Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is Fyrir níu árum settust þrír starfs- menn rússnesku öryggisþjónust- unnar, FSB, niður fyrir framan myndavél blaðamanns í Moskvu og hófu tveggja tíma upplestur á glæp- um og afbrotum, sem yfirmenn þeirra hefðu skipað þeim að fremja. Kváðust þeir óttast að þeim yrði refs- að því að þeir hefðu verið tregir til að fylgja þessum skipunum, þar á meðal að ræna kaupsýslumanni einum og myrða lífverði hans ef nauðsyn krefði. Einn þeirra, Alexander Litvínenkó, kvaðst óttast um líf sitt. Hann sagði m.a. að sér hefði verið skipað að myrða rússneska auðkýfinginn Boris Beresovskí. Nokkrum mánuðum eftir gerð myndbandsins var Litvínenkó rekinn úr FSB og hann flúði síðar til Lond- on. Í nóvember lést Litvínenkó eftir að hafa verið byrlað geislavirkt pólon 210. Í liðinni viku lögðu Bretar fram kæru vegna morðsins á hendur And- rej Lúgovoj, fyrrverandi útsendara FSB, sem hitti Litvínenkó rétt áður enn hann veiktist. Rússar neita að framselja hann. Seinna sama ár kom Litvínenkó fram ásamt starfsfélögum sínum, sem reyndu að villa á sér heimildir með því að vera með skíðahúfur og gleraugu, á blaðamannafundi og sagði að innan rússnesku örygg- isþjónustunnar væri stunduð fjár- kúgun og aftökusveitir lékju lausum hala. Á fundinum kom einnig fram fyrrverandi starfsmaður FSB, Míkhaíl Trepasjkín, sem kvaðst fórn- arlamb öryggisþjónustunnar. Litv- ínenkó sagði að þeim hefði verið skip- að að þagga niður í honum. Skömmu eftir blaðamannafundinn sýndi sjónvarpsstöð rússneska auð- kýfingsins Boris Beresovskí, sem nú er í útlegð í London, myndbandið og varð mikið uppnám vegna þess í Rúss- landi. Litvínenkó og Beresovskí höfðu kynnst eftir að þeim fyrrnefnda hafði verið falið að rannsaka tilræði á hend- ur þeim síðarnefnda. Náið samband þeirra hafði verið tilefni tortryggni í garð Litvínenkós innan FSB, að því er kemur fram í Wall Street Journal. Alexander Gusak, einn þremenn- inganna, sem kemur fram á mynd- bandinu, en var ekki á blaðamanna- fundinum, kveðst aldrei hafa gefið leyfi fyrir birtingu myndbandsins. Ýmsir, sem komu fram á blaða- mannafundinum, segja nú að Litv- ínenkó hafi beitt þá þrýstingi. Gusak segir að félagar sínir hafi komið til sín eftir á til að lýsa yfir stuðningi og boð- ist til að myrða Litvínenkó vegna ranglætisins, sem Gusak hefði orðið fyrir af hans völdum. Nokkrum mán- uðum eftir sýningu myndbandsins varð Vladimír Pútín, núverandi for- seti Rússlands, yfirmaður FSB. Ýmsu hefur verið haldið fram um þátt Pútíns í Litvínenkó-málinu, en rúss- nesk stjórnvöld neita öllum slíkum ásökunum. Enginn vafi leikur hins vegar á því að Litvínenkó óttaðist um líf sitt. Litvínenkó óttaðist um líf sitt Reuters Fórnarlambið Ásakanir og gagnásakanir gera að verkum að erfitt er að átta sig á því hvað snýr upp og hvað niður í máli Alexanders Litvínenkó, sem var myrtur í London í nóvember. Bresk yfirvöld hafa gefið út ákæru í málinu. Í HNOTSKURN »Myndbandi AlexandersLitvínenskós heitins og tveggja félaga hans frá 1998 var í síðasta mánuði komið á framfæri við fréttastofuna AP og dagblaðið Wall Street Jo- urnal. »Myndbandið átti að veratrygging mannanna þriggja ef eitthvað kæmi fyrir þá. »Daginn eftir áttu þeir aðhitta yfirmann sinn og skyldu þeir hverfa væri mynd- bandið með vitnisburði þeirra til. »Litvínenkó fékk við-urnefnið „dragsúgurinn“ hjá starfsfélögum sínum í rússnesku öryggisþjónust- unni, sem töldu vegna sam- bands hans við auðkýfinginn Boris Beresofskí að hann héldi engin leyndarmál. NJÓSNIR» Níu ára gamalt myndband þriggja starfsmanna rússnesku öryggisþjónustunnar kemur fram á ný Erlent | Kazakhstan er sögusvið einræðisherrans Núrsúltans Nasarbajevs og fjölskyldu hans. Innlent | Ýmislegt hefði mátt betur fara á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Njósnir | Enn flækjast mál í kring- um morðið á rússneska njósnaranum Alexander Litvínenkó. Mannlíf | Síðasta reykingadaginn ríkti kurr á Ölstofunni. VIKUSPEGILL» Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Frásögn Ragnheiðar Rutar Frið- geirsdóttur af samskiptum 87 ára gamals föður síns við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri hefur vakið sterk viðbrögð, en hún kvartaði undan því að hann hefði verið út- skrifaður af spítalanum tvíbrotinn og með krónískan lungnasjúkdóm, en hann lést nokkrum dögum síðar. „Fyrstu viðbrögð eru náttúrlega þau að okkur starfsfólkinu er mjög brugðið yfir því að sjá að þessi ein- staklingur skuli látast svo skömmu eftir að hafa verið útskrifaður af spítalanum,“ segir Þorvaldur Ingv- arsson, framkvæmdastjóri lækn- inga á Fjórðungssjúkrahúsinu. Hefði þurft sjúkrabifreið „Það verður til þess að við bæði samhryggjumst ættingjum og spyrjum okkur hvað hefði mátt gera getur. Við brugðumst við með þeim hætti að ræða við dóttur og tengdason mannsins um þetta mál. Það sem kom út úr því er að við erum sammála um að það er ým- islegt í því sem við gerðum eða gerðum ekki sem hefði mátt betur fara. Við munum að sjálfsögðu fara yfir þetta mál með okkar starfs- fólki til þess að reyna að bæta þjónustu spítalans þar sem það á við.