Morgunblaðið - 02.12.2007, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 02.12.2007, Qupperneq 56
56 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jón Sen fiðlu-leikari fæddist á eyjunni Amoy í Kína 9. febrúar 1924 og ólst þar upp til þrettán ára aldurs. Hann lést á Vífils- stöðum að kvöldi 4. nóvember síðastlið- ins, 83 ára að aldri. Jón er sonur Kwei- Ting Sen, prófess- ors í uppeldis- og sálarfræðum og rektors háskólans í Amoy og síðar pró- fessors við háskólann í Shanghai, f. 2. ágúst 1894, d. 5. des. 1949, og Oddnýjar Erlendsdóttur Sen frá Álftanesi, síðar kennara við Kvennaskólann í Reykjavík, f. 9. júní 1889, d. 9. júlí 1963. Systkini Jóns eru Erlendur Ping-Hwa, f. 17. jan. 1918, d. 23. nóv. 1924, og Signý Una (Yün Ho), lögfræð- ingur, f. 23. júlí 1928, maki Jón Júlíusson, skrifstofustjóri Norð- urlandaskrifstofu forsætisráðu- neytis, f. 11. des. 1926, d. 3. júní 1998. Börn þeirra eru Erlendur Ping-Hwa Sen Jónsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, f. 26. apríl 1948, og Sigríður Hrafn- hildur Jónsdóttir fjölmiðlafræð- ingur, f. 12. ágúst 1953. Jón kvæntist 10. júní 1949 Björgu Jónasdóttur, f. 22. maí við Menntaskólann í Reykjavík og Tónlistarskólann í Reykjavík, en þaðan útskrifaðist hann árið 1945. Hann vann fyrir sér með því að taka ljósmyndir og tók meðal ann- ars myndir á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum árið 1944. Hann fór í framhaldsnám í fiðluleik við The Royal Academy of Music í London og settist að í Reykjavík að loknu námi. Hann var í strengjakvartett Björns Ólafssonar fiðluleikara og síðar í Íslensk-ameríska kvart- ettinum en með honum fór hann í tónleikaför um landið árið 1958. Ári síðar fór hann í tónleikaför ásamt kvartettinum til Bandaríkj- anna og kom fram í Boston, Ís- lendingabyggðum í miðríkjum Bandaríkjanna og í New York. Jón spilaði í Útvarpshljómsveit- inni sem síðar varð Sinfón- íuhljómsveit Íslands og starfaði þar allan sinn starfsaldur. Hann gegndi starfi konsertmeistara um tveggja ára skeið og var annar konsertmeistari þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1984. Hann kenndi jafnframt fiðluleik í Tónlistarskólanum í Reykjavík um árabil. Jón starfaði sem rafeindavirki samhliða starfi sínu í Sinfón- íuhljómsveit Íslands og framleiddi fyrstur Íslendinga þrjú þúsund sjónvarpstæki sem nefndust SEN- tæki á árunum 1960-1970. Hann rak fyrirtæki með fjarskiptabúnað sem hét Rafeindatæki til ársins 2002. Útför Jóns fór fram í kyrrþey. 1926. Börn þeirra eru: 1) Þóra Sen skrifstofustjóri, f. 1. júní 1950, maki Björn Vignir Jónsson flug- virki, f. 9. jan. 1941. 2) Oddný Sen, rithöf- undur og kvik- myndafræðingur, f. 31. maí 1958, maki Michael Geoffrey Bo- othby innanhúss- arkitekt, f. 24. sept. 1953. Þau skildu. 3) Jónas Sen, tónlist- armaður og þátta- gerðarmaður, f. 6. nóv. 1962, maki I Margrét Björgólfsdóttir, f. 28. okt. 1955, d. af slysförum 12. sept. 1989. Maki II Eva Heiða Önnudótt- ir stjórnmálafræðingur, f. 4. nóv. 1973. Þau skildu. Dóttir þeirra er Sólrún Freyja Sen, f. 26. apríl 1998. 