Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.uu.is ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS á mann m.v. tvo í studio á Helios 18. ágúst Innifalið: Flug, flugvallaskattar, gisting í sjö nætur og íslensk fararstjórn. Á Krít skín sólin flesta daga ársins og hægur andvari frá hafi gerir loftslagið eitt hið besta í Evrópu. Stórbrotin náttúrufegurð og einstök menningarsaga eyjunnar blasir við hvarvetna. Gist er á úrvals hótelum í bæjunum Chania og Rethymnon og boðið er upp á fjölbreyttar skoðunarferðir. Komdu til Krítar og drekktu í þig menninguna. 55.039 kr. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is LÆKNARÁÐ ályktaði nýverið að framkvæmdastjórn Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) þyrfti að sjá til þess að gangainnlagnir kæmu framvegis ekki til álita í starfsemi spítalans. Formaður læknaráðs seg- ir málið snúast um einkalíf sjúklinga og öryggismál spítalans sjálfs. „Leguplássum á spítalanum hefur fækkað umtalsvert á síðustu árum og vegna plássleysisins eru sjúkling- ar lagðir inn á gangana,“ segir Þor- björn Jónsson, formaður læknaráðs. Hann segir slæmt að sjúklingar, oft alvarlega veikir, þurfi að liggja á göngum þar sem friðhelgi einkalífs þeirra sé afar takmörkuð og gestir og gangandi eigi leið hjá. „Þetta get- ur líka verið mjög bagalegt ef hættu- ástand skapast á viðkomandi deild. Ef t.d. þarf að rýma húsnæðið vegna bruna eða þá að koma þarf tækjum inn á stofur vegna bráðatilfella getur þetta tafið verulega fyrir,“ segir Þor- björn. Í ályktun læknaráðs segir að nauðsynlegt sé að yfirvöld fjármála og heilbrigðismála bregðist við með afgerandi hætti og heimili úrlausnir til bráðabirgða með annaðhvort ný- byggingum eða útvegun húsnæðis í námunda við sjúkrahúsið. Alvarleg- ur húsnæðisvandi sjúkrahússins geti ekki beðið óleystur þar til nýtt sjúkrahús hafi verið reist. Þorbjörn segir að sjúklingar safnist á bráða- móttökur spítalans þar sem ekki sé pláss á deildum. Mögulegar lausnir á vandamálinu séu að stækka rými spítalans eða að fjölga hjúkrunar- rýmum þannig að útskrifa megi sjúklinga fyrr af deildum spítalans. „Sjúklingar á bráðamóttöku komast ekki inn á deildirnar og er þá ann- aðhvort komið fyrir á göngum bráða- móttöku eða á göngum yfirfullra deilda,“ segir Þorbjörn. „Það hefur þekkst lengi hér á landi að leggja sjúklinga inn á gang- ana. Þetta hefur hins vegar ágerst síðustu ár og er ekki samboðið sjúk- lingum á Íslandi árið 2007.“ Árið 1999 voru legupláss á spítalanum 1259 en í fyrra voru þau orðin 860. Þorbjörn segir að vissulega hafi læknavísindunum farið fram og þar með ætti þörfin að vera minni en þessi fækkun endurspegli ekki þær framfarir. „Ekki samboðið sjúkling- um á Íslandi árið 2007“ Læknaráð LSH vill leggja af gangainnlagnir Morgunblaðið/Ásdís Redding Starfsfólk LSH reynir að vinna úr erfiðum aðstæðum með því að skapa sjúklingum næði með skilrúmum eins og hér sést. ÞAÐ verður nóg að gera í skóla- görðunum næstu daga. Börn og unglingar vinna þá af kappi að því að setja niður kartöflur og fræ fyrir rófur, kál, salat og fleiri mat- jurtir. Innritun í Skólagarða Reykjavíkur stendur enn yfir. Gróðursetning fer fram frá 7.