Morgunblaðið - 26.04.2008, Page 2
2 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Umsóknarfrestur er til 30. maí
Kynntu þér námið á www.hr.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-0
6
0
8
Eftir Atla Bollason
bollason@gmail.com
„ÞAÐ vill engin borg vera eins og Ár-
bæjarsafn,“ sagði Ólafur Elíasson
listamaður á fyrsta degi alþjóðlegrar
ráðstefnu um hönnun hafnarborga
og hlutverk listar í almannarými sem
fór fram í Norræna húsinu í gær-
kvöldi. Með því átti hann við að það
yrði sífellt að huga að nútímanum við
uppbyggingu og endurnýjun borga
þar sem þær væru handa fólki í núinu
en ekki söfn eða minnisvarðar. Í
sömu mund lagði hann þó áherslu á
að Íslendingar stæðu vörð um sér-
kenni sín og nefndi í því sambandi
skammdegi, langa skugga og nánd
samfélagsins.
Auk Ólafs flutti bandaríski arki-
tektinn Christopher Marcinkoski
framsögu. Þar sagði hann frá ólíkum
leiðum við að byggja upp úr sér
gengin svæði innan borgarmarka.
Fullt var út úr dyrum á ráðstefnunni
og nokkrar umræður að henni lok-
inni.
Er Ólafur var spurður hvort hann
hefði áhyggjur af því eins og sumir að
Geirsgata og Kalkofnsvegur mundu
skilja tónlistar- og ráðstefnuhúsið
um of frá miðborginni sagðist hann
vona að gatan yrði grafin niður og
kvaðst raunar hafa setið fundi þess
efnis. „En í svona lítilli borg eins og
Reykjavík skil ég vel að það sé of
dýrt. Ég hef þó ekki miklar áhyggj-
ur, því ég tel að Lækjartorg muni
ganga í endurnýjun lífdaga á næstu
árum og vegalengdin þaðan að tón-
listarhúsinu er ekki svo mikil. Aðal-
málið er að huga að því hvernig að-
koman verður frá Lækjargötu.“
Ólafur ræddi á ráðstefnunni m.a.
um eldri verk sín og um fossana sem
munu prýða New York borg í sumar.
Sagði hann fossana vera innblásna af
íslenskri náttúru og því hvernig fall-
andi vatn gerir manninum kleift að
setja sjálfan sig í samhengi með því
að bera stærð sína saman við gífur-
lega hæð fossanna. Hann telur að í
New York borg eigi fólk erfitt með að
skilja stærð og hæð borgarinnar þar
sem alla mælikvarða skorti. Úr þessu
muni fossarnir bæta tímabundið.
Síðari hluti ráðstefnunnar fer fram
10. maí nk. Þar munu m.a. flytja er-
indi Adriaan Geuze sem stofnaði
West 8 hönnunarteymið og Ute Meta
Bauer, forstöðumaður myndlistar-
deildar MIT.
Borgir eiga ekki að vera
söfn eða minnisvarðar
Rætt um hönnun
hafnarborga í
Norræna húsinu
Morgunblaðið/Golli
Uppbygging Tónlistar- og ráðstefnuhús á eftir að setja mikinn svip á
miðbæ Reykjavíkur, en húsið er nú í byggingu við hafnarbakkann.
UM 200 börn og unglingar hindr-
uðu umferð vestur Miklubraut við
Kringlumýrarbraut á fjórða tím-
anum í gær og sköpuðust langar
bílaraðir á tímabili vegna kyrr-
stöðu krakkanna á bílabrautinni.
Krakkarnir söfnuðust saman á
götunni og allt niður í 12 ára börn
upp í unglinga á menntaskólaaldri
stilltu sér upp við umferðarljósin og
komu í veg fyrir að ökumenn kæm-
ust leiðar sinnar. Lögreglan tók sér
góðan tíma til þess að rýma svæðið
og hún segir að það hafi tekist án
átaka, en um fimmtán lög-
reglumenn hafi verið á svæðinu til
taks ef á þyrfti að halda. Myndir
voru teknar af eggjakösturum í
hópnum og að sögn lögreglu geta
þeir átt von á að verða kallaðir til
skýrslutöku til lögreglu eða barna-
verndaryfirvalda.
