðið var sem spyrlar, hafði sjálft mikinn áhuga á stjórnmálum; sumir voru flokksbundnir eða tengdir stjórnmálaflokki. Stjórn- endur Skáís gerðu sér strax grein fyrir hugsanlegum vand- ræðum af þessum toga, en spyrl- ar voru að jafnaði 8–12 við hverja könnun og alls 15 þegar umsvifin voru sem mest. Fyrirtækið brást fljótt við þessu vandamáli með innra eftirliti, sem leiddi m.a. til þess (að vísu örsjaldan á 20 ára tímabili) að gögn einstakra spyrla voru sett til hliðar og spyrli vísað frá starfi. Í eitt skipti reyndist nauðsynlegt að af- skrifa niðurstöðurnar og taka nýtt úrtak. Með hliðsjón af þessu er eðli- legt að menn spyrji: Hvað um stjórnendurna sjálfa? Voru þeir trúverðugir? Var þeim treyst- andi? Staðreynd málsins er sú að opinberir aðilar sáu aldrei ástæðu til að kanna hvort skoð- anakannanir væru framkvæmdar samkvæmt ýtrustu reglum. Með öðrum orðum, formlegt ytra eft- irlit með framkvæmd skoð- anakannana var aldrei til staðar. Ábyrgð stjórnenda skoðanakann- ana var því mikil ekki síst þegar haft er í huga að þeir voru eftirlitslausir og svo er enn að því ég best veit. Al- menningur hér á landi virðist bera svipaða tilfinningu til „stofnana“ sem framkvæma skoð- anakannanir líkt og um dómstóla væri að ræða. Og þegar landbúnaðarráðherr- ann okkar kvað upp- úr um það af sinni einstöku prúðmennsku og virðuleik að einhver skoðanakönnun væri örugglega vitlaus þá brostu þeir í kampinn í sjónvarpinu og al- þýða Íslands yppti öxlum. Áhrif skoðanakannana á fylgi og fylgissveiflur stjórn- málaflokka eru síður en svo aug- ljós. Hins vegar er það deginum ljósara að þegar fjölmiðlamenn og pólitískir álitsgjafar fullyrða að slæmt gengi flokks í skoð- anakönnun sé ótvíræð sönnun þess að kjósendur séu að refsa flokknum fyrir afstöðu hans í til- teknum málum gefa slík skilaboð einum málsaðila sterka pólitíska vígstöðu meðan hinn á í vök að verjast. Það má benda á ýmsar ástæð- ur þess að Framsóknarflokk- urinn hefur alla tíð komið verr út í skoðanakönnunum tvo til þrjá mánuði fyrir kosningar og jafnvel alveg fram undir það síð- asta. Á sama hátt má benda á ýmis rök fyrir því að Sjálfstæð- isflokkurinn hefur komið betur út í skoðanakönnunum en í kosn- ingum. Sama gildir um stjórn- málaflokka sem hafa öflugan þrýstihóp á bak við sig. Slíkum baráttuhópum hefur mjög vaxið fiskur um hrygg að undanförnu, og má þar sérstaklega nefna bar- áttuhóp fyrir verndun náttúrunn- ar og gegn stóriðju. Ef tekið er mið af reynslu undanfarinna ára verður að teljast harla ólíklegt að hinn nýstofnaði hægriflokkur náttúruverndarsinna komi manni á þing út á stefnumál sín. Hins vegar er aldrei að vita hve langt persónulegar vinsældir Ómars Ragnarssonar geta fleytt honum. Og mörg dæmi eru um það er- lendis frá að skemmtikraftar hafi náð langt í pólitík. Að því er varðar Framsókn- arflokkinn er ólíklegt að hann fari niður fyrir 14% hvað sem skoðanakannanir segja, og ef flokkurinn heldur dampi í Reykjavíkurkjördæmunum tveim gæti hann auðveldlega farið upp í 16%. Fallandi gengi Samfylk- ingarinnar í skoðanakönnunum frá því fyrir áramót og að sama skapi uppgangur VG er ótvíræð vísbending um að stjórnarflokk- arnir muni halda velli og jafnvel styrkja stöðu sína, nema eitthvað óvænt gerist á síðasta sprett- inum. Ég tel að sterk staða Sam- fylkingarinnar sé nánast grund- vallar forsenda þess að núverandi stjórnarandstaða nái meirihluta. Eins og staðan er núna tel ég að Frjálslyndir hafi heldur sótt í sig veðrið. Staða þeirra hefur styrkst nokkuð við innkomu Kristins H. Gunnarssonar og reyndar má segja það sama um Framsóknarflokkinn, að staða hans hefur batnað við brotthvarf Kristins. En enn er langur tími til kosninga, og hann verður án efa magnþrunginn. Staða skoðanakannana og áhrif þeirra Bragi Jósepsson skrifar um skoðanakannanir og fylgi flokkanna » „…og var þá gengiðút frá því að ekki væri maðkur í mys- unni.“ Bragi Jósepsson Höfundur er rithöfundur. og fv. prófessor. NÚ fara kosningar til Alþingis í hönd og núverandi og tilvonandi þingmenn keppast hver um annan þveran að tíunda eigið ágæti og sinna flokka til að ná hylli kjós- enda. Loforðaflaumur til næstu 4 ára fylgir gjarnan í kjölfarið. Eitt er það mál sem þingmenn – nú- verandi og tilvonandi – mega gjarnan taka afstöðu til en það er réttindi – eða öllu heldur rétt- indaleysi sumarhúsaeigenda í landinu. Á landinu öllu munu vera á milli 10 og 12 þúsund sumarhús sem eðli málsins samkvæmt eru hluti af heimili fólks. Þetta fólk býr við mikla réttaróvissu varð- andi sumarhús sín, en sem betur fer hefur þetta fólk allt kosninga- rétt í vor. Mér þykir því til- hlýðilegt að spyrja þig þingmaður góður eða þingmannsefni, hvað ætlar þú að gera í réttindamálum sumarhúsaeigenda á næsta kjör- tímabili? Þingmaður og svarið er …? Runólfur Gunnlaugsson Þingmaður og svarið er …? Höfundur er formaður félags sum- arhúsaeigenda í Dagverðarnesi í Skorradal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.