Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 81
Glæsilegt úrval af
kvartbuxum
iðunn
tískuverslun
Laugavegi, s. 561 1680
Kringlunni, s. 588 1680
Opið í dag kl. 13-17
Eina stundina leika íslenskirdjassistar kúbverskasveiflu. Svo röltir maður í
rólegheitum meðfram Strandgöt-
unni áður en maður heldur inn á
Græna hattinn og hlustar á þýska,
belgíska og íslenska bjóða upp á til-
raunapopp. Í fyrradag voru pönk-
tónleikar í Deiglunni á sama tíma
og djassistar spunnu á 1929. Arg-
entínska tangóbandið spilaði af inn-
lifun í gær.
AIM-hátíðin er blautur draumurtónlistaralætunnar. Á 48
klukkutímum sá ég meira af nýrri
músík en ég hafði hlustað á síðast-
liðna 48 mánuði.
Þótt ég sé ekki beinlínis djass-
geggjari stendur maður sig að því
að klappa eftir sóló frá hljóðfæra-
leikurunum í kúbversku lögunum
sem Stórsveit Tómasar R. Ein-
arssonar flytur. Stuttu síðar svífur
maður með í draumkenndu hljóm-
borðsrokki frá Tarwater og The Go
Find, áður en blástursdeildin í
Benna Hemm Hemm þeytir manni
niður á jörðina.
Og tangóinn rífur mann upp áafturlappirnar svo maður
þeysist um dansgólfin, já svona
allavega í huganum. Ef maður er
ekki hér, þá er maður tvímælalaust
þar.
Það var alveg kominn tími á
stóra tónlistarhátíð hér á Akureyri,
og það jákvæða við hana er fjöl-
breytnin og alþjóðleikinn. Hér má
finna allt til alls, og eitthvað sem
þóknast hverjum og einum. Ef til
vill mætti spyrja: Er hægt að þókn-
ast öllum með því að bjóða upp á
allar tónlistarstefnur?
Hvers vegna ekki? Það er einasvarið. Enda vel við hæfi á
sumarkvöldum að vappa milli and-
stæðna innan tónlistarinnar og
njóta þess sem hljóðfæraleikarar
frá öllum heimshornum vilja bjóða
Akureyringum.
Þaðan, þangað, áfram, aftur
» Það var alveg kom-inn tími á stóra tón-
listarhátíð hér á Ak-
ureyri, og það jákvæða
við hana er fjölbreytnin
og alþjóðleikinn. Hér
má finna allt til alls, og
eitthvað sem þóknast
hverjum og einum. Ef til
vill mætti spyrja: Er
hægt að þóknast öllum?
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Góður „Þótt ég sé ekki beinlínis djassgeggjari stendur maður sig að því að
klappa eftir sóló frá hljóðfæraleikurunum í kúbversku lögunum sem Stór-
sveit Tómasar R. Einarssonar flytur,“ segir Hjálmar S. Brynjólfsson.
hsb@mbl.is
FRÁ AIM
Hjálmar S. Brynjólfsson
BANDARÍSKI rokkarinn Chris
Cornell heldur tónleika í Laug-
ardalshöll laugardagskvöldið 8. sept-
ember næstkomandi. Cornell hefur
verið söngvari þriggja hljómsveita,
Soundgarden, Temple of The Dog
og Audioslave og á tónleikunum
mun hann syngja bestu lög allra
sveitanna, auk laga af sólóferli.
Soundgarden er trúlega þekkt-
asta sveitin sem Cornell hefur verið
í, en hún var ein allra áhrifamesta og
vinsælasta hljómsveit tíunda áratug-
arins. Sveitin spratt úr hinum frjóa
jarðvegi Seattle árið 1984 og með því
að vera fyrsta „grunge“ hljómsveitin
til að fá samning hjá stórri útgáfu,
ruddi Soundgarden brautina fyrir
sveitir á borð við Nirvana og Pearl
Jam. Þekktustu lög hennar eru
„Black Hole Sun“ og „Fell on Black
Days“. Miðasala á tónleikana hefst
um miðjan júní.
Reuters
Rokkarinn Chris Cornell.
Cornell til
landsins
Fréttir á SMS