Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ »Almenningur hér í Vest-mannaeyjum fylgist kvíða- fullur með, því það hefur sést sviðin jörð eftir yfirtökutilboð og sölur á útgerðarfélögum annars staðar á landinu. Arnar G. Hjaltalín , formaður Drífanda stéttarfélags í Vestmannaeyjum, um til- boð í allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar. »Ég er viss um að þegar ís-lensk réttarsaga verður skrifuð seinna meir þá verða þessi þjóðlendumál talin svart- asti blettur á henni í allri sam- anlagðri sögu Íslands. Jón Sigfússon , fyrrverandi oddviti Sval- barðshrepps, um úrskurð óbyggðanefndar í þjóðlendumálum á Norðausturlandi. Jón var oddviti þegar kröfugerð ríkisins var lögð fram. »Gæsin öskraði og öskraði ogég öskraði bara á móti. Hulda Sigurðardóttir sem fékk gæs inn um bílrúðuna hjá sér skammt frá ferða- mannamiðstöðinni við Gullfoss. Þetta reyndist síðasta flugferð gæsarinnar. »Ég er vön að hafa mikið aðgera og vil gjarnan hafa mik- ið að gera. Rósa Björk Þórólfsdóttir , dúx við Menna- skólann við Hamrahlíð. Rósa Björk lauk stúdentsprófi á þremur árum og fékk 9,86, sem er hæsta meðaleinkunn stúdents í sögu skólans. » Þessi stéttaskipting kemuralls staðar fram í þessu litla samfélagi á Kárahnjúkum. Hrafndís Bára Einarsdóttir , fyrrverandi starfsmaður öryggisdeildar Impregilo, sem segir að starfsmönnum við Kára- hnjúka sé hótað að þeir verði sendir heim mótmæli þeir vinnutilhögun og aðbúnaði auk þess sem þar viðgangist stéttaskipt- ing og mismunun. Impregilo hefur mót- mælt staðhæfingum Hrafndísar. »Við vorum alveg róleg meðaná þessu stóð en auðvitað vissi maður ekki hvernig þetta gæti endað. Halldór Halldórsson , sem rann ásamt fimm öðrum nokkra tugi metra með snjó- flóði niður Hlíðarfjall á sunnudag. Engan sakaði. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Samherjar Björn Bjarnason og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlýða á stefnuræðu Geirs H. Haarde forsætisráðherra á Alþingi á fimmtudag. Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is OFMAT hann eigin stöðu eða mis- skildi hann gjörsamlega tengdaföður sinn? Og hver er afstaða eiginkon- unnar og dóttur forsetans þaulsetna í þeirri makalausu valdabaráttu sem nú fer fram í Kazakhstan? Um margt minnir rás atburða á sápu- óperu og persónurnar myndu vísast henta vel í framhaldsþáttum þeim sem framleiddir eru til að lina hina existensíalísku angist. En hér ræðir hvorki um grín né tilbúning; valda- klíkur tengdar Núrsúltan Abísjúlíj Nazarbajev gera nú hvað þær geta til að treysta stöðu sína. Forsetinn hefur látið til skarar skríða gegn tengdasyni sínum, sem afrekað hef- ur ýmislegt á lífsleiðinni og er sér- lega illa þokkaður í heimalandi sínu. Stjórnvöld í Mið-Asíuríkinu Kaz- akhstan kröfðust þess á miðvikudag að fyrrum sendiherra landsins í Austurríki yrði framseldur. Og á föstudag skýrði prýðilega stofnana- mæltur, austurrískur lögreglu- fulltrúi frá því að viðkomandi hefði verið handtekinn. Þar ræðir um tengdasoninn harðskeytta, Rakhat Alíjev, sem kvæntur er Darigu Naz- arbajevu, elstu dóttur forsetans. Framsalskrafan er til marks um að Nazarbajev forseti hyggist nú herða tök sín á forréttindastéttinni í land- inu; afar fátítt er að ágreiningi innan valdaklíkunnar sé hleypt upp á yf- irborðið enda eru hagsmunir hennar í þessu gjörspillta samfélagi