Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 6
S
jöfn Helgadóttir var upp-
nefnd öfuguggi þegar hún
var lítil stúlka í Miðbæj-
arskólanum. Hún var
nefnilega örvhent. Kenn-
arinn tók í hönd hennar og batt hana
fyrir aftan bak til að venja hana af
þessum ósið en allt kom fyrir ekki.
Hún var öfuguggi og uppnefnd sem
slík – hún skrifaði með vinstri.
Sjöfn Helgadóttir varð líka fyrsta
konan til að koma á vettvang Sam-
takanna ’78 á sínum tíma. Hún er
núna 83 ára og hún skrifar ennþá
með vinstri hendi og hún er ennþá
skotin í konum.
„Ég átti alltaf nógan sjens, góða
mín. Þú skalt athuga það,“ segir hún
í viðtali við Þóru Kristínu Ásgeirs-
dóttur í nýútkomnu afmælisriti Sam-
takanna ’78. En Sjöfn vill líka að
samtíminn muni sársaukann: „Mig
langar að þið skiljið,“ segir hún
„hvað þetta var erfitt. Þetta var oft
gaman en líka alveg djöfullegt.“
Samtökin ’78 fagna 30 ára afmæli í
ár. Afmælisritið er veglegt og fullt af
sögulegum fróðleik – sögu atburða,
einstaklinga og mannamóta sem
þurftu á sínum tíma að vera svo
rækilega falin að erfitt er að henda
fyllilega reiður á samhengi hlutanna.
Það sem sagan ber með sér er
margt og mikið og litríkt, en upp úr
stendur hugrekki, eindrægni og bar-
áttugleði fólks sem mótmælti þeim
ruddaskap, ofbeldi, þöggun og nið-
urlægingu sem viðgekkst eins og
eðlilegur hlutur í samfélaginu. Þessir
einstaklingar færðu fórnir og liðu
þjáningar um leið og þau ruddu
brautina til frelsis öðrum til handa.
Saga samkynhneigðra er saga hins
menningarlega jaðars og sá jaðar
getur af innsýn og visku miðlað til
samfélagsins alls, nú sem þá, – um
fordóma og víðsýni, sársauka og ást,
langanir og bælingu, tjáningu og
þöggun, hugrekki og niðurlægingu,
frelsi og fjötra. Frelsi og fjötra
manneskjunnar allrar, og þá fyr-
irframgefnu staðla sem hana hefta á
hverjum tíma.
Manneskjan er mögnuð og fjöl-
breytileg: Til eru konur sem hafa
alltaf laðast að konum og bara kon-
um; til eru konur sem hafa alltaf lað-
ast að körlum en urðu svo óvart ást-
fangnar af konu – og öfugt; til eru
konur sem laðast bæði að körlum og
konum; til eru ólíkar konur af öllum
toga og hver einstaklingur hefur sína
sögu að segja.
Já, manneskjan er mögnuð og fjöl-
breytileg og svo miklu áhugaverðari
en við viljum vera láta. Það að brjóta
á bak aftur fjötra hugarfarsins, fjötra
normsins, fjötra staðlanna er verk-
efni sem heldur áfram inn í framtíð-
ina löngu eftir að fullu lagalegu jafn-
rétti er náð.
Fjötrar hvers samtíma taka auk
þess stöðugt á sig nýjar myndir. Þeg-
ar einn hópur frelsast úr fjötrum
sleggjudóma þá tekur einatt annar
hópur útskúfunar við. Sérhver sam-
tími skapar sér nýja jaðarhópa, ann-
ars konar ánauð, nýja útilokun nýrr-
ar kynslóðar. Svo lengi sem einn
einasti einstaklingur á Íslandi finnur
til sársauka og vanmáttar fyrir sínar
heitustu tilfinningar þá er verk að
vinna. Svo lengi sem eitt einasta for-
eldri finnur til sorgar yfir hreinskilni
barnsins síns þá er verk að vinna. Og
svo lengi sem einn einasti prestur á
Íslandi, einn einasti biskup, álítur ást
fullorðins fólks, heit þess og trúnað,
vera ógnun við hið gagnkynhneigða
hjónaband, þá er verk að vinna.
