Morgunblaðið - 26.04.2008, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Björn Krist-jánsson fæddist
á Patreksfirði 31.
mars 1960. Hann
lést á heimili sínu,
Skúlabraut 45 á
Blönduósi, aðfara-
nótt sunnudagsins
13. apríl síðastlið-
ins. Foreldrar hans
eru Erla Hafliða-
dóttir frá Hval-
látrum, f. 3. sept-
ember 1930 og
Kristján Jóhann-
esson frá Hjallatúni
Tálknafirði, f. 26. september
1921, d. 2. nóvember 1986.
Systkini Björns eru: Erlendur, f.
26. júní 1949, maki Sigríður
Karlsdóttir, f. 16. október 1949,
Kristín Sigríður, f. 11. sept-
ember 1950, Ólafur Arnar, f. 8.
febrúar 1952, maki Svanhvít
Bjarnadóttir, f. 26. janúar 1954,
Bára, f. 22. desember 1953, d. 7.
maí 2005, maki Kristján Geir
Arnþórsson, f. 27. október 1951,
Jökull, f. 21 júní 1964, og Björk,
f. 30. desember
1965, maki Andri
Karlsson, f. 4. jan-
úar 1969.
Björn á tvo syni.
Sonur hans og
Unnar Ásu Jóns-
dóttur, f. 1. sept-
ember 1962, er Ás-
geir Már, f. 2. mars
1981, sambýliskona
Kristjana Elísabet
Sigurðardóttir, f.
17. maí 1986. Sonur
Björns og Herdísar
Herbertsdóttur, f.
25. júlí 1958, er Eyþór, f. 16.
ágúst 1988.
Björn ólst upp á Patreksfirði
en fluttist suður fyrir tvítugt.
Hann lauk kjötiðnaðarnámi frá
Iðnskólanum í Reykjavík og
vann við þá iðn alla tíð síðan.
Síðastliðin 17 ár var hann for-
stöðumaður kjötvinnslu SAH Af-
urða ehf. á Blönduósi.
Útför Björns fer fram frá Pat-
reksfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
„Inga... Bjössi hérna,“ heyrði ég
ósjaldan í símanum mínum á sunnu-
dagsmorgnum. Bjössi frændi átti
það nefnilega til að hringja snemma,
sennilega hefur honum fundist að ég
(margra barna móðirin) væri sú eina
í fjölskyldunni sem væri líkleg til að
vera komin á fætur snemma á
sunnudögum. Það var svo skemmti-
legt að heyra í honum, Bjössi hafði
alltaf góðar fréttir að færa, fréttir af
Böggu í Svíþjóð, fréttir af því að Pía
ætti von á öðru barni, fréttir af því að
Arnþór væri kominn með nýja kær-
ustu, fréttir af því að Njörður og
Vala væru að flytja heim… svo var
hann líka að forvitnast um það hve-
nær við færum næst norður.
Það eru margar notalegar minn-
ingar sem koma upp í hugann þegar
ég hugsa til Bjössa. T.d. þegar þeir
vinirnir Bjössi og Simmi fengu mig
18 ára til að skutla sér austur fyrir
Fjall að hitta Kalla (Eggerts)
frænda sem var í sumarhúsi í Ölf-
usborgum. Þeir voru löngu byrjaðir
að skemmta sér þegar við lögðum af
stað og ég bara með nokkurra daga
gamalt ökuskírteini. En þeir treystu
mér alveg og það gerði ekkert til
þótt ég hafi keyrt lúshægt. Þeir
höfðu ekki áhyggjur af því. Þannig
var Bjössi.
Amma segir mér líka oft söguna af
því þegar Bjössi passaði mig þegar
ég var lítil. Hann tók starfið mjög al-
varlega, lét mig meira að segja í bað.
Þegar baðið var búið setti hann á
mig púður, svo mikið að ekki var
hægt að sjá handa sinna skil. Ég
man ekkert eftir þessu en þegar
amma segir söguna, hlær hún dátt
og mér þykir alltaf jafn vænt um að
heyra hana.
Bjössi var örlátur. Þegar ég var
ung og Birgitta aðeins eins árs fékk
ég að vera í íbúðinni hans á Loka-
stígnum mér að kostnaðarlausu. Það
var eiginlega alveg sama hvað það
var, Bjössi var alltaf tilbúinn að
hjálpa. Til dæmis þegar ég bjó á
Bragagötunni, okkur Olgu langaði
að setja upp sólpall í garðinum, það
var nú ekkert mál. Bjössi mætti og
smíðaði pallinn. Svo tók ég upp á því
að flytja til útlanda, Bjössi geymdi
búslóðina á meðan, í sex ár – ekkert
mál. Hann sagði líka alltaf: ,,Þetta
verður ekkert mál“.
