Morgunblaðið - 02.12.2007, Side 46

Morgunblaðið - 02.12.2007, Side 46
46 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÍMYNDUM okkur að 21 ein- staklingur hafi látið lífið hér á landi á fimm árum vegna þess að sprengjur sem áttu að vera til leiks, sprungu „óvart“. Allar þessar sprengjur voru smíð- aðar mönnum til skemmtunar – ekki til að drepa. Sumar þeirra voru smíðaðar til að fullnægja ein- hverri fíkn viðkom- andi í það að sjá sprengjur springa – ekki til að drepa. Ímyndum okkur að á fimm árum hefðu 205 slys orðið með meiðslum af sömu völdum. Hvern- ig hefðum við brugðist við þessu? Hvaða kröfur hefðum við gert til opinberra aðila, lögreglu, dóm- stóla, sjálfra okkar og ekki hvað síst þeirra sem höndluðu með sprengiefnin? Myndum við ekki innræta börnum okkar það að koma ekki nálægt þessum dráp- stólum? Myndum við ekki láta vita af því ef við sæjum til tilræð- ismannanna? Eða hvað? Myndum við kannski hafa sömu afstöðu til þessa og mörg okkar virðast hafa gagnvart ölvunarakstri? Á fimm árum dó 21 einstaklingur á Ís- landi af völdum ölv- unaraksturs. 205 slys urðu á fólki af sömu völdum. Í mörgum til- fella var ekki um mikla neyslu áfengis að ræða. Hún var þó nægjanlega mikil til þess að skerða við- bragðsflýti og dóm- greind ökumannsins þannig að slys hlaust af. Þessar tölur hefðu án efa verið hærri ef ekki hefði verið rekinn mikill áróður gegn ölvunarakstri svo ekki sé talað um öflugt eftirlit lögreglu sem án efa hefur bjargað mörgum mannslífum. En það dug- ar ekki til. Við verðum að líta okk- ur nær. Þrátt fyrir þessar blóðfórnir virðist almennt ríkja undarlegt umburðarlyndi gagnvart ölvunar- akstri. Mörg okkar veita mikinn siðferðislegan afslátt af þessari hegðun. Samkvæmt viðhorfs- könnun sem gerð var í fyrra, fyrir samgönguráðuneytið og Umferð- arstofu, kemur fram að u.þ.b. 24% aðspurðra finnst í lagi að aka eftir einn áfengan drykk. Hinsvegar höfðu u.þ.b. 76% aðspurðra dóm- greind til að átta sig á því að það er ekki í lagi að aka eftir einn. Þessi hópur veit það líklega að strax við fyrsta sopa áfengis skerðist viðbragðsflýtir og dóm- greind ökumanns. Jólin eru framundan. Hluti af gleðinni við undirbúning jólanna er að fara eftir vinnu með starfs- félögum og neyta jólaglöggs og tilheyrandi. Þá getur verið freist- andi að aka heim. Og sú freisting getur orðið sannfæring ef hún nær yfirtökum á skynseminni. Að maður sé ekki svo fullur. „Ég drakk ekki svo mikið,“ hugsa margir. Áður en þessi rang- hugmynd nær yfirtökum skaltu hafa í huga að þeir ökumenn sem urðu valdir að fyrrnefndum bana- slysum og örkumli fjölda fólks höfðu einmitt huggað sig við það að þeir væru fullfærir um að aka áður en þeir lögðu af stað. Það hefði mátt bjarga 21 mannslífi og örkumli enn fleiri, með því að taka leigubíl eða fá far með einhverjum allsgáðum. Sú fyrirhöfn og kostn- aður er vel þess virði í sam- anburði við þungar og sárar byrð- ar samviskunnar. Við hefðum getað bjargað þess- um mannslífum með breyttu við- horfi og harðari afstöðu til þess að áfengi og akstur er ekki undir neinum kringumstæðum réttlæt- anlegt. Við ein getum breytt hug- arfari hópsins með því að taka ábyrga afstöðu. Við getum talað um fyrir félögum okkar. Komið í veg fyrir að þeir aki undir áhrif- um. Komið í veg fyrir að þeir lendi í hópi þeirra sem réttilega má kalla tilræðismenn líkt og við köllum þá sem sprengja sprengjur innan um saklaust fólk. 21 fórnarlamb tilræða á Íslandi Strax við fyrsta sopa áfengis skerðist viðbragðsflýtir og dómgreind ökumanns, segir Einar Magnús Magnússon » Við getum talað umfyrir félögum okkar. Komið í veg fyrir að þeir lendi í hópi þeirra sem réttilega má kalla til- ræðismenn. Einar Magnús Magnússon Höfundur er upplýsingafulltrúi Um- ferðarstofu. Fréttir í tölvupósti Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is EINBÝLI - SELVOGSGATA 18 - HF. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14.00 TIL 16.00 Sérlega snyrtilegt 90,1 fm einbýli á 2 hæðum ásamt útigeymslu. Hús og geymsla ca 112 fm. Húsið stendur á góðum stað við Selvogsgötuna. 2-3 svefnh, ágætis baðh. Rúmgott eldhús. Stofa með útg í garð. Hús með mikla möguleika. Verð 32,5 millj Garðar og Jóhanna bjóða ykkur velkomin. S. 861 1671 FASTEIGNAMI‹STÖ‹IN Stofnsett 1958 jardir.is 550 3000 Magnús Leópoldsson, lögg. fasteignasali Birkiás 20, Garðabæ Raðhús á útsýnisstað Opið hús í dag frá kl. 13-15 Vandað 215 fm raðhús á tveimur hæðum með 31 fm, innbyggðum bíl- skúr á frábærum stað með útsýni til sjávar og að Snæfellsjökli. Rúm- góðar stofur, sjónvarpshol, stórt eldhús með sérsmíðuðum innrétting- um, 4 herbergi auk fataherbergis og 2 flísalögð baðherbergi. Mikil loft- hæð er á efri hæð. Auðvelt er að útbúa séríbúð á neðri hæð. Hús klætt marmarasalla að utan. Verð 63,0 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 13-15. Verið velkomin. ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Kaplaskjólsvegur 91 Glæsileg 4ra herb. íbúð Opið hús í dag frá kl. 15-17 Mikið endurnýjuð 93 fm, 4ra herb. íbúð á 1. hæð ÍBÚÐ MERKT 0201 í þessu eftirsótta fjölbýlishúsi í vesturbænum. Sérsmíðuð innrétting og vönduð tæki í eldhúsi, sjónvarpshol, stofa og borðstofa við enda eld- húss, 3 herbergi og flísalagt baðherbergi. Tvennar svalir til suðurs og vesturs. Hiti er í gólfum, allt parket úr eik og granít í sólbekkjum. Sér- geymsla í kj. og sameiginl. þvottaherb. á hæðinni. Verð 33,5 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 15-17. Verið velkomin. Haðarstígur 18 Parhús í Þingholtunum Opið hús í dag frá kl. 14-16 Mikið endurnýjað, 140 fm parhús í Þingholtunum. Á aðalhæð er for- stofa, gesta wc., eldhús með ljósri viðarinnréttingu, björt stofa með út- gengi á lóð. Uppi er sjónvarpshol, 2 herbergi og nýlega endurnýjað baðherbergi og í kjallara er 1 herbergi og baðherbergi auk þvotta- húss/geymslu. Eign sem hefur nánast öll verið endurnýjuð að innan sem utan síðustu 10 árin. Fallegur bakgarður með timburverönd, skjólveggjum og lýsingu. Laust til afhendingar við kaupsamning. Verð 44,5 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16 Verið velkomin. FASTEIGNA- MARKAÐURINN m bl .9 43 45 4 Atvinnuhús ehf • Atli Vagnsson hdl., lögg. fasteignasali Skúlagata 30 • 101 Reykjavík • Sími: 561 4433 / 698 4611 atli@atvinnuhus.is • www.atvinnuhus.is Mi›hraun 462 fm. Til sölu er hluti húseignarinnar nr. 16 vi› Mi›hraun. U.fl.b. 350 fm. á götuhæ› me› gó›ri lofthæ›. Frystigeymslur í hluta húsnæ›is. U.fl.b. 112 fm. skrifstofuhúsnæ›i á 2. hæ›. Bur›arvirki húss er úr límtré. Vel me› farin og vöndu› húseign. Ver›: 75.0 millj.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.