Morgunblaðið - 02.12.2007, Side 75

Morgunblaðið - 02.12.2007, Side 75
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 75 Auglýst er eftir tilnefningum til viðurkenningar Alþjóðahúss Alþjóðahús auglýsir eftir tilnefningum fyrir viðurkenninguna „Vel að verki staðið“ fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda á Íslandi. Viðurkenningin, sem forseti Íslands afhendir, verður veitt í árslok og er þetta í fimmta skipti sem hún er veitt. Viðurkenningin er tileinkuð Thor Jensen en hann flutti hingað til lands ungur að aldri, vann sig upp úr sárri fátækt og markaði rekstur fyrirtækja hans innreið tæknialdar í íslenskt atvinnulíf og hafði hann gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag á fyrri hluta 20. aldar. Viðurkenningin þjónar þeim tilgangi að vekja athygli á jákvæðu starfi sem unnið er hér á landi í málefnum innflytjenda. Veittar verða viðurkenningar fyrir lofsverða frammistöðu í þremur flokkum; til einstaklings af íslensku bergi brotinn sem hefur lagt sitt af mörkum til innflytjenda á Íslandi, til einstaklings af erlendum uppruna sem hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins og til fyrirtækis, stofnunar eða félagasamtaka fyrir framlag til málefna innflytjenda og fjölmenningarsamfélagsins. Vinsamlega sendið tillögur til Einars Skúlasonar, framkvæmdastjóra Alþjóðahúss, á einar@ahus.is fyrir miðvikudaginn 12. desember. Tillögur skulu innihalda rökstuðning að hámarki 200 orð um hvers vegna viðkomandi skuli fá viðurkenningu. Alþjóðahús ermiðstöð innflytjenda semveitir upplýsingar, ráðgjöf, fræðslu, túlka- og þýðingaþjónustu og íslenskukennslu. Alþjóðahús stefnir að því að jafnréttis sé gætt, mannauður nýttur og veitir aðhald á þessu sviði, til þess að allir geti notið þeirra kosta sem fjölmenningarlegt samfélag býður upp á. L U C IA N O D U T R A H A N N A Ð I Landsbankinn er bakhjarl viðurkenningarinnar. Opið í dag kl. 13-18 Laugavegi 53 • Sími 552 3737 Opið virka daga 10-18 TÓNLIST Langholtskirkja Sinfóníutónleikar  Haydn: Sinfónía nr. 100 í G. Beethoven: Messa í C Op. 86. Rannveig Káradóttir sópran, Sibylle Köll alt, Hlöðver Sigurðs- son tenór, Valdimar Hilmarsson bassi, Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins. Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson. Þriðjudaginn 27. nóvember kl. 20. FJÖLMENN aðsókn var að seinni af tvennum tónleikum Há- skólakórsins og „Ungfóníu“ á þriðjudag. Þriggja ára gömul hljómsveitin (39 manna, þar af 22 strengir) var sem fyrr mestmegnis skipuð lengra komnum tónlist- arnemum af höfuðborgarsvæðinu. Hún myndaði í seinni hluta heil- steypt jafnvægi við 57 manna kór- inn, er sömuleiðis var í þokkalegu jöfnu innbyrðis raddvægi (20-14- 10-13) þrátt fyrir landlæga ten- óraeklu. E.t.v. þurr tölfræði, en samt viss forsenda fyrir fullnýt- ingu þeirra hæfileika sem úr er að spila, enda ófá döpur dæmi um hið gagnstæða í hérlendu fámenni. Það gerir þó vitaskuld ekki all- an gæfumun á útkomu. Vanda þarf val í söng- og hljóðfær- araddir, og ekki sízt þarf stjórn- andinn að vera starfi sínu vaxinn – sérstaklega þegar ekki nýtur þrautþjálfaðra atvinnumanna. Hvort tveggja heyrðist manni skila sér hér, hvernig sem annars var farið að restinni, enda spyr enginn um aðferðir. A.m.k. var auðheyrt að Gunnsteini Ólafssyni tókst að ná hinu bezta úr sínu fólki – auðvitað að viðbættri þeirri innbyggðu hvatningu sem fólst í viðfangsefnum kvöldsins. Það var nefnilega ekki spurning að vínarklassísku meistaraverkin tvö höfðuðu engu síður til flytj- enda en áheyrenda. „Her“-sinfónía Haydns (1793) úr 12 verka bálki Lundúna-sinfónía hans kom gletti- lega vel út í snyrtilegum flutningi Ungfós, ekki sízt lunkin gam- ansemin í lokaþættinum. Sumpart kannski hóflegu hraðavali að þakka, sem féll jafn vel að miklum hljómburði Langholtskirkju og að núverandi færni flytjenda og lýsti kunáttusamlegu skynbragði á list hins mögulega. Algerum tólfum kastaði þó hin enn stórkostlega vanmetna snilld- armessa Beethovens frá 1807 handa Nikulási II Eszterházy. Það er varla ofmælt að þessi að lík- indum áhrifamesta allra trúarjátn- inga í tónum eftir Bach hafi haldið hlustendum á tánum frá byrjun til enda í leiftrandi innlifuðum flutn- ingi kórs, hljómsveitar og ein- söngvara. Allir gerðu hér betur en hægt átti að vera, og sjaldan þessu vant mátti heyra unga karl- einsöngvara er stóðu alti og sópr- an fyllilega á sporði. Ef ekki gott betur. Ríkarður Ö. Pálsson Vanmetin stórsnilld Ungfónían „Allir gerðu hér betur en hægt átti að vera, og sjaldan þessu vant mátti heyra unga karleinsöngvara er stóðu alti og sópran fyllilega á sporði.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.