Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 81

Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 81
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 81 Glæsilegt úrval af kvartbuxum iðunn tískuverslun Laugavegi, s. 561 1680 Kringlunni, s. 588 1680 Opið í dag kl. 13-17 Eina stundina leika íslenskirdjassistar kúbverskasveiflu. Svo röltir maður í rólegheitum meðfram Strandgöt- unni áður en maður heldur inn á Græna hattinn og hlustar á þýska, belgíska og íslenska bjóða upp á til- raunapopp. Í fyrradag voru pönk- tónleikar í Deiglunni á sama tíma og djassistar spunnu á 1929. Arg- entínska tangóbandið spilaði af inn- lifun í gær.    AIM-hátíðin er blautur draumurtónlistaralætunnar. Á 48 klukkutímum sá ég meira af nýrri músík en ég hafði hlustað á síðast- liðna 48 mánuði. Þótt ég sé ekki beinlínis djass- geggjari stendur maður sig að því að klappa eftir sóló frá hljóðfæra- leikurunum í kúbversku lögunum sem Stórsveit Tómasar R. Ein- arssonar flytur. Stuttu síðar svífur maður með í draumkenndu hljóm- borðsrokki frá Tarwater og The Go Find, áður en blástursdeildin í Benna Hemm Hemm þeytir manni niður á jörðina.    Og tangóinn rífur mann upp áafturlappirnar svo maður þeysist um dansgólfin, já svona allavega í huganum. Ef maður er ekki hér, þá er maður tvímælalaust þar. Það var alveg kominn tími á stóra tónlistarhátíð hér á Akureyri, og það jákvæða við hana er fjöl- breytnin og alþjóðleikinn. Hér má finna allt til alls, og eitthvað sem þóknast hverjum og einum. Ef til vill mætti spyrja: Er hægt að þókn- ast öllum með því að bjóða upp á allar tónlistarstefnur?    Hvers vegna ekki? Það er einasvarið. Enda vel við hæfi á sumarkvöldum að vappa milli and- stæðna innan tónlistarinnar og njóta þess sem hljóðfæraleikarar frá öllum heimshornum vilja bjóða Akureyringum. Þaðan, þangað, áfram, aftur » Það var alveg kom-inn tími á stóra tón- listarhátíð hér á Ak- ureyri, og það jákvæða við hana er fjölbreytnin og alþjóðleikinn. Hér má finna allt til alls, og eitthvað sem þóknast hverjum og einum. Ef til vill mætti spyrja: Er hægt að þóknast öllum? Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Góður „Þótt ég sé ekki beinlínis djassgeggjari stendur maður sig að því að klappa eftir sóló frá hljóðfæraleikurunum í kúbversku lögunum sem Stór- sveit Tómasar R. Einarssonar flytur,“ segir Hjálmar S. Brynjólfsson. hsb@mbl.is FRÁ AIM Hjálmar S. Brynjólfsson BANDARÍSKI rokkarinn Chris Cornell heldur tónleika í Laug- ardalshöll laugardagskvöldið 8. sept- ember næstkomandi. Cornell hefur verið söngvari þriggja hljómsveita, Soundgarden, Temple of The Dog og Audioslave og á tónleikunum mun hann syngja bestu lög allra sveitanna, auk laga af sólóferli. Soundgarden er trúlega þekkt- asta sveitin sem Cornell hefur verið í, en hún var ein allra áhrifamesta og vinsælasta hljómsveit tíunda áratug- arins. Sveitin spratt úr hinum frjóa jarðvegi Seattle árið 1984 og með því að vera fyrsta „grunge“ hljómsveitin til að fá samning hjá stórri útgáfu, ruddi Soundgarden brautina fyrir sveitir á borð við Nirvana og Pearl Jam. Þekktustu lög hennar eru „Black Hole Sun“ og „Fell on Black Days“. Miðasala á tónleikana hefst um miðjan júní. Reuters Rokkarinn Chris Cornell. Cornell til landsins Fréttir á SMS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.