Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
5. júní 1977: „Hvert sinn,
sem við leiðum hugann að
sjávarútvegi, hlýtur hann að
staldra við hættulegasta
vandamál þessarar þjóðar,
ástand fiskstofnanna, eink-
um þorsksins, sem verið hef-
ur burðarásinn í verðmæta-
sköpun okkar um
áratugaskeið. Mikilvægir
áfangar hafa að vísu náðst í
landhelgismálum, allt frá því
að landgrunnslögin vóru
sett, árið 1948, til þess að
fært var út í 200 mílur á
árinu 1975, og íslenzkur
réttur til veiðistjórnunar á
þessu stóra hafsvæði var
viðurkenndur með svoköll-
uðu Óslóarsamkomulagi
1976. Og aldrei í sögu þjóð-
arinnar hefur verið gripið til
víðtækari varnarráðstafana
til fiskverndar, með löggjöf
og reglugerðum um veiði-
sókn, veiðarfæri og veiði-
friðun, en sl. tvö til þrjú ár.
Engu að síður er þörf vax-
andi varúðar að dómi fiski-
fræðinga okkar.“
. . . . . . . . . .
7. júní 1987: „Þegar ríkis-
sjóður eyðir meira en hann
aflar og verðbólga og hækk-
un kaupmáttar er miklu
meiri hér á landi en í við-
skiptalöndunum er ekki til
lengri tíma lítið hægt að
halda gengi íslensku krón-
unnar stöðugu. Halli á rík-
issjóði veldur viðskiptahalla
og skuldasöfnun erlendis,
nema ef einkageirinn sparar
nægjanlega mikið til að vega
upp á móti eyðslunni. Það
verður því verkefni nýrrar
ríkisstjórnar að rétta rík-
issjóð við.
Mörgum stjórnmálamönnum
hefur orðið tíðrætt um rík-
issjóðshallann og talið sig
sjá leiðir til þess að afla
nægilegra tekna – oftast
með skattahækkunum –,
jafnvel svo, að hægt sé að
auka þjónustu ríkisins veru-
lega, án þess að eyða um
efni fram.“
. . . . . . . . . .
1. júní 1997: „Íslenzkir sjó-
menn hafa þraukað mörg
þrengingartímabil og nú
virðist sem eitt slíkt sé á
enda. Þeim hefur lærzt, að
engin sú auðlind, sem al-
mættið hefur gefið, er
óþrjótandi. Því hafa þeir
verið samtaka stjórnvöldum
um friðunaraðgerðir vegna
veiðistofnanna og þeir hafa
einnig lært að nýta betur
það hráefni, sem náttúran
gefur. Þess vegna hefur það
verðmæti, sem sjávarafurðir
hafa gefið þjóðinni, ekki
dregizt jafnmikið saman á
erfiðleikatímum og sjávarafl-
inn. Sá gífurlegi samdráttur,
sem orðið hefur á afla síð-
ustu tæplega 20 ár, hefur
því orðið til þess að farið er
betur með verðmætin.“
Úr gömlum l e iðurum
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HÁTÍÐ ÍSLENSKRA SJÓMANNA
Sjómannadagurinn er haldinnhátíðlegur um land allt í dag.Þessi hátíðisdagur er verð-
skuldaður virðingarvottur við sjó-
menn, sem hafa með dugnaði sínum
og elju, staðið undir stórum hluta
bættra lífskjara þjóðarinnar allrar.
Þótt vægi sjávarútvegs í íslensku
efnahagslífi sé ekki lengur jafnmikið
og áður, skyldu menn varast að gera
lítið úr þýðingu þessarar grundvall-
aratvinnugreinar í þjóðarbúskap Ís-
lendinga.
Það var mikil framsýni fulltrúa 10
stéttarfélaga sjómanna úr Reykjavík
og Hafnarfirði sem réði för, fyrir
hartnær 70 árum, þegar þeir stofn-
uðu Sjómannadagsráð til þess að
helga sjómannastétt landsins einn
dag á ári. Þetta var í nóvember 1937
og því er sjómannadagurinn haldinn
hátíðlegur í dag í 69. skipti.
