Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 39
„Togaratímabilið hjá HB hófst
þannig að fyrst var hugað að því
að búa Höfrung III til trollveiða.
Hann var 260 tonna bátur með
750 hestafla vél, kannski ekki
mikill togbátur. Þetta var svo að
gerjast fram eftir sumri, en þá er
ákveðið að kaupa nýtt skip frá
Noregi, Bátsfjörð. Hann hafði þá
nýlega verið keyptur til fyrirtækis
í Bátsfirði en ekki verið gerður
út. Við komum á honum til Akra-
ness frá Noregi um miðjan júlí
1975 og fékk hann nafnið Har-
aldur Böðvarsson AK 12.
Þá var ég orðinn togarasjómað-
ur, kannski ekki gegn vilja mín-
um, en það hafði aldrei verið ætl-
un mín að svo færi. Ég hafði farið
tvo túra á síðutogara áður. Það
var atvinna sem ég ætlaði ekki að
stunda. Ég var því illa í stakk bú-
inn til þess að fara svona beint á
togara. Ég réði því til mín mann
sem hét Kristján Kristjánsson,
sem var móðurbróðir minn. Hann
var þrautreyndur togaramaður,
hafði verið síðustu árin á Víkingi,
bæði sem stýrimaður og skip-
stjóri. Hann kom til mín sem fyrsti
stýrimaður, en hann hafði reynd-
ar verið með mér sem stýrimaður
á síld á Bjarna Jóhannessyni. Á
honum byggðist þetta fyrst, því
megnið af mannskapnum, sem
kom af bátnum, kunni lítið til
verka. Við fengum líka annan
vanan togaramann til að vera með
okkur og á þessum tveimur mönn-
um byggðist til dæmis vinnan við
veiðarfærin til að byrja með.“
Veiðarnar gengu rólega fyrst
„Við lönduðum um verzl-
unarmannahelgina eftir fyrsta
túr. Veiðarnar gengu frekar ró-
lega þetta árið. Haustið var frek-
ar leiðinlegt og það bar við að
mönnum fyndist það ekki hafa
verið rétt ráðstöfun að ráða óvana
menn á þetta skip. Ég heyrði það
þó aldrei frá útgerðinni. Strax á
næsta ári gengu veiðarnar hins
vegar mjög vel borið saman við
önnur skip á svæðinu. Við vorum
þá töluvert mikið í þorski fyrir
vestan og svo á karfa fyrir Suð-
vesturlandi. Þá var enginn kvóti
kominn.
Þetta voru góð og stígandi ár.
Þetta gekk bara nokkuð vel. Árið
1981 var okkar bezta ár í tonnum
talið, 5.800 tonn, en þá var karf-
inn orðinn vaxandi hlutfall í aflan-
um. Þá sneru menn sér meira að
karfanum, sérstaklega sunn-
anskipin. Þá komu þessi viðmið-
unarár út af kvótanum og þar sem
við höfðum lagt áherzlu á karf-
ann, vegna lélegrar þorskveiði,
varð hlutfall sunnanskipanna í
þorskinum mjög rýrt. Skipin frá
Vestfjörðum og Norðurlandi
höfðu haldið sig meira í þorsk-
inum og fengu því betri úthlutun.
Ég var með Harald Böðvarsson
í 11 ár. Síðan keypti HB togarann
Sigurfara II frá Grundarfirði á
uppboði og hlaut hann nafnið
Sturlaugur H. Böðvarsson og ég
tók við honum. Það var svo árið
1992 að menn voru búnir að sjá að
það borgaði sig að fara út í sjó-
frystingu. Þá keyptu þeir fjögurra
ára gamlan frystitogara frá Fær-
eyjum, vel útbúið skip, en ekki
hannað nema að hluta til sem
frystiskip eins og Íslendingar
vildu hafa þau. Þetta var öflugt
skip með stóra vél og góð spil. Á
það skip fór ég 1992 og fékk það
nafnið Höfrungur III.“
„Það voru mikil viðbrögð að
koma af bátum yfir á togara. Mór-
alslega séð mikil viðbrigði. Meðan
maður var á bátunum og á nóta-
veiðum, var eins og maður væri
ekki fyrir neinum og menn voru
vinsælir. En þegar maður var
kominn á togara, fann maður að
það var allt annar mórall í kring-
um það. Það var alltaf verið að
hnýta í togarana. Ég ólst upp við
það í Grundarfirði að togari væri
algjört eitur í beinum manna.
