Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 68
68 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Steinar Þor-steinsson fædd-
ist í Reykjavík 28.
apríl 1924. Hann
andaðist á Landspít-
alanum í Fossvogi
23. maí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Helga Þorgerður
Guðmundsdóttir, f.
7. desember 1896, d.
6. apríl 1967, og
Þorsteinn Kristinn
Magnússon, f. 7. júlí
1892, d. 10. ágúst
1976. Systkini
Steinars eru Sigmundur Ólafur, f.
1917, d. 1937; Magnús, f. 1918;
Gunnar, f. 1921; Ragnhildur, f.
1925, d. 2005; Sighvatur, f. 1927,
d. 1986, og Sigríður, f. 1930.
Steinar kvæntist 17. desember
maki María S. Haraldsdóttir, f. 12.
febrúar 1951. Dóttir þeirra er Sig-
rún Ágústa, f. 8. mars 1970, maki
Gústaf Gústafsson, f. 7. janúar
1973. 3) Andrea, f. 13. mars 1953,
maki Magnús Einarsson, f. 25. des-
ember 1957. Börn a) Elín Bubba, f.
15. janúar 1970, maki Guðmundur
Pétursson, f. 31. desember 1967. b)
Steinar Þór, f. 19. ágúst 1971,
maki Ástríður Gísladóttir, f. 11.
september 1971. c) Elvar Geir, f.
23. júlí 1985. d) Hugrún Ýr, f. 15.
mars 1991. Barnabarnabörn Stein-
ars eru fimmtán.
Steinar vann lengst af starfs-
ævinnar hjá Eimskipafélagi Ís-
lands, fyrst sem sjómaður síðan
sem verkstjóri í landi. Steinar lék
knattspyrnu á árum áður með
Knattspyrnufélagi Reykjavíkur,
KR, og var Íslandsmeistari 1948,
1949, 1950 og 1952.
Útför Steinars fór fram frá
Fossvogskapellu 1. júní, í kyrrþey,
að ósk hins látna.
1947 Erlu Sigríði
Ragnarsdóttur, f. 6.
júní 1930, d. 14. febr-
úar 2004. Þau skildu
1977. Börn þeirra
eru: 1) Ragnar Ómar,
f. 7. febrúar 1947,
maki Emilía Margrét
Sigmarsdóttir, f. 27.
apríl 1950 og eiga
þau þrjú börn. a)
Erla Sigríður, f. 17.
október 1967, maki
Magnús Guðjón
Teitsson, f. 7. maí
1957. b) Kjartan Þór,
f. 5. desember 1974, maki Berg-
lind Vala Halldórsdóttir, f. 27. jan-
úar 1973. c) Ragnhildur Helga, f.
6. júlí 1980, unnusti Björgvin Guð-
leifsson, f. 16. desember 1980. 2)
Sigmundur Ólafur, f. 9. júní 1948,
Fyrir 26 árum kynntist ég ynd-
islegum manni, Steinari, tengdaföð-
ur mínum, sem fallinn er frá.
Eftir standa minningar sem aldrei
munu gleymast. Steinar var af gamla
skólanum þar sem menn létu verkin
tala. Ávallt var hann mættur þar
sem taka þurfti til hendi, mála, smíða
eða bara hvað sem var.
Gagnvart barnabörnum sínum var
hann sannur afi og unun var að horfa
á hann leika sér við þau.
Yndislegar stundir áttum við sam-
an uppi í sumarbústað þar sem sagð-
ar voru sögur frá langri starfsævi,
fyrsta starfið, sendast með vörur frá
Björnsbakarí, mokandi skurði í
Reykjavík. Siglingar um Evrópu og
Ameríku með Fossum Eimskipa-
félagsins.
Eitt áhugamál áttum við sameig-
inlegt og það var knattspyrnan, eins
og allra annarra í fjölskyldunni, þú
og nafni þinn með Liverpool, minn
armur með Man. Utd, Ragnar og
Sigmundur með Arsenal þannig að
skeytin gengu á milli ef viðkomandi
liði gekk ekki vel.
Hægt væri að halda endalaust
áfram því að minningarnar eru svo
margar en eftir situr handbragð þitt
á svæðinu uppi í Álfabæ, útihúsið,
hleðslurnar, vörðurnar, tjörnin,
kirkjan og sveitabærinn.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég frábæran tengdaföður minn
og sannan vin. Þakka þér fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir mig fjöl-
skyldu mína. Það var sannur heiður
að fá að kynnast þér, þú varst bara
snillingur. Fjölskyldunni bið ég Guðs
blessunar.
Þinn tengdasonur,
Magnús Einarsson.
Elsku afi er látinn. Við minnumst
manns sem hafði að því er virtist
endalausan tíma fyrir okkur barna-
börnin og barnabarnabörnin. Hann
var alltaf þolinmóður við okkur,
tilbúinn að spjalla, segja okkur sögur
af sjónum og ævintýrum liðinna ára
og hlúa að okkur á sinn einstaka
hátt.
