Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 72
72 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Alþingi var sett í 134. skipti á fimmtu-daginn. Þing-setningar-athöfn hófst með guðs-þjónustu í Dóm-kirkjunni. Að henni lokinni gengu for-seti Íslands, og biskup landsins, ráð-herrar og alþingis-menn til þing-hússins. Þar setti for-setinn, Ólafur Ragnar Grímsson, þingið. Þá tók starfsaldurs-forsetinn, Jóhanna Sigurðardóttir, við stjórn þing-starfa. Nýir þing-menn voru látnir skrifa undir drengskapar-heit við stjórnar-skrána, og síðan var Sturla Böðvarsson, þing-maður Sjálfstæðis-flokksins, kjörinn forseti Al-þingis. Á öðrum þing-fundi hélt Geir H. Haarde forsætis-ráðherra stefnu-ræðu sína. Þar sagði hann að ríkis-stjórnin legði áherslu á að raunveru-legt jafn-rétti yrði leiðar-ljós í allri stefnu-mótun hennar. Hann sagði einnig að ráð-deild og var-færni í fjár-málum hins opin-bera væri höfuð-nauðsyn. Setn-ing Al-þingis Morgunblaðið/Sverrir Á þriðjudags-kvöld var lífi 2 ára stúlku bjargað á síðustu stundu í sund-laug í Mosfells-bæ. Var það að þakka skjótum við-brögðum sundlaugar-gests og ungs sundlauga-varðar, Jóhanns Inga Guðbergssonar. Slysið varð í sund-laug Íþrótta-miðstöðvarinnar Lága-fells og hafði stúlkan verið í kafi í tæpar 2 mínútur í lítilli laug, svo-kallaðri lendingar-laug fyrir renni-brautir, þegar henni var bjargað. Jóhann Ingi er aðeins 17 ára og hafði unnið í sund-lauginni í eina viku þegar slysið varð. Honum tókst að lífga litlu stúlkuna við og fór eftir því sem honum var kennt á skyndihjálpar-námskeiði stuttu áður. „Ég hvet alla til að fara á svona nám-skeið því það borgar sig. Ég er mjög glaður að stúlkan skyldi lifa og jafn-framt mjög feginn að hafa lært skyndi-hjálpina,“ sagði Jóhann Ingi. Bjargaði barni frá drukknun Jóhann Ingi Guðbergsson Morgunblaðið/ÞÖK Á sunnudags-kvöld fékk rúm-enski leik-stjórinn Cristian Mungiu Gull-pálmann í Cannes fyrir myndina 4 Luni, 3 Saptamini si 2 Zile (4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar). Grand Prix-verð-launin fékk japanski leik-stjórinn Naomi Kawase fyrir myndina Mogari No Mori (Syrgjandi skógurinn) Besti leik-stjóri há-tíðarinnar þótti myndlistar-maðurinn og leik-stjórinn Julian Schnabel. Myndin hans heitir Le Scaphandre Et Le Papillon. Kvikmynda-hátíðin í Cannes var nú haldin í 60. sinn og því veitti dóm-nefndin sér-stök afmælis-verðlaun. Þau fékk banda-ríski leik-stjórinn Gus Van Sant fyrir fram-lag sitt til kvik-mynda. Gull-pálm- inn veittur Ný tóbaksvarna-lög tóku gildi á föstu-daginn, 1. júní. Breytingarnar fela í sér bann við reykingum á öllum opin-berum stöðum, þar með í þjónustu-rými allra veitinga- og skemmti-staða. Aðal-tilgangurinn með banninu er að stuðla að góðri heilsu starfs-manna með því að vernda þá fyrir óbeinum reyk-ingum. Hér á landi deyja tæp-lega 400 manns af völdum reykinga á hverju ári, eða einn á dag að jafnaði. Ár-lega deyja fleiri Ís-lendingar vegna tóbaks-notkunar en vegna ólög-legra fíkni-efna, áfengis, umferðar-slysa, morða, sjálfs-morða, elds-voða og al-næmis saman-lagt. Ný tóbaks- varna-lög Á mánu-daginn var RCTV, elstu og vin-sælustu sjónvarps-stöðinni í Venesúela, lokað. Hugo Chavez, for-seti landsins, neitaði að endur-nýja útsendinga-leyfi hennar. Hann segir að þar hafi verið haldið uppi undirróður-starfsemi gegn ríkis-stjórn landsins. Lokunin hefur valdið mikilli ólgu á meðal al-mennings, og sætt gagn-rýni á alþjóða-vettvangi. Um 20 mínútum eftir að út-sendingar RCTV hættu, byrjaði stöðin TVes, að senda út á sömu tíðni. Það er sósíalísk stöð sem Chavez líkar. And-stæðingar for-setans eru æva-reiðir og eru vissir um að með lokuninni sé Chavez að reyna að ná stjórn á fjöl-miðlum landsins. Margir dagskrár-liðir RCTV voru mjög vin-sælir, einkum drama-tískar sápu-óperur. Þúsundir reiðra áhorfenda í höfuð-borginni Caracas börðu potta og pönnur á götum úti til að mót-mæla lokuninni. Chavez lokar sjónvarps-stöð Reuters Mót-mæli í höfuð-borginni. Bandaríkja-maðurinn Matthew Harding dansar hér sér-hannaðan dans með Ís-lendingum á Ingólfs-torgi. Matthew hefur ferðast til allra heims-álfanna og tekur dansinn upp á mynd-band. Það sýnir hann á heima-síðunni sinni sem 10 milljónir manns hafa skoðað. Heims-dans á Ís-landi Morgunblaðið/ÞÖK Ís-land sigraði Grikk-land örugg-lega í Aþenu á fimmtu-daginn, en þá fór fram fyrsti leikur ís-lenska kvenna-landliðsins í knatt-spyrnu í undan-keppni Evrópu-mótsins. „Það er frá-bært að byrja keppnina á öruggum sigri, 3:0 á úti-velli,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðs-þjálfari. Stelpurnar skoruðu 2 sinnum á fyrstu 15 mínútum leiksins og náðu þannig yfir-höndinni. Það voru Margrét Lára Viðarsdóttir, Ásthildur Helgadóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir sem skoruðu mörkin. Liðið tekur næst á móti Frökkum á Laugardals-vellinum 16. júní. Unnu fyrsta leik Evrópu-mótsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Greta Mjöll skoraði mark. Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.