4) Jón H.H. Sen, yfirlæknir á Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstað, f. 4. jan. 1966. Maki Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir myndlistarmaður, f. 21. maí 1968. Börn þeirra Helgi Freyr Jónsson, f. 2. feb. 1993, Snæfríður Björg Jónsdóttir, f. 23. feb. 1996, Sædís Embla Jónsdóttir, f. 15. maí 2001, og Sigurgeir Máni Jónsson, f. 29. apríl 2007, d. 29. apríl 2007. Jón fluttist með móður sinni og systur til Íslands árið 1937 eftir innrás Japana í Kína og hóf nám Ljúfar minningar streyma fram er ég hugsa til pabba míns og sam- verustunda eins langt og ég man. Þær voru dásamlegar. Pabbi var sannarlega hugmynda- ríkur og jafnvígur á margt, fór oft- ast ótroðnar slóðir og var venjulega fljótur að framkvæma það sem hon- um datt í hug. Það hefur verið mikil lífsreynsla fyrir unglinginn að vera rifinn burt og fluttur til norðurhvels í framandi samfélag. Hann þekkti ekki tungumálið og þurfti að venj- ast veðráttu sem var allt öðruvísi en sú sem hann hafði lifað í til 13 ára aldurs. En frá Kína fluttist hann með móður sinni og systur þegar Japanir réðust inn í Kína 1937. Þau fengu síðustu plássin í japönsku skipi frá Hong Kong til London og með öðru skipi til Íslands. Þau urðu að byrja nýtt líf og sjá sér farborða. Pabbi fór að taka ljós- myndir og fékk fljótt gott orð því hann hafði næmt auga fyrir því myndefni sem hann fangaði hverju sinni. Í Kína hafði hann dundað við að setja saman alls konar tæki, tekið í sundur og sett saman. Það átti eftir að koma sér vel í nýja landinu. Hann kynntist sonum Lárusar Helgasonar, bónda á Kirkjubæjar- klaustri, sem ráku langferðabíl á milli Klausturs og Reykjavíkur. Þeir bræður voru framúrstefnu- menn og vildu ólmir hafa útvarp í bílnum. Þeir fengu pabba til að smíða eitt slíkt og fara með til að prófa tækið. Þarna fór hann sína fyrstu ferð til þess staðar sem sum- part varð hans annað Kína. Hann varð hugfanginn af Klaustri. Af fólkinu og stórbrotnu landinu. Hann var þar eins oft og hann gat og eftir að þau mamma giftust varð engin breyting þar á. 1959 reistu þau sér bústað og þótti mörgum það vera óráð að hafa sumarhús svo langt í burtu. En þetta var þeirra líf og átti Klaustur eftir að verða þeim og okkur systkinunum unaðsstaður. Við vorum með í svo til öllu sem pabbi og mamma tóku sér fyrir hendur. Það var sáð lúpínu og plantað trjám til að hefta svartan sandinn. Það var sagað og smíðað; tínd krækiber í Brunahrauni; farið í vitann og skipbrotsmannaskýlið í Skaftárósi og kannaður reki. Pabbi var óhemju vandvirkur og þoldi ekki að hlutum væri „rubbað af“, eins og hann tók til orða. Það sýndi sig líka vel þegar hann, fyrst- ur Íslendinga, hóf að setja saman sjónvörp. Hann byrjaði í bílskúrn- um heima, en flutti síðan í stærra húsnæði. Þetta voru SEN-tækin sem urðu alls 3.000. En jafnhliða því að setja saman sjónvörp var hann fiðluleikari í Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. Gegndi þar starfi konsertmeistara í tvö ár, en var annars annar konsertmeistari þar til hann hætti störfum. Á heimili pabba og mömmu var klassísk tón- list í hávegum höfð. Þau nutu vin- fengis fjölda virtra tónlistarmanna og voru þau höfðingjar heim að sækja. Glatt var á hjalla og hefur sú tónlist verið áhrifamikil í lífi okkar allra. Pabbi gerði ekki mannamun og kom fram við alla af virðingu. Hann lagði ríka áherslu á að við létum samneyti við frægt fólk ekki villa okkur sýn. Við óharðnaðan ungling- inn sagði hann: „Og mundu það Þóra mín, að þegar upp er staðið þá eru allir menn eins.