-15. júní og mæta börnin alla fyrstu dagana og fá aðstoð við að gróð- ursetja grænmetið. Skólagarðarnir hafa að mark- miði að kenna börnum umgengni við gróður og ræktun. Hverjum einstaklingi er úthlutað garði og fræi, útsæði og grænmetisplöntum til ræktunar. Myndin er tekin af skólagörðum við Ægisíðuna í Reykjavík en þeir eru að verða klárir til gróðursetn- ingar. Kál, rófur og kartöflur Morgunblaðið/Golli Skólagarðar við Ægisíðu SKOTFÉLAGI Reykjavíkur var ekki veitt bráðabirgða- leyfi til að halda landsmót nú um helgina en yfirstjórn um- hverfissviðs Reykjavíkurborgar telur jarðveg nýs svæðis félagsins í Álfsnesi ekki í lagi fyrir skotæfingar. Formaður skotfélagsins segir hægt að leysa málið en félagsmenn séu orðnir langeygir eftir að fá að nota aðstöðuna. „Ég sé tvo möguleika í stöðunni. Annars vegar er hægt að flytja á svæðið 150 þúsund rúmmetra af jarðvegi sem síðan væri hægt að skipta um. Hins vegar getum við skipt yfir í stálhögl,“ segir Hilmar Á. Ragnarsson, formaður Skotfélags Reykjavíkur. Skv. reglugerð þarf að vera tryggt að blýhögl berist ekki í jarðveg sem ekki er hægt að hreinsa. Að mati umhverfissviðs Reykjavíkurborgar er nú ekki tryggt að blýhögl berist ekki í jarðveg neðan við skot- æfingasvæðið. Lausnir vel framkvæmanlegar Hilmar segir að ákvörðunin hafi að sumu leyti komið fé- laginu á óvart en annað félag sé í nágrenni við aðstöðu Skotfélags Reykjavíkur og sér sýnist ekki vera gerðar sömu kröfur til þess. „Við munum bara funda núna eftir helgi og fara yfir stöðuna. Við þurfum að finna lausn á þessu sem allir geta verið sáttir við.“ Hann segir vel fram- kvæmanlegt að bæta við jarðvegi sem unnt er að skipta um en þá verði Reykjavíkurborg líka að veita heimild til að fé- lagið komi slíkum jarðvegi fyrir á svæðinu. Nokkurn tíma geti tekið fyrir skotveiðimenn að skipta yfir í stálhögl en engar reglur banni að þau liggi á víðavangi, öfugt við blý- höglin sem almennt eru notuð. 13 manns höfðu skráð sig á mótið sem fram átti að fara nú um helgina en blása þurfti það af í fyrradag. Um sjö ár eru síðan hafið var að gera svæðið að framtíðaræfingar- svæði fyrir félagið og segir Hilmar að félagsmenn hafi ver- ið farnir að hlakka til að nota skotvellina. Landsmót Skotfélags Reykjavíkur blásið af Morgunblaðið/Jim Smart Bang! Mögulegt þarf að vera að skipta um allan jarð- veg við æfingasvæði félagsins í Álfsnesi. HÓTEL Saga hefur ákveðið að semja við gesti og skipuleggjendur klámkaupstefnu sem til stóð að halda hér á landi í mars með því að greiða þeim tapaðan kostnað við ferðir, gistingu og fleira sem féll til þegar hótelið ákvað með stuttum fyrirvara að úthýsa gestum kaup- stefnunnar sem höfðu bókað þar gistingu. Í þessu felst ekki viðurkenning á bótaskyldu, að sögn Árna Vil- hjálmssonar hæstaréttarlögmanns, lögmanns hótelsins, heldur hafi ver- ið ákveðið að semja til að hægt væri að ljúka málinu. Fréttir bárust fyrst af því að til stæði að halda klámkaupstefnu hér á landi um miðjan febrúar og er óhætt að segja að viðbrögðin hafi verið gríðarhörð, m.a. samþykkti borgarstjórn einróma að gestirnir væru óvelkomnir í borginni og allir þingflokkar á Alþingi hörmuðu að slíkt myndi fara hér fram. Bændasamtökin brugðust við með því að synja fólkinu um gist- ingu um tveimur vikum áður en kaupstefnan átti að hefjast. Hótelið greiðir kostnað Kom í veg fyrir klámkaupstefnu LANDHELGISGÆSLAN fékk nýja björgunarþyrlu í hendur um há- degisbilið í gær. Þyrlan er af gerð- inni Super Puma og kemur í stað þyrlunnar LN-OBX sem Gæslan hefur haft á leigu. Nýja þyrlan ber kallmerkið TF-GNÁ og er einnig leiguvél. Landhelgisgæslan hefur því nú um stundir fjórar björgunarþyrlur í flugflota sínum. Fyrir eru TF-LÍF sem er sambærileg þyrlunni sem Gæslan tekur nú í gagnið. Jafnframt á gæslan enn TF-SÍF sem er af Dauphin-gerð og hefur verið í þjón- ustu Landhelgisgæslunnar síðan 1985. Jafnframt hefur Gæslan þyrlu af sömu gerð á leigu sem ber kall- merkið TF-EIR. Landhelgisgæslan mun brúa bilið, þar til nýjar þyrlur verða keyptar, með leiguþyrlum. Ný björg- unarþyrla ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.