Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 15 og persónuverndarsjónarmið. Þegar svona margt fólk er á ferðinni í mið- borginni og við getum átt von á alls- konar uppákomum vegur það þyngra að lögreglan hafi öll tiltæk úrræði við höndina til að takast á við þær. Við erum ekki að dreifa þessum myndavélum um alla borg og von- andi verður það aldrei.“ Vélum fjölgað um helming Fyrirhugað er að fjölga löggæslu- myndavélum í miðborg Reykjavíkur um allt að helming. Stefán segir markmiðið með fjölguninni að dekka öll þau svæði sem lögreglan telur nauðsynlegt að dekka. „Veit- ingastöðum í borginni hefur fjölgað á undanförnum tíu árum og erillinn er að færast ofar á Laugaveginn og niður á Hverfisgötu. Við þurfum líka að ná fleiri svæðum í Hafnarstræt- inu.“ Hann segir lögregluna hafa sett fram skýrar tillögur um staðsetn- ingar og unnið er að framgangi málsins þessa dagana, m.a. er verið að skoða tæknilegar útfærslur. Stef- án vonast til að nýju myndavélarnar verði teknar í notkun í haust. Tæknin er í stöðugri framþróun á þessu sviði sem öðrum og Stefán segir ánægjulegt að myndavélarnar séu ekki aðeins orðnar öflugri, held- ur jafnframt umfangsminni og ódýr- ari. Stefán hefur verið eindreginn talsmaður þess að fjölga eftirlits- myndavélum á helstu gatnamótum á höfuðborgarsvæðinu enda hafi þær mikið gildi við að rannsaka alvarleg umferðarslys og upplýsa umferð- arlagabrot. Hann segir aftur á móti engin áform um að færa löggæslu- myndavélarnar út víðar. „Við erum ekki á leið inn í svefnherbergi fólks. Það er ekki sá heimur sem við viljum lifa í.“ Morgunblaðið/Júlíus Fjölgun Löggæslumyndavélarnar eru átta í dag en til stendur að fjölga þeim um allt að helming í haust. Morgunblaðið/Júlíus Í 4. grein reglna nr. 837/2006 umrafræna vöktun segir að húnverði að fara fram í yfirlýstum, skýrum og málefna- legum tilgangi, s.s. í þágu öryggis og eignavörslu. Í 5. grein sömu reglna segir að við alla rafræna vöktun skuli þess gætt að ganga ekki lengra en brýna nauðsyn beri til miðað við þann til- gang sem að er stefnt. Ennfremur skal gæta þess að virða einkalífs- rétt þeirra sem sæta vöktun og forðast alla óþarfa íhlutun í einka- líf þeirra. Við ákvörð- un um hvort viðhafa skuli rafræna vöktun skal því ávallt gengið úr skugga um hvort mark- miðinu með slíkri vöktun sé unnt að ná með öðrum og vægari raunhæf- um úrræðum. Í 11. grein reglugerðar nr. 322/ 2001 um meðferð persónuupplýs- inga hjá lögreglu segir um rafræna vöktun: Þegar löggæsla fer fram með rafrænni vöktun á almannafæri skal með merki eða á annan áber- andi hátt gera glögglega viðvart um þá vöktun. Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd, vísar til þessara reglna um rökstuðning, meðalhóf og gagnsæi í samtali við Morgunblaðið og segir grundvallaratriði að lög- reglan virði þær þegar notkun lög- gæslumyndavéla er annars vegar. „Það er líka mikilvægt að lögregla noti upptökur úr myndavélunum að- eins þegar uppi er grunur um að framið hafi verið afbrot á hinu vakt- aða svæði og talið er að þær geti varpað ljósi á málið,“ segir Þórður. Hann segir Persónu- vernd hafa borist fyr- irspurnir varðandi lög- gæslumyndavélarnar en aldrei hafi komið upp mál þar sem stofn- unin hafi þurft að taka afstöðu eða senda frá sér álit. „Við höfum ekki fengið neinar vís- bendingar um það að lögreglan sé að nota myndavélarnar í ein- hverjum öðrum tilgangi en kveðið er á um í reglum og reglugerð- um.“ Þórður segir stofnunina þó til- búna að skerast í leikinn gerist þess þörf. „Persónuvernd er eftirlits- stofnun og ef einhver óánægður ein- staklingur leitar til okkar vegna gruns um brot á einkalífsrétti sínum munum við fjalla um málið á hlut- lausan hátt.“ Löggæslumyndavélarnar í miðbæ Reykjavíkur eru átta en til stendur að fjölga þeim um allt að helming. Að sögn Þórðar mun Persónuvernd fylgjast grannt með framvindu mála. „Það liggur í eðli stofnunarinnar að hún er alltaf á varðbergi þegar verið er að fjölga eftirlitsmyndavélum og vöktun aukin. Án þess að ég sé að fullyrða að þessar myndavélar eigi ekki rétt á sér er það hlutverk Per- sónuverndar að vera á bremsunni í þessum efnum og koma í veg fyrir að vöktun fari út í öfgar.“ GÆTA SKAL HÓFS Þórður Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.