“ Þetta voru dásamleg ár. Þóra Sen. Það var gleði og hlýja sem mætti mér jafnan þegar ég kom heim í heimsókn til foreldra minna eftir langdvalir erlendis. Ég var vön að koma með vindla og koníak handa pabba en hann fékk sér oft eitt staup á kvöldin af koníaki og hálfan vindil á meðan hann slakaði á yfir hasarmynd í sjónvarpinu. Pabbi kom frá heimi, sem var löngu horfinn, Kína á tímum keis- araveldisins. Það var því töfrum lík- ast fyrir ungt barn að heyra sögur frá heimili pabba í Gamla-Kína, þar sem þjónar og kokkar voru á hverj- um fingri, ferðast var um á milli staða í rikksjá og reykelsi brennt í pagóðum eða musterum. Pabbi kom hingað til lands, þrett- án ára gamall, árið 1937, þegar Jap- anir gerðu árás á hafnarborgir í Kína. Fjölskyldan settist að á Breiðabólsstöðum á Álftanesi, heimili móðurfjölskyldu pabba, og voru umskiptin mikil fyrir föður minn. Hann hafði alist upp á efnuðu heimili í Amoy, þar sem loftslagið var hlýtt. Ísland þekkti hann ekki og talaði heldur ekki tungumálið. Hann var þegar búinn að vera tvö ár í menntaskóla í Kína, þar sem skólaganga hófst mjög snemma, og þurfti að hefja nám á nýjum for- sendum í Menntaskólanum í Reykjavík. Eitt sinn skoðaði ég námsbækurnar hans frá þessum tíma. Á hverri einustu spássíu voru þéttrituð kínversk tákn. Það var mjög gestkvæmt hjá pabba og mömmu þegar við systk- inin vorum að alast upp. Þau buðu iðulega heim erlendum gestum, sem gaman var að hitta. Margir þeirra tengdust menningarheimum sem vöktu forvitni okkar systkin- anna og höfðu mikil áhrif á okkur, líkt og þeir heimar sem við kynnt- umst fyrir tilstilli pabba. Hann eignaðist vini á Kirkjubæjar- klaustri sem hann rauf aldrei tengslin við, eins og listamanninn Erró, Klaustursbræður og afkom- endur þeirra. Staðurinn varð hon- um sérlega hjartfólginn en þar reisti hann sumarbústað sem varð sælureitur fjölskyldunnar. Pabbi var mikill veiðimaður og lét sér ekki nægja að fara í fisk- veiði, heldur safnaði hann byssum og átti stórt safn af fágætum skot- vopnum. Við vorum ekki fyrr komin í bústaðinn en pabbi tók einn riff- ilinn og fór að skjóta í mark, svo að glumdi í klettunum. Hann þjálfaði okkur krakkana í meðferð skot- vopna og naut þess að taka okkur með í dálítið glannalegar jeppaferð- ir. Oft þegar við vorum að koma heim að bústaðnum skellti hann sér í eina brekkuna svo að bíllinn hall- aðist um fjörutíu og fimm gráður. Það var ósköp eðlilegt; það var bara pabbi. Rétt í þann mund sem ferðafólk fór að venja komur sínar til Spánar fór pabbi reglulega með okkur þangað. Þar lagði ilminn af nýbök- uðu brauði út um gluggana, sígaun- ar höfðust við í vögnum á hæðunum við Granada og strandlengjurnar voru ósnortnar af háhýsum. Pabbi leigði bíl og fór með okkur í ógleym- anlegar skoðunarferðir. Það var enn eitt ómetanlegt veganestið. Pabbi var mjög stríðinn og hafði næmt auga fyrir furðum tilverunn- ar. Hann var líka gæddur óvenju- legu skopskyni. Hann var skírður þegar hann var sextán ára gamall, en var langt frá því að vera kirkju- rækinn. Sjálfur sótti hann andlega næringu í tónlistina og fegurð nátt- úrunnar, ástrík fjölskyldutengslin og síðar ástina sem hann bar til barnabarna sinna. Ég tel að hann hafi innst inni verið forlagatrúar eins og margir sem alast upp í landi þar sem búddatrú og taóismi eru ríkjandi. Hann tók öllu sem að höndum bar með stóískri ró. Nú er viðburðaríkt líf að baki og niður hins jarðneska lífs er hljóðn- aður. Á götuhorni