Morgunblaðið - 26.04.2008, Side 15

Morgunblaðið - 26.04.2008, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 15 ERLENT HUGSANLEGT er, upplýsingar Bandaríkjamanna um, að Norður- Kóreumenn hafi aðstoðað Sýrlend- inga við smíði kjarnakljúfs, geri að engu fyrirhugaða samninga við stjórnina í Pyongyang. Samkvæmt þeim hefði hún átt að leggja á hilluna kjarnorkuáætlanir sínar gegn ýmiss konar aðstoð. Bandaríkjamenn segja, að fullar sannanir séu fyrir því, að N- Kóreumenn hafi aðstoðað Sýrlend- inga við smíði kjarnakljúfsins, sem Ísraelar eyðilögðu í loftárásum í september síðastliðnum. Þeir segja þó, að samningaviðræður við N- Kóreustjórn muni halda áfram en haft er eftir sérfræðingum, að lík- lega muni Bandaríkjamenn krefjast svo mikils eftirlits með hugsanlegum samningi um kjarnorkumálin, að N- Kóreustjórn hætti við allt saman. „Erfitt verður að fá þingið til að samþykkja samning við N-Kóreu- stjórn enda hefur hún oft gengið á bak orða sinna og engin trygging er fyrir því, að hún geri það ekki aftur,“ sagði Michael Green, ráðgjafi í fyrri stjórn George W. Bush forseta. Að viðræðunum koma sex ríki, Kór- euríkin bæði, Bandaríkin, Rússland, Kína og Japan. Bandarískir þingmenn brugðust margir reiðir við upplýsingunum um þátt N-Kóreustjórnar í smíði kjarnakljúfsins í Sýrlandi en banda- rískir fjölmiðlar hafa þó sagt margt um hann í þá sjö mánuði, sem eru frá árás Ísraela. Bandarísk stjórnvöld hafa hins vegar ekkert viljað stað- festa fyrr en nú að þingið krafðist upplýsinganna og hótaði ella að sam- þykkja ekki fjárveitingar vegna samninganna við N-Kóreumenn. Ágreiningur innan Bandaríkjastjórnar? Skýringin á þessari þögn Bush- stjórnarinnar er sögð sú, að hún hafi óttast viðbrögð Sýrlendinga eftir árásina á kjarnakljúfinn og ekki vilj- að ýta undir þau með ótímabærum yfirlýsingum. Hins vegar telja sum- ir, að tímasetningin nú endurspegli ágreining innan Bandaríkjastjórnar. Segja þeir, að Dick Cheney varafor- seti vilji enga samninga við Norður- Kóreu og telji best, að ríkið hrynji undir efnahagserfiðleikunum. Samningar úr sögunni? Upplýsingar um þátt Norður-Kóreumanna í smíði kjarnakljúfs í Sýrlandi setja viðræður við þá í uppnám Í HNOTSKURN » Norður-Kóreustjórn ræðurnú þegar yfir kjarnavopnum en óvíst er hve margar sprengjur þeir eiga. » Efnahagslífið í landinu erhins vegar í kaldakoli og tal- ið, að mörg hundruð þúsunda manna hafi látist þar úr hungri á síðustu árum. Í NÜRNBERG í Þýskalandi vinna níu manns við það alla daga að tína bréfsnifsi upp úr poka, kanna hvað passar við hvert og líma þau síðan saman. Ársafköstin eru einn poki á mann og pokarnir voru alls 15.500. Á 13 árum hafa aðeins 400 pokar verið afgreiddir og það hillir því ekki bein- línis undir verklok á næstunni. Hjálpin kann þó að vera nærri, svo er tölvutækninni fyrir að þakka. Afraksturinn úr hverjum poka er 3.000 blaðsíður úr skjalasafni Stasi, austur-þýsku öryggislögreglunnar. Þegar yfirmenn hennar sáu hvert stefndi með falli Berlínarmúrsins 1989, skipuðu þeir undirmönnum sínum að eyða öllum þeim skjölum, sem þeir kæmust yfir. Í fyrstu voru þau sett í pappírstætara en þeir biluðu fljótlega og þá var farið að rífa skjölin niður í höndunum. Hver blað- síða var rifin í 12 til 15 búta og sett í poka, sem síðan átti að brenna. Það fór þó aldrei svo því að svokallaðar borgaranefndir lögðu undir sig höf- uðstöðvarnar og hið gífurlega skjala- safn Stasi. Þar mátti finna upplýs- ingar um næstum því hvert einasta mannsbarn í Austur-Þýskalandi auk þúsunda útlendinga, einkum Vestur- Þjóðverja, sem Stasi hafði í þjónustu sinni eða hafði reynt að fá til liðs við sig. Tölvan – þarfasti þjónninn Þegar starfið hófst 1995 störfuðu við það 45 manns en aðeins níu núna eins og áður sagði. Samt er gert ráð fyrir, að því verði lokið eftir fimm eða sex