Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VÉLASVIÐ | Klettagörðum 8-10 | 104 Reykjavík | Sími 590 5100 |www.hekla.is/velasvid HEKLA er umboðsaðili Perkins á Íslandi Veldu aðeins viðurkennda varahluti Eftir Gunnar Hrafn Jónsson UMHVERFISÞÆTTIR hafa lítil áhrif á það hvort börn greinast með einhverfu og ekkert bendir til þess að bólusetningar séu á nokkurn hátt or- sakavaldur heilkennisins. Þetta var meðal þess sem fram kom á fimmtu árlegu ráðstefnu NoCRA um ein- hverfu sem haldin var á Grand hóteli í Reykjavík nú fyrir helgi. Ráðstefnan er mikilvægur vettvangur fyrir nor- ræna fræðimenn til að kynna nýjustu rannsóknir sínar á sviði einhverfu en þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefnan er haldin hér á landi. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, setti ráðstefnuna með stuttu ávarpi þar sem hann fagnaði auknum skilningi á einhverfu í samfélaginu. Forsetinn sagði rannsóknir ráð- stefnugesta gegna mikilvægu hlut- verki hvað varðaði úrbætur í mál- efnum einhverfa þar sem stefnumótun framtíðarinnar þyrfti að byggjast á traustum, vísindalegum grunni. Meðal helstu fyrirlesara má nefna Catherine Lord, prófessor í sálfræði og geðlækningum við Michigan- háskóla í Bandaríkjunum, Annelies de Bildt sem er doktor og vinnur að rannsóknum við University Medical Center í Groningen í Hollandi og Eric Fombonne, prófessor í geðlækn- ingum við McGill-háskóla í Kanada – en hann er einnig sviðsstjóri geð- lækninga við Barna- og unglingaspít- ala Montrealborgar. Dr. Fombonne gerði sjúkdóms- greiningu og tíðni einhverfu sér- staklega að umtalsefni í fyrirlestri sínum en að hans sögn þjáist að með- altali eitt barn af hverjum 165 af ein- hverskonar einhverfu eða PDD (Persistant Developmental Disorder eða einhverfurófröskun á íslensku). Þrátt fyrir að tíðni greininga hafi aukist mikið á undanförnum áratug- um varaði dr. Fombonne fólk þó við að draga þá ályktun að tilvikum ein- hverfu hefði fjölgað eða að þau ættu sér einhverjar skýringar í umhverf- islegum þáttum. Skilningur að aukast „Við verðum að muna að með hverju árinu eykst skilningur vísinda- manna,“ sagði dr. Fombonne, „og þar með breytast skilgreiningar og rann- sóknaraðferðir. Ekki er því hægt að segja að sú staðreynd að við greinum nú mun fleiri tilfelli bendi til þess að eitthvað hafi breyst í umhverfinu eða að um einhvers konar faraldur sé að ræða. Því til stuðnings má benda á rannsókn sem gerð var í Finnlandi en þar var sami úrtakshópurinn rann- sakaður þrisvar með aðferðum frá þremur mismunandi tímabilum. Að- ferðafræði dagsins í dag skilaði þre- falt fleiri tilvikum af einhverfu en elsta greiningarmódelið þrátt fyrir að um nákvæmlega sama hóp væri að ræða.“ Dr. Fombonne sagði ennfremur að niðurstöður vísindalegra rannsókna, meðal annars rannsókna sem hann hefði sjálfur tekið þátt í, bentu ótví- rætt til þess að engin tengsl væru á milli einhverfu og bólusetninga. Það meinta orsakasamband hefur þó ver- ið mörgum foreldrum áhyggjuefni eftir að kenningar þess efnis að ein- hverfa stafaði af svokölluðum MMR- bólusetningarsprautum komu fram í fjölmiðlum fyrir nokkrum árum. Dr. Fombonne varpaði upp línurit- um sem sýndu að greining á ein- hverfu hefði aukist í jöfnu hlutfalli við fjölgun sjónvarpstækja í einkaeign og minnkandi kirkjusókn. Sagði hann að fæstir létu sér væntanlega detta í hug að þarna væri um eitthvert orsaka- Einhverfa er aðallega ættgengur sjúkdómur Einhverfa Á hinni árlegu ráðstefnu NoCRA kom fram að ekkert benti til þess að bólusetningar væru á nokkurn hátt orsakavaldur einhverfu. Stór norræn ráðstefna um einhverfu haldin á Íslandi samhengi að ræða. Samt hefðu ein- hverjir orðið skelkaðir við að sjá tölur um bólusetningar og einhverfu hlið við hlið. „Þvert á móti,“ sagði dr. Fombonne, „þá hefur almennt dregið úr bólusetningum á Vesturlöndum eftir að þessar áhyggjur komu fyrst upp en tíðni einhverfu heldur samt áfram að hækka á sama hraða og áð- ur. Þetta og margt annað bendir til þess að orsakasamhengið sé í raun ekkert.“ Að lokum sagði dr. Fombonne það liggja fyrir að einhverfa væri fyrst og fremst erfðasjúkdómur og umhverf- isáhrif hefðu lítil sem engin áhrif. „Segja má að 90% einhverfu orsakist af erfðafræðilegum þáttum. Þau afar sjaldgæfu umhverfisáhrif, sem mæld hafa verið, eiga sé stað mjög snemma á meðgönguferlinu og enginn hefur enn getað sýnt fram á að neitt sem gerist eftir fæðingu barns geti haft áhrif á þróun sjúkdómsins.