Morgunblaðið - 22.04.2007, Qupperneq 46
46 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Fundarstjóri: Rósa Einarsdóttir, í stjórn Umhyggju.
8.15-9.00 Skráning og afhending gagna.
9.00-9.15 Setning.
9.15-9.50 Heilbrigði og þjóðfélag.
Matthías Halldórsson, landlæknir.
9.50-10.25 Börn og fátækt.
Stefán Hrafn Jónsson, sviðsstjóri.
Kaffihlé
10.45-11.20 Heilsueftirlit barna með sérþarfir.
Ingólfur Einarsson, barnalæknir.
11.20-11.50 Ill meðferð barna - vandi fortíðar?
Bragi Guðbrandsson, forstjóri.
Matarhlé
13.00-13.25 Næring og heilsa.
Ingibjörg Gunnarsdóttir, næringarfræðingur.
13.25-13.50 Offita - nýr faraldur. Hvað er til ráða?
Ragnar Bjarnason, barnalæknir.
Stutt hlé
14.00-14.25 Hreyfing og heilsa.
Erlingur Jóhannsson, prófessor.
14.25-15.00 Svefn og heilsa.
Arna Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur.
Kaffihlé
15.20-16.00 Heilsa og velferð barna.
Anna Björg Aradóttir, yfirhjúkrunarfræðingur.
Fundarstjóri: Geir Gunnlaugsson, forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar
barna.
9.00-9.30 Tannheilsa - tannvernd.
Inga B. Árnadóttir, tannlæknir.
9.30-10.00 Sjónvandamál barna - grunur, greining og meðferð.
Brynhildur Ingvarsdóttir, augnlæknir.
Kaffihlé
10.20-10.50 Flogaveiki - grunur, greining, viðbrögð.
Ýr Sigurðardóttir, barnalæknir.
10.50-11.20 Slysavarnir barna.
Rósa Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri slysavarna.
11.20-11.50 Sýklalyfjanotkun - er íhaldssemi þörf?
Vilhjálmur Ari Arason, heilsugæslulæknir.
Matarhlé
13.00-13.25 Geðrænn vandi - líkamleg einkenni.
Margrét Valdimarsdóttir, barnageðlæknir.
13.25-13.50 Tölvufíkn - nýr heilsuvandi.
Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur.
Stutt hlé
14.00-14.25 Umönnun barna með sykursýki.
Elísabet Konráðsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
14.25-14.50 Heyrnarskerðing - grunur, greining og meðferð.
Ingibjörg Hinriksdóttir, háls-, nef- og eyrnalæknir.
Kaffihlé
15.10-15.45 Sálgæsla vegna sjúkra barna.
Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur.
15.45-17.00 Móttaka og samvera námskeiðsgesta og fyrirlesara
- léttar veitingar.
Fimmtudagur 3. maí
XXII. vornámskeið
Grand Hóteli 3. og 4. maí 2007
Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins
Upplýsingar og skráning á www.greining.is
eða í síma 510 8400. Skráningu lýkur 26. apríl.
Föstudagur 4. maí
Börn og heilbrigði
AUGLÝSING FRÁ YFIRKJÖR-
STJÓRN REYKJAVÍKURKJÖR-
DÆMIS SUÐUR UM MÓTTÖKU
FRAMBOÐSLISTA OG FLEIRA
Framboðsfrestur til alþingiskosninga 12. maí 2007 rennur út föstudaginn 27.
apríl nk. kl. 12.00 á hádegi.
Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður tekur á móti framboðslistum þann
dag kl. 10.00-12.00 á bókasafni Hagaskóla, Fornhaga 1, II. hæð.
Á framboðslista skulu vera 22 nöfn frambjóðenda. Hverjum framboðslista skal
fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að
setja nöfn sín á listann. Framboðslista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing um
stuðning við listann frá kjósendum í hlutaðeigandi kjördæmi. Tilgreina skal
nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili. Fjöldi meðmælenda skal vera
330 að lágmarki og 440 að hámarki.
Engin kjósandi getur mælt með fleiri en einum framboðslista. Komi það fyrir
strikast nafn kjósandans út í báðum (öllum) tilvikum. Loks skal fylgja fram-
boðslista skrifleg tilkynning frá frambjóðendum listans um hverjir tveir menn
séu umboðsmenn listans.
Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega nafn frambjóðanda,
kennitölu hans, stöðu eða starfsheiti og heimili til þess að enginn vafi geti leik-
ið á því hverjir eru í kjöri. Mælst er til að framboðslistum og listum yfir með-
mælendur verði skilað á tölvutæku formi.
Að öðru leyti er vísað til ákvæða laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000,
með síðari breytingum.
Meðan kosning fer fram, laugardaginn 12. maí nk., verður aðsetur yfirkjör-
stjórnar í Hagaskóla, þar sem talning atkvæða, að kjörfundi loknum, mun fara
fram.
Reykjavík, 20. apríl 2007
Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður.
NÝLEGA urðu stjórnarskipti í
Bílgreinasambandinu. Af því tilefni
langar undirritaðan,
sem formann þess, að
gera örstutta grein
fyrir starfsemi þess og
megináherslum um
þessar mundir.