„Þegar ég hugsa um allt það níð og
sóðaskap sem dembt var yfir okkur
velti ég því fyrir mér hvernig okkur
tókst að halda fullu viti,“ segir Þor-
valdur Kristinsson á einum stað í af-
mælisritinu, en hann var ötull tals-
maður Samtakanna í mörg ár – einn
af þeim sem hafa lagt dýrmæta hönd
á plóginn við að koma Íslandi á betri
PISTILL » Það sem sagan ber
með sér er margt og
mikið og litríkt, en upp úr
stendur hugrekki, ein-
drægni og baráttugleði
fólks sem mótmælti þeim
ruddaskap, ofbeldi, þögg-
un og niðurlægingu sem
viðgekkst eins og eðlileg-
ur hlutur í samfélaginu.
Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir
Örvhenti öfugugginn
og kærleiksríkari stað í þessum efn-
um.
Sjöfn Helgadóttir, 83 ára, á síðasta
orðið í dag: „Ég held að það sé allra
mikilvægast af öllu að fólk komi
hreint fram með tilfinningar sínar.
Það er aldrei nægilega vel brýnt fyr-
ir fólki.“
Þetta er heilræði til allra – sam-
mannlegt heilræði frá Sjöfn.
Hljóðpistlar Morgunblaðsins,
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
les pistilinn
HLJÓÐVARP mbl.is
6 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
MÆLIST mengunargildi við götur í
Reykjavík of hátt gæti þurft að
grípa til þess að draga úr umferð-
arhraða eða hreinlega loka götum
tímabundið, segir Anna Rósa Böðv-
arsdóttir, heilbrigðisfulltrúi á um-
hverfis- og samgöngusviði Reykja-
víkurborgar. Hún segir
heilbrigðiseftirlit borgarinnar nú
vinna að aðgerðaáætlun fyrir þau
svæði þar sem mesta mengunin
mælist, t.d. við gatnamót Miklu-
brautar og Stakkahlíðar.
Anna sagði í fyrirlestri á Degi
umhverfisins í gær að loftgæði í
Reykjavíkur væru ekki nógu mikil.
Logn og kuldi kjörskilyrði
Þeir mengunarvaldar, sem hafa
hvað mestu áhrifin á loftgæðin og
fylgst er nánast með, eru köfnunar-
efnisdíoxíð, sem kemur úr útblæstri
bíla, og svifryk. Þegar kemur að eft-
irliti með svifryki er unnið eftir
reglugerð þar sem skýrt kemur
fram hversu oft má fara yfir heilsu-
verndarmörk en verið er að þrengja
mörkin til ársins 2010. Í ár má fara
18 sinnum yfir mörkin, á næsta ári
12 sinnum og árið 2010 sjö sinnum.
„Í fyrra fórum við 17 sinnum yfir
heilsuverndarmörkin í mælistöðinni
við Grensás sem á að mæla mestu
mengun í borginni. Það var mjög
gott ár þar sem það var mikil úr-
koma í fyrra en árið 2006 fórum við
29 sinnum yfir mörkin.“ Það sem af
er ári hefur verið farið átta sinnum
yfir heilsuverndarmörkin.
Algengast er að farið sé yfir
heilsuverndarmörkin á veturna.
Kjörskilyrðin eru logn og kuldi en
mengunarefni úr pústi bíla, eins og
köfnunarefnisdíoxíð, safnast í hita-
skiptalagi sem myndast yfir borg-
inni. Þá eru nagladekk stór orsaka-
valdur svifryks. Anna Rósa segir
fjarlægð Íslands frá öðrum löndum
halda menguninni innan heilsu-
verndarmarka en þó komi fyrir að
mengunar að utan gæti hér á landi.
T.d. náði reykur frá skógareldum í
Rússlandi fyrir nokkrum árum að
teygja sig yfir Austfirðina.
Spurð hvað hægt sé að gera til að
draga úr mengun segir Anna Rósa
það hafa gefið góða raun að bleyta
götur með magnesíumklóríði en það
kallast rykbinding. Um er að ræða
saltblöndu sem heldur götunum
lengur blautum og þannig er hægt
að draga úr svifryki. „Einn dag í
mars tókst okkur að koma í veg fyr-
ir að við færum yfir heilsuvernd-
armörk. Þá var þessi saltblanda bor-
in á allar helstu götur borgarinnar.“
Gæti þurft að loka götum
við mestu mengunarstaði
Morgunblaðið/Valdís Thor
Umhverfið Leikskólinn Álfaheiði fékk viðurkenningu Landverndar, Grænfánann, í gær, á degi umhverfisins, en
þar eru m.a. matarleifar flokkaðar í sértunnu. Grænfáninn er tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu.