“ Aðspurður hvað hefði mátt betur fara segir hann að það sé erfitt að benda á eitt umfram annað. „Þetta er gífurlega flókið mál í sjálfu sér. Það er augljóst að við hljótum að huga mest að því hvort hann hafi verið útskrifaður of snemma. Það var vel vandað til heimferðar hans, skipulögð heimahjúkrun og talað við heimilislækni hans, en það er augljóst í ljósi þess sem gerðist að það hefði mátt betur fara. Hann átti greinilega mjög erfitt með að vera heima.“ Hann segir ágætt að það komi fram að þegar fólk leggist inn á sjúkrahús sé unnið eftir ákveðnu ferli, annars vegar að koma fólki til bata og hins vegar þurfi að hugsa fyrir því hvenær eigi að útskrifa sjúklinga. „Við þurfum að skipu- leggja okkar starf og þegar ljóst er að læknisfræðileg meðferð skilar ekki meiru og það er fyrst og fremst þörf á hjúkrun, eins og í þessu tilviki, þá fer fólk yfirleitt til síns heima, í endurhæfingu eða í hjúkrunarrými. Það er rétt að við- komandi manni var boðið hjúkr- unarrými á Ólafsfirði, en við vinnum þannig að við getum ekki boðið úrræði nema við séum viss um að það sé til. Þess vegna gátum við ekki boðið hjúkrunarrými á Dalvík. En það kann að hafa verið lagt upp á þann hátt að viðkomandi aðila líkaði ekki. Það er erfitt að tala um einstök mál við þessar að- stæður, en þetta er meginregla sem við vinnum eftir.“ – Ættingjar hafa lýst erfiðleikum við að flytja sjúklinginn heim til sín af sjúkrahúsinu. Hefði ekki þurft að flytja hann í sjúkrabifreið? „Það er alveg rétt,“ svarar Þor- valdur. „Það er eitt af þeim atrið- um sem hefði mátt gera á annan hátt. Ég get ekki útskýrt af hverju það kom ekki til tals. En venjulega er þessu þannig farið að ef fólk þarf á flutningi með sjúkrabifreið að halda, þá er það ekki útskrift- arhæft.“ – Er heilbrigðiskerfið að verða ómanneskjulegt vegna kostnaðar- aðhalds og hagræðingar? „Nei, ég vona að svo sé ekki. Okkur ber skylda til að veita sem flestum þjónustu fyrir það fé sem við höfum til umráða hverju sinni. Við reynum að taka tillit til allra þátta, þar með talið líðanar fólks og félagslegs umhverfis. Það hafa ekki verið í gangi sérstakar hag- ræðingaraðgerðir hér umfram venjulegt aðhald í opinberum rekstri. Í öllum sjúkrahúsrekstri þarf að huga að þessum þáttum, en að sjálfsögðu hugsum við fyrst og fremst um einstaklinginn, líðan hans og meðferð. Það er grundvöll- urinn að heilbrigðiskerfinu.“ Sátt við málalyktir Ragnheiður Rut Friðgeirsdóttir er ánægð með fundinn á Fjórð- ungssjúkrahúsinu. „Hann fór bara mjög vel,“ segir hún. „Ég er af- skaplega sátt við framgöngu Þor- valds og þeirra sem að þessu komu, Júlíusar Gestssonar, yf- irlæknis bæklunardeildar, og Önnu Lilju Filipsdóttur, hjúkrunarfræð- ings á sömu deild. Fundur okkar var mjög góður og fagmannlega að honum staðið þar sem farið var yfir málið og það rætt í heild sinni. Þau tóku þannig á málinu að þau voru ekki að gagn- rýna greinina, heldur vildu fá nán- ari lýsingu á atburðarásinni og finna þannig út hvaða lærdóm mætti draga af þessu. Án þess að ég vilji fara neitt nánar efnislega út í fundinn, get ég þó sagt að ég er sáttari og fullviss um að allt verði gert til að koma í veg fyrir að svona lagað endurtaki sig, skoða hvað má betur fara og endurskoða vinnuvenjur út frá því.“ Ragnheiður segir að þó að þessi afgreiðsla núna geri ekkert fyrir föður sinn, þá komi hún vonandi til með að gagnast öðrum síðar. „Ég er mjög þakklát fyrir hvernig þau tóku á þessu,“ segir hún að lokum. Ýmislegt hefði mátt betur fara Farið yfir málið með starfsfólki til þess að reyna að bæta þjónustu spítalans INNLENT» Þorvaldur Ingvarsson Ragnheiður Rut Friðgeirsdóttir Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjórðungssjúkrahúsið Þorvaldur tekur ekki undir að heilbrigðiskerfið sé að verða ómanneskjulegt vegna niðurskurðar og hagræðingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.