Tilgangur sjómannadagsins er
ekki síður sá að efla samhug meðal
sjómanna og heiðra minningu þeirra
sem farist hafa við störf á sjó. Því á
þessi hátíðisdagur sjómanna jafn-
mikið erindi við þjóðina í dag og
hann átti fyrir tæpum 70 árum.
Það er sérstakt ánægjuefni,
hversu aðbúnaður á fiskiskipum hef-
ur batnað á undanförnum árum og
áratugum, sömuleiðis kaup og kjör
sjómanna, sem eiga að vera vellauna-
ðir.
Sjómannsstarfið er í eðli sínu
krefjandi og lýjandi starf. Það krefst
oft langra fjarvista frá heimilum og
fjölskyldum og því skiptir það miklu
máli, að aðbúnaður um borð í far- og
fiskiskipum hefur verið stórbættur
frá því sem áður var.
Réttindamál sjómanna hafa einnig
tekið stórstígum framförum á und-
anförnum áratugum. Stéttarfélög
sjómanna halda að sjálfsögðu áfram
baráttu sinni fyrir bættum kjörum
og réttindum, þótt með breyttum
áherslum sé og í annarri mynd, mið-
að við það sem áður var.
Það var fyrir tæpum 80 árum, eða
árið 1928, sem lög voru sett á Alþingi
um að hásetar skyldu fá a.m.k. átta
klukkustunda hvíld á sólarhring. Það
var svo ekki fyrr en 26 árum síðar,
árið 1954, sem lög voru sett um að
sjómenn skyldu almennt fá 12
klukkustunda frí á sólarhring. Vafa-
laust hefur barátta sjómannaforyst-
unnar á sínum tíma, fyrir þessum
hvíldarréttindum, kostað blóð, svita
og tár; réttindum, sem allir líta á
sem sjálfsagðan og eðlilegan hlut í
dag.
Á sjómannadaginn er einnig eðli-
legt og rétt að sjómenn heiðri minn-
ingu þeirra sem háðu réttindabar-
áttu þeirra á liðinni öld.
Sú barátta getur verið íslenskum
sjómönnum aflvaki og hvatning í
annars konar réttindabaráttu. Sam-
tök sjómanna hljóta að vera uggandi
um atvinnuástandið í sjávarþorpum
víða um land, þar sem horft getur til
auðnar, þegar veiðiheimildir eru
seldar burt úr byggðarlögunum og
þegar smærri útgerðarfyrirtæki gef-
ast upp á útgerð, vegna þess að þau
hafa ekki bolmagn til þess að leigja
veiðiheimildir áfram af stóru útgerð-
unum, sem leigja út kvóta við okur-
verði. Nýlegt dæmi um uppgjöf
Kambs á Flateyri og sölu á veiði-
heimildum og fiskiskipum burt úr
plássinu, segir allt sem segja þarf um
þá ógn sem steðjar að sjávarplássum
víða um land. Blasir það ekki við, að
samtök sjómanna þurfa að skera upp
herör gegn kerfi, sem ógnar atvinnu-
öryggi heilu byggðarlaganna, bæði
fiskvinnslufólks í landi og sjómanna?
Íslenskir sjómenn munu halda
áfram að sækja sjóinn, draga björg í
bú og stuðla að efnahagslegum bata
og framförum í landinu. Sú siðferði-
leg skylda hvílir á stjórnvöldum að
tryggja sjómönnum áfram réttinn til
sjósóknar, án þess að þeir þurfi að
vera þjakaðir af áhyggjum af því,
hvar þeir landi afla sínum næst og
hvar þeir hafi búsetu á næstu vertíð.
