Morgunblaðið - 26.04.2008, Page 43
102 áraaf-
mæli. Í dag,
26. apríl, verð-
ur Margrét
Oddsdóttir frá
Jörfa 102 ára.
Hún dvelst á
Dvalarheim-
ilinu Silfurtúni
í Búðardal.
70ára af-mæli. Í
gær, 25. apríl,
varð Þorsteinn
Hermannsson,
Presthúsa-
braut 24,
Akranesi, sjö-
tugur. Í tilefni
þess býður
hann ætt-
ingjum og vin-
um að gleðjast
með sér á
þessum tímamótum í dag, laugardag-
inn 26. apríl, í sal Fjölbrautaskóla
Vesturlands á Akranesi, Vogabraut 5
milli kl. 15 og 18.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 43
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Árskógar 4 | Handavinnusýning í Félagsmiðstöðinni Ár-
skógum 4 kl. 13-16.30. Kaffisala kl. 14. Föstudaginn 26.
apríl er harmonikkuball kl. 15.30.
Ferðaklúbburinn Flækjufótur | Flækjufótur í samvinnu
við Bændaferðir fer í vikuferð til Þýskalands í sept. nk.
Leiðsögumaður verður Steingrímur Gunnarsson. Allar
uppl. í síma 898-2468.
Félag eldri borgara í Kópavogi | FEBK. Skvettuball verður
haldið í kvöld kl. 20. Þorvaldur Halldórsson leikur og syng-
ur fyrir dansi.
Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | Ferð um
Vatnsleysuströnd – Voga – Njarðvíkurnar – Keflavík-
urflugvöll – Keflavík – Garðskaga – Sandgerði – Hafnir–
Reykjanesvita og Grindavík verður farin föstudaginn 2.
maí. Brottför frá Gjábakka kl. 9.45 og Gullsmára kl. 10.
Kvöldmatur í Grindavík. Skráningarlistar í félagsmið-
stöðvunum.
Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9 og Hana-nú
ganga kl. 10.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Hin árlega vorsýning í Gull-
smáranum verður haldin dagana 3. og 4. maí nk. Allir eru
hvattir til að sýna verk sín á sýningunni. Skilafrestur á
sýningarmunum er til Þórhildar og Sigrúnar 29. og 30.
apríl. Tökum höndum saman og gerum sýninguna eins frá-
bæra nú eins og undanfarin ár
Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga kl. 9-16.30 er
fjölbreytt dagskrá. Þriðjud. 29. apríl kl. 14 er kynning-
arfundur í Ráðhúsinu og kaffiveitingar í boði. Lagt af stað í
rútu frá Gerðubergi kl. 13.15 og frá Árskógum kl. 13.30.
Skráning á staðnum s. 575-7720 og í Árskógum s. 535-
2700.
Hæðargarður 31 | Listasmiðjan; útskurður, bútasaumur,
glerlist, postulín, frjáls verkefni. Ókeypis tölvukennsla á
miðvikud. og fimmtud. Línudans, Bör Börsson, söngur,
þegar amma var ung og afi líka, brids, skapandi skrif, fé-
lagsvist, hláturklúbbur, framsögn. Leikfimitilboð á þriðjud.
kl. 9.15. Uppl. 568-3132.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snælandsskóla, Víðigrund kl.
9.30-10.30. Uppl. í síma 564-1490.
Kvenfélag Kópavogs | Vorferð Kvenfélags Kópavogs
verður 15. maí nk. Lagt verður af stað frá Hamraborg 10,
kl. 18. Þátttaka tilkynnist fyrir 10. maí í síma: 553-5858
Elísabet eða 557-9707/847-7836 Bryndís.
SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dans verður í Von, Efsta-
leiti 7, í kvöld. Vistin hefst kl. 20. Danshljómsveitin Klassík
leikur fyrir dansi.
Kirkjustarf
Kolaportið | Helgihald er í Kolaportinu sunnud 27. apríl kl.
14. Fyrirbænum er safnað frá kl. 13.30 á meðan Þorvaldur
Halldórsson leikur sálma og lög. Prestar, djáknar og sjálf-
boðaliðar leiða stundina. Miðborgarstarfið.
dagbók
Í dag er laugardagur 26. apríl, 117. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Sækist eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu, ósviknu mjólk, til þess að þér af henni getið dafnað til hjálp-
ræðis. (1Pt. 2, 2.)
Sumarið er komið og lands-menn fara óðum að dragafram reiðhjól, hjólabrettiog skauta.
Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sviðs-
stjóri slysavarnasviðs Slysavarna-
félagsins Landsbjargar minnir á
að allir noti hjálma, en fleiri atriði
þarf að hafa í huga til að tryggja
áfallalaust sumar: „Rannsóknir
sýna að notkun hjálms við hjólreið-
ar kemur í veg fyrir alvarlega höf-
uðáverka í 80-85% tilvika, og því
ljóst að miklu skiptir að hjálm-
urinn sé notaður,“ segir hún
„Yngri börn virðast sem betur fer
mjög dugleg að nota hjálminn, en
því miður eiga unglingar og full-
orðnir eiga það frekar til að sleppa
hjálminum.“
Sigrún minnir á að hjálmurinn
þarf að vera rétt stilltur svo hann
geri gagn: „Hjálmurinn má ekki
hallast fram á höfðinu, eða hanga
aftur á hnakka, og er ágætis þum-
alfingursregla að hjálmurinn situr
nógu fast ef hægt er að koma
tveimur fingrum undir hökuband-
ið,“ segir hún. „Það er líka bannað
að skrifa eða líma á hjálmana, því
lím og blek getur skemmt efnin í
hjálminum og dregið úr styrk
þeirra og þá um leið þeirri vernd
sem hjálmurinn gefur við högg-
um.“
Ekki má gleyma hnjám,
olnbogum og úlnliðum
Það þarf líka að nota hjálm þeg-
ar þeyst er á línuskautum og
hjólabrettum: „Einnig er sér-
staklega mælt með hlífum á úlnlið-
um, olnbogum og hnjám, þar sem
högg eru algeng,“ segir Sigrún.
„Þess þarf að gæta að stýrið á
hlaupahjólum sé í olnbogahæð, því
alltof algengt er að börn fái and-
litsáverka þegar þau falla fram á
stýri sem er of hátt stillt, eða kvið-
arholsáverka vegna lágt stilltra
stýra.“
Einnig þarf að yfirfara öll tæki
vandlega: „ Skoða þarf hvort öll
hjól sitji vel föst, hvort bremsur,
gírar og legur séu í lagi, og glit-
merki öll á réttum stað,“ segir Sig-
rún. „Mörgum hættir til að kaupa
of stórt hjól sem á að endast
barninu í mörg ár. Þess þarf hins
vegar að gæta að velja hjól af
stærð sem er í samræmi við aldur
og þroska barnsins. Börnin hafa
verri stjórn á hjólum sem eru of
stór og ná á þeim meiri hraða en
þau ráða við.“
Auk þess að sýna gott fordæmi
með því að nota hjálminn segir
Sigrún mikilvægt að foreldrar og
forráðamenn gefi sér góðan tíma
með börnunum: „Það þarf að fylgj-
ast vel með þeim meðan þau læra
á þessi nýju farartæki, og brýna
fyrir þeim að hjóla og skauta á
öruggum svæðum.“
Nánari upplýsingar um öryggis-
mál má finna á www.landsbjorg.is
Öryggi | Fara þarf varlega á hjólum, hjólabrettum, skautum og hjólaskóm
Gleymum ekki hjálminum
Sigrún A. Þor-
steinsdóttir
fæddist á Hömr-
um í Reykholts-
dal í Borgarfirði
1968. Hún lauk
stúdentsprófi frá
Fjölbrautaskól-
anum á Akranesi
1988 og B.S.
gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla
Íslands 1992. Sigrún var hjúkr-
unarfræðingur við FSA og á Borg-
arspítalanum en hefur frá 1999
starfað hjá Slysavarnafélaginu
Landsbjörg. Eiginmaður Sigrúnar
er Helgi Þór Jóhannsson viðskipta-
fræðingur og eiga þau börnin
Andra Má og Söru Sif.
Tónlist
Bar 11 | Laugavegi 11. Rokkböndin Slugs,
Mammút og Weapons halda þrusutónleika
kl. 22. Weapons spila rokk, Slugs eru ögn
tjúllaðri og Mammút er erfitt að lýsa.
Grensáskirkja | Árlegir vortónleikar Ála-
fosskórsins verða haldnir í dag í Grens-
áskirkju kl. 16 og mánud. 28. apríl í Bóka-
safni Mosfellsbæjar kl. 20.30. Stjórnandi
er Helgi R. Einarsson. Meðleikari er Arn-
hildur Valgarðsdóttir, píanó.
