Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 34
veitt með | Sigurði Steindórssyni í Þingvallavatni 34 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is D jöfull er það tregt.“ Sigurður Stein- dórsson kemur gang- andi upp frá kunnum veiðistað með skrýtið nafn í þjóðgarðinum á Þingvöllum – Öfugsnáða – og bölvar fiskleysinu. Það kemur þó ekkert á óvart þótt bleikjan taki ekki, yfirleitt byrjar hún að gefa sig upp úr 20. maí. Og Sigurður hlýtur að teljast til þess hóps; þótt hann sé að hefja sjöunda veiðisumarið við vatnið þá veiða örugglega fáir, ef einhverjir, meira á stöng í vatninu en hann. Eins og nótubækurnar í vel búnum húsbíl hans sýna hefur hann eytt tugum daga frá maí og inn í ágúst á bökk- um vatnsins síðustu sumur. Og hef- ur veitt hátt í fjögur hundruð bleikjur á sumri. Þetta er annar veiðidagur Sig- urðar í vatninu þetta vorið. Í fyrstu ferðinni fyrr í vikunni fékk hann fjórar vænar bleikjur við Öf- ugsnáða. Nú er hins vegar ekkert líf. „Ég er bara búinn að frétta af einum fiski hér í dag. Það var ein- hver sem kom eldsnemma í morg- un sem náði honum.“ Nú er klukk- an að ganga sjö, vonglaðir veiðimenn komnir á flest nes í þjóðgarðinum en enginn að fá neitt. „20. maí hefur stundum gefið. Ég kom fyrst 18. eða 19. í fyrra og fékk ekki einn einasta fisk. En stundum veiðist,“ segir hann íbygg- inn á svip. „Það má ekki gefast upp“ – Hvað veiddirðu margar í fyrra? „Þrjú hundruð og eitthvað – þá er ég að tala um bleikjur. Engar murtur eða smábleikjur taldar með. Murtan kom snemma hingað að Snáðanum í fyrra, 10. júní. Í einhverja bókina skrifaði ég: HEL- VÍTIS MURTAN!“ Hann hlær og hristir höfuðið. Við höfum tyllt okkur inn í hús- bíl Sigurðar á stæðinu við Öf- ugsnáða og hann skenkir kaffi. Hann horfir niður að vatninu, sæll á svip þótt bleikjan hafi ekki gefið sig. „Þetta er nokkuð sem ég vildi ekki missa af,“ segir hann og aug- ljóst að hann á við þá upplifun að vera staddur í þjóðgarðinum að vori. Horfir svo í augun á mér og segir ákveðinn: „Þetta er fallegasta og besta og skemmtilegasta veiði- vatn í heimi!“ Þagnar síðan og sýp- ur á kaffinu. „Að vakna hérna klukkan fjögur á morgnana, þegar fuglarnir eru að skreiðast af stað og allt að fara í gang, það er alveg dýrlegt.“ Þekki Snáðann best Frábær aðstaða er í veiðibíl Sig- urðar og greinilegt að hann kann að taka því rólega þarna; um það vitna vandlega útfyllt kross- gátublöð. „Þetta er fínn veiðibíll. Án hans vildi ég ekki vera hér. Maður getur alltaf hitað sér kaffi, fengið sér í gogginn, hvílt sig. Svo er yndislegt fólk hér í þjónustu- miðstöðinni og landverðirnir aldrei neitt að argast í manni. Og veiði- mennirnir, þetta eru sömu kallarnir ár eftir ár. Menn hittast, spjalla saman og fá fréttir.“ – Og þú ert með tvær uppsettar veiðistangir. „Það þýðir ekkert að verða veið- arfæralaus maður; ef maður missir troll þá verður að hafa annað.“ – Er Öfugsnáðinn þinn staður? „Nánast eingöngu fyrri part veiðitímabilsins. Ég fer stöku sinn- um í Vatnskot, út á Pallinn eða þar í kring. Ég þekki Snáðann best. Það þýð- ir ekki að hann sé endilega besti staðurinn, ég hef bara tilfinningu fyrir honum og trúi á hana.