Morgunblaðið flytur íslenskum
sjómönnum árnaðaróskir á sjó-
mannadaginn.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
E
f horft er til íslensks veruleika er
ljóst að hér hefur staðið yfir sam-
felld hátíð lista nánast allt frá upp-
hafi þessa árs. Þannig hófust
Myrkir músíkdagar strax upp úr
miðjum janúar, síðan tók Vetr-
arhátíð við mánuði seinna og um leið hófst franska
menningarhátíðin, Pourquoi Pas? Pourquoi Pas?
stóð síðan allt fram að opnunardegi Listahátíðar í
Reykjavík í byrjun maí, en henni lauk nú fyrir
skömmu. Framundan eru síðan allar listahátíðir
sumarsins, sem standa með stuttum hléum fram á
haust. Þótt flestar þeirra séu helgaðar tónlist verð-
ur æ algengara að önnur listform slæðist með í
pakkann og auki þannig skírskotunina til almenn-
ings.
Listahátíð í Reykjavík hefur nú sannað sig sem
árlegur viðburður hér á landi, eftir að hafa farið
fram annað hvert ár um áratugaskeið. Líklega hef-
ur hátíðin aldrei vakið meiri athygli en í vor. At-
hyglina að þessu sinni má að miklu leyti þakka ris-
essunni, sem nánast hvert mannsbarn á landinu
fylgdist með, ef ekki í návígi á götum miðborg-
arinnar, þá í fjarlægð í gegnum myndir og frásagnir
fjölmiðlanna.
Augljóst er að Þórunn Sigurðardóttir, listrænn
stjórnandi hátíðarinnar, hefur gætt hana alþýðlegu
yfirbragði. Undir stjórn hennar hefur ásýnd
Listahátíðar í Reykjavík breyst umtalsvert og höfð-
ar meira til almennings en nokkru sinni fyrr. Þessi
breyting er allra góðra gjalda verð og hefur stuðlað
að því að færa hátíðarhöldin til fjöldans, án þess að
slakað hafi verið á listrænum kröfum. Hátíðin er nú
fjölþættari og fjölbreyttari að allri gerð – einnig
hvað fjárútlát listneytenda varðar. Sumt (eins og
risessan) var ókeypis en annað létti pyngjuna eftir
því sem hver og einn treysti sér til.
Menntun og skemmtun
Þ
ótt vel hafi tekist til með þróun
Listahátíðar í Reykjavík, heyrast þó
gagnrýnisraddir þeirra nú er telja
hátíðina geta sinnt framsæknum
listviðburðum betur; þ.e.a.s. listvið-
burðum er aldrei munu hafa víða
skírskotun til almennings en gegna þrátt fyrir það
veigamiklu hlutverki við framþróun listformanna
og um leið samfélagsgerðarinnar. Í öllum listgrein-
um er nefnilega að finna fólk sem er mikilvægir
frumkvöðlar í listrænum skilningi, án þess endilega
að njóta mikillar hylli utan hrings innvígðra at-
vinnumanna. Heimsóknir slíkra frumkvöðla, í bland
við þær heimsfrægu stjörnur er nú tekst að laða að
hátíðinni, myndu auðvitað styrkja sess Listahátíðar
í Reykjavík sem hugmyndafræðilegs hreyfiafls í
menningarlífi landsmanna. Og ýta undir þá tilfinn-
ingu að hátíðin sé ekki einungis alþýðleg, heldur
stuðli að uppbyggingu og styrkingu innviða ís-
lenskra lista – mennti um leið og hún skemmti.
Það er þó ekki einungis á Íslandi sem risessur
eða önnur stórvirki á sviði menningar vekja athygli
fólks í þúsunda- eða jafnvel tugþúsundatali. Í Bret-
landi hafa gríðarstór verk í miðborg Lundúna, í
Margate og á hálendi Skotlands ekki einungis dreg-
ið að sér mikinn áhorfendaskara heldur sömuleiðis
notið athygli pressunnar. Bent hefur verið á í því
sambandi að áhrifaríkt myndmál þessara stóru
verka og sú sýn er liggur þeim að baki hafi skapað
eftirtektarverðan samhljóm innra með almenningi.
