Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 60
60 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Stakfell 568 7633 Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fast.sali Gsm 899 9545 Þorlákur Ó. Einarsson lögg. fasteignasali Gsm 820 2399 FAX 568 3231 Til sölu 904 fm byggingarlóð í Vesturbænum og selst hún með samþykktum teikningum af um 660 fm þríbýlishúsi. Hús er á lóðinni til niðurrifs. Verð 85 millj. VESTURBÆR - LÓÐ 179 fm parhús á Seltjarnarnesi með sjávarútsýni. Húsið er á þremur pöllum og skiptist í anddyri, gestabaðherbergi og tvö svefnherbergi á miðpalli, á neðsta palli er hjónaherbergi með útangi út í garð, stórt baðherbergi, innbyggður bílskúr, geymsla og þvottahús. Á efsta palli er stofa, borðstofa og eld- hús. Tvennar svalir eru á hæðinni. Húsið er vandað í alla staði. Upplýsingar á skrifstofu Stakfells. LINDARBRAUT - SELTJARNARNESI Glæsilegt og vandað 245 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Í húsinu eru fimm svefnherbergi, glæsilegar stofur með arni og útgengt út á útsýnissvalir úr stofu. Rúmgott eldhús, opið að borðstofu. Tvö vönduð, flísalögð baðherbergi og stórt þvottahús. Af báðum hæðum er útgengt á stóra, afgirta timburverönd með heitum potti. Góð staðsetning og mjög víðsýnt er úr húsinu. HÓLAHJALLI 5 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ 13-14 Jón Hólm Stefánsson Lögg. fasteigna-, fyr- irtækja- og skipasali Til sölu verulega athyglisverð jörð í Selvogi www.gljufurfasteign.is Eyðijörðin Eyma 171693 í Selvogi, Ölfusi, er til sölu. Jörðin nær frá sjó við Strandakirkju og upp í Geitafell. Stærð jarðarinnar er talin vera um 315 hektarar, grasgefið land með talsverðu landslagi. Í landi jarðarinnar eru þekktir hellar. Á jörðinni er ekkert íbúðarhús, en uppistandandi gömul úti- hús. Hér er um að ræða afar athyglisverða jörð, sem hefur nokkra sérstöðu og gefur ýmsa möguleika til útiveru og skipulags. Væntanlegur Suður- strandarvegur liggur um land jarðarinnar á góðum stað. Upplýsingar í síma 896 4761 Glæsilegt 339 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr í Fossvogsdalnum. Nýstandsett hús. Lóðin er mjög gróin og falleg með heit- um potti og verönd til suðurs. 6585 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Vogaland - Fossvogi Fallegt einlyft 60 fm 2ja herb. rað- hús, frábærlega staðsett við Hrafn- istu. Glæsilegt útsýni m.a. út á sjó. Fallega ræktuð lítil hraunlóð á bak við húsið. Óhindrað útsýni yfir Hafn- arfjörð. Hellulagður gangstígur. Þjón- ustusamn. við Hrafnistu. V. 21 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Boðahlein - Gbæ. Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu glæsilega 123 fm íbúð á fyrstu hæð ásamt stæði í bíla- geymslu, á frábærum útsýnisstað í vesturbæ Hafnarfjarðar. Eignin skipt- ist í forstofu, baðherb., gang, her- bergi, hjónaherbergi, sjónvarpshol, stofu, borðstofu, eldhús, þvottahús, yfirbyggðar svalir og geymslu. Glæsilegar innréttingar og gólfefni. Tvennar svalir, aðrar yfirbyggðar. Frá- bært útsýni. Eign í sérflokki. Verð 36,9 millj. Herjólfsgata - Hf. Eldri borgarar FLATEYRI hefur verið í frétt- unum að undanförnu og það hreint ekki að ástæðulausu. Helsta fiskvinnslufyr- irtæki staðarins, Kambur, leggur upp laupana og 120 manns missa vinnu sína. Blóð- taka staðarins er skelfileg. Eigendur fyrirtækisins segjast ekki hafa getað rekið það, en ýmsir aðrir segja, að eigendur hafi áhuga á að selja