Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 45 hólmi að veruleika,“ sagði James Lingwood af þessu tilefni, en hann er annar tveggja fram- kvæmdastjóra Artangel. Orð Lingwood – og fordæmið sem felst í Vatna- safninu – eru til marks um að hér sé að verða mögu- legt að þróa viðlíka starfsemi og Artangel sinnir á sviði lista. Þar sem listrænt forræði í krefjandi og ögrandi verkefnum er falið aðila er býr yfir nægi- legri fagþekkingu til að koma framsæknum verk- efnum í framkvæmd; listsköpun er skipt getur sköpun í þróun menningarlífsins Þátttakan á alþjóðavettvangi N æstkomandi miðvikudag verða dyr íslenska sýningarskálans opnaðar fyrir gestum foropnana á myndlistartvíæringnum í Fen- eyjum. Tvíæringssýningin í heild sinni verður síðan opnuð um næstu helgi fyrir almenningi og stendur langt fram á haust. Íslenski fulltrúinn að þessu sinni, Stein- grímur Eyfjörð, hefur fyrir löngu sannað sig í ís- lensku myndlistarlífi, þótt hann hafi ekki enn sem komið er haslað sér völl með sama hætti erlendis. Sýning hans, sem ber heitið „Lóan er komin“, er án efa það framlag Íslendinga til tvíæringsins sem mest hefur verið lagt í allt frá því að Ísland hóf þátt- töku í Feneyjum árið 1984, hvað sýningarstjórn og faglega umsýslan varðar. Því þótt vel hafi tekist til með þátttökuna undanfarin ár, er reynsla Íslend- inga vitaskuld sú sama og annarra þátttökuþjóða; að kröfurnar aukast með hverju árinu sem líður. Í því rótgróna sýningarumhverfi sem um er að ræða og þróast hefur á þeim rösklega hundrað árum sem Feneyjatvíæringurinn hefur verið við lýði, eru í dag gerðar ýtrustu kröfur til faglegra vinnubragða; ekki einungis listamannsins, heldur einnig á sviði kynningar, sýningarstjórnar, miðlunar og hönnun- ar upplýsinga og ítarefnis, móttöku gesta o.s.frv. Eins og fram kom í samtali Freysteins Jóhanns- sonar við Hönnu Styrmisdóttur, sýningarstjóra verkefnisins, í Morgunblaðinu 4. maí sl. hljóðar kostnaðaráætlun vegna þátttökunnar að þessu sinni upp á fjörutíu milljónir króna. Auk framlaga frá menntamálaráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og Reykjavíkurborg kemur fjöldi annarra aðila að fjármögnuninni, því eins og Hanna segir: „hefur skapast hér á síðasta áratug hefð fyrir því að fyr- irtæki styrki menningarviðburði mjög myndarlega. Það hefur orðið gjörbylting á skilningi opinberra aðila og hópur fyrirtækja hefur líka komið til skjal- anna.“ Hún tekur þó fram að samt sem áður megi það ekki gleymast að „fjöldi fólks hefur unnið að verkefninu endurgjaldslítið eða endurgjaldslaust og sá stuðningur er ekki minna virði en stuðningur bakhjarlanna.“ Næsta vika mun gefa smjörþefinn af því hvernig gengur í Feneyjum að þessu sinni, en um er að ræða afar mikilvægan viðburð í myndlistarheim- inum fyrir hverja einustu þátttökuþjóð. Hanna seg- ir enda í fyrrgreindu viðtali að „það sem [skipti] máli [sé] að sá listamaður sem valinn er á Fen- eyjatvíæringinn hverju sinni er fyrst og fremst fulltrúi íslensku þjóðarinnar. Þátttaka hans skiptir ekki aðeins máli fyrir feril hans sjálfs heldur getur hún líka vakið áhuga alþjóðamyndlistarsamfélags- ins á íslenskum listamönnum og íslenskri myndlist yfir höfuð. Það njóta allir góðs af; myndlistarsam- félagið, menningarsamfélagið og íslenska sam- félagið allt.“ Samfélagslegt vægi lista og menningar Þ að að tekist hafi að fjármagna þátt- töku þjóðarinnar í Feneyjum með svo myndarlegum hætti er til marks um hugafarsbreytingu í garð ís- lenskrar myndlistar. En ef til vill einnig til marks um vaxandi skilning á því hlutverki sem listir – og menning yfirleitt – geta gegnt í samfélagslegum skilningi. Í síðasta mánuði efndi breska dagblaðið The Guardian, til umræðu um „áhrifamátt ímyndunar- aflsins meðal almennings“ er vísaði m.a. til verks Antony Gormley á vegum Artangel. Umsjón með umræðunni, sem bar yfirskriftina „Politics or the Arts: Which has the Real Power?“ [„Stjórnmál eða listir: hvar liggur hið raunverulega hreyfiafl?