Samhljóm sem ekki tekst að skapa í hugarheimi
fólks fyrir tilstilli þess sem þó er oftast talið líklegra
til að efla hópvitund almennings; svo sem stjórn-
mála.
Listverkefnið „The Storr: Unfolding Landscape“
[Storr: landslagið afhjúpað], var unnið á vegum
NVA-stofnunarinnar í Skotlandi árið 2005. Í verk-
inu var stórbrotnu fjalllendi umbylt með sjónræn-
um hætti til að segja samtvinnaða sögu jarðfræði og
manna. Þeir hópar sem flykktust í gönguferð um
fjalllendið voru sammála um að upplifunin af verk-
inu væri einstök og ákaflega afhjúpandi um tengsl-
in við umhverfið.
Hópurinn sem stóð að risessunni hefur gert víð-
reist um heiminn og heimsókn þeirra til Lundúna á
síðasta ári með fíl í farteskinu, auk risessunnar,
auðvitað, hafði áþekk áhrif á borgarbúa þar og hér.
Götuleikritið sem Lundúnabúar sáu hét „The Sult-
an’s Elephant“ [eða „Fíll soldánsins“] og er meðal
viðburða sem álitinn er vera til marks um það að-
dráttarafl sem listir hafa í samtímanum og jafn-
framt þá möguleika sem í listsköpun felst til að hafa
áhrif á samfélagið, ef hún nær athygli almennings.
Nýjasta dæmið um slíkt í Bretlandi er síðan verk
Antony Gormley, er hann kennir við neyslusam-
félagið og sóun þess; „Waste Man“ [sem útleggja
mætti sem „Ruslmennið“]. Verkið var sett upp í
strandbænum Margate, sem má muna sinn fífil feg-
urri, en var áður þekktur fyrir vinsælan og fjölsótt-
an skemmtigarð. Gormley, sem talinn er hafa geng-
ið í endurnýjun lífdaga sem listamaður með þessu
nýja verki sínu eftir nokkuð hnignunarskeið, bjó til
þemainnsetningu í skemmtigarðinn byggða á Bibl-
íunni, en stærsta verkið var sjálft „Ruslmennið“ –
risavaxinn skúlptúr í mannslíki. Hann var síðan
brenndur að viðstöddu miklu fjölmenni þar sem
fjölmiðlar létu ekki sitt eftir liggja, auk þess sem
heimildarmynd um verkið vakti mikla athygli.
„Waste Man“ hefur sterka skírskotun í trúarbrögð,
bæði kristin og heiðin, auk þess að höfða sterkt til
umhverfisvitundar nútímafólks. Umhverfismál
hafa vitaskuld reynst sá málaflokkur í samtímanum
er sameinar fólk þvert á áður þekkta flokkadrætti –
bæði í pólitískum og stéttarvitundarlegum skiln-
ingi.
Í umsögnum um „Waste Man“ kemur glögglega
fram að það er talið virkja pólitíska hugsun almenn-
ings með eftirtektarverðum hætti, án þess þó að
nokkru sé fórnað í fagurfræðilegum gildum eða list-
rænum skilningi. Það að áhorfendur skuli vera svo
fjölmennir, dregur m.ö.o. ekki úr gæðum verksins
eða heilindum þess. Þarna kveður við nokkuð nýjan
tón, því fram til þessa hefur yfirleitt gætt ákveðinna
fordóma í heimi listanna gagnvart öllu því sem nýt-
ur fylgis fjöldans – rétt eins og velþóknun almenn-
ings gengisfelli listina sem slíka. Í þessu samhengi
má minna á gagnrýnisraddir á verk Ólafs Elíasson-
ar í túrbínusal Tate Modern árið 2003, þar sem al-
menningur flykktist á sýninguna til að taka þátt í
þeim gagnvirka leik er listamaðurinn bauð upp á.
Þótti mörgum nóg um hástemmdar lýsingar þar
sem verkinu var líkt við trúarlega upplifun – og
töldu jafnframt að slíkar vinsældir hlytu að draga
úr alvarleika og dýpt listaverksins.