Línumönnum var illa við togar-
ana. Eins var fréttaflutningurinn
miklu meiri í kringum bátana,
sérstaklega á síldarárunum og svo
auðvitað á vetrarvertíð. Þó komu
þarna tímabil, sem togararnir
nutu vinsælda. Það var á fyrstu
árum skuttogaranna. Svo þegar
maður kom á frystitogarann fann
maður að það var mikil andstaða
við þá vegna þess að fólk var
hrætt við þessi skip, sem voru að
taka vinnu af fólki. En ein að-
alrökin fyrir útgerð frystitog-
aranna voru þau, að þeir sköpuðu
svo mikil verðmæti.“
Þá var ég orðinn
togarasjómaður
Veiðarnar Frá veiðum í flottroll á Haraldi Böðvarssyni í kringum 1980.
Það eru 60 tonn í halinu. Svona veiðar stunda menn ekki lengur.
Þetta gæti orðið útsýnið þitt!
Fimmtudagskvöld á Þingvöllum 2007
Á fimmtudagskvöldum í júní og júlí býður þjóðgarðurinn fræðimönnum og
öðrum áhugamönnum um staðinn að fjalla um hugðarefni sín tengd
Þingvöllum. Allar gönguferðirnar hefjast kl. 20:00 við fræðslumiðstöðina við
Hakið og taka um 2 klst.
7. júní
Konungskoman og konungsglíman á Þingvöllum 1907
Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur segir frá konungskomunni og þýðingu
hennar. Glímumenn frá Glímusambandi Íslands rifja upp konungsglímuna sem
var háð í tilefni heimsóknarinnar og sýna glímubrögð.
14. júní
Frigg og Freyja
Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur og þýðandi fjallar um hugmyndir sínar
um hinn forna goðaheim þar sem gyðjur skipa miklu stærri sess en bæði
Snorri og margir síðari tíma fræðimenn hafa talið.
21. júní
Alþingi á Þingvöllum
Gunnar Karlsson sagnfræðingur ræðir um störf og skipan Alþingis á
þjóðveldisöld.
28. júní
Tildrög fyrstu drekkingar, eingetið barn
Ragnar Arnalds rithöfundur fjallar um líf og örlög fyrstu konunnar sem drekkt
var í Drekkingarhyl.
5. júlí
Glæpasviðið Þingvellir
Katrín Jakobsdóttir íslenskufræðingur fjallar um Þingvelli sem sögusvið glæpa
í íslenskum bókmenntum.
12. júlí
Hreppstjórinn í Skógarkoti
Páll Lýðsson bóndi og sagnfræðingur í Litlu-Sandvík segir sögur af Kristjáni
Magnússyni hreppstjóra í Skógarkoti.
19. júlí
Hvað eiga Þingvallavatn og Galápagos eyjarnar sameiginlegt?
Skúli Skúlason rektor Hólaskóla fjallar um lífríki Þingvallavatns og tengir það
við hugmyndir um þróun tegunda.
26. júlí
Jarðskorpuhreyfingar á Þingvöllum
Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði skýrir hreyfingar jarðskorpunnar undir
Þingvöllum og hvernig það tengist flekaskilum undir Íslandi.
Upplýsingar um dagskrá þjóðgarðsins má finna á heimasíðu þjóðgarðsins
www.thingvellir.is og í síma þjónustumiðstöðvar 482-2660. Þátttaka í fræðsludagskrá
þjóðgarðsins er öllum opin og án endurgjalds. Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar.
- traustur bakhjarl fræðslu í þjóðgarðinum á Þingvöllum
AUGLÝSINGASÍMI 569 1100
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn