Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 77
Krossgáta
Lárétt | 1 tappagat, 4 heil-
brigð, 7 kvabba um, 8
mannsnafn, 9 lítill maður,
11 ungur lundi, 13 kviður,
14 talaði um, 15 trog und-
ir beitta lóð, 17 fitulag, 20
blóm, 22 líkamshlutarnir,
23 hátíðin, 24 málgefni,
25 nauma.
Lóðrétt | 1 viðarbútur, 2
frí, 3 hugur, 4 vatnagang-
ur, 5 bumba, 6 lagvopn,
10 bál, 12 hagnað, 13 á
víxl, 15 hríð, 16 veit lítið,
18 drengs, 19 þekkja, 20
elskaði, 21 skaði.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 rembingur, 8 tuddi, 9 taðan, 10 tól, 11 forka,
13 afræð, 15 blund, 18 álfar, 21 ugg, 22 aldan, 23 ólgan,
24 bifreiðin.
Lóðrétt: 2 eldar, 3 beita, 4 netla, 5 Urður, 6 stúf, 7 anið,
12 kæn, 14 fól, 15 blak, 16 undri, 17 dunar, 18 ágóði,
19 fagri, 20 rýna.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Er mögulegt að vera versti óvinur
sinn, harðasti gagnrýnandi og besti vinur
allt í einu? Þú reynir það þótt erfitt sér að
koma öllum þessum persónum fyrir í ein-
um líkama.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Eftir tímabil sjálfsgagnrýni kemur
tími sjálfsupphefðar. Þar ertu nú, og fílar
ýkt að vera þú sjálfur. Og þegar sá gállinn
er á þér ertu óstöðvandi.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú getur stólað á vin að vera of
seinn, pirra þig og vera dónalegur á sinn
einstaka máta. En það veitir öryggis-
kennd. Það er ástæða fyrir veru hans í lífi
þínu.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Ef þú sleppir takinu á alls konar
pirringi í garð samferðamanna þinna
eignastu reikning í banka alheimsnáðar-
innar. Og innstæðan hækkar í hvert skipti
sem þú fyrirgefur.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Suma daga renna draumar á vængj-
um álfanna, en í dag þarftu að nota oln-
bogana. Haltu áfram að hugsa stórt og á
morgun ertu farinn að renna aftur.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Heimurinn og fólkið í honum eru
persónulegir speglar þínir, staðsettir á
hárréttum stað svo þú fáir séð sjálfan þig
frá réttu sjónarhorni.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Ekki vera viðkvæmur í samskiptum
við aðra. Stundum þarf bara að rífast og
illu er bestu aflokið. Bíttu á jaxlinn og
hreinsaðu andrúmsloftið.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú ert ákveðinn í að klára
heimiliserindin á mettíma. Samt er lífið
alls ekki maraþon. En furðulegt en satt,
þá gengur þetta upp hjá þér.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Er mannlegum mætti mögu-
legt að höndla svona mikinn spenning,
bjartsýni og „ástfanginn-af-lífinu“ orku í
72 stundir án þess að falla saman? Þú get-
ur það. Taktu vítamínin þín.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Viltu ráðast á vandamál?
Gefðu því allt sem þú átt. Hvort sem þú
ert að hreinsa til í geymslunni heima eða í
hausnum, þá virkar að kíkja í horn sem
vilja gleymast.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Hvort sem þú talar á húsfundi
eða í kjörbúðinni, þá leggur fólk við eyr-
un. Þú ert í kastljósinu og fólk sem skiptir
máli tekur eftir því.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Reyndu þetta: Byrjaðu daginn á
því að telja upp allt sem þig langar í (flug-
miða til útlanda, fallegan blómvönd).
Eyddu svo deginum í að njóta þess sem
þú hefur.
stjörnuspá
Holiday Mathis
1. e4 c5 2. Re2 Rf6 3. Rbc3 Rc6 4. d4
cxd4 5. Rxd4 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8.
Ra3 b5 9. Bxf6 gxf6 10. Rd5 f5 11. g3
fxe4 12. Bg2 Bf5 13. f3 Bg7 14. fxe4 Be6
15. 0-0 0-0 16. Dd3 Re7 17. Re3 Db6 18.
Kh1 Hac8 19. c3 b4 20. Rac4 Dc5 21. b3
bxc3 22. Had1 Bh6 23. Rd5 Rxd5 24.
exd5 Bg4 25. Bf3 Bh3 26. Bg2 Bg4 27.
Bf3 Bh3 28. Hg1 Bd7 29. g4 Bf4 30. Be4
Kg7 31. Dxc3 Bb5 32. g5 Bxc4 33. Dh3
Hh8 34. bxc4 Dxc4 35. Bf5 Hb8 36. Hg2
e4
Staðan kom upp á bandaríska meist-
aramótinu í Stillwater í Oklahoma. Stór-
meistarinn Alex Stripunsky (2.564)
hafði hvítt gegn gamla brýninu Walther
Browne (2.447). 37. Be6! Dc7 svartur
hefði einnig haft tapað tafl eftir 37. …
fxe6 38. Dh6+. 38. Dh6+ Kg8 39. Hf2
fxe6 40. Hxf4 He8 41. dxe6 Dg7 42.