Börn og
unglingar á
bílabraut
Morgunblaðið/Júlíus
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi
sínum í gær kauptilboð Novators,
fjárfestingafélags Björgólfs Thors
Björgólfssonar, í fasteignina að Frí-
kirkjuvegi 11. Frestunartillaga full-
trúa VG var felld með 4 atkvæðum
gegn 1 og framlögð drög að kaup-
samningi og afsali samþykkt með
sama atkvæðafjölda.
Fram kom í bókun borgarstjóra
að almenningi væri tryggt óskert að-
gengi að Hallargarðinum og allri lóð-
inni í kringum húsið. Engar breyt-
ingar yrðu gerðar á garðinum nema
á lóðarmörkum sunnan hússins þar
sem gert yrði torg til að bæta að-
gengi almennings að húsinu.
Novator fagnar ákvörðun meiri-
hlutans og óskar þess að allir velunn-
arar hússins og garðsins geti snúið
bökum saman við uppbyggingu
hússins og umhverfi þess.
Óskert aðgengi að
Hallargarðinum tryggt
Morgunblaðið/Sverrir
Fríkirkjuvegur 11 Húsið verður m.a. safn um líf Thors Jensen.
BORGARRÁÐ Reykjavíkur staðfesti
í gær afgreiðslu skipulagsráðs á
breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar
nr. 1 við Keilugranda, þar sem lagt er
til að tillögunni verði hafnað, meðal
annars með vísan til þess hve langur
tími er liðinn frá auglýsingu hennar.
Gunnar Finnsson, talsmaður íbúa í
nágrenni við Keilugranda 1, segir að
ákvörðun borgarráðs komi ekki á
óvart eftir synjun skipulagsráðs í lið-
inni viku, en sem fyrr vilji íbúarnir að
borgin haldi sig við aðalskipulagið
fyrir árin 2001-2024, þar sem gert sé
ráð fyrir að ekki verði meira en 50
íbúðir á reitnum.
Í tillögu, sem var auglýst í fyrra-
sumar, var gert ráð fyrir níu hæða
fjölbýlishúsi með allt að 130 íbúðum á
reitnum. Síðar var tillögunni breytt
og þá gert ráð fyrir að nýju húsin
yrðu hæst átta hæðir með allt að 103
íbúðum.
Gunnar segir að nú sé málið aftur
komið á byrjunarreit. Skipulagsstjóra
hafi verið falið að vinna með lóðarhöf-
um að nýrri tillögu, en hugmyndir um
að gera svæðið að þéttingarreit hafi
ekki verið dregnar til baka og enn sé
verið að tala um að reisa hærra en
fimm hæða fjölbýlishús. Það sætti
íbúarnir sig ekki við.
Aftur
á byrjun-
arreit
Tillögu um skipulag á
Keilugranda 1 hafnað
SAMTÖKIN ’78 hafa, í samvinnu við
félags- og tryggingamálaráðuneytið,
gefið út bæklinginn Reaching out.
Bæklingurinn er ætlaður sam- og
tvíkynhneigðu og transgender-fólki
sem búsett er á Íslandi en á ekki ís-
lensku að móðurmáli og kemur jafn-
vel frá löndum þar sem félagsleg og
lagaleg staða hinsegin fólks er ótrygg
og óljós.
Í bæklingnum eru upplýsingar um
lagalega og félagslega stöðu samkyn-
hneigðra á Íslandi og nefnd ýmis úr-
ræði í samfélaginu. Þá segir bækling-
urinn frá Samtökunum ’78 og
þjónustu þeirra. Bæklingurinn er á
ensku, pólsku, litháísku, og taílensku.
Lykill að
vinsamlegu
samfélagi
♦♦♦