“ – Er það ekki eins og hjá skip- stjóranum, sem kastar á sína staði og byggir á tilfinningu og reynslu? „Jú. Maður trúir einhverri helvít- is vitleysu og alveg sama á við um flugurnar. Ef maður hefur trú á einhverri flugu og notar hana þá veiðir maður á hana. Hinir, sem eru með öðruvísi flugur, veiða líka. Trúin skiptir öllu máli – hún knýr mann áfram.“ Sigurður segir að ömurlegt sé að veiða Öfugsnáðann í sunnan- og suðvestanátt, þegar vindurinn er í fangið. „Þá er eiginlega ekkert hægt að gera hér, maður fer bara heim. Ég veit í raun ekkert um það hvernig dýpið er hér fyrir utan. Kafarar sem hafa kafað hér segja mér að mesta dýpið sé um þrír metrar; þetta virðist vera grynn- ingafláki helling suðurfyrir. Maður festir eða festir ekki. En það er voðalega grunnt hérna.“ – En hvert leitarðu síðsumars? „Þá fer ég hér austurfyrir. Vatnsvik, Hallvik. Þess vegna er gott að punkta í þessar,“ segir hann og tekur upp vasabækur, eina frá hverju ári sem hann hefur veitt á Þingvöllum. „Hér get ég séð hve- nær og hvort ég hef fengið fisk á ákveðnum stöðum á ákveðnum tím- um.“ Sigurður blaðar í bókunum og les handahófskennt: „Öfugsnáði, 13 bleikjur. Það stendur að þetta hafi verið 2002. Þrjár bleikjur, þar af ein kuðungableikja, Vatnsvik, murtudót. 3. júní: þrjár bleikjur Öf- ugsnáða, reynt Hallvik, Síbería, rigning, breytileg átt. Og hér er fyrsta færslan það ár: 20. maí, ein bleikja, Öfugsnáði, sólarlaust. Árið áður, 2001, skráði ég 24. maí: Öf- ugsnáði, hirtar 13 bleikjur, miklu smærri fiskur en í gær. Skýjað, breytileg átt.“ Fallegast, skemmtileg- ast og best Morgunblaðið/Einar Falur Vorkvöld á Þingvöllum Það styttist í miðnætti og Sigurður kastar flugum sínum einbeittur við Öfugsnáða. Sigurður Steindórsson hefur síðustu sumur stund- að Þingvallavatn af kappi. Afraksturinn er eftir því; á fjórða hundrað bleikjur á sumri. Sigurður er vanur því að afla vel. Hann fór á sjó- inn 15 ára gamall og var á togurum. Síðast var hann skipstjóri á Ottó N. Þorlákssyni. „Ég átti heima á Eskifirði. Ég var síðan 38 ár hjá Granda. Háseti fyrstu tvö þrjú árin þar, svo stýrimaður á Ingólfi Arnarsyni. Var á Bjarna Ben. þangað til Ottó var smíðaður. Tók fljótlega við honum. Loks var ég rekinn,“ segir Sigurður og glottir – „og þá uppgötvaði ég að ég þyrfti ekki að vinna og hætti bara alveg. Það er lúxus að geta dundað sér hér á Þingvöllum.“ Á fjórða hundrað bleikjur Sigurður Steindórsson Þú getur verið viss um gæðin ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is Mercedes-Benz ML-Class er jeppi sem slær samkeppnisaðilunum við hvað varðar gæði, glæsileika og öryggi. Í boði eru þrjár bensín- vélar og þrjár dísilvélar. Sú nýjasta, V8 420 CDI dísilvélin, er sannkallað tækniundur sem skilar 306 hestöflum. Hröðun frá 0 og upp í 100 km er aðeins 6,5 sekúndur og togið er ótrúlegt, 700 Nm. Þrátt fyrir þetta er meðaleyðsla bílsins aðeins 11,1 lítrar á hverja 100 km. ASKJA er eini viðurkenndi umboðsaðili Mercedes-Benz á Íslandi. *Hiti í framsætum, dökkar filmur í rúðum og aftengjanlegt dráttarbeisli. Mercedes-Benz ML-Class 280 CDI, verð: 6.370.000 kr. með Íslandspakka*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.