Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 28
stjórnmál 28 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Síðustu sérferða- sætin í sumar 12. júlí - Montreal og Niagara fossarnir - laus sæti með Hörpu Hallgrímsdóttur Spennandi vikuferð til Kanda þar sem við kynnumst á 5 dögum hinni einstaklega fögru borg Montreal og öllu sem hún hefur að bjóða. Síðan gist í 2 nætur við Niagara fossana, þetta mikla náttúruundur á landamærum Kanda og Bandaríkjanna. 29. júlí - Gardavatnið - 12 sæti laus með Unu Sigurðardóttur Draumadvöl í 6 daga í hinum fallega bæ Bardolino við Gardavatn og 1 nótt í Trieste. Kynnisferðir í boði til Verona og Feneyja og sigling á Gardavatni. 26. ágúst - 5 landa sýn á Balkanskaga - 6 sæti laus með Ólafi Gíslasyni Fræðandi og skemmtileg 14 daga ferð um Króatíu, Slóveníu, Serbíu, Bosníu-Herzegóvínu og Svartfjallaland. Nýr menningarheimur, saga og náttúra á hverjum degi. 31. ágúst - Katalónía á Spáni - 12 sæti laus með Hörpu Hallgrímdóttur Frábær blanda af menningarreisu og hvíld. Stórborg, sveit og strönd. 3 nætur í Barcelona, 4 nætur víðsvegar í Katalóníu héraði og vika á Costa Brava ströndinni. 2. september - Bled í Slóveníu - 14 sæti laus með Ágústu Sigrúnu Ágústsdóttur Einn fegursti staður Alpanna. Ein vinsælasta sérferðin okkar. Dvalið á mjög góðu hóteli í viku. Kynnisferðir í boði m.a. til Ljubljana, í Júlíönsku Alpana og í Postojna hellana. Gönguferðir: Örfá sæti laus í frábærar gönguferðir í Slóveníu með Bróa (Guðmundi Sigurðssyni). Vikuferðir sem henta flestum sem eru í þokkalegu formi. Munið Mastercard ferðaávísunina Uppselt er í allar aðrar sérferðir sumarsins. Þökkum frábærar viðtökur! 26. ágúst - Á mótum þriggja landa - laus sæti Gist í hinum fallega bæ Kranska Gora í Júlíönsku Ölpunum. Dagsferðir þaðan, frábærir möguleikar á gönguleiðum í Slóveníu, Ítalíu eða Austurríki. Slóvenía - Júlíönsku alparnir 2. sept. - 5 sæti laus 9. sept. - 8 sæti laus Gist í 4 nætur við Bohinj vatn og 3 nætur í Bovec. Dagsgöngur frá hóteli um hið undurfagra land. staðlaðar, felur það þá ekki í sér kostnaðaraukningu? „Einn vandinn hjá sjúkrahús- unum er sá að þar er fólk sem gæti verið í ódýrari rýmum. Ef við getum skapað hér aðstæður til þess að fólk geti verið lengur heima hjá sér, svo dæmi sé tekið, þá er það oftar en ekki ódýrara en að byggja sérstakt dvalarheimili eða stofnun. Það er svo magnað að þegar fólk fær að njóta sín, hvort sem er hjá opinber- um stofnunum eða einkaaðilum, þá finnur það lausnir sem eru hvort tveggja í senn, góð þjónusta og hag- kvæm. Þetta sjáum við alla daga í þjóðlífinu.“ – Leita á leiða til að lækka lyfja- verð og einfalda greiðsluþátttöku hins opinbera. Hefurðu útfært það nánar? „Á þessari viku sem ég hef verið í embætti hef ég ekki útfært þetta nánar, nei,“ svarar Guðlaugur Þór og hlær. „En einfaldleiki er mark- mið í sjálfu sér og það er mikilvægt að þeir sem njóta þjónustunnar og þeir sem tala um hana, svo sem stjórnmálamenn, skilji í hverju hún felst. Ég held að við getum öll verið sammála um að hún mætti vera ein- faldari.“ – Á að innleiða nýja forgangs- röðun í heilbrigðiskerfinu eins og talað hefur verið um og forveri þinn sagði „spennandi umræðu“? „Það segir sig sjálft að þegar fjár- munir eru takmarkaðir þarf að velja og hafna. Og við komumst ekkert hjá því að ræða það. Eitt er alveg öruggt, nefnilega að við getum ekki gert allt fyrir alla alltaf. Við þurfum því að setja okkur markmið og ég held að grunnurinn að því að hægt sé að taka skynsamlegar ákvarðanir sé að nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir. Það er nokkuð sem vant- ar í umræðuna um heilbrigðismál á Íslandi.“ Enginn undanskilinn – Hvernig er jafnvægið að þínu mati á milli landsbyggðar og höfuð- borgarsvæðis. Felst ekki forvörn í því að styrkja grunnnet heilsugæsl- unnar og færa þjónustuna nær fólki um allt land? „Grunnurinn að því að fólk nái ár- angri í heilbrigðisþjónustunni er að fólk hafi aðgang að henni og það sama á við um forvarnirnar, – þær verða að eiga sér stað alls staðar. Aðstæður eru mismunandi eins og menn þekkja. En ég horfi mikið til barna og ungmenna þegar kemur að forvörnum og þar eru aðstæður svipaðar um landið, s.s. hvað skóla- göngu varðar. Staðreyndin er sú að margt hefur breyst, ungmenni eru lengur í skóla en áður, bæði yfir daginn og sömuleiðis yfir árið. Það er til dæmis búið að færa aðra af að- almáltíðum dagsins yfir í skólana. Ef við ætlum að berjast gegn offitu og hreyfingarleysi, þá höfum