Morgunblaðið - 22.04.2007, Síða 75

Morgunblaðið - 22.04.2007, Síða 75
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 75 KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin Trúnaðarrof/Breach  Leikstjóri: Billy Ray. Aðalleikarar: Chris Cooper, Ryan Phillippe, Laura Linney, Dennis Haysbert, Gary Cole, Kathleen Quinlan. 110 mín. Bandaríkin 2007. UPPHAFSMÍNÚTURNAR Breach, færa þér sanninn um hver verða málalokin, en það kemur ekki að sök, því myndin er keyrð frá upphafi til enda af skilningi og virðingu fyrir mikilvægi viðfangs- efnisins, landráðum í einum helstu höfuðstöðvum öryggiskerfis Bandaríkjanna, Alríkislögregl- unnar – FBI. Framvindan er eins og best get- ur orðið hjá spennusagnahöfundi þó atburðarásin sé aðeins lítillega dramatíseruð. Breach hefst á því að Eric ÓNeill (Phillippe), ungum og efnilegum nýliða í Alríkislög- reglunni, er fengið verkefni sem hann áttar sig ekki alveg á: Að fylgjast með Robert Hanssen (Cooper), virtum og háttsettum manni sem hefur unnið aldarfjórð- ung hjá stofnuninni og er í mikl- um metum. Til að byrja með tekur Hanssen nýja aðstoðarmanninum fálega, hann er eldskarpur, orð- hvass, virðist sinna starfi sínu af fullum trúnaði. Fljótlega fer O’Neill að bera virðingu fyrir þessum, að því er virðist, vamm- lausa manni og fær engan veginn skilið upplýsingarnar sem hann fékk að leiðarljósi. Að fulltrúinn sé varasamur náungi og kynferð- islega brenglaður. Á réttum tímapunkti fær O’Neill að vita að alvarlegri hlutir búa undir og Breach verður smám saman mögnuð skák á milli nýlið- ans og eins reyndasta mannsins í liðinu. Það skiptir því meginmáli að hlutverkin séu vel mönnuð og maður beið þess með tilhlökkun að fá að sjá stórleikarann Cooper sýna hvers hann er megnugur í vandasömu og einu stórvægileg- asta hlutverki sem hann hefur fengist við, því njósnarinn er hátt- settur, vel menntaður en við- sjárverður og háll, mikið til laus við sérviskuna sem einkennir oftar en ekki þá karaktera sem kam- eljónið hefur fengist við til þessa. Cooper bregst heldur ekki og er óaðfinnanlegur sem hinn hroka- fulli og heittrúaði svikari sem var slíkum hæfileikum búinn að geta leikið tveim skjöldum í aldarfjórð- ung. Hann blasir við okkur, með kosti sína og galla, leyndardóms- fullur og óræður. Cooper hefur ekki gert betur síðan hann túlkaði ekki óáþekkan tvískinnung í Am- erican Beauty (‘99). Í stað þess að verða auðgleymdur fallkandídat er Phillippe að skrölta í gegnum full- orðinspróf upp úr grunnskólanum, sem kemur á óvart. Tvær gam- alreyndar og traustar skapgerð- arleikkonur, Linney og Quinlain, fylla út í myndina í hlutverkum eiginkvenna mannanna tveggja.. Handritið, sem er skrifað af Adam Mazer og William Rotko, bráðefnilegum nýliðum, er vitrænt og blæbrigðaríkt. Í nokkrum lín- um er gefið í skyn hvað veldur að Hanssen verður að slíku kaldblæð- andi skrímsli sem raun ber vitni. Persóna O’Neills er ámóta lip- urlega gerð, tvíbent samskipti hans við yfirboðarann eru alltaf trúverðug, þrátt fyrir erfiðar að- stæður og andrúmsloftið er ótryggt og þrungið spennu frá fyrstu mínútu. Framvindan er full af snjöllum smáatriðum sem kynda stöðugt undir eftirvæntingu áhorfandans. De Niro hefði haft gott af því að skoða handbragðið í Breach áður en hann tók til við The Good Shepherd. Sæbjörn Valdimarsson Brest- ur í kerfinu Gott handbragð De Niro