Morgunblaðið - 22.04.2007, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 22.04.2007, Qupperneq 60
60 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku mamma, mér urðu á leiðinleg mistök er ég skrifaði æviágrip þitt. Ég var að skrifa upp nöfn allra systkina þinna, elsku mamma, en þið voruð stór hópur, þú varst yngst. En mér varð á í messunni, ég var svo mikið að reyna að muna öll nöfnin, að ég gleymdi þeim hálfbróður sem mest var samband við, honum Mona Erla Símonardóttir ✝ Mona Erla Sím-onardóttir fæddist á Hrúðunesi í Leiru 24. nóv- ember 1927. Hún andaðist á dval- arheimilinu Garðv- angi í Garði 4. jan- úar síðastliðinn og var útför henna gerð í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Bjössa, mér fannst þetta alveg skelfilegt þegar þetta uppgötv- aðist. Því það var alltaf mikið samband þarna á milli og við Laugu hans og börn, eftir að hann dó. Elsku mamma, ég ætla hér með að leiðrétta þetta, því annað er ekki hægt, þú hefðir ekki orðið ánægð með þetta. Sigurlaug kona Bjössa dó nokkrum dögum eftir andlát þitt og þið eruð örugglega búnar að hitt- ast aftur, gömlu vinkonurnar. Elsku mamma, þín er sárt saknað,en ég ylja mér við góðar minningar. Af mörgu er að taka. Ég segi ennþá, ég er að fara til pabba og mömmu, og á það örugglega eftir að gerast oft, enda tel ég að þú sért hjá okkur bæði í anda og hjarta okkar. Þannig að það er ekkert vitlaust að taka svo til orða. Elsku mamma, ég kveð að sinni, hittumst þó síðar verði. Guð gefi þér styrk, elsku pabbi. Mamma, elsku mamma, man ég augun þín, í þeim las ég alla elskuna til mín. Mamma, elsku mamma, man ég þína hönd, bar hún mig og benti björt á dýrðarlönd. Mamma, elsku mamma, man ég brosið þitt; gengu hlýir geislar gegnum hjarta mitt. Mamma, elsku mamma, mér í huga skín bjarmi þinna bæna, blessuð versin þín. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best hjartað blíða, heita – hjarta, er sakna’ ég mest. (Sumarliði Halldórsson) Þín elskandi dóttir, Valdís. Þá er hún amma mín farin frá okkur. Hún var vönduð kona að allri gerð. Mér er efst í huga þakklæti fyrir þær mörgu góðu stundir, sem við barnabörnin mátt- um njóta hjá henni, á Hamars- brautinni. Mér þótti alltaf mikið til þess koma hversu glæsilegt heimili hún rak. Þar mæddi nokkuð á; all- ur ættboginn leit á heimili þeirra ömmu og afa sem sitt samkomu- hús, enda var alltaf gott að koma í heimsókn til hennar, en amma var mikil félagsvera og naut sín best í góðum hópi. Hún amma hefði orðið 97 ára hinn 30. mars nk., en ég man ekki eftir henni öðruvísi en heilsu- hraustri. Hún var alltaf, fram á það síðasta, ern vel og fylgdist gjörla með hvernig börnum, ömmu- og langömmubörnum vegn- aði. Á heimili foreldra minna er að finna ljósmynd af henni ungri að árum og það er ljóst, að hún amma hefur verið glæsileg Reykjavíkur- mær á sínum bestu árum. Hún var líka alltaf vel til höfð og smekklega til fara. Með henni er líka genginn síð- asti meðlimur í „þríeykinu“ á Hamarsbraut 8, þar sem sátu mikl- ir álitsgjafar og greinendur þjóð- félagsmála. Þórður föðurbróðir minn og Stefán afi fóru þar fremst- ir en hún amma átti þar samt ákveðið hlutverk, þótt rödd hennar væri ekki alltaf áberandi á því hringborði. Stundum fann ég að hún hafði ekki mikinn áhuga á því, sem var til meðferðar hjá þeim feðgum, þá reyndi hún að fanga at- hygli mína svona á hliðarlínunni og Ragnheiður Hulda Þórðardóttir ✝ RagnheiðurHulda Þórð- ardóttir fæddist í Reykjavík 30. mars 1910. Hún andaðist sunnudaginn 11. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 20. mars. spyrja frétta af börn- um, eða af öðrum högum mínum. Annað minningar- brot er, þegar við fengum hjá henni „al- vöru súkkulaði“ sem var hreint ekki sama vara og venjulegt kakó og við lærðum að gera skýran grein- armun þar á. Það er mikið safn minninga, sem við barnabörn og barna- barnabörn eigum frá góðum stundum á Hamarsbraut 8 með afa og ömmu. Þessar minn- ingar munu lifa í huga okkar áfram og ylja okkur að innan og gera okkur stolt af að vera komin af sannarlega góðu fólki. Huldar Örn Sigurðsson. Elsku Hulda mín. Nú ertu farin frá okkur og von- andi ertu búin að hitta Stefán frænda og Þórð son þinn núna og þá líður þér vel. Ég sakna þess mikið að koma ekki á Hamars- brautina með svarta pokann minn, til að vera hjá þér á meðan Þórður fékk sér frí og skrapp eitthvað frá. Það voru alveg dásamlegar stundir hjá okkur, við gátum alltaf talað svo mikið saman, þér leið svo vel að geta verið á heimilinu þínu og það gastu því Þórður hugsaði svo vel um þig eftir að Stefán dó. Þú varst svo heppin að eignast sex myndarleg og falleg börn og gull- fallega afkomendur sem komu oft til þín í heimsókn og þú ljómaðir alltaf þegar þau komu. Þú varst lengi að reyna að muna nafnið á honum Styrmi, yngsta barna- barnabarninu, en það kom nú. Ég ætla alltaf að minnast þín með lag- inu „Sestu hérna hjá mér ástin mín“ sem Stefán hefur örugglega sungið oft til þín, þið voruð svo fal- leg hjón. Guð blessi ættingja þína um ókomna framtíð og geymi góðar minningar um góða konu. Soffía Felixdóttir. Gísli Vigfússon, ömmubróðir minn og bóndi á Flögu í Skaftártungu, var í mínum augum ímynd hins íslenska bónda og alls þess besta sem góðan bónda getur prýtt. Hann var traustur, sterkur, æðrulaus, dug- Gísli Vigfússon ✝ Gísli Vigfússonfæddist í Flögu í Skaftártungu í Vestur-Skaftafells- sýslu á höfuðdag, 29. ágúst 1923. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Klausturhólum 1. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarkirkju í Skaftártungu 10. mars legur, hnyttinn og stríðinn. Og talaði sérlega fallegt ís- lenskt mál. Ég var svo lánsamur að vera í sveit á sumrin sem barn og unglingur á Flögu. Ég var á efri bænum, Flögu I, hjá Sveini og Sigrúnu og á Flögu II bjó Gísli og hans fjölskylda. Gísli var ákveðinn og harðduglegur, en góðlegur og virtist aldrei láta sér neitt fyrir brjósti brenna. Tók hlutunum eins og þeir voru og virtist alltaf sáttur við Guð og menn. Hann gaf sér líka ávallt tíma til að tala við lítinn frænda sinn þegar færi gafst og lét sem allt væri merkilegt sem sagt var. Allt skipti máli og var forvitnilegt. Hann lét jafnvel eins og hann væri steinhissa á hvað þetta var allt merkilegt. Þegar ég fór suður á haustin þá gaf hann mér pening og lét mér finnast eins og ég hefði eitthvað hjálpað á þeim bænum líka. Síðustu árin, þegar Gísli var tekinn að reskjast, var hann yf- irleitt úti við þegar ég kom í heim- sókn. Hann bauð þó alltaf strax inn í kaffi til Siggu og svo var spjallað. Ennþá virtist allt heldur merkilegt sem ég sagði og for- vitnilegt. Þannig leið manni með honum. Fyrir mér er Gísli ákveðin fyrirmynd og tákn um heiðarlega og duglega þjóð sem lagði mikið á sig til að gera Ísland að betri stað fyrir eftirkomendur. Fyrir það ber að þakka. Ég votta Siggu, börn- unum hennar og Gísla og öðrum fjölskyldumeðlimum innilega sam- úð. Runólfur Birgir Leifsson. Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði ✝ Móðir okkar, ÁSTA INGIBJÖRG ALBERTSDÓTTIR, lést sunnudaginn 15. apríl. Jarðarförin fer fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fyrir alúð og umhyggju henni til handa. Fyrir hönd aðstandenda, Ingunn Vilhjálmsdóttir, Sigríður Hrefna Vilhjálmsdóttir. ✝ Elskulegur bróðir okkar, HAGALÍN KRISTJÁNSSON fyrrv. bóndi og húsasmiður, Tröð í Önundarfirði, sem lést mánudaginn 16. apríl, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 24. apríl kl. 15.00. Jens Kristjánsson, Páley Kristjánsdóttir. Elsku amma Lauga. Ég veit að þú ert komin á góðan stað og líður eflaust vel, en guð hvað ég sakna þín mikið. Alltaf þegar ég fer að sofa þá hugsa ég um ykkur afa og hugsa mér Sigurlaug Gísladóttir ✝ Sigurlaug Gísla-dóttir fæddist 25. september 1920. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Garðvangi í Garði sunnudaginn 14. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavík- urkirkju 19. janúar. hvað þið séuð að gera þarna uppi. Það eina sem mér dettur í hug að þið séuð að gera er að þið séuð að dansa við fal- lega englatónlist. Ég elska þig og um mun ávallt hugsa um þig, þú ert og verður alltaf í hjarta mínu, þú ert sæti engillinn minn. Ég elska þig og mun ávallt hugsa fallega til þín. Blessuð sé minn- ing þín, elska þig að eilífu. Þín dótturdóttir Ragnheiður Friðriksdóttir. Elsku Halli afi, þá er komið að kveðju- stund. Við munum minnast þín um ókomna tíð og erum þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast þér betur nú á þínum síð- ari árum. Þú varst orðinn svo dug- legur að kíkja í kaffi til okkar systr- anna og þá var ávallt stór súkkulaðiplata með í för handa lang- afabörnunum. Reyndar voru börnin orðin svo spillt að þau voru byrjuð að heimta súkkulaðið áður en þú komst inn fyrir dyrnar. Aðeins einu sinni gleymdist súkkulaðið en það var í þinni síðustu heimsókn til okkar, þér var mikið í mun að koma því til barnanna, við systur munum koma Haraldur Sigurðsson ✝ Haraldur Sig-urðsson fæddist á Hjalla í Ölfusi 14. apríl 1930. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 11. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Háteigskirkju 19. mars. því áleiðis í þetta sinn og í framtíðinni fyrir þína hönd. Það koma margar minningar upp í hug- ann, ein af mörgum er ferð okkar upp í bú- stað þar síðasta sum- ar, það var aldeilis stjanað við okkur öll og það átti sko að vera nóg af öllu fyrir okkur. Eftir að börnin voru komin í háttinn þá sátu við öll saman fram eftir kvöldi og spjölluðum um hitt og þetta. Snemma morguninn eftir voru Villi Helgi, Arndís Birta og Freyja ekki lengi að laumast til að vekja þig, en þú varst strax klár í allt sem þeim datt til hugar. Þið fóruð í berjatínslu heilmikla, og tókuð ykkur allan þann tíma sem þið vilduð enda komu margar föturnar til baka og nokkrir bláir munnar. Við töluðum ávallt um að endurtaka leikinn næsta sumar því það náðist ekki síðasta sumar, við verðum nú að sætta okkur við ynd- islegu minningarnar úr síðustu ferð. Við þökkum allar góðu stundirnar sem við fengum með þér í gegnum tíðina og erum þakklátar fyrir að hafa getað verið til staðar hjá þér á þínum síðustu dögum. Við erum viss- ar um að þú sért í góðum félagsskap og þér líði vel, eins og þú hefðir sagt; „þetta er salli“. Elsku Halli afi, blessuð sé minning þín. Ég heyrði Jesú himneskt orð: „Kom, hvíld ég veiti þér. Þitt hjarta er mætt og höfuð þreytt, því halla að brjósti mér“. Ég kom til Jesú sár af synd, og sorg, af þreytu og kvöl, og nú er þreytta hjartað hvílt og horfið allt mitt böl. (Stefán Thorarensen) Þínar, Sigríður, Rut og fjölskyldur. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.