Morgunblaðið - 26.04.2008, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 26.04.2008, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 47 Tommy Lee Jones eins og hann gerist bestur FRÁBÆR ÖÐRUVÍSI SPENNUMYND „Hank Deerfield (Tommy Lee Jones) sem leitar að syni sýnum sem hefur ekki sést frá því hann kom aftur sem hermaður frá Írak. Ásamt lögreglukonunni Emily Sanders reynir hann að leysa ráðgátuna sem teygir anga sína víða.” TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA Stórleikararnir EBERT BBC Tommy Lee Jones Charlize Theron Susan Sarandon Paul Haggis fyrir (crash) fyrir Dead man walking fyrir Monster fyrir Fugitive í leikstjórn GERÐUBERG www.gerduberg.is Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Sími 575 7700 • gerduberg@reykjavik.is Stefnumót við safnara III Hljómfagurt stefnumót við tón- listarmenn og hljóðfærasafnara! Sýningarstjórn: Anik Todd og Una Stígsdóttir Boðið er upp á leiðsögn fyrir hópa. s. 575 7700 Vissir þú... ...að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og veislur? Salir og fundar- herbergi fyrir 8 - 120 manns. Sjá nánari upplýsingar: www.gerduberg.is, s. 575 7700. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG hitti alls konar fólk, blaða- menn og svona. Ég veit ekki hversu mikinn áhuga fólk hefur, en þetta er allavega mesti áhugi sem ég hef fundið. En það er kannski bara krækiber í helvíti,“ segir Örn Elías Guðmundsson, bet- ur þekktur sem Mugison, sem var staddur í Berlín þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Þar var hann að kynna sig og plötu sína, Mugiboogie, en hann fór einnig til Lundúna í sömu erindagjörðum. „Þar hitti ég fólk sem vinnur með mér í þessum pressu-pakka og það var helvíti flott, það var sett upp svona áætlun og allir voru í stuði,“ segir hann. „Í Berlín buðum við fólki hins vegar að koma að hlusta í svona smá leikhúsi. Ég bjóst við 20 manns en það komu 110 manns, þar af svona 70 blaðamenn, þann- ig að við vorum alveg himinlif- andi.“ Dýrt spaug Mugison kom til landsins í gær, en hann fer beint til Bandaríkj- anna í dag og þaðan til Kanada á morgun þar sem hann mun hita upp fyrir bandarísku rokksveitina Queens Of The Stone Age á 11 tónleikum víðs vegar um landið. Með honum í för verður hljóm- sveit hans, þeir Arnar Þór Gísla- son trommuleikari, Guðni Finns- son bassaleikari, Davíð Þór Jónsson hljómborðsleikari og Pét- ur Ben gítarleikari. „Þetta verður alveg geðveikt. Við tökum 11 gigg með þeim og svo erum við búnir að bóka nokkra tónleika sem við tökum þegar við erum búnir að spila með þeim, þá tökum við svona Gauk á Stöng-fíling í þess- um borgum til þess að fá aðeins meiri pening, enda er þetta frekar dýrt,“ segir Mugison, en ólíkt því sem margir eflaust halda eru lítil sem engin laun greidd fyrir tón- leikaferð sem þessa. „Oft er það meira að segja þannig að útgáfu- fyrirtæki eða hljómsveitir þurfa að borga fyrir að fá að spila á svona tónleikum. En þeir ætla að borga okkur 40 þúsund krónur fyrir kvöldið, allt annað er bara úr vasanum hjá Múkkanum,“ segir Mugison og vísar þar til sín sjálfs. „Þetta er alveg slatti, laun á strákana, rútan og þvottur. Svo þarf örugglega að borga strákana út úr fangelsum og svona,“ segir hann í léttum dúr. Ljóst er að heildarkostnaður verður þó í kringum þrjár milljónir króna. „En ég fékk náttúrlega ansi góðan styrk um daginn, auk þess sem við munum náttúrulega selja einhverja diska á tónleikunum. Ef við seljum svona 350 diska á hverjum tónleikum verðum við góðir þegar við komum heim, þannig að við stefnum bara á það.“ Að hrökkva eða stökkva Fyrstu tónleikar Mugisons með Queens Of The Stone Age verða í Vancouver á miðvikudaginn, 30. apríl. Að hans sögn verður dag- skráin ansi stíf í kjölfarið og sem dæmi má nefna að dagana 3. til 7. maí verður spilað á hverjum degi. Þess á milli verða svo langar rútu- ferðir, enda Kanada næststærsta land í heimi. „Þetta eru frá 1.000 upp í 6.000 manna tónleikastaðir og það er uppselt á alla tón- leikana. Það var einhver að skjóta á að þetta yrðu frá 40 til 50 þús- und manns í heild sinni,“ segir Mugison sem er ekki viss hvort hann hefur spilað fyrir svo marga á svo stuttum tíma áður. „Kaup- þings-giggið er eitthvað á reiki, hvort það voru 500 manns eða 50 þúsund manns,“ segir hann og hlær. En hvernig kom það til að þú varst fenginn til að hita upp fyrir Queens Of The Stone Age? „Vinur minn er tónleikabókari fyrir þá, Foo Fighters og fleiri, og hann gaf Josh [Homme, söngvari QOTSA] eintak af Mugieboogie í einhverju góðu gríni. Josh hringdi strax í hann aftur og vildi endi- lega finna einhverja smugu til þess að fá okkur til að hita upp,“ útskýrir Mugison. Hvað sérstakar kröfur þeirra steinaldarmanna varðar segir hann þær fremur takmarkaðar. „Það eina sem ég hef heyrt er að við megum ekki vera leiðinlegir, og að við eigum alltaf að vera í stuði. Við eigum sem sagt ekki að vera að hoppa inni í rútu og stunda jóga eftir gigg,“ segir Mugison sem lítur á þessa tónleikaferð sem mjög stórt tækifæri. „Ég var einmitt að tala við hann Einar Örn [Benediktsson, tónlistarmann] um daginn, og spurði hann meðal annars hvort við ættum að gera þetta í ljósi þess hvað þetta kostar mikið. Hann kom með rétta vinkilinn á málið; ætlar maður að sitja á elli- heimilinu eftir 50 ár, hafandi sleppt þessu? Það er náttúrulega ekki séns – þegar maður fær svona tækifæri stekkur maður náttúrlega á það.“ Bannað að vera leiðinlegur  Tónleikaferð Mugisons með Queens Of The Stone Age hefst í Kanada á miðvikudaginn  Spilar fyrir 40 til 50 þúsund manns á 11 tónleikum  Kostnaður Mugisons um 3 milljónir króna www.mugison.com Heimsfrægð á næsta leiti? „Þegar maður fær svona tækifæri stekkur maður náttúrlega á það,“ segir Mugison. Til hægri: Josh Homme og félagar hans í Queens Of The Stone Age.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.