Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 46
sagnfræði
46 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Hallgrím Helga Helgason
J
ónas Jónsson frá Hriflu kom eins og
sprengja inn í íslensk stjórnmál er
hann tók sæti í ríkisstjórn framsókn-
armanna haustið 1927 sem dóms-
málaráðherra og yfirmaður skóla- og
menntamála í landinu. Eitt með fyrstu verkum
Jónasar í embætti var að vinna að hugsjón sinni
um héraðsskóla í landinu. Þar kom hann því til
leiðar að héraðsskóla fyrir Suðurland væri fund-
inn staður á Laugarvatni, enda vildi Jónas að
slíkir skólar stæðu á „heitum stöðum“ í landinu
þar sem auðveldara væri að hita hýbýli og
stunda böð og líkamsrækt.
Jónasi var á sínum tíma synjað um skólavist í
Lærða skólanum í Reykjavík. Hvort sem það olli
eða annað þá var honum tíðum í nöp við mennta-
stefnu Lærða skólans og Háskóla Íslands sem
honum þótti um of miðaðir við hagsmuni fá-
mennrar embættismannastéttar höfuðstaðarins.
Hugsjóninni um héraðsskólana var í raun beint
gegn þeirri borgaralegu menningu og embættis-
manna sem þessir skólar stæðu fyrir. Þess í stað
skyldu í hverju héraði spretta fjölbreyttar skóla-
og íþróttamiðstöðvar og rækta nýja æsku í
faðmi landsins við þjóðlegar menntir og alþýð-
lega verkkunnáttu. Átti það starf að sporna við
„flóttanum til borgarinnar“.
Andstæðingar Jónasar fundu slíkum fram-
kvæmdum allt til foráttu. Ekki síst hamaðist
Morgunblaðið af miklum móð gegn verkum hans
og ekki síður stjórnunarstíl. Greinir frá þeirri
orrahríð í mikilli ævisögu Jónasar í þremur
bindum eftir Guðjón Friðriksson.
Menntaviðreisnin
í sveitunum
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Jónas Jónsson frá Hriflu „... merkilegt að Jónas og liðsmenn
hans skyldu koma þessu öllu í kring á þeim árum þegar
þröngt var í búi þjóðarinnar.“
Morgunblaðið/Sverrir
Jónas Kristjánsson, fyrrverandiforstöðumaður Árnastofn-unar, er bróðursonur Jónasar
frá Hriflu. Hann kynntist því í návígi
bæði hugsjónum Jónasar og ekki
síður þeirri hatrömmu andstöðu sem
hann mætti á sínum tíma.
„Ég kom einu sinni sem oftar að
Laugarvatni með fjölskyldunni. Og
þegar við komum heim þá fóru börn-
in mín að tala um það „þegar við vor-
um á bænum sem hann Jónas
byggði“. Ég hafði orð á því að þetta
væri nú svei mér gott uppeldi sem
börnin hefðu fengið,“ segir Jónas og
kímir.
„Það er annars vandi að segja frá
honum, svo nákomnum ættingja.
Jónas Jónsson var skjótur til svars
og framkvæmda. Hann var líka fljót-
ur að sjá fólk út og mjög fundvís á
menn. Ég held hann hafi sagt mér
sjálfur söguna af því þegar hann sá
Bjarna Bjarnason stökkva yfir læk
suður í Hafnarfirði og sagði strax við
sjálfan sig: „Þarna er maðurinn sem
á að verða skólastjóri á Laug-
arvatni.“ Sem og varð. Síðan varð
Bjarni með dyggustu fylgismönnum
hans og byggði upp skólann á Laug-
arvatni.“
Manstu eftir að hafa heyrt hann
tjá sig um þessa hugsjón um héraðs-
skólana?
„Já, ég heyrði það oft, og hann var
ekki fullkomlega ánægður með það
hvernig þeir höfðu þróast. „Það
vantar bara sálina í þá,“ sagði hann.
