Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Opið laugard. 10–16 og sunnud. 12–16
H
im
in
n
o
g
h
af
/S
ÍA
AFMÆLISAFSLÁTTUR
Afmælisveisla!
Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.isTryggvabraut 1–3, Akureyri • Sími 460 3630
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN
leggur nú til verulegan niðurskurð á
heildarafla á þremur helztu nytja-
tegundum okkar, þorski, ýsu og ufsa.
Samtals er lagt til að afli þessara
tegunda verði skorinn niður um
93.000 tonn og munar þar mest um
þorskinn. Þar er lagt til að afli fari úr
193.000 tonnum í 130.000 tonn.
Í skýrslu stofnunarinnar um
ástand fiskistofna segir á þessa leið
um stofnana þrjá:
Í núverandi stofnmati eru árgang-
ar 2001-2006 allir metnir mjög léleg-
ir eða frekar lélegir. Bæði veiðihlut-
fall og veiðidánartala hafa farið
lækkandi á síðustu árum en veiði-
hlutfallið hefur alltaf verið yfir 25%.
Frá upptöku aflareglu árið 1995 hef-
ur meðalveiðihlutfall verið um 31%
og meðalveiðidánartala 0,63 en með
aflareglu var stefnt að 25% veiðihlut-
falli og áætlað að það leiddi til með-
alveiðidánartölu nálægt 0,4. Hrygn-
ingarstofninn hefur vaxið lítillega á
undanförnum árum en viðmiðunar-
stofninn (fjögurra ára og eldri) stað-
ið því sem næst í stað. Ef núgildandi
aflareglu verður áfram fylgt er lík-
legast að viðmiðunarstofn og hrygn-
ingarstofn haldist óbreyttur að
stærð á komandi árum. Að teknu til-
liti til óvissu í stofnmati eru hins veg-
ar verulegar líkur á að stofninn fari
undir sögulegt lágmark ef áfram
verður veitt samkvæmt núgildandi
aflareglu. Viðmiðunarstofninn í upp-
hafi árs 2007 er um 650 þús. tonn og
aflamark næsta fiskveiðiárs sam-
kvæmt gildandi aflareglu 178 þús.
tonn.
Mat á viðmiðunarstofninum árið
2007 hefur lækkað um 13% miðað við
spá sem gerð var árið 2006. Um 40%
af lækkuninni er vegna lægri með-
alþyngda í afla en gert var ráð fyrir
en 60% vegna lækkunar í mati á
stærð árganga. Mat sem byggt er
eingöngu á SMB vísitölum 2007
bendir til þess að stofninn sé nokkuð
minni en aldursaflagreining sem
lögð er til sem grundvöllur útreikn-
inga aflamarks en stofnmat byggt á
SMH bendir til þess að viðmiðunar-
stofninn kunni að vera nokkuð
stærri.
Áhættugreining bendir til að um-
talsverðar líkur eru á að hrygning-
arstofn stækki á næstu fjórum árum
ef veiðihlutfall er 20% eða minna.
Nýliðun síðustu sex árin hefur verið
slök og meðalþyngd allra aldurshópa
er í sögulegu lágmarki. Í ljósi þessa
telur Hafrannsóknastofnunin mikil-
vægt að veiðihlutfall verði nú þegar
lækkað og að aflamark á komandi ár-
um miðist við 20% af viðmiðunar-
stofni í stað 25% sem verið hefur.
Vegna bágs ástands uppvaxandi ár-
ganga, er lagt til að ekki verði að
þessu sinni tekið tillit til aflamarks
yfirstandandi fiskveiðiárs við út-
reikning aflamarks fiskveiðiárið
2007/2008 eins og ella væri gert við
beitingu aflareglunnar. Hafrann-
sóknastofnunin leggur því til að afli
næsta fiskveiðiárs verði takmarkað-
ur við 130 þús. tonn.
Ýsustofninn um 300.000 tonn
Ýsuaflinn á árinu 2006 var tæp 98
þús. tonn eða mjög svipaður og árið
áður. Fyrir fiskveiðiárið 2006/07
lagði Hafrannsóknastofnunin til 95
þús. tonna aflahámark og heildar-
aflamark var ákveðið 105 þús. tonn.
Nýliðun ýsu hefur oftast verið mjög
góð á síðustu árum. Árgangar 1998-
2000 og 2002 eru allir stórir og ár-
gangur 2003 mjög stór. Árgangur
2001 er talinn lítill og árgangar 2004,
2005 og 2006 nærri meðallagi. Þessi
góða nýliðun leiddi til mikillar
stækkunar á ýsustofninum á árunum
2002-2007. Stærð stofns þriggja ára
og eldri ýsu í ársbyrjun 2007 er met-
in 300 þús. tonn.