stendur pagóða með skáhöllu þaki, skreytt drekum og skjaldbökum. Inni fyrir logar blátt ljós. Hvítir pappírsstrimlar bærast í hlýrri golunni og í fjarska heyrist ómur í vindbjöllum. Fyrir utan pagóðuna er skál með hrís- grjónum og júnkur, drekar og hús úr pappír. Langt ferðalag um heillandi heima er fyrir höndum. Oddný Sen. Jón, mágur minn, Sen, fiðluleik- ari var jarðsettur í kyrrþey. Ein- hvern veginn var það í hans anda, hann var frekar hlédrægur um kosti sína, var samt áberandi eins og gjarnan fer fyrir feimnum mönn- um. Hann var ekki bara listagóður fiðluleikari, heldur tækniséní í raf- eindatækni og framleiddi fyrstur manna íslensk sjónvarpstæki, Sen, og rak lengi fyrirtæki sem verslaði með rafeindatæki. Þegar Björg systir mín trúlofað- ist manni sem var ekki alíslenskur, heldur hálfur Kínverji, þótti mér mikið til koma. Ég bjóst við lág- vöxnum manni með skásett augu og þykka síða fléttu með slaufu. Þegar ég svo sá hann brá mér, maðurinn var risi á vöxt og skemmtileg blanda í framan af móðurættinni á Álftanesi og föðurættinni í Kína. Jón var snillingur með fiðlubog- ann og líka snillingur með skrúf- járn, hann kom til tengdamóður sinnar sem var í öngum út af hand- ónýtum ísskáp frá SÍS sem viðgerð- armenn Sambandsins höfðu ráðlagt henni að henda á haugana. Jón leit inn, fékk lánað skrúfjárn, hvarf á bak við skápinn og eftir fáar mín- útur byrjaði skápurinn að umla og kæla og hélt því áfram í mörg ár. Það var ætíð elskulegt að heim- sækja Jón og Björgu og matarveisl- ur þeirra voru frábær upplifun fyrir fjölskylduna og gesti, sem voru oft víðþekktir erlendir tónlistarmenn. Það er skrýtið með okkur menn- ina, við erum samferða einhverjum langan veg, hittum viðkomandi oft og til gleði, en þegar hann skyndi- lega hverfur til fulls situr maður eftir með ótal ósögð orð og iðrast að hafa ekki komið þeim frá sér til við- komandi. Þannig er farið fyrir mér, en minningin um Jón Sen verður kær og til gleði svo lengi sem ég get munað. Jónas Jónasson. Jón Sen Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRYNJÓLFUR MAGNÚSSON, hjúkrunarheimilinu Víðinesi, áður til heimilis að Bergþórugötu 45, Reykjavík, sem lést á sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 27. nóvember, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 7. desember kl. 13.00. Ólína M. Brynjólfsdóttir, Bjarni Gunnarsson, Sigríður Brynjólfsdóttir, Ólafur H. Ólafsson, Lilja Brynjólfsdóttir, Fannberg E. Stefánsson, Ástrós Brynjólfsdóttir, Kristinn Björnsson, Jóel Brynjólfsson, Sonja E. Ágústsdóttir, Guðrún Brynjólfsdóttir, Hendrik S. Hreggviðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, INGU S. SIGURÐARDÓTTUR, Seyðisfirði, til heimilis að Frostafold 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og Heimahlynningar. Finnur Óskarsson, börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Við þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra ÁRNA EYJÓLFSSONAR, Vaðlaseli 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa leitarmönnum og hjartans þakkir til sr. Valgeirs Ástráðssonar fyrir ómetanlega hjálp. Þórunn Ólöf Sigurðardóttir, Sigríður Anna Árnadóttir, Gísli Sigurjón Brynjólfsson, Finnur Darri Gíslason, Eyjólfur Árnason, Arnhildur Eva Steinþórsdóttir, Kristófer Blær Jóhannsson, Birna Hrund Árnadóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.