Þversögnin brotin á bak aftur?
Í
ljósi þessarar þróunar síðustu ára má
velta því fyrir sér hvort sú lífseiga þver-
sögn, úr hugmyndafræði módernista síð-
ustu aldar, sé loksins að úreldast, þ.e. að
listsköpun sem nær fjöldahylli hljóti að
vera óæðri listsköpun er einungis höfðar
til fárra útvaldra.
Miðað við þróunina hér á landi er ljóst að sú
hugsun á ekki við lengur. Listin stendur fyrir sínu
óháð því hvort margir eða fáir njóta hennar. Það
breytir þó ekki þeirri staðreynda að list sem vekur
marga til umhugsunar hefur meiri áhrif á samtíma
sinn – er ómælt hreyfiafl sem vert er að virkja núna
þegar tímarnir virðast vera opnir fyrir listum á
annað borð. Til marks um það er sú staðreynd að
stofnunin sem sá um uppsetningu og framkvæmd-
ina í kringum verk Antony Gormley í Margate, er
sú sama og stóð að Vatnasafni Roni Horn sem opn-
að var í Stykkishólmi fyrir réttum mánuði. Með til-
komu starfsemi stofnunar á borð við Artangel inn í
íslenskt menningarlíf hefur verið sleginn nýr tónn,
sem ef vel er á málum haldið getur haft afar jákvæð
fordæmisgefandi áhrif í íslensku samfélagi.
Artangel er stofnun sem miðlar fé til listsköp-
unar með óvenjulegum hætti. Starfsemin, sem nýt-
ur reyndar nokkurs styrks frá opinberum aðilum,
byggist fyrst og fremst á framlögum stuðnings-
aðila, bæði einstaklinga og fyrirtækja, sem hafa
hug á að vinna myndlistum eitthvað til framdráttar
og treysta Artangel til beina fjármagningu í verðug
verkefni. Sumir þeirra einstaklinga sem láta fé
renna til starfsemi Artangel vilja einungis starfa á
bak við tjöldin og láta því hvergi nafns síns getið, en
aðrir eru virkir í framvarðasveit stuðningsmanna
stofnunarinnar og njóta virðingar sem slíkir. Það
sem greinir starfsemi Artangel frá starfsemi ann-
arra sambærilegra stofnanna er sú stefna þeirra að
stuðla fyrst og fremst að því að gera listamönnum
mögulegt að vinna listaverk inn í óhefðbundin rými,
utan safna og gallería. Listamönnum er m.ö.o. gert
kleift að skapa verk þar sem þeir geta brotist út úr
þeim þrönga stakki sem þeim er iðulega sniðinn í
listasöfnum og galleríum, hvað rými, tímamörk,
listræna sýn og kostnað varðar. Artangel vinnur
með listamönnum að verkum sem byggjast á tiltek-
inni staðsetningu og óvenjulegri framsetningu, rétt
eins og verkefnið í Margate og Vatnasafn í Stykk-
ishólmi bera glöggt vitni.
Það hversu margir erlendir stuðningsaðilar voru
tilbúnir til að fjárfesta í listaverki Roni Horn á Ís-
landi er í raun undravert, og þá ekki síður hversu
vel tókst til á síðustu metrunum að fá íslenska aðila
til samstarfs við Artangel til þess að verkið mætti
verða að veruleika. Kostnaðurinn við framkvæmd-
ina var umtalsverður eins og fram kom í frétt
Morgunblaðsins hinn 8. apríl sl. Hálf önnur milljón
Bandaríkjadala safnaðist, sem er jafnvirði um 100
milljóna króna, en tveir þriðju hlutar fjárins komu
erlendis frá og einn þriðji héðan. „Þetta er fólk sem
hefur trú á listamanninum Roni Horn og vill leggja
sitt af mörkum til þess að gera hugmynd hennar
um endurgjald til Íslands í Vatnasafni í Stykkis-
Laugardagur 2. júní
Reykjavíkur