Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Íupphafi þessa pistils dreg égmeð drjúgri ánægju skrifmín um ótímabært andláthins mikla ameríska arki-
tekts Franks O. Gehrys til baka.
Ástæðu mistakanna má rekja til
þess að á einum stað á sýningunni
„Stafrænar framkvæmdir, Innsæi
Franks Gehrys“ í pakkhúsinu við
Asiatisk Plads í Kaupmannhöfn, rak
ég augun í tölurnar 1929-2004 innan
sviga. Dró um leið þá nærtæku
ályktun að um væri að ræða fæð-
ingar og dánarár arkitektsins, hið
fyrra er nefnilega alveg rétt mað-
urinn fæddur í Kanada 28. febrúar
1929. Varð ekki var við neina sýn-
ingarskrá með almennum upplýs-
ingum á afgreiðslunni, en í hinum
einstæða og fjölþætta bókakosti
sem frammi liggur á staðnum voru
auðvitað nokkrar um meistarann.
Þar á meðal ein sem ég vildi endi-
lega festa mér, en þar sem þetta var
að morgni dags afréð ég að koma
seinna, skoða sýninguna í botn og
kaupa bókina í stað þess að rogast
með doðrantinn milli listasafna og
sýningarsala það sem eftir væri
dagsins, en þrálát kvefpest sem að
síðustu lagði mig í rúmið kom illu
heilli í veg fyrir þann hagsýna
ásetning. Mikið fagnaðarefni að
snillingurinn skuli enn ofanjarðar
og vel virkur þrátt fyrir háan aldur,
en vitaskuld ber mér að biðja les-
endur pistla minna velvirðingar á
þessum lítt fyrirséðu og leiðu mis-
tökum …
Í pistlinum minntist ég lítillega ásvæðið við Stakkholt þar semmeðal annars Málleys-
ingjaskólinn, seinna Heyrnleys-
ingjaskólinn, var lengi til húsa,
ásamt með fleiri byggingum. En
rýmið af skornum skammti fyrir
fleiri hugleiðingar það sinnið svo ég
afréð að prjóna við þann kafla í
næsta skrifi. Ástæðan til að mér
hugnast að fjalla hér um var mikil
undrun mín er ég átti leið þar fram
hjá nokkru eftir að Hampiðjuhúsin
höfðu verið jöfnuð við jörðu. Þarna
birtist nefnilega mikið og spennandi
svæði hvar leikvangur minn var að
hluta á uppvaxtarárunum, en sjón-
arhornið mikið til annað. Spennandi
fyrir alla þá möguleika sem innan
handar eru um lifandi og mann-
eskjulega uppbyggingu sem gæti
verið þessum, að svo komnu lítt
ásjálega borgarhluta mikil andlits-
lyfting, jafnframt eins konar fram-
lenging á hjarta borgarinnar. Og
hvað vita seinni tíma kynslóðir um
þetta hverfi, sem á árum áður var
annars vegar við jaðar austurhluta
borgarinnar hvar borgarmörkin
voru þá, hins vegar Rauðarárholts?
Hvorutveggja hefur verið valtað
yfir byggingar sem náttúrufyr-
irbæri með frekar óspennandi
íbúðabyggð hvar götunöfnin Holtin
og Hlíðarnar eru næstum hið eina
sem vísar til fortíðar ásamt mynd-
ræna strompinum í byggingunni á
mótum Rauðarárstígs og Háteigs-
vegar hvar ölið átti að renna í stríð-
um straumum en ekki varð af. Hér
má einnig minnast á mannlífið, sem
á tímabili var allsérstætt, bæði fyrir
heimsstyrjöldina síðari og meðan á
henni stóð. Best að minnast sem
minnst á eftirstríðsárin er upp risu
heilu hverfin, þá komið nýtt verk-
og vinnulag í kjölfar stríðsgróðans,
birtingarmyndin ábatasemi og
ágirnd í stað samviskusemi fyr-
irhyggju og vandvirkni, og menn
enn þann dag í dag að súpa seyðið
af þeim ógæfulegu hvörfum.
Möguleikarnir á mann-eskjulegri byggð á svæð-inu ótakmarkaðir og ekki
spilla bakhúsin né gróðurinn fram-
an við þau sem og fjölþætt sam-
ræmið í byggingunum sem er ein-
stakt í borgarlandinu, hér hefði
verið mögulegt að vekja upp lifandi
framlengingu af miðbænum, gefa
hverfinu líf og lit. En auðvitað of
seint að koma fram með tillögur hér
um, framtíð svæðisins vafalítið
löngu ráðin, en mikið undrar mig að
hvergi hefur komið fram at-
hugasemd, engin samræða farið
fram, andavarleysið í algleymi. Og
þetta gerist á meðan deilt er hart
um flugvallarsvæðið og menn sjá í
hillingum þyrpingu skókassalengja,
íbúðasílóa er gefa borgarsjóði og
verktökum skjótfenginn gróða en
munu þrengja að andrými höf-
uðborgarinnar.