Einhverju sinni sagði hann í bréfi til
Leifs Ásgeirssonar sem var skóla-
stjóri á Laugum: „Það var aldrei
ætlun mín að þessir skólar yrðu
svefnsalir æskufólks.““
Fannst honum það þá gerast
fljótt?
„Honum fannst héraðsskólarnir
ekki hafa eins mikil áhrif og hann
hafði ætlað sér. Samt sem áður var
hann ánægður með þá og þeir voru
mjög vinsælir og fjölsóttir. Og sann-
arlega voru þeir ákaflega áhrifaríkir
og mikilvægir fyrir sveitir landsins,
og merkilegt að Jónas og liðsmenn
hans skyldu koma þessu öllu í kring
á þeim árum þegar þröngt var í búi
þjóðarinnar.“
En þeir voru svolítið hugsaðir til
höfuðs Lærða skólanum í Reykjavík
og embættismannaveldinu þar?
„Já, eða öllu heldur til mótvægis
við skólana þar. Héraðsskólarnir
voru sniðnir að miklu leyti eins og
gagnfræðaskólar í kaupstöðum. En
ekki hins vegar, eins og sumir töldu,
að þeir væru stæling á lýðháskól-
unum í Danmörku. Alls ekki. Hins
vegar hugðust dönsku lýhá-
skólamennirnir taka til fyrirmyndar
íslenskar kvöldvökur. Sumir töldu
að Jónas væri haldinn minnimátt-
arkennd gagnvart háskólum og
Menntaskólanum hér af því að hann
hefði aldrei gengið í þá sjálfur. En
það var mesta vitleysa, hann var
einna fjærst því af mönnum sem ég
hef kynnst að vera þjakaður af
minnimáttarkennd! Hins vegar má
náttúrlega segja að viðhorf hans til
Háskólans og menntaskólanna hafi
verið öðruvísi af því að hann hafði
ekki verið þar sjálfur. En hann
breytti nú sínum gamla gagnfræða-
skóla á Akureyri í menntaskóla þeg-
ar hann var menntamálaráðherra
l930. Og hann átti mikinn þátt í
byggingu háskólahússins í Reykja-
vík, hvort sem mönnum er ljúft eða
leitt að viðurkenna það.
Jónas var ánægður með margt í
héraðsskólunum og alveg sér-
staklega á Laugarvatni. Hann var
þar oft á sumrin í fríum. Hann skrif-
aði grein um Laugarvatn í síðustu
bók sinni, sem hann kallar Sólskins-
borg sumargesta. Greinin fjallar um
þá dýrð sem þar sé að finna, sund-
laugina og gufubaðið, og hve gott sé
að vera þar fyrir ungt fólk. Svo það
fer vel á því að hafa brjóstmynd
hans þarna uppi í skóginum.“
Ofboðslegt hvernig látið var
En þeir hötuðust mikið við þetta
allt, sjálfstæðismenn í borginni?
„Já, já, þeir gerðu það, þeim
fannst ósvinna af þeim Tryggva Þór-
hallssyni að vera að sólunda fé í allan
þennan óþarfa. Alla þessa vegagerð
og brúargerð, og þar á ofan í héraðs-
skólana. Það er ekki alltaf satt sem
er haft eftir mönnum, en einhverjir
höfðu það eftir Ólafi Thors að fyrsta
verk hans ef hann kæmist í rík-
isstjórn skyldi vera að láta rífa
Laugarvatnsskóla. Hann gat nú vel
hafa sagt þetta því hann gat verið
stórorður, rétt eins og Jónas sjálf-
ur.“
Manstu eftir að hafa heyrt hann
tjá sig um þessa andstöðu sjálfstæð-
ismanna og embættismannastétt-
arinnar í höfuðborginni?
„Já, já, og maður varð var við það.