Borið saman við síðustu úttekt er
stofninn nú metinn aðeins minni í
fjölda en gert var ráð fyrir í síðustu
úttekt. Einnig hefur hlutfallsleg
stærð einstakra árganga breyst
nokkuð. Meðalþyngd flestra ár-
ganga er áfram mjög lág sem end-
urspeglar lélegan vöxt ýsu árin 2006
og 2005. Þessi lélegi vöxtur hefur
leitt til minni hlutdeildar uppvaxandi
árganga í veiðinni og aukins veiði-
álags á eldri ýsu. Í framreikningum
er gert ráð fyrir að vöxtur verði
áfram svipaður og árið 2006 og að
uppvaxandi árgangar komi seinna
inn í veiðina en venjulega. Stóri ár-
gangurinn frá 2003 er enn smávax-
inn og er hann orðinn nálægt heilu
ári á eftir meðalárgangi í vexti.
Af ofangreindum ástæðum leggur
Hafrannsóknastofnunin til að há-
marksafli ýsu fiskveiðiárið 2007/2008
verði 95 þús. tonn.
Leggja til minni ufsaveiði
Ufsaaflinn árið 2006 var tæp 76
þús. tonn sem er um 44% aukning frá
árinu 2003, og hefur aflinn aukist um
5-10 þús. tonn á ári frá 2001. Aflinn
árin 1998-2001 var hins vegar sá
minnsti síðastliðna hálfa öld, aðeins
ríflega 30 þús. tonn á ári. Veiðistofn í
ársbyrjun 2007 er metinn um 249
þús. tonn sem er rúmum 50 þús.
tonnum minna en gert var ráð fyrir í
síðustu úttekt. Ufsastofninn var í
lágmarki árin 1997-2000 vegna lé-
legrar nýliðunar en hefur stækkað
umtalsvert síðan þá. Mat á stærð ár-
ganganna frá 1998-2000 og 2002
bendir til að þeir séu umtalsvert
sterkari en árgangarnir frá árunum
1987-1995, en aðrir nýlegir árgangar
eru metnir slakir.
Hafrannsóknastofnunin leggur til
að afli á fiskveiðiárinu 2007/2008 fari
ekki yfir 60 þús. tonn.
Stærð veiðistofns þorsks
nálægt sögulegu lágmarki
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Veiðar Hafrannsóknastofnunin leggur til 63.000 tonna niðurskurð á þorskafla á næsta fiskveiðiári.
Síðustu árgangar
allir taldir lélegir
Í HNOTSKURN
»Mat á viðmiðunarstofniþorsks árið 2007 hefur
lækkað um 13% miðað við spá
sem gerð var árið 2006. Um
40% af lækkuninni er vegna
lægri meðalþyngda í afla en
gert var ráð fyrir en 60%
vegna lækkunar í mati á stærð
árganga.
»Hafrannsóknastofnunintelur mikilvægt að veiði-
hlutfall í þorski verði nú þegar
lækkað og að aflamark á kom-
andi árum miðist við 20% af
viðmiðunarstofni í stað 25%
sem verið hefur.
»Þessi lélegi vöxtur hefurleitt til minni hlutdeildar
uppvaxandi árganga í veiðinni
og aukins veiðiálags á eldri
ýsu.
»Veiðistofn ufsa í ársbyrjun2007 er metinn um 249
þús. tonn sem er rúmum 50
þús. tonnum minna en gert var
ráð fyrir í síðustu úttekt.
„ÞAÐ eru flestir ánægðir með þetta og stoltir,“ segir
Hanna Bjarnadóttir, verslunarstjóri verslunarinnar Is-
landia í Kringlunni, en þar, líkt og í fleiri ferða-
mannaverslunum, er boðið upp á ýmsan varning sem
skreyttur er íslenska fánanum. Eru bolir glös, staup og
töskur meðal þess sem selt er. Hanna segir að ekki sé
fengið sérstakt leyfi til þess að selja varninginn, en miklu
skipti að þjóðfánanum sé sýnd virðing.
Islandia hafi verið í rekstri í um 20 ár og þar og í fleiri
sambærilegum verslunum hafi um langt skeið verið seld-
ar vörur sem merktar eru íslenska fánanum. Það komi
auðvitað fyrir að fólk velti því fyrir sér hvort nota megi
fánann á söluvörum. „En ég er ánægð með það ef fólk vill
bera fánann,“ segir Hanna.