“], hafði einn ritstjóra blaðsins, Madeleine Bunting. En meðal þeirra er tóku þátt var Gormley sjálfur og Matthew Taylor, fyrrverandi yfirmaður í Down- ingsstræti 10, aðsetri forsætisráðherra Breta. Í grein sinni, „Artists are now taking the lead politic- ians have failed to give“ [„Listamenn hafa nú tekið við því forystuhlutverki sem stjórnmálamönnum hefur ekki tekist að sinna“] frá 21. maí sl. [sem finna má á slóðinni http://arts.guardian.co.uk/art/visual- art/story] segir Bunting m.a. „Skilningur okkar á því hvernig list getur dregið fram í dagsljósið ákveðnar grundvallahliðar umbreytinga hefur auk- ist; list getur fært raunveruleikann í nýjan búning með því að örva ímyndunaraflið. Á sama tíma hefur gætt vaxandi óánægju með getu stjórnmálahreyf- inga til að stuðla að breytingum á atferli okkar.“ Bunting segir list, ólíkt stjórnmálum, ekki snúast um fyrirframkveðnar vísur. „Hún virkjar fólk út frá tilfinningum, hvetur til sjálfsskoðunar. Í henni er ekkert fyrirfram gefið svar. Eins og Gormley bend- ir á: „Áhorfandinn leggur sitt fram við að gefa verk- in merkingu.“ […] Listin opnar fyrir umræðu og tengingar með margræðum hætti, jafnvel á milli ókunnugra úti á götu sem deila ánægju sinni – eða fyrirlitningu. Stjórnmálin hafa hins vegar verið gerð að at- vinnugrein sem vandlega er stýrt, jafnvel í minnstu smáatriðum. Þar er ekkert pláss fyrir áhættu. Við- töl [í útvarpi] eru prófsteinn á pólitíska hæfni manna í því að snúa út úr og láta ekki slá sig út af laginu. Þau hvetja okkur ekki til umhugsunar, held- ur til þess að vera vitni að vitsmunalegum skylm- ingum. Afleiðingin er sú að mörg erfiðustu ágrein- ingsmál okkar tíma eru að færast yfir á svið listanna.“ Karl Marx hélt því fram að trúarbrögðin væru ópum fólksins. Í kringum síðustu heimsmeistara- keppni í knattspyrnu leiddu hugmyndafræðingar samtímans rök að því að knattspyrna væri almúg- anum sem ópíum og hefði tekið við því hlutverki trúarbragðanna. Eins og hér hefur verið vikið að hefur í Bretlandi mátt merkja undanfarnar vikur tilraunir til að skilgreina hvað það er sem almenn- ingur ánetjast í hugmyndafræðilegum skilningi; hvort myndlist hafi tekið við hlutverki trúarbragð- anna í huga venjulegs millistéttafólks sem fer rúnt- inn á söfn og sýningar um helgar, eða jafnvel hvort list hafi orðið sterkara aðdráttarafl í pólitískum skilningi en sjálf pólitíkin. Vangaveltur um það hvað höfði til fjöldans á hverjum tíma eru auðvitað mjög forvitnilegar. Og ofangreind þróun í kenning- arsmíði um það sem höfðar til fjöldans, segir heil- margt um þá afstöðubreytingu sem orðið hefur til hlutverks okkar í samfélaginu frá því að Karl Marx var að móta sínar pólitísku hugmyndir. Það öfluga menningarlíf á Íslandi sem nú er við lýði auk starfsemi sem því tengist segir vitaskuld sína sögu um það að sjálfsímynd þjóðarinnar er í vaxandi mæli tengd menningu. En þótt hér verði ekki kveðið upp úr með hvort Bunting hafi rétt fyrir sér eða ekki er þó freistandi að spyrja hvort tíma- bært sé að velta því fyrir okkur, líkt og hún, hvort menningin þjóni ekki veigameira hlutverki í sam- félagsmyndinni en okkur grunar. Hvort raunin sé ekki sú að listir – rétt eins og viðskipti – séu orðnar að afdrifaríku mótandi afli, bæði hvað varðar áhrif á einstaklinga og samfélagsmyndina sem heild. » „Skilningur okkar á því hvernig list getur dregið fram ídagsljósið ákveðnar grundvallarhliðar umbreytinga hefur aukist; list getur fært raunveruleikann í nýjan búning með því að örva ímyndunaraflið. Á sama tíma hefur gætt vaxandi óánægju með getu stjórnmálahreyfinga til að stuðla að breyt- ingum á atferli okkar.“ rbréf Ljósmynd/Artangel Vatnasafnið í Stykkishólmi Íslenskir jöklar bíða þess, flokkaðir í brúsum, að vera settir í glersúlur í Vatnasafninu í Stykkishólmi. Í Bretlandi er nú rætt um hvort rétt sé að mörg erfiðustu ágrein- ingsmál okkar tíma séu að færast yfir á svið listanna og út úr stjórnmálunum – ekki síst umhverfismálin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.