við tækifæri til þess á skólatíma og get- um séð til þess að næringin sé góð. Nú fer fram mikil umræða um það í Bandaríkjunum að fyrsta kyn- slóðin er að alast upp sem hefur lægri meðalaldur en foreldrarnir og ástæðan er sú að offitan og hreyf- ingarleysið er orðið svo mikið vandamál. Við horfum sem betur fer ekki á sömu vandamál hér á landi og margar aðrar þjóðir glíma við, en þróunin er sú sama og við megum ekki gleyma landsbyggðinni eða bæjarhlutum á höfuðborgarsvæð- inu. Allt snýst þetta um samvinnu. Ég mun ekki geta gert neitt einn þegar kemur að forvörnum eða bættri heilbrigðisþjónustu. Þar verða allir að leggjast á árarnar og ég held að sem betur fer sé flestum að verða betur og betur ljóst hvað þetta skiptir miklu máli. Hagsmunir fyrirtækjanna felast í því að fólk sé heilbrigt og hafi þrek. Þegar fyr- irtæki velja sér starfsaðstöðu þá er heilbrigðisþjónusta í landinu einn af þeim þáttum sem liggja til grund- vallar. Við erum að keppa sem aldr- ei fyrr um fólk og fyrirtæki og verð- um að hafa grunngerðina í góðu lagi. Þar er enginn undanskilinn, sannarlega ekki ríki, sveitarfélög, fyrirtæki eða fjölskyldur.“ – Sumir segja heilbrigðiskerfið í gíslingu embættismanna, þar sem lýðræðislega kjörnir fulltrúar þjóð- arinnar komist ekki að með sínar áherslur og heilbrigðisráðherrar komi og fari? „Það er alltaf álitaefni þegar byggt er upp stjórnkerfi hvort fleiri eða færri stjórnunarstöður fylgi með þegar ríkisstjórnarskipti verða eða skipti í sveitarstjórnum. Og það er nokkuð sem hlýtur alltaf að vera til skoðunar. Það skiptir auðvitað mjög miklu máli að þeir aðilar sem eru kosnir hafi tækifæri og tæki til að koma sínum málum í fram- kvæmd og fylgja eftir þeim málum sem þeir voru kosnir út á. En ég er svo sem bara búinn að vera viku í þessu embætti og hef fyrst og fremst fundið fyrir velvild og já- kvæðni, hvort sem það er innan ráðuneytisins eða hjá þeim fáu ein- staklingum sem ég hef hitt á þeim tíma.“ Aðgangur að heimilislæknum – Nokkuð hefur verið um kvart- anir yfir því að heilbrigðiskerfið sé ópersónulegt og jafnvel ómann- eskjulegt, sem kannski má rekja að hluta til þeirrar áherslu sem lögð hefur verið á hagræðingu innan heilbrigðiskerfisins. Hvaða skoðun hefur þú á því? „Það er markmið í sjálfu sér að þjónustan sé eins persónuleg og mögulegt er og að fólk hafi aðgang að heimilislæknum sem það kannast við þegar því verður við komið. En þetta er auðvitað stórt kerfi og þjónustan viðamikil. Ég held að það sé æskilegt að einingar innan þess, einkum í nærþjónustunni, séu sjálf- stæðar, því þar er mest þekking á þörfum fólks. Þjónustunni verður ekki miðstýrt frá einum aðila, sama hversu hæfur hann er. Öll eigum við sameiginlegt að það eru bara 24 tímar í sólarhringnum.“ – Þú kynntist heilbrigðisþjónust- unni af eigin raun þegar þú lást á spítala vegna brunasára um síðustu áramót. Ef til vill er það til marks um fordóma í garð stjórnmála- manna að hjúkrunarfræðingur vildi fá að vita hvort þú hefðir bara þakk- að læknunum en ekki öðru starfs- fólki sem annaðist þig á spítalanum. „Ég held að ég hafi nú aðallega þakkað öðrum en læknunum vegna þess að þeir voru á svo mikilli hrað- ferð,“ segir Guðlaugur Þór og hlær. „Ég held að ég hafi nú svikalaust þakkað fyrir mig og einnig gert það í viðtölum á opinberum vettangi. Ég man ekki eftir að hafa tekið læknana sérstaklega út úr í því sambandi heldur þvert á móti. Heil- brigðisþjónustan gengur út á fleira en góða lækna. Þegar við hjónin eignuðumst tvíburana fengum við til dæmis innsýn í starf vökudeildar- innar og það var ógleymanlegt að kynnast starfsfólkinu þar sem er frábært og gerir allt sem í þess valdi stendur til að sjá til þess að þessum litlu greyjum líði vel.“ pebl@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Samkeppni Guðlaugur Þór segir heilbrigðisþjónustu landa einn af þeim þáttum sem fyrirtæki líti til þegar þau velji sér starfsaðstöðu. » „Það er markmið í sjálfu sér að þjónustan sé eins persónuleg og mögulegt er og að fólk hafi aðgang að heimilislæknum sem það kannast við þegar því verður við komið. En þetta er auðvitað stórt kerfi og þjónustan viðamikil. Ég held að það sé æskilegt að einingar innan þess, einkum í nær- þjónustunni, séu sjálfstæðar, því þar er mest þekk- ing á þörfum fólks. Þjónustunni verður ekki mið- stýrt frá einum aðila, sama hversu hæfur hann er. Öll eigum við sameiginlegt að það eru bara 24 tímar í sólarhringnum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.