hefði haft gott af því að skoða handbragðið í Breach áður en hann tók til við The Good Shepherd Tækni- og verkfræðideild er stærsta deild Háskólans í Reykjavík Þar er lögð áhersla á að veita tæknifólki og stjórnendum framtíðarinnar afburða háskólamenntun. Ennfremur er mikið lagt upp úr því að nemendur geti, sjálfstætt eða í samstarfi við fræðimenn í fremstu röð, stundað öflugar rannsóknir og sinnt nýsköpunar- og þróunarstörfum í tæknifræði, tölvunarfræði og verkfræði. Þeir sem mennta sig í þessum greinum eiga stóran þátt í velgengni margra íslenskra fyrirtækja á alþjóðamarkaði. Innan deildarinnar er jafnframt boðið upp á nám í frumgreinum og iðnfræði. ÓTAL TÆKIFÆRI Tölvunarfræði: BSc í tölvunarfræði MSc í tölvunarfræði 60 eininga nám til kerfisfræðiprófs (fjarnám og háskólanám með vinnu) Tölvunarfræði er afar fjölbreytt fagsvið sem býður upp á marga valkosti fyrir nám og störf, allt frá hagnýtum verkefnum til fræðilegra, frá tölvuumsjón til smíði flókinna hugbúnaðarkerfa, frá forritun til stjórnunar. Tölvunarfræðinám er góður grunnur fyrir starfsferil á fjölmörgum sviðum. OFANLEITI 2 • HÖFÐABAKKI 9 • KRINGLAN 1 • SÍMI: 599 6200 • www.hr.is Kynntu þér nám í HR á www.hr.is Umsóknarfrestur er til 31. maí. F A B R IK A N 2 0 0 7 Tæknifræði: BSc í byggingartæknifræði BSc í rafmagnstæknifræði BSc í vél- og orkutæknifræði MSc í byggingartæknifræði Í náminu taka nemendur þátt í raunhæfum verkefnum sem undirbúa þá vel fyrir þátttöku í atvinnulífinu, jafnframt því að veita góða undirstöðu fyrir framhaldsnám. Nemendum er gert að afla sér sex mánaða fagtengdrar starfsreynslu fyrir námslok. Verkfræði: BSc í fjármálaverkfræði BSc í hátækniverkfræði BSc í heilbrigðisverkfræði BSc í hugbúnaðarverkfræði BSc í rekstrarverkfræði MSc í byggingarverkfræði Námið byggir á þvi að veita nemendum sterka fræðilega undirstöðu í bland við sérhæfða fagþekkingu. Atvinnumöguleikar verkfræðinga eru mjög góðir og mikil eftirspurn eftir fólki með þessa menntun, sem og aðra tæknimenntun. Iðnfræði: Diplómanám í byggingariðnfræði, rafiðnfræði og véliðnfræði. Markmið námsins er að styrkja stöðu nemenda á vinnumarkaði og gera þá hæfari til að takast við fleiri og fjölbreyttari störf. Frumgreinar: Markmið námsins er fyrst og fremst að undirbúa nemendur fyrir frekara nám í deildinni. Kjörin leið fyrir fólk með iðnmenntun og aðra sem þurfa frekari undirbúning til áframhaldandi náms. FÓTBOLTAKAPPINN og tískufríkin David Beck- ham hefur verið kosinn kynþokkafyllsti pabbi í heimi. Það var undirfataframleiðandinn Victoria Secret sem gaf honum þennan titil eftir að hafa stað- ið fyrir kosningunni „Hvað er kynþokkafullt 2007?“ Jessica Alba var kosin kynþokkafyllsta leikkonan og Justin Timberlake kynþokkafyllsti karlkyns tón- listarmaðurinn. Listinn var tilkynntur í partíi í Las Vegas og var settur saman af hópi af hönnuðum og fyrirsætum þar á meðal Heidi Klum og Karolinu Kurkova. Aðrir sem komust á listann voru leikkonan Kate Hudson sem kynþokkafyllsta mamman, Jay-Z og Beyoncé voru nefnd kynþokkafyllsta parið, Sienna Miller fékk viðurkenningu fyrir flottan fatastíl, Cameron Diaz fyrir flottustu leggina og Jennifer Hudson fyrir kynþokkafyllstu varirnar. Leikararnir í Grey’s Anatomy voru valdir kyn- þokkafyllsta sjónvarpsteymið. Kynþokkafyllsti pabbinn Reuters
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.