Bjössi móðurbróðir minn var frá-
bær kjötiðnaðarmaður. Og hvað það
var gaman öll jólin og allar grillveisl-
urnar þegar maður gat sagt stoltur:
,,Þetta kjöt er frá Bjössa frænda.“
Sunnudagsmorgunn 13. apríl, sím-
inn hringir, klukkan rúmlega níu. Á
símanum stóð ekki „Bjössi frændi“ í
þetta skiptið heldur birtist þar
gamla númerið hans á Lokastígnum.
Það fyrsta sem mér datt í hug var:
„Nú, er Bjössi í bænum?“ Nei, Er-
lendur var í símanum með sorgar-
fréttir, fréttir um að Bjössi væri dá-
inn. – Æ, hvað það var sárt.
Ingibjörg Ósk.
Elsku Bjössi minn.
Ég á eftir að sakna þess að heyra
þig ekki koma inn og segja „Hæ
stelpa!“ Á eftir að sakna þess að geta
ekki sest og spjallað eins og við vor-
um vön þegar við bjuggum hlið við
hlið. Við gátum rætt saman um allt,
hvort sem var í gríni eða okkar
innstu mál.
Það verður tómlegt í sumar þegar
ég sest út í sólina, því sólin var varla
farinn að skína á vorin, þá varstu
lagstur út í garði til þess að fanga
geisla sólarinnar.
Bjössi minn, þú varst yndislegur,
ljúfur og einstakur maður sem
reyndist mér og börnunum mínum
góður vinur.
Mig langar að kveðja þig með lag-
inu sem við hlustum svo oft á.
Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig
á eftir sér
Og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert
hann fer
en ég vona bara hann hugsi svolítið hlýlega
til mín
og leiði mig á endanum aftur til þín.
(Tvær stjörnur, Megas.)
Kæru aðstandendur, ég votta ykk-
ur mína dýpstu samúð.
Þín vinkona,
Gunnlaug K.
Sá sem eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson.)
Það voru dapulegar fréttir sem
mér bárust sunnudagsmorguninn
13. apríl um að Bjössi, vinur minn og
vinnufélagi til margra ára, hefði lát-
ist af slysförum um nóttina.
Bjössi var á margan hátt einstak-
ur maður, hæfileikaríkur og góður
vinnufélagi. Hann var fróður um
hins ýmsu málefni, góður íþrótta-
maður og duglegur í öllu sem hann
tók sér fyrir hendur.
Hann lifði fyrir líðandi stund og
gaf lítið fyrir lífgæðakapphlaupið
sem margir eru uppteknir af. Hann
hafði skemmtilega sýn á lífið, var
sannur vinstrimaður og hafði farið
margar Keflavíkurgöngur.
Bjössi sagði skemmtilega frá og
beitti þá kímni óspart. Þær eru
ógleymanlegar sögurnar af sjónum
og æskuminningar frá Patró gátu
fengið viðstadda til að veltast um af
hlátri. Þá átti Bjössi sviðið. Hann var
gleðimaður sem ég mun minnast um
ókomna tíð.
Sonum Bjössa, móður og öðrum
ástvinum votta ég mína dýpstu sam-
úð.
Ragnar Karl Ingason.
Nú kveðjum við góðan vinnufélaga
og vin, Björn Kristjánsson.
Kynni okkar hófust fyrir tæpum
17 árum þegar Bjössi, eins og við
vinir hans og samstarfsmenn kölluð-
um hann, byrjaði að vinna hjá „Sölu-
félaginu“.
Milli okkar varð strax nokkuð náin
vinátta í leik og starfi.
Hann var einstakur vinnufélagi og
honum fylgdi gleði og grín, sem
myndaði léttleika á vinnustaðnum.
Hann var góður kjötiðnaðarmaður
og leiðbeinandi fyrir vinnufélagana
og margan greiðann gerði hann fyrir
fólk í sínum frítímum, sem ekki var
hugsað um að fá greiðslu fyrir.
Bjössi var bókhneigður maður og
átti nokkuð safn góðra bóka, sem
hann var mjög stoltur af, og las
nokkuð mikið og hafði þann sér-
stæða sið að lesa tvær, þrjár bækur
jafnhliða.
Hann var vel gefinn, hlýlegur og
hæfileikaríkur maður sem lifði bara
fyrir einn dag í senn.
Hann hugsaði ekki um veraldleg
auðæfi sér til handa.
Ég minnist margra skemmtilegra
vinnustaðaferða, sem starfsmenn
Sölufélagsins fóru, en minnisstæðust
er samt ferð til Patreksfjarðar þegar
við fórum tveir saman til æskustöðva
hans fyrir allmörgum árum.
Þar var hann vel upplagður og
kominn heim.
Á leiðinni vestur komum við í
Króksfjarðarnes og tókum bensín.
