Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
LÖGGÆSLUMYNDAVÉLAR Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR
í vikunni þeirri skoðun sinni að lög-
gæslumyndavélarnar hefðu tak-
markaðan fælingarmátt. Stefán er
ósammála þessu en hann telur fæl-
ingarmáttinn einmitt felast í því að
vélarnar geri lögreglunni kleift að
hafa augu á fleiri stöðum. „Það hlýt-
ur að hafa fælandi áhrif ef mönnum
er ljóst að svæðið, þar sem þeir hafa
í hyggju að fremja glæp, er vaktað.“
Hafa bjargað mannslífum
Stefán segir myndavélarnar hafa
reynst mikilvægar við rannsókn
margra mála, t.d. komi gjarnan í ljós
hver átti upptökin þegar um ofbeld-
isbrot er að ræða. Hann bendir á að
vitaskuld séu myndavélarnar líka vel
til þess fallnar að upplýsa aðra glæpi
en ofbeldisglæpi.
Stefán segir vélarnar í nokkur
skipti hafa leitt til þess að lögreglan
hafi bjargað mannslífum. „Það ger-
ist nánast um hverja einustu helgi að
lögreglumenn sem vakta vélarnar
sjá hluti sem eru í uppsiglingu, árás-
ir sem eru í gangi og annað, og láta
félaga sína sem staddir eru í mið-
borginni vita. Ég fullyrði að þetta
hefur bjargað mannslífum.“
Stefán segir lögregluna á sínum
tíma hafa kynnt sér reynslu af ör-
yggismyndavélum í öðrum borgum.
Bæði var þá horft til Bretlands og
Norðurlandanna. „Það er samdóma
álit allra að löggæslumyndavélarnar
hafi skipt sköpum, ég man t.d. eftir
nýlegri frétt frá Suður-Afríku þar
sem fram kom að uppsetning
myndavéla hefði fækkað til-
greindum brotum umtalsvert.“
Löggæslumyndavélarnar eru
vaktaðar í fjarskiptamiðstöð lögregl-
unnar í Skógarhlíð. Ekki er fylgst
grannt með þeim allan sólarhringinn
en þegar mest er um að vera í mið-
bænum er vöktun stöðug. Þá sitja
tveir menn við skjáina átta. „Ef eitt-
hvað kemur upp á á öðrum tímum
eru vélarnar mannaðar um leið,
menn fara og líta á ástandið og leið-
beina félögum sínum á vettvangi.“
Það eru ekki bara myndavélar
lögreglu sem þjóna þessu hlutverki
en Stefán segir myndavélar á vegum
fyrirtækja og einstaklinga einnig
hafa komið við sögu þegar upplýsa
þarf sakamál.
Reglur um eftirlitsmyndavélar
eru rúmar og getur hver sem er
komið sér upp slíku tæki til að
mynda og vakta eigin eign. Öryggis-
fyrirtæki setja upp myndavélar fyrir
fólk en Stefán segir búnaðinn það
einfaldan að menn geti hæglega sett
hann upp sjálfir. „Þú getur farið út í
hvaða tölvubúð sem er og sett upp
býsna öflugt kerfi.“
Stefán segir það vissulega sjón-
armið að löggæslumyndavélar
skerði frelsi og réttindi manna.
„Þarna vegast á öryggishagsmunir
V ilhjálmur Þ. Vil-hjálmsson borg-arstjóri segir
reynslu borgarinnar
af löggæslumyndavél-
unum góða og þær
séu mikilvægur þáttur
í þeirri viðleitni að
stuðla að auknu ör-
yggi fólks í miðborg-
inni, einkum á föstu-
dags- og
laugardagskvöldum.
Hann segir það tví-
mælalaust rétta
stefnu að fjölga
myndavélum enda sé
það samdóma álit allra sem að
málinu koma að það
muni hafa jákvæð
áhrif. „Það er brýnt
að efla löggæslu og
eftirlit í miðbænum á
helstu álagstímum og
þetta er liður í því.“
Vilhjálmur er sann-
færður um fæling-
armátt myndavélanna
en tekur þó fram að
oft sé erfitt að ráða í
hegðun fólks, einkum
þegar það er í ann-
arlegu ástandi. „Það
er eigi að síður mín
trú að þeir sem eru
að velta fyrir sér að gera eitthvað
sem ekki er í samræmi við lög og
reglur hugsi sig um tvisvar sé
þeim kunnugt um öryggismynda-
vélar á svæðinu. Það má því öðr-
um þræði líta á þetta sem eins-
konar forvarnarstarf.“
Borgarstjóri telur örygg-
ismyndavélarnar ekki ganga á
persónuréttindi fólks enda séu
þær á almannasvæði. Þá sé fjöld-
inn allur af erftirlitsmyndavélum
á vegum einstaklinga og fyr-
irtækja víðsvegar um borgina.
„Ég á ekki von á því að þessi fyr-
irhugaða fjölgun myndavéla
breyti neinu þar um en ef ein-
hverjir telja að svo sé munum við
taka á því.“
STUÐLA AÐ AUKNU ÖRYGGI
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson