Morgunblaðið - 02.12.2007, Side 33

Morgunblaðið - 02.12.2007, Side 33
Skáldið og þýðandinn Halldór Laxness og Magnús Magnússon en hann var afkastamikill þýðandi á verkum skáldsins á ensku. Ólafur og Halldór ræða meðal annars útgáfu á verkum Halldórs erlendis og ber þar á góma skrautlegan danskan forleggjara sem þótti vænst um það „ef filmstjörnur voru tilbúnar að taka þátt í gleðskaparveislum hans“. Ef til vill voru þessi sex ár glataður tími, og einginn hefur enn orðið til að veita því atriði athygli, hvergi hefur verið skrifuð hálf- tíma grein til athugunar á þessu máli Gerplu sem tók mig sex ár, vakinn og sof- inn, að læra. Einstakt lán Halldór Laxness og Óskar Halldórsson á Ráðhústorg- inu í Kaupmannahöfn vorið 1920. Óskar varð fyrirmynd Íslandsbersa í skáldsögu Halldórs, Guðs- gjafaþulunni. „Einstakt lán að ég skyldi kynnast persónulega svo stórbrotnum manni sem Óskari á þeim dögum,“ segir Halldór í sam- tali við Ólaf í bókinni. Til fundar við skáldið Halldór Lax- ness kemur út hjá bókaútgáfunni Veröld og er 414 blaðsíður. að veita því atriði athygli, hvergi hefur verið skrifuð hálftíma grein til athugunar á þessu máli Gerplu sem tók mig sex ár, vakinn og sof- inn, að læra.“ Ég spyr hann nú hvað hafi orðið til þess að hann tókst þetta verk á hendur. „Mig hafði lengi langað til að skrifa bók í stíl fornsagna fyrir les- endur í samtíma mínum en Gerpla er vissulega aðeins veik end- urspeglun af Íslendingasögu,“ seg- ir Halldór. „Aftur á móti eru í henni önnur rök og aðrar skoðanir á málefnum sem hátt ber í forn- sögum svo sem hetjudýrkun. Það fyrirbæri hefur aldrei verið mér að skapi og oft verkað skoplega á mig. Ætlun mín var að bókin geymdi sögulega trúverðuga frásögn af manngerðum sem til eru á öllum öldum en í Gerplu á svo líka að vera hægt að finna krydd sem ætlað var til að lyfta henni upp. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 33 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA - 0 7 -1 6 3 9 Nýjustu lögin í símann Gríptu augnablikið og lifðu núna Ótrúlegt úrval íslenskra og erlendra laga sem þú getur eignast

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.