Morgunblaðið - 02.12.2007, Qupperneq 60
60 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AUÐLESIÐ EFNI
LEIÐTOGAR Ísraela og
Palestínumanna hittust á
fundi í Annapolis í
Bandaríkjunum í vikunni.
Fundurinn er liður í viðleitni
til að fá fram viðræður um
frið milli þjóðanna tveggja.
Fæstir eru þó bjartsýnir á
árangur. Ehud Olmert,
forsætisráðherra Ísraels,
og Mahmoud Abbas, forseti
Palestínumanna, eiga það
nefnilega sameiginlegt að
staða þeirra er mjög veik
heimafyrir í pólitískum
skilningi. Abbas og Olmert
hétu því þó á fundinum í
Bandaríkjunum að leggja
sig fram um að ná
samkomulagi fyrir árið
2009. Er gert ráð fyrir að
deiluaðilar byrji 12.
desember að fjalla um
viðkvæmustu og
mikilvægustu atriðin, þ.e.
landamæri væntanlegs
sjálfstæðs ríkis
Palestínumanna, yfirráðin í
Jerúsalem og rétt
Palestínumanna í útlegð til
að setjast að í
heimalandinu.
George W. Bush
Bandaríkjaforseti hitti þá
Olmert og Abbas á meðan
þeir voru í Bandaríkjunum
og lýsti hann bjartsýni á að
árangur næðist í
friðarviðræðunum.
Mikilvægt væri að hefja
þessar viðræður, ekki
mætti láta ofstækismenn í
Mið-Austurlöndum sigra.
Ísraelar og Palestínu-
menn ræðast við á ný
Reuters
Friðarviðræður Ehud Olmert, George W. Bush og Mahmoud Abbas við
Hvíta húsið á miðvikudag. Væntingar eru ekki miklar um árangur.
Ísland leikur í riðli með
Hollandi, Noregi, Skotlandi
og Makedóníu í 9. riðli
undan-keppni
heims-meistara-mótsins í
knattspyrnu sem hefst
næsta haust. Dregið var í
riðla í Durban í Suður-Aríku á
síðasta sunnudag. Sú þjóð
sem vinnur riðilinn haustið
2009 vinnur sér keppnis-rétt
á heims-meistara-mótinu
sem haldið verður í
Suður-Afríku sumarið 2010.
„Hollendingar eru að
sjálfsögðu
lang-sigur-stranglegasta liðið
í riðlinum en ég verð að játa
það að ég veit nákvæm-lega
ekkert um Makedóníu á
þessari stundu,“ sagði Ólafur
Jóhannesson,
lands-liðs-þjálfari í samtali
við Morgunblaðið þegar
niðurstaðan lá fyrir.
„Að mínu mati hentar það
íslenska landsliðinu vel að
leika gegn liðum á borð við
Skotland og Noreg,“ sagði
Ólafur ennfremur og var
sáttur við dráttinn þótt hann
hefði fremur kosið að vera í
riðli með fimm þjóðum til að
fá fleiri lands-leiki.
Ólafur var sátt-
ur við riðilinn
Matthías Árni Ingimarsson
Sáttur Ólafur Jóhannesson,
landsliðsþjálfari í knatt-
spyrnu.
Götur í nágrenni Royal
Ontario Museum í Toronto í
Kanada voru rýmdar og
fjöldi lögreglu- og
sprengju-leitarmanna
kallaður til eftir að
list-neminn Þórarinn
Jónsson kom þar fyrir pakka
seinni part miðvikudags
sem var merktur upp á
ensku: „Þetta er ekki
sprengja.“ Í honum var að
finna fremur frum-stæða
eftirlíkingu af sprengju.
Þórarinn hringdi jafnframt á
skrifstofu safnsins eftir að
hafa komið pakkanum fyrir
og tilkynnti að það væri ekki
sprengja þar innandyra.
„Svo skellti ég bara á og fór
beint í skólann,“ sagði
Þórarinn.
Snöggur í pontu
Jón Björn Hákonar-son,
vara-þingmaður
Fram-sóknar-flokksins, sló
líklega met þegar hann steig
í ræðu-púlt eftir aðeins 17
mínútna þingsetu í vikunni.
Samstaða um hækkanir
Sam-staða er milli
Sam-taka atvinnu-lífsins og
stærstu sam-taka
launa-fólks um að þeir sem
ekki hafi notið hækkunar á
kaup-mætti að undan-förnu
fái sérstaka hækkun.
Samnings-bundnar hækkanir
síðasta eina og hálfa árið
eru 2,9% og laun þeirra sem
aðeins hafa fengið þessar
hækkanir hækka um 4%
verði þessi leið farin.
Stutt
„Strákar, nú ætla ég að gefa
ykkur skýrar ordrur um að
ræsa,“ sagði Össur
Skarp-héðinsson
iðnaðar-ráðherra við Georg
Pálsson, stöðvar-stjóra í
Fljótsdals-stöð, á föstudag.
Össur, sem komst ekki
austur vegna veðurs, var á
Hótel Nordica í Reykja-vík en
Georg var í stöðvar-húsinu
fyrir austan og gang-setti
Kára-hnjúka-virkjun formlega.
Þegar hverflarnir í vél 6 í
virkjunni voru komnir á fullan
snúning, 600 snúninga á
mínútu, gaf Árni Mathiesen
fjármála-ráðherra skipun um
að rafmagn yrði „fasað“ við
kerfið, með orðunum: „Er
ekki kominn tími til að
tengja.“
Kára-hnjúka-virkjun ræst
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Ræst Fljótsdals-stöð Kárahnjúka-virkjunar. Virkjunin var formlega ræst á föstudaginn.
RIT-HÖFUNDARNIR Bragi
Ólafsson og Kristín
Steins-dóttir eru tilnefnd til
bókmennta-verðlauna
Norður-landa-ráðs sem
full-trúar Íslendinga.
Bragi er til-nefndur fyrir
skáld-sögu sína
Sendi-herrann.
Kristín er til-nefnd fyrir
skáld-sögu sína, Á eigin
vegum.
Þetta var til-kynnt á
föstu-daginn var.
Það verður svo til-kynnt
hinn 29. febrúar á næsta
ári hver hlýtur verð-launin.
35.000 danskar krónur
eru í verð-laun, en það eru
um 4,2 milljónir íslenskra
króna.
Verð-launin verða afhent
á 60. þingi
Norður-landa-ráðs í lok
október á næsta ári.
Full-trúar landanna í
dóm-nefndinni hafa til-nefnt
12 verk eftir norræna
höfunda.
Í ár eru til-nefnd verk frá
Fær-eyjum og samíska
mál-svæðinu en engin
til-nefning barst frá
Græn-landi.
Bragi og Kristín til-nefnd
Bragi ÓlafssonKristín Steinsdóttir
PERVEZ Musharraf sór
embættiseið sem forseti
Pakistans á fimmtudag en
deginum áður hafði hann
afsalað sér yfirmannstign í
pakistanska hernum. Ekki
hefur þótt ganga að sami
maður væri forseti og æðsti
yfirmaður hersins og hefur
lengi verið þrýst á Musharraf
að hann léti af seinna
embættinu.
Musharraf hefur heitið því
að neyðarlögum í Pakistan
verði aflétt fyrir 16.
desember nk. og hann segist
staðráðinn í að halda
þingkosningar í landinu í
janúar.
Musharraf
áfram forseti
Netfang: auefni@mbl.is