Afi hafði óbilandi áhuga á knatt-
spyrnu, spilaði sjálfur með KR á
blómatíma félagsins um miðja síð-
ustu öld, hélt með Liverpool og fór
eins oft og hann gat á völlinn til að
fylgjast með nafna sínum og dótt-
ursyni sem þó spilaði með þeim bláu
og hvítu í Safamýrinni.
Afi elskaði tónlist. Uppáhaldslögin
sem tengdust hans yngri árum, Haf-
ið bláa hafið og Blátt lítið blóm eitt
er, voru dægurlög í hæsta gæða-
flokki en hann fylgdist líka með
rokkinu enda hlustaði hann bara á
Rás 2.
Afi var ómissandi í öllu hátíðahaldi
og þá sérstaklega í kringum jólin. Þá
naut hann sín til fulls, nostrandi við
gamlar jólaseríur, að skreyta jóla-
tréð, laga, dytta að og undirbúa jólin
á hefðbundinn hátt. Þetta var tíminn
til að borða góðan mat og eiga góðar
stundir með fjölskyldunni. Alltaf í
nálægð við smáfólkið sem var að
opna pakkana og hann vílaði ekki
fyrir sér að kubba, setja saman bíla-
lest, keyra kappakstursbíla, spila,
fikta í tölvum og prófa eitthvað nýtt
með börnunum.
Afi var völundur í höndunum og
vildi helst alltaf vera að. Nú seinni
árin var það garðræktin sem átti hug
hans allan og hann var duglegur að
hjálpa til með viðhald og fram-
kvæmdir hjá sínum nánustu. Þess
vegna var erfitt að horfa á afa heyja
síðustu orrustuna við meinið sem að
lokum dró hann til dauða. Við vissum
að hann var ekki sáttur, það átti ekki
við hann að vera veikur.
Elsku afi, við munum alltaf minn-
ast heimsókna þinna til okkar austur
á Hérað, þær voru ógleymanlegar
eins og allt það sem þú gerðir fyrir
okkur. Við minnumst hlátursins og
leiftrandi gleðinnar í augum þínum
og þétta faðmlagsins. Við munum
aldrei gleyma þér.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Úr vísumVatnsenda-Rósu.)
Guð geymi þig, elsku afi,
Erla, Kjartan og Ragnhildur.
Afi Steinar er dáinn. Ég var alveg
viss um að hann myndi lifa til eilífð-
arnóns. Hann afi minn var ótrúlegur
maður, maður sinnar kynslóðar. Sjó-
maður, faðir, afi og langafi. Traust-
ur, yfirvegaður, bóngóður og um-
fram allt barngóður afi.
Minningarnar streyma fram,
minningar sem koma mér til að
brosa og hlýna um hjartarætur. Afi
minn, sem ég gat treyst á; litlar
hendur sem leiddu hann á gamlárs-
kvöld á brennu; unglingur sem
hringdi og bað hann um að gefa sér
fyrir tískubuxum; hann hjálpaði okk-
ur með íbúðina í Rofabænum; gang-
an inn kirkjugólfið; söngurinn í brúð-
kaupsveislunni; hann var hrókur alls
fagnaðar í skötuveislunum; iðnaðar-
maðurinn í Hlaðbænum, já minning-
arnar eru margar og munu þær ylja
mér og fjölskyldunni um ókomna tíð.
Allt sem hann var okkur, allt sem
hann gaf okkur og sögurnar sem
hann sagði okkur.
Elsku afi minn, þú varst einstak-
ur.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Takk fyrir mig, takk fyrir allt.
Góða ferð.
Elín Bubba.
Góðu minningarnar sem afi skilur
eftir sig eru svo ótalmargar. Allt mitt
líf hefur hann spilað mjög stórt hlut-
verk. Hann var alltaf svo jákvæður,
áhugasamur um allt sem maður tók
sér fyrir hendur, duglegur og lagði
sig allan fram til að manni liði alltaf
sem best. Hann var þrjóskur og
kenndi mér að allt er hægt ef viljinn
er fyrir hendi.
Ég man svo vel hvað afi gerði sum-
arbústaðasvæðið að miklu ævintýra-
landi þegar ég var yngri. Hann smíð-
aði og reisti sannkallaða
ævintýraveröld sem fékk mann til að
gefa ímyndunaraflinu lausan taum-
inn.
Afi var alltaf ungur í anda og ótrú-
lega sprækur. Ég man sérstaklega
eftir því þegar við lékum okkur sam-
an í fótbolta í sumarbústaðnum og
þegar við geystumst um allan bæ á
litla gráa bílnum hans. Helgarnar
sem afi passaði mig og litlu systur
voru þéttskipaðar allskyns skemmti-
legheitum og maður fór alltaf sæll og
glaður að sofa.