samein- andi um flest. Bankamenn hverfa Alíjev, sem er 44 ára, er sakaður um að hafa í janúarmánuði látið ræna tveimur hátt settum starfs- mönnum Nurbank-bankans en tengdasonurinn á meira en 50% hlut í því fyrirtæki. Annar mannanna, Abílmazen Gílímov, sem nú er í haldi lögreglu, grunaður um fjármálaspill- ingu, fullyrðir að Alíjev hafi látið færa þá tvo í járnum í kjallara á húsi einu. Þar hafi hann hótað því að myrða mennina, skotið af byssu og sagt: „Í þessu landi kemst ég upp með hvað sem er.“ Ekkert hefur spurst til næstráðanda Gílímovs, Zholdas nokkurs Tímíralíjevs, frá því honum var rænt. Margir telja fullvíst að hann hafi verið drepinn. Fregnir herma að Alíjev hafi talið mennina tvo seka um stuld á fjár- munum bankans og þar með sínum. Hafi hann þvingað þá til að láta af hendi hluti sína í fyrirtækinu, sem hann hafi síðan yfirtekið. Alíjev segir ásakanir þessar til- hæfulausar með öllu og lið í rógs- herferð, sem runnin sé undan rifjum tengdaföðurins. Ástæðuna kveður hann þá að hann hafi greint tengda- föður sínum frá því að hann hygðist bjóða sig fram árið 2012 þegar síð- asta kjörtímabili forsetans lyki. Þessi tilkynning virðist hafa hleypt illu blóði í Núrsúltan Nazarbajev, sem krafðist framsals tengdasonar- ins frá Austurríki. Það mun næstum því ábyggilega taka nokkra mánuði. Alíjev sagði í viðtali við netmiðil einn að jafngilda myndi sjálfsmorði að snúa aftur heim. Stöðugleikinn tryggður Ákæran á hendur Alíjev var birt daginn eftir að Núrsúltan Nazarbaj- ev hafði lagt blessun sína yfir „um- bætur“ á stjórnarskrá ríkisins. Þar er um sumt að finna breytingar í lýð- ræðisátt en svo virðist sem forsetinn hafi á síðustu stundu látið bæta við ákvæði, sem felur í sér að hann mun geta sinna þessu embætti til dauða- dags. Eftirmönnum hans mun hins vegar aðeins leyfast að vera við völd í tvö kjörtímabil. Þetta virðist hafa komið Rakhat Alíjev öldungis í opna skjöldu og andmælti hann opinber- lega því óskoraða valdi sem tengda- faðir hans hefur nú tekið sér. Alíjev gekk að eiga Darigu, elstu dóttur Núrsúltans Nazarbajevs, árið 1984 og vakti sá ráðahagur umtals- verða athygli. Nazarbajev var þá á uppleið innan Kommúnistaflokksins og varð síðar, í skjóli Míkhaíls S. Gorbatsjovs, hæstráðandi í Kazakh- stan, sem þá tilheyrði Sovétríkjun- um. Faðir Alíjevs, Múkhtar, sem m.a. hefur gegnt embætti heilbrigð- isráðherra, tilheyrir einnig valda- stéttinni. Rakhat Alíjev vann sig upp innan stjórnkerfisins en haustið 2001 taldi tengdafaðir hans sýnt að hann hefði gengið til liðs við gagnrýnend- ur forsetans. Alíjev var því sendur í „lúxus-útlegð“ til Austurríkis þar sem hann tók við embætti sendi- herra. Árið 2005 virtist Nazarbajev hafa tekið Alíjev í sátt og var hann gerður að aðstoðarutanríkisráð- herra auk sendiherrastarfsins. Hæfileikafólk Forsetinn er ekki eini óvinur Alíj- evs innan ættarveldisins. Mágkona hans, Dínara Nazarbajeva, og þó einkum svili, Tímúr Kúlíjbajev, hafa löngum haft á honum andstyggð líkt og tengdafaðirinn. Sókn eftir völdum og auði ræður þar mestu auk þess sem horft er til þess dags er Naz- arbajev forseti, sem er 66 ára, heldur á fund feðra sinna á astralsviðinu. Dariga, sem er kona mikilla hæfi- leika en lætur þingmennsku og óp- erusöng duga nú um stundir, hefur löngum verið talin líkleg til að flytja inn í forsetahöllina, stóran og