Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 30
Glæsileg Katrín Stella Briem með tíkina Berettu, sem oft er hjá henni í pössun. Í baksýn er málverk af föður henn-
ar, Arthur Frederich Richmond Cotton, aðeins átta ára gömlum.
H
ún tekur á móti mér,
grönn og glæsileg.
„Sestu og vertu ró-
leg,“ segir hún við
snögghærða og flekk-
ótta tík sem fylgir okkur fast eftir
inn í stofu. Augljóslega er þessi
kona vön að umgangast dýr, ég
heyri það á föstum myndugleika
raddarinnar. Í vel búnum stofum
með dökkum viðarloftum eru fögur
málverk á veggjum, einkum festi ég
augun á mynd í stórum gylltum
ramma af ungum dreng sem líkist
helst hinu fræga málverki af „bláa
drengnum“. Í hillum eru margar
styttur af hestum – greinilega eru
þeir í hávegum hafðir á heimilinu.
Sú ályktun reynist ekki fjarri lagi,
Katrín Stella Briem var árum sam-
an í framvarðasveit í starfsemi
Hestamannafélagsins Fáks, var for-
maður kvennadeildar og síðan
fræðslunefndar og varaformaður fé-
lagsins um tíma.
Hestum kynntist hún þó ekki
fyrst á Íslandi.
„Ég kynntist hestum þegar ég
var barn á Ítalíu. Þar bjuggum við í
fáein ár fjölskyldan, móðir mín,
Stella Briem og fósturfaðir minn
Þórður Albertsson, hann starfaði
hjá Sölusambandi íslenskra fisk-
framleiðenda og dvaldi langtímum
saman erlendis vegna starfs síns,“
segir Katrín þegar ég spyr út í
hestamennskuna.
„Ég tek nú ekki eins mikinn þátt í
félagsstörfum Fáks og áður og mér
hefur nú alveg verið bannað að sitja
hest. Ég slasaðist fyrir tæpum 30
árum, hesturinn flaug með mig fram
af moldarbarði og ég fékk háls-
skaða. Þá var mér bannað að fara á
hestbak en ég lét ekki segjast og
skellti mér á fullu í félagsstarfið. En
svo varð ég löngu seinna aftur fyrir
óhappi á hestbaki og nú er þetta al-
veg búið. Mér þykir það sárt, árin í
hestamennskunni og starfið hjá
Fáki, með öllu því góða fólki sem
þar er, veittu lífi mínu mikið og gott
innihald,“ segir Katrín. En það er
þó ekki svo að hestamennskan sé
ekki í tengslum við heimilið lengur.
„Maðurinn minn, Guðmundur Júl-
íusson, smitaðist af þessari hesta-
bakteríu í mér og hann er nú vakinn
og sofinn í hestamennskunni, og við
gáfum barnabarni okkar hest í
fermingargjöf fyrir nokkru. Ég á
enn hryssuna sem er móðir þess
hests,“ segir Katrín. Þau hjónin
ráku lengi Melabúðina en nú hafa
synir þeirra, Friðrik Ármann og
Pétur Alan, tekið við þeim rekstri,
sá síðarnefndi á að baki mun lengra
starf í Melabúðinni. Á meðan hann
sinnir vinnu sinni gætir móðir hans
tíkarinnar Berettu.
„Hún er að bíða eftir að Pétur
komi heim til að fara með hana út að
ganga,“ segir Katrín. Greinilega
hlustar tíkin eftir hverju hljóði, en
þegar dregst að Pétur komi leggst
hún eins og gamall kunningi á ann-
an fót minn og hlustar þolinmóð
þegar við Katrín tökum að spjalla.
Ekki það að ég vorkenni henni að
hlusta á okkur – Katrín á að mörgu
leyti óvenjulega sögu að baki.
Hún fæddist í London 20. febrúar
1935.
Móðir hennar var sem fyrr sagði
Stella Briem, hún hét raunar Ingi-
björg fullu nafni en var jafnan köll-
uð Stella, og faðir hennar var Arth-
ur Frederich Richmond Cotton,
verkfræðingur og vísindamaður.
Líkt við Gretu Garbo
Þau hjónin kynntust á rómantísk-
an hátt. Arthur Cotton sagði föður
sínum, sem þá var velefnaður iðn-
rekandi í London, að hann langaði
til að eyða fríi sínu á afskekktum
stað. Fyrir valinu varð Ísland. Hann
tilkynnti á ferðaskrifstofu Cooks,
sem þá var stærsta ferðaskrifstofa í
heimi, að hann vildi komast til Ís-
lands. Þeir spurðu: „Hvernig ætlar
þú að komast þangað?“ Hann svar-
aði: „Ég kom nú hingað til að fá þær
upplýsingar hjá ykkur!“
Til Íslands sigldi hann á alþing-
ishátíðina 1930 og ferðaðist mikið
um landið. Einhvern tíma inn á milli
ferðalaganna gaf hann sér tíma til
að skreppa niður í danssalinn á Hót-
el Borg að kvöldlagi og þar hitti
hann Stellu Briem sem annáluð var
fyrir glæsileika.
Þessi fundur þeirra varð afdrifa-
ríkur. Þau trúlofuðu sig fljótlega.
„Faðir minn lét smíða fyrir móður
mína platínuhring með demöntum
sem mynduðu stafinn S,“ segir
Katrín.
Foreldrar hennar gengu í hjóna-
band árið 1931 og brúðkaupið fór
ekki framhjá neinum. Um það var
mikið skrifað og raunar líka um trú-
lofun þeirra áður, bæði í bresk blöð
og dönsk.
„Mömmu var í bresku blöðunum
líkt við Gretu Garbo og hún var köll-
uð „Bruden fra det höje Nord“,“
segir Katrín og ég spyr hvort hún
eigi eitthvað af þessum blaða-
umfjöllunum.
Þær reynast ekki langt undan því
einmitt um þessar mundir kveðst
Katrín vera að flokka fjölskyldu-
myndir og gögn sem hún ætli að
Blaðaúrklippa Foreldrar
Katrínar nýgift árið 1931.
Langafi Fyrrverandi borgarstjóri
Lundúna, Sir William J.R. Cotton
Friðriksdætur F.h. Rúna og Katrín Stella,
sonardætur Katrínar og Guðmundar
Lífið er púsluspil
„Það er einsog einhver öfl sem stýri manni á lífs-
leiðinni og ég trúi að það sé í einhverjum tilgangi
gert,“ segir Katrín Stella Briem m.a. í samtali við
Guðrúnu Guðlaugsdóttur. Katrín hefur átt við-
burðaríkt og á margan hátt óvenjulegt lífshlaup.
Snorradætur F.v. Maia og Arna son-
ardætur Katrínar og Guðmundar
Í fararbroddi Sigurbjörn Bárðarson og
Katrín á firmakeppni Fáks
Morgunblaðið/Golli
lífshlaup
30 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