Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 59
FASTEIGNASALA
STÓRHÖFÐA 27
Sími 594 5000
Halla Unnur Helgadóttir
löggiltur fasteignasali.
Sérlega skemmtileg og falleg 2ja herb. íbúð á
efstu hæð (3ju) í litlu fjölbýlishúsi. Sérlega glæsi-
legt útsýni út á hafið, hátt til lofts í íbúðinni og lítið
svefnloft aukalega. VERÐ 17,4 millj.
Upplýsingar gefur Ingvar Ragnarsson
löggiltur fasteignasali, s. 822-7300.
FLÉTTURIMI – 112 RVK
Um er að ræða glæsilega fjögurra herbergja, vel skipulagða endaíbúð í litlu
fjölbýli við Seilugranda í Reykjavík. Eignin skiptist í hol, þrjú svefnherbergi,
baðherbergi, eldhús, stofu og borðstofu. Stórar svalir í suður auk minni
svala út frá hjónaherbergi. Stæði í bílageymslu fylgir eigninni. Íbúðin er
mjög stílhrein, björt og falleg. Allar hurðir og gólfefni eru úr fallegri eik, fyrir
utan á baðherbergi og í forstofuholi, en þar eru flísar. Glæsileg eign. Stutt í
leikskóla og grunnskóla sem og aðra þjónustu. 6779
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
Seilugrandi - falleg eign
Eikarás
Einstök eign
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
Um er að ræða stórglæsilegt einbýli á tveimur hæðum á frábærum stað í Garða-
bæ. Stórkostlegt óhindrað útsýni er til austurs, suðurs og vesturs. Efri hæð
eignarinnar skiptist í 3 svefnherbergi, eldhús, borðstofu, gestasalerni, baðherbergi,
þvottaherbergi og innbyggðan bílskúr. Á neðri hæð eru 2 svefnherbergi, stofa,
sjónvarpsstofa, frístundaherbergi og baðherbergi. Eign í algjörum sérflokki. 6640
ÞAÐ var í fréttunum að einn ráð-
herrann ætlar að bregðast við skjótt
til þess að bjarga einhverjum rétt-
indalausum útlendingum á Flateyri,
einhverjum sem eru að missa vinnu
þegar útgerðin þar er að hætta starf-
semi.
Og ráðherrann ætlar
án tafar að taka pen-
inga af skattfé lands-
manna og gefa þessu
réttindalausa fólki. Af
tvennu illu væri senni-
lega ódýrara fyrir
skattgreiðendur að
greiða fyrir þetta fólk
svo það komist til baka
til síns heima, þótt það
með réttu eigi auðvitað
að borga fyrir sig sjálft,
til þess að komast í
burtu.
Því hver er meiningin að halda
þessu fólki þarna á Vestfjörðunum?
Er það ætlan ríkisstjórnarinnar að
bæta þessu fólki við þann hóp sem er
atvinnulaus á Vestfjörðunum, og láta
almenning borga? Og hvað kemur
næst – hvað er næsta skref? Er hugs-
að fram í tímann?
Þegar fréttir bárust af því, nú fyrir
nokkrum dögum, að Kambur – eina
útgerðarfyrirtækið á Flateyri – væri
að hætta starfsemi, þá heyrðist ekki
mikið frá ráðamönnum. Svo virtist
sem þingmönnum og ráðherrum
væri nokkuð sama, – en ef rétt-
indalausir útlendingar eiga í hlut, þá
stendur ekki á úrræðaflaumnum og
peninga skortir ekki.
Hefði verið hugs-
anlegt að ráðherrarnir
myndu bregðast við
þessum fréttum frá
Flateyri með þeim
hætti að bjóða fram
hjálp af hálfu rík-
isvaldsins? Kæmi til
dæmis til álita, að rík-
isvaldið myndi bjóðast
til þess að hjálpa heima-
mönnum til þess að
stofna nýtt fyrirtæki,
sem svo semdi um kaup
á eignum útgerð-
arfélagsins Kambs?
Nýja fyrirtækið gæti svo jafnframt
endurnýjað báta til veiðanna. Rík-
isstjórnin myndi einnig veita nýja
fyrirtækinu ríkisábyrgð fyrir lánum
til kaupanna (ef það teldist nauðsyn-
legt) – og ríkisstjórnin myndi jafn-
framt gefa nýja fyrirtækinu fiskveiði-
heimildir sem væru tvöfalt meiri en
samanlagðar heimildir sem fyr-
irtækið Kambur hafði haft yfir að
ráða – hér áður fyrr í sinni starfsemi.
Heimildunum myndi jafnframt
fylgja sú kvöð, að þær giltu einungis
fyrir hið nýja fyrirtæki, og einungis
til veiða á þeim bátum eða skipum
sem fyrirtækið ætti sjálft og gerði út
frá þessum stað, það er Flateyri.
Heimildirnar væru ekki framselj-
anlegar með nokkrum hætti til ann-
arra manna eða fyrirtækja – heimild-
irnar væri ekki hægt að lána eða
leigja eða selja með neinum hætti, og
heldur ekki neinn hlut eða part þar
af. Þá myndi sú kvöð jafnframt fylgja
að öllum afla yrði að landa á einhverri
höfn Vestfjarðanna. Þá væri það eng-
in skylda fyrir nýja fyrirtækið að
veiða allt sem heimildin væri fyrir –
það myndi sem sagt engu breyta –
heimildin myndi haldast óbreytt frá
ári til árs.
Og svo kemur hér stóra spurn-
ingin: Hafa heimamenn einhvern
áhuga á að taka undir hugmyndir í
þessa veru – eða hafa þeir ef til vill
allt annað og betra í smíðum? Ef svo
kynni að vera, þá væri það auðvitað
langbesta lausn þessara mála.
Samkvæmt fréttum er fyrirtækið
Kambur búið að selja eitthvað af sín-
um bátum, og fasteignir eru jafn-
framt til sölu. Það er því ennþá hægt
að taka nýjar ákvarðanir, ef viljinn er
fyrir hendi. Og þar komum við
reyndar að kjarna málsins – viljinn er
allt sem þarf.
Ef svo kynni að vera að vilji heima-
manna hneigist að svipuðum hug-
myndum og nefndar eru hér að ofan,
og það er jafnframt samkvæmt
stefnu hinnar nýju ríkisstjórnar að
leysa málið með þessum eða svip-
uðum hætti, þá er það vafalaust auð-
velt og kostar ríkissjóð sennilega lítið
sem ekki neitt. Aftur á móti er það
sparnaður fyrir þjóðfélagið að þurfa
ekki að greiða fjölda manns atvinnu-
leysisbætur.
Og nýtt fyrirtæki, sem væntanlega
yrði í góðum rekstri – sem og starfs-
fólkið – skilar alltaf fjármunum til
baka í þjóðarbúið.
Ég álít að það sé hlutverk nýrrar
ríkisstjórnar að leysa þetta mál.
Ríkisstjórnin hin nýja – réttið hlut Flateyrar
Tryggvi Helgason skrifar um
málefni Flateyrar » Það er því ennþáhægt að taka nýjar
ákvarðanir, ef viljinn er
fyrir hendi. Og þar kom-
um við reyndar að
kjarna málsins – viljinn
er allt sem þarf.
Tryggvi Helgason
Höfundur er flugmaður.
Fréttir í tölvupósti
smáauglýsingar
mbl.is
Fréttir á SMS