Fánavarningurinn sé vinsæll hjá ferðamönnum en Ís-
lendingar kaupi hann einnig, einkum í tengslum við há-
tíðahöldin 17. júní og íþróttakappleiki sem Ísland tekur
þátt í.
Íhaldssemi í leyfisveitingum
Hún telur að Íslendingum sé alls ekki sama um hvern-
ig fáninn er notaður og séu afar stoltir af honum. Hún
hafi séð að erlendis, til að mynda í Bretlandi, sé fáninn
notaður mun víðar á söluvarningi. „Þar sá ég til dæmis
inniskó með breska fánanum,“ segir hún og bætir við að
hún myndi ekki vilja selja slíka vöru með íslenska fán-
anum. Ekki hafi borist neikvæðar athugasemdir vegna
vöru með íslenska fánanum sem seldar eru í versluninni.
Í lögum um þjóðfána Íslendinga segir að enginn megi
óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki. Leyfi þurfi frá
ráðuneytinu til þess að nota fánann í vörumerki eða á
söluvarning, umbúðir um eða auglýsingu á vöru og þjón-
ustu. Þórhallur Vilhjálmsson, lögfræðingur í forsæt-
isráðuneytinu, segir að íhaldssemi hafi gætt í slíkum
leyfisveitingum, en ekki sé algengt að sótt sé um slík
leyfi til ráðuneytisins. Séu ákvæðin laganna brotin rann-
saki lögreglan þau mál.
Fánavarningurinn vinsæll
Morgunblaðið/Golli
Fánamyndir Boli, töskur og fleira með íslenska fánan-
um er hægt að kaupa í verslun Islandia í Kringlunni.
HUMARAFLINN
árið 2006 var
1.875 tonn, sam-
anborið við 2.030
tonn árið 2005.
Afli á sóknarein-
ingu árið 2006
var 66 kg, miðað
við 45 kg árið
2005 og 39 kg ár-
ið 2004. Veiðistofn humars árið 2007
er nú metinn um 16.000 tonn eða
nokkru stærri en áætlað var á síð-
asta ári. Stofninn minnkaði í sögu-
legt lágmark um 1995 sökum slakr-
ar nýliðunar og mikillar sóknar
suðaustan lands árin 1991–1994.
Vegna sterkari árganga frá árunum
um og upp úr 1990 fór nýliðun aftur
batnandi á Suðausturmiðum eftir
1995 en var áfram slök á Suðvest-
urmiðum. Horfur á nýliðun eru enn
þá góðar við Suðausturland en léleg-
astar á miðunum við Reykjanes.
Hafrannsóknastofnunin leggur til að
humarafli fiskveiðiárið 2007/2008
fari ekki yfir 1.900 tonn.
Stærri
humarstofn
HAUSTIÐ 2006 tókst að mæla
þann hluta loðnustofnsins sem
veiðin á vertíðinni 2007/2008 mun
aðallega byggjast á, þ.e. árganginn
frá 2005, en meiri óvissa er um
eldri árganginn (2004). Mælingin á
árganginum frá 2005 og reiknuð
meðalframlegð eldri árgangsins
miðað við seinustu tvö ár svarar til
308 þús. tonna heildaraflamarks á
vertíðinni 2007/08. Samþykkt afla-
regla gerir ráð fyrir að 2/3 þessa
aflamarks verði úthlutað til bráða-
birgða og jafngildir það 205 þús.
tonna upphafsaflamarki vertíðina
2007/2008.
Leggja til
loðnukvóta
Á VERTÍÐINNI 2006/07 varð síld-
arafli úr íslenska sumargotsstofn-
inum tæp 135 þús. tonn. Talið er að
ástand stofnsins sé gott. Hafrann-
sóknastofnunin leggur því til að há-
marksafli 2007/2008 verði 130 þús.
tonn líkt og á fyrri vertíð. Árið 2006
veiddu Íslendingar um 157 þús.
tonn úr norsk-íslenska síldarstofn-
inum. Heildarveiðin er áætluð um
ein milljón tonn. Fyrir árið 2007
lagði Alþjóðahafrannsóknaráðið til
1 280 þús. tonna aflamark, og sam-
kvæmt alþjóðlegu samkomulagi frá
janúar 2007 verða því aflaheimildir
Íslendinga árið 2007 tæp 186 þús.
tonn.
Síldin
stendur vel