kvóta fyrirtækisins og fara á brott með vænar fúlg- ur. Freistingin er að sönnu ógurleg, en bara vangaveltur eru um upphæðir. Ekkert tiltal næg- ir til telja eigendum hughvarf. Þetta er bæði gömul saga og ný. Andlit þeirra afla, sem að baki liggja, birt- ist áhorfendum bara að hluta til, en fjöldi manns segir bara, að markaðs- öflin séu hér ein að verki og ekki sé neitt skynsamlegt að reyna að grípa inn í þróun mála. Einn ágætur rit- stjóri sagði, að kvótinn gufi ekki upp. Ja hérna! Lesendum á að skilj- ast, að kvótinn fari bara eitthvað annað og að landið sem heild hafi ekkert misst. Og í föstudagsþætti Sigurðar G. Tóm- assonar 1.6. sl. fór fastagesturinn, Guð- mundur Ólafsson hag- fræðingur, á kostum eins og oft áður. Um Flateyri sagði hann, eins og með einu léttu vinki, að hér séu bara eðlilegir hlutir á ferð- inni. „Á að banna skurðgröfur bara til að verja söðlasmiðina?“ – Hér er því miður um mjög grunna yfirborðs- hagfræði að ræða og það er synd, að annars skemmti- legur maður og velþeginn í þáttum Sigurðar G. á Útvarpi sögu skuli skauta svona yfir flókin mál. – Skoð- um nánar: Skurðgrafan, sem kemur inn í þorpið og ógnar söðlasmiðum, er með pappíra í vasanum (í vasa eigenda) um að hún hafi rétt á grafa tiltekna lengd af skurðum og hafi hún keypt réttinn af öðrum skurð- gröfueigenda, sem hafi fengið rétt- inum úthlutað af hinu háttvirta op- inbera. Sérfræðingar ríkisins hafa fundið út, að það sé ekki rétt að grafa nema tiltekna lengd af skurð- um á árinu. Söðlasmiðurinn í þorp- inu sér í hendi sinni, að ekki er skyn- samlegt að reyna að keppast við að útbúa aktygi fyrir hesta, sem ekki fá að grafa nema stuttan spotta af skurðum með dráttarskóflum, í sam- keppni við skurðgröfuna. Og hestar fælast af hávaðasömum skurð- gröfum. Þótt söðlasmiðurinn sjái einnig, að skurðgrafan eyðileggur heil ósköp með þunglamalegu ösli sínu, þá er sveitarsjóður ekki nægi- lega öflugur til að fá neinu breytt. Kartöflugarðar og tún fara í auðn eftir skurðgröfuna og það sér hver maður í þorpinu, en ekki skriffinnar ríkisskrifstofunnar. Já, skurðgrafan eyðileggur líka reiðmennsku og hestahald af augljósum ástæðum, en hagfræðingar tækninnar sjá ekki skemmdirnar. Þorpsbúar telja, að mikið annað skemmist einnig, en þeir eru ekki nægilega færir í út- reikningum og stílbrögðum til að fá öllu skipulagi „Hins opinbera skurð- graftar“ breytt. En smám saman kemur einnig í ljós, að skurð- gröfukvótinn fyrir allt landið fer minnkandi frá ári til árs. Þrátt fyrir að nóbelsskáldið hafi skrifað heift- arlega gagnrýni á skurðgröftinn í ritgerð og að náttúruunnendur hafi kvartað yfir hvarfi mófuglanna og að hin óþreytandi leikkona, Herdís Þorvaldsdóttir, hafi enn og aftur sýnt fram á land- og gróðurspillingu í landinu, er þó um sinn haldið áfram ekki síst vegna þess, að hagfræðin hefur ekki fundið aðferðir til að kafa undir yfirborð í flóknum málum. Og útslaginu valda þó hagfræðingar þeir, sem eru kennarar við Háskóla Íslands, en þeir hafa matað nem- endur sína með óteljandi sögum, sem sýna fram á að söðlasmíði til- heyri fortíðinni. Hagfræði heljar Jónas Bjarnason skrifar um hagfræði » Sumir segja að seljaeigi kvóta fyrir of- urfé. Hagfræðingar ræða um hagræðingu, en sjá ekki allt tjónið. Jónas Bjarnason Höfundur er efnaverkfræðingur. Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is Fréttir í tölvupósti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.