ár. Með tölvutækninni er unnt að kanna báðar hliðar hvers einasta bréfsnifsis samtímis, bera saman lögun, lit, stafagerð og önnur auðkenni og finna þannig hvað á saman. „Þetta gengur vel, tölvan finnur fljótt hvað passar saman og verði eitthvert rifrildi út undan, er ímynd þess geymd í tölvunni og borin sam- an við það, sem síðar kemur,“ segir Bertram Nickolay, yfirmaður Frau- enhofer-stofnunarinnar í Berlín, sem hefur þetta mikla verk með höndum. „Þetta er stærsta púsluspil í heimi,“ bætti hann við með nokkru stolti. Nickolay segir, að starfsfólkið hafi ekki getað átt við einn poka af hverj- um fimm vegna þess hve rifrildið var smátt, hver blaðsíða rifin í 50 til 60 búta. „Það bendir til, að innihaldið hafi þótt mjög mikilvægt,“ segir Nic- kolay og rifjar upp, að með púslu- spilinu hafi nú þegar verið flett ofan af nokkrum njósnara Stasi, til dæmis guðfræðingnum Heinrich Fink, sem kenndi áður við Humboldt-háskól- ann í Berlín og njósnaði jafnt um kirkjuna sem nemendur sína. Eftir fall kommúnistastjórnarinnar var hann skipaður rektor skólans og kjörinn á þing en fortíð hans kom í ljós upp úr fyrstu pokunum strax á árinu 1995. Talið er, að mikið af innihaldi Stasi-pokanna snúist um njósnir á síðustu árunum fyrir fall Múrsins og ekki bara um austurþýska þegna, heldur ekki síður um njósnastarf- semina utanlands. „Þetta er stærsta púsluspil í heimi“ Sundurtætt Stasiskjöl í 15.500 pokum Reuters Njósnað um allt og alla Herbert Ziehm, starfsmaður Gauck-stofnunar- innar í Berlín, flettir Stasi-skjölum, sem þar eru varðveitt. STJÓRNVÖLD í Kína tilkynntu í gær, að teknar yrðu upp aftur við- ræður við fulltrúa Dalai Lama, hins útlæga leiðtoga Tíbeta. Kom yf- irlýsingin mjög á óvart en hefur verið fagnað víða um lönd Engar viðræður hafa verið milli Kínverja og fulltrúa Dalai Lama í eitt ár og búist var við, að mótmæl- in í Tíbet gegn yfirráðum Kínverja og raunar á alþjóðavettvangi líka yrðu ekki til, að þær yrðu teknar upp í bráð. Talsmaður Evrópusambandsins fagnaði sinnaskiptum Kínverja í gær og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði þau stórt skref í rétta átt. Sömu sögu er að segja af viðbrögðum stjórnvalda í Þýska- landi og Japan og Gordon John- droe, talsmaður Bandaríkja- stjórnar, sagði, að George W. Bush forseti hefði hvatt starfsbróður sinn kínverskan, Hu Jintao, til að taka viðræðurnar upp aftur. Kínverska stjórnin hefur sætt harðri gagnrýni vegna framgöngu her- og lögreglumanna við að berja mótmælin í Tíbet niður. Talið er, að hundruð manna hafa ver- ið fangelsuð og útlægir Tíbetar segja, að 150 manns að minnsta kosti hafi verið drep- in. Vegna þessa hefur hlaupið með Ólympíu- kyndilinn um borgir víða um veröld verið hið mesta vandræðamál fyrir Kínverja og skorað hefur verið á ráðamenn í mörgum ríkjum að hundsa setningarathöfn Ólympíu- leikanna í Peking 8. ágúst. Talsmaður Dalai Lama fagnaði tilkynningu Kínastjórnar og sagði, að aðeins viðræður gætu leitt til friðsamlegrar lausnar í Tíbet. Dalai Lama, sem er 72 ára að aldri, hefur búið í bænum Dharams- hala á Indlandi síðan 1959. Flúði hann þá frá Tíbet eftir að Kínverjar höfðu bælt niður uppreisn lands- manna. Boða viðræður um Tíbet Dalai Lama MIKIÐ var um að vera í Jakarta í Indónesíu þegar nokkru af mat- vælum var úthlutað ókeypis. Verð á þeim hefur rokið upp úr öllu valdi undanfarið og er það farið að valda hungursneyð víða um heim. AP Baráttan um brauðið Saga Heimspekinnar Tilvalin útskriftargjöf Menningarsjóður styrkir útgáfuna Eftir einn mesta hugsuð íslensku þjóðarinnar! Lafleur útgáfan sími 659 3313 eftir Gunnar Dal „Þetta gagnmerka rit eftir Gunnar Dal veitir manni einstæða innsýn í undraveröld heimspekinnar sem endist manni út allt lífið“ Guðfinna S. Bjarnadóttir, fv. rektor HR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.