Þegar ég kom hér sem unglingur þá
bjó ég ekki hjá Jónasi heldur systur
minni og mági, en þá varð ég var við
þetta, og mér féll það nú illa fyrst en
vandist því fljótt. Þá þótti til dæmis
feðrum eða frændum skólabræðra
minna við hæfi að herma eftir Jónasi
þegar ég kom í heimsókn. Það var
líka siður ungra sjálfstæðismanna
hér að koma á gluggann á einkabíl
hans, þar sem ég sat, og skrumskæla
sig og góla. Ég var alveg hissa þegar
þetta gerðist, var ekki vanur því úr
sveitinni að það væri verið að veitast
að nánum ættingjum manns. En
þetta þótti góður siður hér. Það var
satt að segja alveg ofboðslegt hvern-
ig látið var. Það var kannski hringt
heim til hans, og dæturnar fóru í
símann og sá sem í símanum var hót-
að öllu illu.“
Voru þetta þá nafnlausar hring-
ingar?
„Ja, þær vissu nú oft hverjir þetta
voru, enda sögðu þeir stundum til
sín. „Það ætti nú bara að skjóta yð-
ur,“ svaraði Gerður dóttir hans þeg-
ar einhver hafði hótað föður hennar
lífláti. Hún hefur lýst því svo að
„Það ætti nú bara að skjóta yður“
Morgunblaðið/Þorkell
Jónas Kristjánsson „Og sannarlega voru þeir ákaflega áhrifaríkir og mik-
ilvægir fyrir sveitir landsins, og merkilegt að Jónas og liðsmenn hans skyldu
koma þessu öllu í kring á þeim árum þegar þröngt var í búi þjóðarinnar.
Kristinn Kristmundsson varskólameistari Mennta-skólans á Laugarvatni frá
1970 og allt til 2002. En hann var
einnig nemandi þar, fyrst í Hér-
aðsskólanum á Laugarvatni frá
1952 og síðar Menntaskólanum og
útskrifaðist þaðan 1957.
Íþróttahús borið austur
„Jónas hafði auðvitað hrifist af
lýðskólafyrirkomulaginu í anda
Grundtvigs,“ segir Kristinn. „Sam-
kvæmt Grundtvig var rétti tíminn
til fræðslu æskan en ekki bernsk-
an. Í öðru lagi var lögð áhersla á
orðið sem besta kennslutækið, en
ekki bókina. En í þriðja lagi skyldi
lögð áhersla á aðstæður eigin
lands og þjóðar. Þessa gætti alls á
Laugarvatni en þó einkum fyrst í
stað.
Jónas sagði sjálfur að héraðs-
skólarnir fjórir sem hann átti
mestan þátt í að koma á fót í land-
inu væru albræður. Og að breskri
fyrirmynd voru þeir allir heima-
vistarskólar í sveitum, „lausir við
áhrif borgaskrílsins“ svo við not-
um orðalag Jónasar sjálfs. Hann
segir á einum stað: „Með heppi-
legu starfsmannavali tryggja þeir
sér góðar fyrirmyndir. Með
vinnunni skapa þeir skilning og
samhygð með þeim stéttum sem
mest verða fyrir ranglæti og
ósanngjörnum dómum. Með íþrótt-
unum samheldni og fé-
lagshyggju.““
Það var meðal annars lögð
áhersla á líkamlega vinnu við Hér-
aðsskólann?
„Já, ég hef heyrt að nemendur
hafi meðal annars unnið við að
steypa hleðslusteina þegar verið
var að byggja hér. Skógrækt þótti
líka sjálfsögð. Frægasta dæmið
um slíkt er vísast þegar hópur
skólasveina fer til Reykjavíkur ár-
ið 1931 ásamt með smíðakennara
sínum. Þar rifu þeir niður hús sem
hafði verið sýningarskáli á alþing-
Hugsjónin
lifði áfram
Morgunblaðið/Golli
Kristinn Kristmundsson „Jónas sagði sjálfur að Héraðsskólarnir fjórir
sem hann átti mestan þátt í að koma á fót í landinu væru albræður. Og að
breskri fyrirmynd voru þeir allir heimavistarskólar í sveitum, „lausir við
áhrif borgaskrílsins“ svo við notum orðalag Jónasar sjálfs.“