Höfn | Landsmót íslenskra kvennakóra
verður haldið á Höfn í Hornafirði 25.-27.
apríl í boði Kvennakórs Hornafjarðar. 14
kvennakórar víðsvegar að af landinu munu
taka þátt í mótinu þar sem m.a. verður
boðið upp á vinnuhópa. Mótinu lýkur með
sameiginlegum tónleikum á sunnud.
Kópavogur | Söngvinir, kór eldri borgara í
Kópavogi, halda tónleika í Digraneskirkju í
dag kl. 16. Aðgangur ókeypis.
Laugarneskirkja | Tónleikar Reykjalund-
arkórsins verða 27. apríl kl. 17. Flutt
verða m.a. lög úr Fiðlaranum á þakinu,
Carousel, Showboat, My fair Lady og Ci-
cago ásamt Andrew Lloyd-syrpu. Ein-
söngvarar Hulda Sif Ólafsdóttir, Ingunn
Gyða Hrafnkelsdóttir og Páll Sturluson.
Stjórnandi er Íris Erlingsdóttir og píanó-
leikari Anna Rún Atladóttir. Verð 1.000
kr.
Norræna húsið | Dagskrá um Tomas
Tranströmer, eitt þekktasta núlifandi ljóð-
skáld Svía, í dag kl. 16. Flytjandi er sænski
leikstjórinn Leif Olsson. Ljóðin eru flutt við
tónlist eftir Franz Liszt, undirleik annast
Lars Hägglund og Björn J. Lindt. Saxófónn
og píanó með léttum djassáhrifum á tón-
leikum sunnud. 27. apríl kl. 15.15. Guido
Bäumer saxófónleikari og Aladár Rácz pí-
anóleikari leika miðevrópska saxófón-
tónlist.
Salurinn, Kópavogi | Útskriftartónleikar á
vegum Listaháskóla Íslands kl. 16. Á efnis-
skrá eru m.a. verk eftir Vivaldi, Schumann,
Frank og Ysaye. Meðleikari er Richard
Simms píanóleikari. Aðgangur ókeypis.
Myndlist
Art-Iceland | Guðný Svava Strandberg
sýnir í Geysi Bistro bar til 15. maí. Opið
er kl. 11.30-22. Guðný vinnur með hlýnun
jarðar á sýningunni. Eldur, ís og æv-
intýri.
Gallerí | CORPORA í Kirsuberjatrénu. Kl.
13.30 mun Kristín Reynisdóttir vera
með leiðsögn um myndlistarsýningu
sína, Corpora, sem nú stendur yfir í
kjallara Kirsuberjatrésins. Opið til 4. maí
á kl. 11-18 virka daga og kl. 11-15 laugard.
Gallerí Fold | Listmunauppboð á sunn-
dagskvöld í Súlnasal Hótel Sögu kl. 19. 130
verk boðin upp. Verkin eru sýnd í Gallerí
Fold við Rauðarárstíg í dag kl. 11-17 og sun-
nud. kl. 12-17.
Hafnarborg | Í dag kl. 15 verða þrjár sýn-
ingar opnaðar. Í aðalsal er yfirlitssýning á
verkum Einars Más Guðvarðarsonar mynd-
höggvara sem lést árið 2003, í Sverrissal
sýnir leirlistakonan Jóna Guðvarðardóttir, í
Apóteki sýnir Hildur Ýr Jónsdóttir skúlptúr
og skartgripi. Sýningin stendur til 25. maí.
Skemmtanir
Breiðfirðingafélagið | Vorfagnaður verður
í Breiðfirðingabúð í kvöld kl. 22-03. Hilmar
Sverrisson og Helga Möller leika fyrir
dansi. Sjá heimasíðu félagsins www.bf.is
Hlégarður | Um árabil hefur Mosfellskór-
inn boðið eldri borgurum Mosfellsbæjar,
Vorboðunum úr Mosfellsbæ og kórum úr
félagsstarfi aldraðra í Reykjavík til vor-
fagnaðar. Í ár verður fagnaðurinn 27. apríl.
Kórarnir stíga allir á stokk og taka lagið og
boðið verður upp á kaffiveitingar.
Bækur
Sólheimasafn | Sólheimasafn Borg-
arbókasafns býður til bókmenntagöngu í
Vogahverfinu í dag. Hverfið verður kynnt
sem heimaslóðir skálda. Lagt af stað frá
safninu, Sólheimum 27, kl. 14. Á eftir er
boðið í kaffi og með því á safninu. Ekkert
þátttökugjald. Dagskráin tekur tvær klst.
Fyrirlestrar og fundir
Sögufélag | Nafnfræðingafélagið heldur
fyrirlestur um gælunöfn kl. 13.30.
Kendra J. Willson fjallar um megindrætti
í frásögnum Íslendinga af nafnstytt-
ingum og öðrum óopinberum manna-
nöfnum. Rannsóknin byggist á svörum
við aukaspurningu í spurningalista Þjóð-
háttadeildar Þjóðminjasafnsins. Ókeypis
og öllum opinn.
Dans
Básinn | Vorball Harmonikufélags Selfoss
verður í Básnum, Ölfusi kl. 22-02.
Kvikmyndir
Félagsheimilið Herðubreið | Herðubreið-
arbíó sýnir Brúðgumann eftir Baltasar
Kormák í dag kl. 20 og sunnudaginn 27.
apríl kl. 15. Miðaverð 1.200 kr.
Útivist og íþróttir
ÍTR | Ferðalangar úr páskaferð ÍT ferða til
Grand Canyon sýna myndir í Íþrótta-
miðstöðinni í Laugardal (hús næst Laug-
ardagshöllinni) kl. 17 sunnudaginn 27. apríl.
FRÉTTIR
Flytjast aldraðir of fljótt á
hjúkrunarheimili á Íslandi?
INGIBJÖRG Hjaltadóttir lektor við
hjúkrunarfræðideild Háskóla Ís-
lands og sviðsstjóri hjúkrunar á
öldrunarsviði Landspítala flytur er-
indið: Flytja aldraðir of fljótt á
hjúkrunarheimili á Íslandi? mánu-
daginn 28. apríl á málstofu Rann-
sóknastofnunar í hjúkrunarfræði
við Háskóla Íslands í stofu C-201, 2.
hæð, Eirbergi, Eiríksgötu 34, kl.
12.10-12.50. Rannsókn þessi er hluti
af doktorsverkefni Ingibjargar, þar
sem hún rannsakar m.a. hvernig
heilsufar og færni aldraðra, sem
flytja inn á hjúkrunarheimili, hefur
þróast á árunum 1996 til 2006, seg-
ir í fréttatilkynningu.
Fyrirlesturinn er opinn öllum.
Bent er á bílastæði sunnan megin
við gömlu Hringbrautina.
Japönsk
ræðukeppni
JAPÖNSK ræðukeppni verður
haldin í Odda 101, Háskóla Íslands,
í dag, laugardaginn 26. apríl, frá kl.
13.
Sendiráð Japans á Íslandi og
Hugvísindadeild Háskóla Íslands
standa að keppninni, sem er sú
fimmta frá upphafi og verður sér-
lega vegleg í ár.
Alls munu taka þátt 34 kepp-
endur og hefur Icelandair, í sam-
vinnu við sendiráð Japans, ákveðið
að veita sérstök verðlaun. Einnig
mun Japan Foundation veita vinn-
ingshöfum verðlaun.
Málþing í
Hjallakirkju
REYKJAVÍKURPRÓFASTSDÆMI
eystra stendur fyrir málþingi í
Hjallakirkju í Kópavogi undir yf-
irskriftinni „Mannréttindi í heimi
trúarinnar“ mánudaginn 28. apríl
kl. 16.15.
Þar verður leitast við að varpa
ljósi á mannréttindahugtakið, bæði
eins og það birtist í lögum og eins
út frá sjónarhóli guðfræðinnar.
„Markmið málþingsins er að skerpa
hugsun okkar og vitund gagnvart
mannréttindum, hver þau eru og
hvernig hægt er að leggja sitt af
mörkum þegar vegið er að mann-
réttindum fólks,“ segir í frétta-
tilkynningu.
Fyrirlesarar eru Margrét Steins-
dóttir, lögfræðingur Alþjóðahúss,
sem mun tala um íslensk lög og
mannréttindi. Jóhanna Katrín Eyj-
ólfsdóttir, framkvæmdastjóri Ís-
landsdeildar Amnesty Int-
ernational, erindi hennar fjallar um
mannréttindakerfið. Sr. Irma Sjöfn
Óskarsdóttir, verkefnastjóri á Bisk-
upsstofu, mun fjalla um Guðsmynd-
ina og mannréttindi og lokaerindið
flytur dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson,
héraðsprestur, um mannréttinda-
hugtakið í sögu guðfræðinnar. Mál-
þingið er öllum opið.