Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 72
72 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AUÐLESIÐ EFNI
Alþingi var sett í 134. skipti á
fimmtu-daginn.
Þing-setningar-athöfn hófst
með guðs-þjónustu í
Dóm-kirkjunni. Að henni
lokinni gengu for-seti Íslands,
og biskup landsins,
ráð-herrar og alþingis-menn
til þing-hússins. Þar setti
for-setinn, Ólafur Ragnar
Grímsson, þingið. Þá tók
starfsaldurs-forsetinn,
Jóhanna Sigurðardóttir, við
stjórn þing-starfa. Nýir
þing-menn voru látnir skrifa
undir drengskapar-heit við
stjórnar-skrána, og síðan var
Sturla Böðvarsson,
þing-maður
Sjálfstæðis-flokksins, kjörinn
forseti Al-þingis.
Á öðrum þing-fundi hélt
Geir H. Haarde
forsætis-ráðherra
stefnu-ræðu sína. Þar sagði
hann að ríkis-stjórnin legði
áherslu á að raunveru-legt
jafn-rétti yrði leiðar-ljós í allri
stefnu-mótun hennar. Hann
sagði einnig að ráð-deild og
var-færni í fjár-málum hins
opin-bera væri
höfuð-nauðsyn.
Setn-ing Al-þingis
Morgunblaðið/Sverrir
Á þriðjudags-kvöld var lífi 2
ára stúlku bjargað á síðustu
stundu í sund-laug í
Mosfells-bæ. Var það að
þakka skjótum við-brögðum
sundlaugar-gests og ungs
sundlauga-varðar, Jóhanns
Inga Guðbergssonar. Slysið
varð í sund-laug
Íþrótta-miðstöðvarinnar
Lága-fells og hafði stúlkan
verið í kafi í tæpar 2 mínútur í
lítilli laug, svo-kallaðri
lendingar-laug fyrir
renni-brautir, þegar henni var
bjargað.
Jóhann Ingi er aðeins 17
ára og hafði unnið í
sund-lauginni í eina viku
þegar slysið varð. Honum
tókst að lífga litlu stúlkuna
við og fór eftir því sem honum
var kennt á
skyndihjálpar-námskeiði
stuttu áður.
„Ég hvet alla til að fara á
svona nám-skeið því það
borgar sig. Ég er mjög glaður
að stúlkan skyldi lifa og
jafn-framt mjög feginn að
hafa lært skyndi-hjálpina,“
sagði Jóhann Ingi.
Bjargaði
barni frá
drukknun
Jóhann Ingi Guðbergsson
Morgunblaðið/ÞÖK
Á sunnudags-kvöld fékk
rúm-enski leik-stjórinn
Cristian Mungiu
Gull-pálmann í Cannes fyrir
myndina 4 Luni, 3 Saptamini
si 2 Zile (4 mánuðir, 3 vikur
og 2 dagar). Grand
Prix-verð-launin fékk japanski
leik-stjórinn Naomi Kawase
fyrir myndina Mogari No Mori
(Syrgjandi skógurinn)
Besti leik-stjóri
há-tíðarinnar þótti
myndlistar-maðurinn og
leik-stjórinn Julian Schnabel.
Myndin hans heitir Le
Scaphandre Et Le Papillon.
Kvikmynda-hátíðin í
Cannes var nú haldin í 60.
sinn og því veitti dóm-nefndin
sér-stök afmælis-verðlaun.
Þau fékk banda-ríski
leik-stjórinn Gus Van Sant
fyrir fram-lag sitt til
kvik-mynda.
Gull-pálm-
inn veittur
Ný tóbaksvarna-lög tóku gildi
á föstu-daginn, 1. júní.
Breytingarnar fela í sér bann
við reykingum á öllum
opin-berum stöðum, þar með
í þjónustu-rými allra veitinga-
og skemmti-staða.
Aðal-tilgangurinn með
banninu er að stuðla að góðri
heilsu starfs-manna með því
að vernda þá fyrir óbeinum
reyk-ingum. Hér á landi deyja
tæp-lega 400 manns af
völdum reykinga á hverju ári,
eða einn á dag að jafnaði.
Ár-lega deyja fleiri
Ís-lendingar vegna
tóbaks-notkunar en vegna
ólög-legra fíkni-efna, áfengis,
umferðar-slysa, morða,
sjálfs-morða, elds-voða og
al-næmis saman-lagt.
Ný tóbaks-
varna-lög
Á mánu-daginn var RCTV, elstu og vin-sælustu
sjónvarps-stöðinni í Venesúela, lokað. Hugo
Chavez, for-seti landsins, neitaði að
endur-nýja útsendinga-leyfi hennar. Hann
segir að þar hafi verið haldið uppi
undirróður-starfsemi gegn ríkis-stjórn
landsins. Lokunin hefur valdið mikilli ólgu á
meðal al-mennings, og sætt gagn-rýni á
alþjóða-vettvangi.
Um 20 mínútum eftir að út-sendingar RCTV
hættu, byrjaði stöðin TVes, að senda út á
sömu tíðni. Það er sósíalísk stöð sem Chavez
líkar.
And-stæðingar for-setans eru æva-reiðir og
eru vissir um að með lokuninni sé Chavez að
reyna að ná stjórn á fjöl-miðlum landsins.
Margir dagskrár-liðir RCTV voru mjög
vin-sælir, einkum drama-tískar sápu-óperur.
Þúsundir reiðra áhorfenda í höfuð-borginni
Caracas börðu potta og pönnur á götum úti til
að mót-mæla lokuninni.
Chavez lokar
sjónvarps-stöð
Reuters
Mót-mæli í höfuð-borginni.
Bandaríkja-maðurinn
Matthew Harding dansar hér
sér-hannaðan dans með
Ís-lendingum á Ingólfs-torgi.
Matthew hefur ferðast til
allra heims-álfanna og tekur
dansinn upp á mynd-band.
Það sýnir hann á
heima-síðunni sinni sem 10
milljónir manns hafa skoðað.
Heims-dans á Ís-landi
Morgunblaðið/ÞÖK
Ís-land sigraði Grikk-land
örugg-lega í Aþenu á
fimmtu-daginn, en þá fór
fram fyrsti leikur ís-lenska
kvenna-landliðsins í
knatt-spyrnu í undan-keppni
Evrópu-mótsins.
„Það er frá-bært að byrja
keppnina á öruggum sigri,
3:0 á úti-velli,“ sagði
Sigurður Ragnar Eyjólfsson,
landsliðs-þjálfari. Stelpurnar
skoruðu 2 sinnum á fyrstu 15
mínútum leiksins og náðu
þannig yfir-höndinni.
Það voru Margrét Lára
Viðarsdóttir, Ásthildur
Helgadóttir og Greta Mjöll
Samúelsdóttir sem skoruðu
mörkin. Liðið tekur næst á
móti Frökkum á
Laugardals-vellinum 16. júní.
Unnu fyrsta leik
Evrópu-mótsins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Greta Mjöll skoraði mark.
Netfang: auefni@mbl.is