Morgunblaðið - 26.04.2008, Side 17

Morgunblaðið - 26.04.2008, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 17 Sokkabuxur, leggings og sokkar í flottum sumarlegum litum fyrir káta krakka á öllum aldri. Fæst í flestum apótekum. Reykjavík Art Gallery Skúlagötu 28, 101 Reykjavík. Opið virka daga nema mánudaga kl. 14 -18 og um helgar kl. 14 - 17. Síðasta sýningarhelgi Ólafur Lárusson „TÓNSNILLINGAR morgundags- ins“ mun heita nýhafin tónleikaröð í Salnum í Kópavogi. Án þess að eiga handbær gögn um hvað felst nánar í nafngiftinni, mætti því ímynda sér að þetta athafnamesta tónlistarhús landsins sé nú farið að stunda sér- tækar „hausaveiðar“, eins og heitir um hæfileikaleit atvinnulífsins („head-hunting“ á alþjóðsku), í stað þess að bíða alfarið eftir að nýsprotar knýi sjálfir dyra, og er það vel. Næsta skref væri þá að byggja upp hlustendahóp framtíðar með örvandi fræðslustarfsemi, úr því grunnskólinn bregzt jafnhrapallega og raun ber vitni, svo að sögulegt metframboð síðustu ára af efnilegum ungum hljómlistarmönnum fái þá áheyrn sem það á skilda. Enda liggur þar að óbreyttu mikill og vaxandi vandi grafinn – þvert á komandi kjöraðstæður í húsnæðismálum með væntanlegri tilkomu Tónlistarhúss og Kópavogsóperu. Úrvalsflytj- endum fjölgar nú sem aldrei fyrr – meðan reyndum hlustendum fækk- ar! Þeirri döpru staðreynd hlaut enn og aftur að skjóta upp í bakhöfði manns á frumraun Helgu Þóru Björgvinsdóttur (23) á miðvikudag við að vísu þokkalega hálfsetinn sal. Í nýliðnu efnishyggju- og neyzlufylliríi landsmanna hefur nefnilega gleymzt að það tekur hátt í sama tíma – ca. 15 ár – að byggja upp staðgóða með- tökuhæfni í klassískri hlustun og það tekur að fagmennta sinfóníutækan spilara. En þó að sumir hlustendur klofi enn það bil fyrir eigið frum- kvæði, virðast nú æ fleiri líklegri til að komast aldrei í eðlilega snertingu við beztu tónlist allra tíma, m.a. sakir ríkjandi ofurmarkaðsfærslu á hvers konar dægurhismi. Til stórskaða fyr- ir andlega þjóðarheilbrigði jafnt sem eðlilega listræna viðmiðunarhæfni. Slíkt er óþörf sóun. Og allt of mikil þegar kemur að framtíðarmögu- leikum hljómlistaramanna er hafa jafnmikið til brunns að bera og Helga Þóra. Þó að leikur hennar virt- ist framan af heldur hlédrægur, færðist smám saman aukið skap og kraftur í túlkunina. Afgerandi mest í Debussy-sónötunni er jafnframt skartaði bezta samleik kvöldsins með fiðlu og píanó í fyrirmyndarjafnvægi, hvort heldur í styrk eða tíma. Þó að fiðluleikinn skorti stundum kraft í Prokofjev, var spilið í heild þaulmús- íkalskt, og e.t.v. fullfáguð einleiks- partíta Bachs hélzt ávallt tand- urhrein, jafnvel í erfiðustu tvígripum, þó að bólaði fyrst á alvöru persónuinnlifun í seinni hluta verks- ins er geislaði af viðeigandi dans- sveiflu og formrænni tilfinningu fyrir hendinga- og lotuskiptingum. Í hnotskurn gat hér að heyra bull- andi hæfileika, þó að helztu persónu- sérkenni væru enn ekki að fullu kom- in fram. Þess verður þó varla langt að bíða. Ríkarður Ö. Pálsson Bullandi hæfileikar TÓNLIST Salurinn Prokofjev: Fiðlusónata í f Op. 80. Bach: Fiðlupartíta nr. 3 í E. Debussy: Fiðlusó- nata í g. Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðla, Kristinn Örn Kristinsson píanó. Miðviku- daginn 23. apríl kl. 20. Kammertónleikarbbbmn Morgunblaðið/Valdís Thor Helga Þóra „Þó að leikur hennar virtist framan af heldur hlédrægur, færðist smám saman aukið skap og kraftur í túlkunina.“ ÖNNUR plata Sigurðar Flosasonar með Bláskuggakvartettnum er litlu síðri hinni fyrri – sem var stórgóð. Upptökurnar eru margar frá sama tíma, en síðan var efni aukið við í september sl. Úrval þessara tveggja á einum diski gæfu fimm stjörnur plús, en um það snýst ekki málið heldur nýju skífuna. Lögin eru níu og eins og fyrr; blúsar og blúslitaðir ópusar. Upphafslagið er gamalt og gott, en hefur aldrei verið betur flutt. Pétur Östlund gæðir „Allir í röð“ hinni sönnu marsaskotnu New Orleans tilfinningu. Smellur plöt- unnar fylgir í kjölfarið: „Aftur heima“, sálarskotin ballaða sem Bes- sie Banks hefði þurft að komast í kynni við. Flott spiluð einsog „Slyngir fingur“, þó athyglin dofni fljótt við hlustun á hið síðarnefnda. Sigurður kann ráð við því og brýtur upp rútínuna með dúett sínum og Péturs. Afturá móti fær ekkert hald- ið athygli manns við „Aftur í steininn búgalú“ frekar en búgalúframleiðslu Lou Donaldsons. Annað er uppá ten- ingnum „Þegar flaskan er tóm“ hljómar. Fautafín spilamennska og blátónasóló Jóns Páls og spuni Þóris með hásum hljómi toppur. Þarna er einnig að finna dúett Sigurðar og Jóns Páls í klassískum stíl. Herj- ólfur er ekta Flosasonar-lína með léttri sveiflu og sóló hljóm- sveitastjórans í „Skilaboð“ þarsem þurr tóninn er blúsmettaður, bregð- ur öðru ljósi á skylda sólóa Sigurðar þarsem málmkenndari tónn er blás- inn. Inngangur Þóris að laginu er ljúfsár. „Aldrei aftur“ er af búgalú- ættinni en lokalagið „Blátt ljós“ nett í sveiflunni og spennan sterk í sóló Jóns Páls. Aðeins misjafnari skífa en Bláir skuggar, en frábær þegar best læt- ur. Glatt og blátt Morgunblaðið/Brynjar Gauti Blúsari „Blúsar og blúslitaðir ópus- ar“ af plötu Sigurðar Flosasonar Blátt ljós fá góða dóma. TÓNLIST Geisladiskur Sigurður Flosason altósaxófón, Þórir Baldursson hammondorgel, Jón Páll Bjarnason gítar og Pétur Östlund tromm- ur. Hljóðritað í Rvk í júní og september 2007. Dimma DIM 34. 2008 Sigurður Flosason: Blátt ljós bbbbm Vernharður Linnet Í Grafíksafni Íslands sýnir Sigríður Anna Elísabet Nikulásdóttir akríl- málverk undir yfirheitinu „Fuglar himinsins“. Hópur fugla myndar form á fletinum, s.s. spíral, þríhyrn- ing og hring. Eru þeir frekar fastir fyrir, ekki svífandi. Léttleika má reyndar finna í litum fuglanna sem eru skornir út í bakgrunni (sem er í raun forgrunnur miðað við vinnuferl- ið). Einnig skapast léttleiki í ágæt- lega heppnuðu samspili tveggja mál- verka „Fuglar í hringflugi“, þar sem fuglar hrynja í hring og tóm myndast á miðjum fleti eða á milli mynda. „Sumargestir“ og „Sólskríkjur“ lofa líka nokkuð góðu þegar litaspil nær út fyrir fuglaformin. En í heildina eru þetta þó heldur stirð málverk. Máski má tengja þau einhverjum frum- stæðum flúrmyndum, en fyrir mitt leyti er þetta ekki alveg að gera sig. Morgunblaðið/Frikki Himinn „Fuglar hrynja í hring og tóm myndast á miðjum fleti …“ Flúraðir fuglar MYNDLIST Grafíksafn Íslands Opið fimmtudaga–sunnudaga frá 14:00– 18:00. Sýningu lýkur 4. maí. Aðgangur ókeypis Sigríður Anna Elísabet Nikulásdóttir bmnnn Jón B. K. Ransu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.