“ Fyrirlestur dr. Fombonnes var að- eins einn fjölmargra, áhugaverðra fyrirlestra sem haldnir voru þá tvo daga sem ráðstefnan stóð yfir. Ráð- stefnugestir og fyrirlesarar virtust allir ánægðir með dagskrána og bæta þurfti við stólum í salinn þegar ljóst varð að húsið var orðið yfirfullt. ÞÓTT mjög hafi dregið úr reyk- ingum hér á landi síðustu ár verður enn hátt í fjórði hver Reykvíkingur sem ekki reykir fyrir óbeinum reykingum. Þetta kemur fram í ný- birtum niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar, Evrópukönnunar um lungu og heilsu, sem náði til um 14.000 einstaklinga í 27 borgum í 12 Evrópuríkjum, auk íbúa í Mel- bourne í Ástralíu og Portlands í Bandaríkjunum. Um aðra umferð rannsóknarinn- ar var að ræða en sú fyrri var framkvæmd á árunum 1990 til 1994. Í þeirri síðari sem var gerð í Reykjavík árið 2000 kemur fram að hlutfall reykingamanna í borginni hefur lækkað úr 38,5% frá fyrri könnun í 28,4%. Á sama tíma hefur dregið verulega úr óbeinum reyk- ingum, en í fyrri umferðinni reynd- ust 48,4% þeirra sem aldrei hafa reykt verða fyrir óbeinum reyk- ingum fimm daga eða oftar í viku en 24,5% nú. Af þessum fjölda verða jafnmargir fyrir þeim á heim- ili og á vinnustað. Athygli vekur að síðarnefnda hlutfallið er enn miklu hærra í Reykjavík en í Gautaborg, Svíþjóð, (9,9%) og Bergen, Noregi, (15,2%) og Basel, Sviss, (16,8%). Í Mel- bourne og Portland er hlutfallið 10,8% en hæst í spænsku borginni Huevia, 65,1%. Dregur milljónir til dauða Könnunin byggðist á spurninga- listum og voru þeir sem sögðust hafa orðið fyrir óbeinum reykingum flesta daga síðustu 12 mánuði skil- greindir sem þolendur þeirra. Aðrar niðurstöður þessarar sömu fjölþjóðarannsóknar hafa sýnt að þeir sem ekki reykja en verða fyrir óbeinum reykingum eru mun oftar með lungnaeinkenni en þeir sem ekki er reykt í kringum. Verulega dregur úr óbeinu reyk- ingunum í flestum borgum og er Gautaborg gott dæmi um það. 43,9% urðu fyrir óbeinum reyking- um í fyrri könnuninni en innan við 10% nú. Að samanlögðu dró úr beinum reykingum um 5,9% á tímabilinu en 18,4% úr óbeinum í borgunum 29. Alþjóðlegi reyklausi dagurinn er haldinn víða um heim í dag og gefa gögnin vísbendingar um umfang þess heilsufarsvanda sem óbeinar reykingar eru á Íslandi, nú þegar bannað verður að reykja á veitinga- og skemmtistöðum landsins frá og með morgundeginum. Reykvíkingar verða fyrir óbeinum reykingum Vandamálið hefur minnkað mikið í Gautaborg í Svíþjóð aldrinum 17-20 ára að fá vinnu en mörg fyrirtæki setja 20 ára aldurs- takmark þar sem nóg af fólki sé í boði. Hjá Atvinnuþjónustu HR, Há- skólans í Reykjavík, gengur mjög vel að útvega útskriftarnemendum og námsfólki störf. Þar eru um 1.500 manns á skrá og meira og minna allir komnir með störf, flest sem tengjast náminu. „Langflestir uppskera nokkuð vel, sérstaklega þeir sem byrja snemma að leita sér að sumarstarfi,“ segir Sonja Dögg Pálsdóttir, ráðgjafi hjá Atvinnu- þjónustunni. Að hennar sögn er þó mest slegist um tölvunarfræði- nema og tölvunarfræðinga en beiðnir fyrirtækja hófu að berast í febrúar. Viðskiptafræðinemar eru einnig eftirsóttir en um 90% þeirra eru komin með vinnu viku fyrir út- skrift. Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is „ÉG HEF á tilfinningunni að það sé frekar auðvelt fyrir ungt fólk að fá sumarstarf,“ segir Gerður Dýr- fjörð, deildarstjóri Vinnumiðlunar ungs fólks í Hinu húsinu. Vinnu- miðlunin sér um að ráða í störf fyr- ir Reykjavíkurborg og af rúmlega tvö þúsund umsækjendum eru nú um 80 manns eftir á lista, flestir 17-18 ára. Gerður telur fjölda starfa og umsækjenda svipaðan og í fyrra og sömu sögu segir Hanna María Jónsdóttir hjá Félagsstofn- un stúdenta. Um sex hundruð manns skráðu sig á vefmiðil stofn- unarinnar í maímánuði og óskuðu eftir sumarvinnu og enn eru að koma inn ný störf og nýir stúd- entar á skrá. Hanna María bendir þó á að erfiðara sé fyrir fólk á Auðvelt fyrir ungt fólk að fá sumarvinnu JÓN Bjarnason, alþingismaður Vinstri grænna, segist undrandi á aðgerðar- og áhugaleysi stjórn- valda á ástandinu á Flateyri. Þingflokkur VG hefur verið á ferð um norðanverða Vestfirði til að kynna sér aðstæður sem hafa komið upp á Flateyri og í Bol- ungarvík. Þingflokkurinn fundaði með stjórnendum Kambs á Flat- eyri og Íbúasamtökum Önund- arfjarðar. Jón óskaði eftir fundi með öll- um þingmönnum Norðvestur- kjördæmis skömmu eftir að öllu starfsfólki Kambs var sagt upp störfum en fundurinn hefur ekki verið haldinn. Þingflokkur VG ræðir við heimamenn á Flateyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.