LANDVERND afhenti í gær, á degi umhverfisins, leik-
skólanum Álfaborg Grænfánann.
Grænfáninn er tákn um árangursríka fræðslu og um-
hverfisstefnu í skólum. Ljúka þarf ákveðnum verk-
efnum sem tengjast umhverfismálum til að geta fengið
fánann.
Af þessu tilefni var haldin moltuhátíð í Álfaborg í
gær. Hátíðahöldin hófust kl. 9 um morguninn þegar
foreldrunum voru boðnir ávextir og ávaxtasafi og
sungu börnin svo tvö lög. Þá afhenti Sigrún Helgadótt-
ir frá Landvernd leikskólanum formlega fánann. Hann
er afhentur til tveggja ára en ef öll nauðsynleg skilyrði
eru uppfyllt að þeim tíma liðnum fær leikskólinn að
halda fánanum lengur.
Á Álfaborg eru krakkarnir duglegir að flokka sorp
og endurnýta dót sem annars hefði verið fleygt. Mat-
arleifar eru flokkaðar í sértunnu og þær notaðar til að
búa til moltu. Þá eru krakkarnir í umhverfisráðum en
reynt er að gera þau meðvituð um umhverfið og vernd-
un jarðarinnar.
Börnin dugleg að flokka og endurnýta
Dagur umhverfisins var í
gær og í tilefni af honum
hélt Félag umhverf-
isfræðinga á Íslandi mál-
þing um vistvænan lífs-
stíl, samgöngur og
loftgæði.
RÓSA Guðbjarts-
dóttir, bæjar-
fulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins í
Hafnarfirði, segir
að samkvæmt út-
reikningum fjár-
málastjóra Hafn-
arfjarðarbæjar
hefði bærinn verið
búinn að hagnast
um a.m.k. 1,3
milljarða króna ef gengið hefði verið
að tilboði Orkuveitu Reykjavíkur í
hlut Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suður-
nesja í haust sem leið, hluturinn þá
seldur, eins og sjálfstæðismenn hafi
lagt til, og peningarnir notaðir að
hluta til að greiða niður skuldir.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
í gær krefst Hafnarfjarðarbær þess
að OR standi við gerðan samning frá
því í fyrra um kaup á hlut bæjarins í
HS og hefur stefnt fyrirtækinu til að
greiða bænum um 8 milljarða. Rósa
segir að meirihluti Samfylkingarinn-
ar í bæjarstjórn hafi dregið lappirnar
í málinu og vegna ákvarðanafælni sé
málið komið í þennan farveg, en von-
andi standi samningurinn.
Rósa bendir einnig á að í fjárhags-
áætlun fyrir árið 2008 hafi sérstak-
lega verið tekið fram að ekki þyrfti að
taka lán á árinu þrátt fyrir miklar
framkvæmdir og fjárfestingar, en
fjárhagsáætlunin hafi ekki staðið
nema í nokkrar vikur því búið sé að
taka 3 milljarða erlent lán til að ná
endum saman.
Bærinn varð
af 1,3 millj-
arða hagnaði
Rósa
Guðbjartsdóttir
NÍU tonna trilla, Sörli ÍS-66 með
tveimur mönnum innanborðs, lenti í
erfiðleikum vegna leka á Húnaflóa í
gærmorgun. Sendu skipverjar frá
sér neyðarkall og komu smábátarnir
Sædís ÍS-67 og Dagrún ST-12 á vett-
vang 90 mínútum síðar og tóku bát-
inn í tog til Norðurfjarðar.
Sörli ÍS-66 er níu tonna þilfarsbát-
ur sem gerður er út frá Norðurfirði á
Ströndum. Þegar neyðarkall barst
ræstu stjórnstöð Landhelgisgæsl-
unnar og Vaktstöð siglinga þegar út
björgunarsveitir og báta. Töluverður
leki hafði komið upp í vélarrúmi
Sörla og er talið að hann hafi að
mestu komið inn með vélaröxlinum.
Leki að trillu
á Húnaflóa
♦♦♦