Ég fór inn og borgaði bensínið og ók
síðan á stað, en viti menn, bíllinn var
bensínlaus og ég hafði borgað bensín
fyrir einhvern annan. Þessa sögu
sagði Bjössi vinnufélögum okkar oft
og sagði að ég hefði borgað bensín
fyrir alla sveitina.
Hann kynnti Vestfirðina fyrir mér
og sérstaklega minnist ég Látra-
bjargs. Þegar við komum til Pat-
reksfjarðar var tekið á móti okkur af
móður hans af miklum hlýleika og
rausnarskap.
Ég á margar minningar um sam-
verustundir okkar sem ég rifja upp
með sjálfum mér og syrgi hvað hann
yfirgaf okkur fljótt.
Ég kveð vin minn með eftirfarandi
ljóðlínum :
Því eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt ég verð að segja,
Að sumarið líður allt of fljótt.
Ég gái út um gluggann minn,
Hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar,
Ég reyndar sé þig alls staðaŕ
Þá napurt er.
Það næðir hér
og nístir mig.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson.)
Innilegar samúðarkveðjur til móð-
ur hans, sona, systkina og annarra
vina.
Ég kveð vin minn Björn Krist-
jánsson eins og við sögðum alltaf
þegar við kvöddumst:
Sjáumst.
Stefán Hafsteinsson.
Fallinn er frá vinnufélagi og vinur
til margra ára og alla setur hljóða.
Vinnufélagar ganga beygðir til
vinnu, höggvið er skarð í hópinn,
ekkert verður eins og áður.
Björn Kristjánsson kjötiðnaðar-
maður kom til starfa haustið 1991
sem forstöðumaður kjötvinnslu
Sölufélags Austur-Húnvetninga á
Blönduósi. Ungur maður, „gang-
ster“ að eðlisfari, var mættur á
svæðið. Sjálfsagt hefur hvarflað að
mörgum að þessi myndi nú ekki
stoppa lengi en síðan eru liðin rúm
16 ár. Fljótlega kom í ljós hans innri
maður, hann var maður með hjarta
úr gulli sem vildi allt fyrir alla gera,
hvort sem um var að ræða stærri eða
smærri viðskiptavini eða samstarfs-
fólk, einstaklega ósérhlífinn, alltaf
hafði hann tíma. Bjössi var ekki bara
Björn Kristjánsson
✝
Bróðir okkar og vinur,
SIGURÐUR ÁSGEIRSSON
frá Framnesi,
Gunnarsholti,
Rangárvöllum,
andaðist á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi,
Hellu, fimmtudaginn 17. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Odda á Rangárvöllum
laugardaginn 26. apríl kl. 13.30.
Jarðsett verður í Sólheimakirkjugarði í Mýrdal.
Systkini, vinir
og vandamenn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐLAUGUR JÓNSSON
frá Skarði á Skarðströnd,
Dalasýslu,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð,
miðvikudaginn 23. apríl.
Jón Guðlaugsson, Alda Særós Þórðardóttir,
Jóhannes Kristján Guðlaugsson, Hildur Steinþórsdóttir,
Kristbjörg Helga Guðlaugsdóttir,
Valdimar Guðlaugsson,
Ólína Guðlaugsdóttir, Sigurður Rafn Borgþórsson,
Kristín Jóhanna Valdimarsdóttir,
afa- og langafabörn.
✝
PREBEN MAGNÚS BECH
offsetprentari,
andaðist föstudaginn 18. apríl á Herlev sygehuset í
Kaupmannahöfn.
Útförin fór fram 25. apríl frá Skovlunde Kirkje í
Kaupmannahöfn.
Fyrir hönd ættingja,
Þorbjörg Guðmundsdóttir,
Margrét Guðmundsdóttir,
Sigríður Björg Guðmundsdóttir.
✝
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
GUÐLAUG PÁLSDÓTTIR HERSIR,
hjúkrunarheimilinu Skjóli,
andaðist síðasta vetrardag 23. apríl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Gylfi Páll Hersir, Sigurlaug Gunnlaugsdóttir,
Kári Gylfason.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, bróðir og mágur,
ERLENDUR HAUKSSON,
Brekkubæ 3,
Reykjavík,
andaðist á deild 11-G, Landspítalanum við Hring-
braut fimmtudaginn 24. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristín Helgadóttir,
Georg Ahrens Hauksson
og Ingibjörg Sveina Þórisdóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
LÁRA J. SIGURÐARDÓTTIR,
andaðist fimmtudaginn 24. apríl á hjúkrunar-
heimilinu Skógarbæ.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sigurður Karlsson, Unnur Laufey Jónsdóttir,
Ásmundur Karlsson, Guðbjörg Alfreðsdóttir,
Guðríður Karlsdóttir, Guðni Eyjólfsson,
Hólmfríður Karlsdóttir, Friðrik Sigurgeirsson,
ömmubörn og langömmubörn.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800