Manneskjulegt umhverfi er eftir
því pylsuvagnar, skyndibitastaðir
og leiktæki á opnum helgidómum
borgarinnar eins og Hljóm-
skálagarðinum og Miklatúni með
tilheyrandi rusli og landlægum
sóðaskap. Hvergi skal vera hægt að
reika um með friði, hugsa djúpt og
soga að sér súrefni, bílar hér, þar
og allt um kring. Og nú er loks til
umræðu að skipuleggja háhýsin, en
á þá miklu þörf hefur verið bent í
áratugi, enda eins og mörg þeirra
hafi hrapað af himnum ofan og nið-
ur í íbúðabyggð, ekki endilega að
þau séu öll ljót ein sér en það er
eins og að skipulagið sé runnið frá
samtökum blindra. Verið að tjalda
fyrir útsýni yfir sundin og til fjall-
garðanna og í stað glæsilegrar
húsaraðar í anda Höfða, sem rétt
tókst að bjarga frá niðurrifi, hafa
verksmiðju og skrifstofubyggingar
að stórum hluta risið upp eftir allri
strandlengjunni, að viðbættum and-
lausum háhýsasílóum, sem gætu
staðið í aldir sem minnismerki lág-
kúrunnar. Hér um að ræða nokkurs
konar sjónmanir (sbr. hljóðmanir)
en með skelfilegum formerkjum,
byrgja ekki einungis sýn til hafs og
fjalla, heldur varpa skuggum yfir
önnur hús og magna upp vind-
hviður.
Í ákafa sínum við að flytja inn eft-
irmyndir stórborga heimsins, líkja í
blindni eftir, yfirsést hérlendum að
horfa til mistaka sem þar hafa einn-
ig verið gerð, risavaxinna slysa við
tilkomu þrælskipulagðra og geldra
borgarkjarna. Jafnframt staðbund-
in viðleitni við að forðast slík mistök
aftur, læra af reynslunni, nei, nei,
þetta virðist einnig þurfa að end-
urtaka hér! Svo komið leitast hver
stórborg fyrir sig við að styrkja sér-
kenni sín með lífrænni byggð og
svipmiklum arkitektúr og horfa
gerendur þá einnig til fortíðar.
Póstmódernískur arkitektúr í
anda Frank Gehrys og hans nóta
sækir þannig til barrokksins og
fleiri stílbrigða fyrri alda með bo-
galínum, hvelfdum formum, út-
brotum og útskotum, að slepptum
öllum smáatriðum og hégómlegu
skreyti.
Gehry, skipulag og fleira
Spennandi svæði Lóðirnar við Stakkholt búa yfir ótakmörkuðum möguleikum um vistvæna byggð.
SJÓNSPEGILL
Bragi Ásgeirsson
Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000
Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500
www.terranova.is
Golden Sands í Búlgaríu hefur sannarlega slegið í gegn hjá
Íslendingum. Terra Nova býður nú frábært tilboð til þessa vin-
sæla sumarleyfisstaðar sem býður þín með frábæra strönd,
einstakt loftslag, ótæmandi afþreyingarmöguleika, fjölbreytta
veitingastaði og fjörugt næturlíf. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir
brottför færðu að vita hvar þú gistir.
Súpersól til
Búlgaríu
11. og 18. júní
frá kr. 44.990 m.v. 2
- SPENNANDI VALKOSTUR
kr. 44.990
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með
morgunverði í viku. Aukavika kr. 10.000.
Allra síðustu sætin
Veittir eru styrkir til ferða- og dvalarkostnaðar fyrir vísindamenn til gagnkvæmra heimsókna á árunum 2007-2008.
Tilgangurinn með þessu samstarfi er að virkja vísinda- og tæknisamstarf stofnana, skóla og rannsóknarhópa í báðum löndunum
og auðvelda samstarf við önnur slík samstarfsverkefni í Evrópu.
Vísindamenn á öllum sviðum grunnrannsókna og hagnýtra rannsókna geta sótt um. Í ár er áhersla lögð á þátttöku doktorsnema
og nýútskrifaðra doktora.
Stofnunum sem eiga í samstarfi er gert að leggja inn umsókn, hverri um sig, til þeirra aðila sem hafa yfirumsjón í viðkomandi
landi. Aðeins koma til greina umsóknir sem eru lagðar fram af báðum aðilum.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu RANNÍS, www.rannis.is.
Umsjón með Jules Verne hjá RANNÍS hefur Elísabet M. Andrésdóttir, netfang: elisabet@rannis.is, sími 515 5813.
Jules Verne er samstarfsverkefni Frakklands og Íslands á sviði vísinda- og tæknirannsókna.
Menntamálaráðuneytið stýrir samstarfinu fyrir hönd Íslands
en RANNÍS sér um framkvæmd verkefnisins.
Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 515 5800 • Bréfsími 552 9814 • www.rannis.is
U M S Ó K N I R
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
r
a
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Vísinda- og tæknisamstarf
Frakklands og Íslands
Styrkir til samstarfsverkefna
Styrkir til vísinda- og tæknisamstarfs íslenskra og franskra aðila á
vegum Jules Verne samstarfssamnings eru nú lausir til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 14. september 2007