Hdf1 e3 43. Hf7 og svartur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
Laus sæti.
Norður
♠K9753
♥Á7
♦ÁD
♣KG94
Vestur Austur
♠D10864 ♠G
♥D ♥KG98653
♦G943 ♦10862
♣D75 ♣6
Suður
♠Á2
♥1042
♦K75
♣Á10832
Suður spilar 7♣
Fyrirframlíkur detta dauðar niður
um leið og skipting í einum lit er þekkt.
Í þessu spili vakti austur á þremur
hjörtum. Útspilið er hjartadrottning
og sagnhafi drepur og spilar trompi á
ásinn. Venjulega er heldur betra að
toppa en svína, en nú eru líkurnar
verulega breyttar. Austur hefur „sýnt“
átta spil (sjö hjörtu og eitt lauf) og á
því aðeins 5 sæti laus fyrir laufdrottn-
ingu. Vestur hefur aðeins sýnt tvö spil
og á 11 sæti laus. Svíningin er því sjálf-
gefin.
Hún heppnast, en nú má ekki taka
strax á trompkónginn – þá vantar slag,
því spaðinn fríast ekki. Þess í stað tek-
ur sagnhafi tvo efstu í spaða. Þegar
legan sannast, trompar hann þrjá
spaða heima og nær þannig í sjö slagi á
tromp með öfugum blindum.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1 Bátur sem er nákvæm eftirlíking landhelgisbátsinsIngjaldar hefur verið endurgerður. Hvaða nafn ber
hann?
2 Fréttamaður af Stöð 2 hefur verið ráðinn ritstjóri Ice-land Rewiew. Hver er hann?
3 Hver hefur verið ráðinn aðstoðarmaður KristjánsMöller samgönguráðherra?
4 Baugur er þriðja stærsta smásölufyrirtækið áNorðurlöndum. Hvert er stærsta fyrirtækið?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Bræður standa á
bak við tilboðið í
Vinnslustöðina í Eyj-
um. Hvað heita
þeir? Svar: Guð-
mundur og Hjálmar
Kristjánssynir. 2.
Úrskurðir Óbyggða-
nefndar valda deil-
um. Hver er formað-
ur nefndarinnar?
Svar: Kristján Torfa-
son. 3. Fógetinn í Aðalstræti hefur verið endurbyggður sem sýn-
ingarsalur. Númer hvað er húsið í Aðalstræti? Svar. Nr. 10. 4.
Orkuveita Reykjavíkur stundar umfangsmiklar rannsóknir á jarð-
hitasvæði í Afríku. Í hvað landi? Svar: Djíbútí.
Spurter… ritstjorn@mbl.is
Morgunblaðið/ÞÖK
dagbók|dægradvöl
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
FRÉTTIR
VORÚTSKRIFT Fjölbrautaskólans við Ármúla fór fram í
Háskólabíói 22. maí síðastliðinn. Brautskráðir voru 166
nemendur af 11 námsbrautum, 86 úr Heilbrigðisskólanum,
77 nýstúdentar og þrír nemendur af sérnámsbraut.
Helmut Hinrichsen aðstoðarskólameistari flutti ræðu
um helstu viðburði vetrarins. Í máli hans kom m.a. fram að
skólinn fékk grænfánann fyrstur íslenskra framhaldsskóla.
Skólameistari afhenti útskriftarnemum prófskírteini og
fengu þeir nemendur viðurkenningu sem stóðu sig fram-
úrskarandi vel í náminu. Védís Ragnheiðardóttir náði best-
um námsárangri á stúdentsprófi en hún fékk 9,2 í meðal-
einkunn. Anna Herdís Pálsdóttir sjúkraliði flutti ávarp
fyrir hönd útskriftarnema Heilbrigðisskólans og Hrefna
Ingibjörg Jónsdóttir nýstúdent fyrir hönd stúdenta. Bárð-
ur Helgason flutti ávarp fyrir hönd 25 ára stúdenta.
Fjölbrautaskólinn við Ármúla er stærsti framhaldsskóli
landsins með um 2.500 nemendur. Í skólanum er boðið upp
á 17 námsbrautir, níu heilbrigðisbrautir, fjórar stúdents-
brautir, tvær sérnámsbrautir, almenna námsbraut og við-
skiptabraut. Í fjarnámi eru að jafnaði um 1.400 nemendur,
þar af eru um 150 grunnskólanemendur. Innritun í dag-
skólann stendur nú yfir og lýkur 11. júní. Innritun í sum-
arfjarnám stendur til 10. júní.
Útskrift í Fjöl-
brautaskólanum
við Ármúla
Útskrift Þessar nýútskrifuðu stúdínur úr Fjölbrautaskólanum í Ármúla brostu sínu breiðasta
á útskriftardaginn. 166 nemendur af 11 námsbrautum voru útskrifaðir frá skólanum í vor.