forljót- an kumbalda, í höfuðborginni, Al- maty, þótt sjálf kveðist hún ekki sækjast eftir því embætti. Athyglin beinist því að Núrallí, rúmlega tví- tugum syni þeirra Darigu og Rak- hats Alíjevs, sem er í miklum metum hjá afa sínum forsetanum. Kann sú staðreynd að hafa ráðið mestu um þá tillögu Rakhats Alíjevs í september í fyrra að stjórnskipan Kazakhstan yrði breytt og komið á konungdæmi. Þykir sýnt að hann hafi þá haft í huga að Núrallí myndi taka við veld- issprotanum að afa sínum gengnum. Rakhat Alíjev hefur verið um- svifamikill á viðskiptasviðinu í Kaz- akhstan eins og raunar flest ætt- menni forsetans. Fjölmiðlum í eigu hans hefur nú verið lokað, eftir því sem næst verður komist, og hermt er að stjórnvöld hafi yfirtekið banka- veldið, sem hann stýrði. Yfirgengileg spilling hefur löngum viðgengist í landinu og er t.a.m. hermt að Naz- arbajev forseti hafi safnað milljarði Bandaríkjadala inn á reikninga er- lendis. Góður hagvöxtur í kjölfar markaðsvæðingar og stóraukinna ol- íutekna hefur tryggt að streymið í kassa forsetans og fjölskyldu hans hefur verið með miklum ágætum. Kazakhar eru því ýmsu vanir. Al- mennt hafa þeir þó litlar mætur á Rakhat Alíjev, sem bendlaður hefur verið við margvísleg óhæfuverk m.a. morð á pólitískum andstæðingum. Margir fagna því að veldi hans virð- ist nú liðið undir lok í Kazakhstan. Er valdabaráttunni lokið að sinni? Spurningarnar, sem vakna þegar hér er komið sögu, eru að sönnu ótal- margar; stendur uppáhaldsdóttirin, Dariga, með föður sínum eða velur hún að halda tryggð við eiginmann- inn? Munu hún og Núarllí, auga- steinn afa síns, mynda bandalag gegn þeim Dínöru og Tímúr? Verður Tímúr áfram ríkisforstjóri númer eitt eða yfirtekur hann banka og fjöl- miðla Rakhats? Á þriðja dóttirin, Alíja, sem forðum var gift inn í Akaj- ev-fjölskylduna í Kírgístan, mögu- leika á pólitískum frama eða lætur hún nægja að halda áfram uppbygg- ingu viðskiptaveldis síns? Fylgist með frá byrjun. Stóra húsið á steppunni Gríðarleg viðskiptaveldi, hamslaus spilling, stjórnlaus valdafíkn og (jafnvel) vilji til pólitískra umbóta koma við sögu í réttnefndu fjölskyldudrama, sem nú stendur sem hæst í einu af furðuríkjum Mið-Asíu Reuters Ofurpar Dariga Nazarbajeva og eiginmaðurinn úthrópaði, Rakhat Alíjev, þegar allt lék í lyndi. Nú hefur Rakhat verið handtekinn í Austurríki og óvíst er hvort Dariga stendur með honum eða föður sínum. Í HNOTSKURN »Kazakstan er níundastærsta ríki í heimi hér og nær yfir rúmar 2,7 milljónir ferkílómetra. Þar búa rúmar 15 milljónir manna. »Núrsúltan A. Nazarbajevhefur verið forseti frá því landsmenn lýstu yfir sjálfstæði árið 1991 eftir hrun Sovétríkj- anna. »Áður hafði hann hafist tilvalda sem leiðtogi Komm- únistaflokks Kazakhstan í skjóli Míkhaíls S. Gorbatsjovs sovétleiðtoga. »Hagvöxtur hefur veriðmikill í Kazkahstan á und- anliðnum árum, rúm 9% að meðaltali. »Hagstjórn hefur þar tekiðmiklum breytingum auk þess sem olíutekjur hafa auk- ist gríðarlega. Spilling þykir á hinn bóginn ævintýraleg. ERLENT» » Þar hafi Rakhat hót-að því að myrða bankamennina, skotið af byssu og sagt: „Í þessu landi kemst ég upp með hvað sem er.“ REUTERS Landsfeður Núrsúltan Nazarbajev (t.v.) tók í liðinni viku á móti Gúrbangú- líj Malíkgúlíjevítsj Berdímúkhammedov, forseta Túrkmenistan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.