Bílgreinasambandið
er samtök atvinnurek-
enda sem starfa á sviði
sölu ökutækja, vöru og
þjónustu tengdrar
þeim. Innan vébanda
þess eru vel á annað
hundrað fyrirtæki;
bílaumboð, bílasölur,
almenn verkstæði,
hjólbarðaverkstæði, málningar- og
réttingarverkstæði, ryðvarn-
arstöðvar, smurstöðvar, vara-
hlutasölur auk annarra þjónustuað-
ila í greininni. Bílgreinasambandið
á sér tæplega 75 ára sögu en hefur
starfað í núverandi mynd frá 1970
er fyrirtæki í greininni sameinuðust
undir merkjum þess. Innan vé-
banda Bílgreinasambandsins starfa
nú á annað þúsund manns um land
allt.
Hátæknigrein sem
greiðir há laun
Samhliða tækniþróun hefur bíl-
greinin þróast gífurlega undanfarin
ár. Kröfur til starfsfólks í greininni
eru nú allt aðrar og meiri en áður,
sem m.a. endurspeglast í sífellt
betri, viðameiri og oft sértækari
menntun sem starfsfólk þarf að afla
sér til að standast kröfur nútímans.
Samfara þessum breytingum hafa
laun og afkomutækifæri tekið
stakkaskiptum og teljast nú með
því besta sem völ er á – enda er bíl-
greinin sem slík í raun orðin há-
tæknigrein. Þessari atvinnugrein er
mikilvægt að eðlileg endurnýjun
eigi sér stað; að maður komi í
manns stað, bæði til eðlilegs við-
halds greinarinnar og
ekki síður til þess að
sinna aukinni eft-
irspurn eftir þjónustu
samfara auknum
mannfjölda í landinu.
Þess vegna mun Bíl-
greinasambandið nú
leggja aukna áherslu á
að kynna greinina fyrir
ungu fólki og þá miklu
möguleika sem mennt-
un á sviði bílgreina
gefur. Innan hennar á
ungt fólk stórkostlega
möguleika til að skapa
sér bjarta framtíð.
Samfélagsleg ábyrgð
Bílgreinin er öflug atvinnugrein
með á annað þúsund manns í vinnu
og er samfélagslegt hlutverk henn-
ar mikið. Má í því samhengi nefna
að tekjur ríkissjóðs af sölu og þjón-
ustu við ökutæki voru árið 2005 um
47 milljarðar króna og líklegt að um
svipaða fjárhæð hafi verið að ræða
á síðasta ári. Það er mikilvægt að
aðilar Bílgreinasambandsins taki
samfélagslega ábyrgð sína alvarlega
og starfi af einurð og heiðarleika og
í samræmi við lög og reglur. Í
þessu samhengi hefur m.a. verið
unnið að innleiðingu gæðastaðla
fyrir verkstæði innan vébanda Bíl-
greinasambandsins. Gengur það
ferli vel og er nú unnið að innleið-
ingu, úttekt og vottun fyrirtækja í
greininni, sem verða nokkurskonar
undanfarar, fyrirmynd annarra
þegar öllum verkstæðum Bílgreina-
sambandsins verður boðin sam-
bærileg innleiðing, öllum til hags-
bóta, jafnt starfsmönnum sem
viðskiptavinum.
Ekki síður hagsmuna
samtök neytenda
Enda þótt Bílgreinasambandið sé
að sjálfsögðu hagsmunasamtök
þeirra sem starfa undir merkjum
þess eru þau ekki síður öflugur
hagsmunaaðili í þágu almennra
neytenda í landinu. Því til vitnis má
benda á fjölda tillagna sem sam-
bandið hefur barist fyrir í áranna
rás. Meðal slíkra málefna má nefna
áherslu á aukna samkeppni í grein-
inni og lækkun ýmissa gjalda rík-
isins til verðlækkunar á bílum og
þjónustu við þá. Nefna má einnig
baráttu fyrir innleiðingu gæða-
stjórnunarkerfa og aukinni mennt-
un starfsmanna og átak gegn lélegri
og illa sinntri þjónustu við neyt-
endur.
Ávaxta þessarar baráttu sam-
bandsins gætir víða, svo sem í formi
ýmissa gæðavottana og stóraukinni
menntun, en sambandið stóð ásamt
fleirum á sínum tíma að stofnun
Fræðslumiðstöðvar bílgreina sem
nú hefur gengið til samstarfs við sí-
menntunarfélag fjögurra annarra
iðngreina, Iðunnar fræðsluseturs.
Bílgreinasambandið hefur enn-
fremur um langt skeið barist fyrir
sérstakri skráningu á tjónabílum og
Björt framtíð bílgreinarinnar
og samfélagsleg ábyrgð
Egill Jóhannsson skrifar um
lækkun vörugjalda á bifreiðar
og breikkun mikilvægra sam-
gönguæða
» Það er von Bílgreina-sambandsins að
stjórnmálaflokkar
landsins taki þessar til-
lögur til ítarlegrar og já-
kvæðrar skoðunar
Egill Jóhannsson
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík
Fréttir
í tölvupósti