Það var alltaf svo notalegt að hafa
afa í kringum sig. Ég mun sakna
þess sárt að fá heimsóknir frá honum
þar sem hann mætir klyfjaður bak-
arísmat og maður ræðir við hann það
sem er að gerast í fótboltanum. Ég
mun sakna þess að sjá hann rölta um
íbúðina heima, raulandi með kaffi-
bolla í hönd.
Takk afi fyrir allar þessar ótal-
mörgu frábæru stundir sem þú gafst
mér.
Elvar Geir Magnússon.
Elsku afi minn.
Þegar ég fékk að vita af veikindum
þínum brást ég í grát og fannst ég
aldrei geta hætt, tilhugsunin um að
missa þig var óbærileg. Þegar ég
fyrst frétti að þú værir farinn greip
mig þessi óþægilega hræðslutilfinn-
ing. Hræðsla um að fá aldrei að sjá
þig aftur. En ég veit að þér líður vel
og að þú verður alltaf hjá mér, þótt
ég sjá þig ekki þá finn ég fyrir þér.
Það var ekki til hlutur sem þú gerðir
ekki fyrir mig, þú varst svo góður
maður og vildir öllum vel og mér
finnst ég heppnasta stelpa í heimi að
hafa fengið að þekkja þig mín æsku-
ár, ég hálfpartinn ólst upp hjá þér
enda varstu alltaf hjá okkur. Ég man
þegar ég og bróðir minn gátum ekki
ákveðið hvaða bíómynd við vildum
fara á þannig að þér datt það í hug að
fara á báðar, sína í hvoru bíóinu, þú
keyrðir með okkur alla leið upp í Há-
skólabíó og þaðan niður í Laugarás-
bíó. Við virkilega komumst upp með
að vera dekruð af þér og þú gerðir
líka ekkert lítið af því. Þegar ég
hugsa um skemmtilegustu minning-
arnar mínar þá eru þær allar með
þér, ég meina það þegar ég segi það
en það var ekki hægt að óska sér
betri afa, samband okkar var ótrú-
legt og þú varst og ert uppáhalds- og
mikilvægasta manneskjan mín.
Ég elska þig alltaf og það mun
ekki líða dagur sem ég mun ekki
hugsa um þig.
Öllum holl er fyrirmynd
í hörðum heimi nú
fyrir norðan geymd sem gull í lind
já afi það ert þú.
(Ninni)
Þín
Hugrún Ýr.
Steinar Þorsteinsson HINSTA KVEÐJA
Meðan veðrið er stætt, berðu höfuð
hátt
og hræðstu eigi skugga á leið.
Bak við dimmasta él glitrar
lævirkjans ljóð
upp um ljóshvolfin björt og heið.
Þó steypist í gegn þér stormur og
regn
og þó byrðin sé þung sem þú berð,
þá stattu fast og vit fyrir víst,
þú ert aldrei einn á ferð.
(Þýð. Óskar Ingimarsson.)
Þannig er íslenski textinn á
laginu „You’ll Never Walk
Alone“ eftir Richard Rodgers
og Oscar Hammerstein, úr
söngleiknum Carousel frá
1945. Þetta lag varð síðan
frægt í flutningi Mersey-
hljómsveitarinnar Gerry and
the Pacemakers 1963 og er
alltaf sungið á Anfield, á
heimaleikjum Liverpool.
Við Bubbarnir þínir sökn-
um þín. Huggum okkur við að
vita að þú verður aldrei einn á
ferð. Við munum ætíð varð-
veita minninguna um þig í
hjarta okkar.
Sigmundur B. og
Sigmundur Ó.
Frá langafastelpum
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn
og verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson.)
Eva Sólveig, Ásdís Eir
og Erla Margrét.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
RAGNHILDUR BJÖRGVINSDÓTTIR,
Klapparstíg 7,
áður Laugavegi 27A,
sem lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn
27. maí, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju
þriðjudaginn 5. júní kl. 13.00.
Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir,
Björgvin G. Hallgrímsson,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabarn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÍSAK JÓN SIGURÐSSON,
Hjaltabakka 12,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 22. maí, verður jarðsunginn
frá Áskirkju þriðjudaginn 5. júní kl. 13.00.
Benjamín, Helga,
Jóna Guðrún,
Birna, Guðlaugur,
Vera Björk, Tryggvi,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar elskulegi,
SKAFTI FRIÐFINNSSON,
Keflavík,
síðast Hörgshlíð 4, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
5. júní kl. 13:00.
Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög.
Sigríður Svava Runólfsdóttir,
Runólfur Skaftason,
Þórunn Skaftadóttir,
Inga Skaftadóttir, Birgir V. Sigurðsson,
Gunnhildur Skaftadóttir, Guðmundur Magnússon,
Friðfinnur Skaftason, Sigríður H. Ingibjörnsdóttir,
Einar Skaftason, Lydía Jónsdóttir,
Páll Skaftason, Hrund Þórarinsdóttir
og barnabörn.
Englasteinar
Helluhrauni 10
Sími 565 2566 - www.englasteinar.is
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 6988 / 553 6699
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947 / 565 6511