Morgunblaðið - 26.04.2008, Page 53

Morgunblaðið - 26.04.2008, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 53 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is MIKIÐ og gott uppbyggingarstarf fer fram í hinum fjölmörgu fé- lagsmiðstöðvum höfuðborgarsvæð- isins og í félagsmiðstöðvunum Hólmaseli og Miðbergi lauk góð- gerðarviku í gær. Fjársöfnun fór fram og mun allur ágóði renna til styrktar geðheilbrigðis unglinga. Téðri viku var hleypt af stokk- unum síðastliðinn mánudag með svofelldu góðgerðarbíói. Á þriðju- deginum tók fólk svo við að spila hinn gamalkunna og gegna leik bingó. Fjör færðist svo heldur betur í leikinn á miðvikudaginn og máttu starfsmenn hafa sig alla við til að „halda andlitinu“. „Það var þá sem við starfsmenn- irnir mættum með forláta rjómakök- ur á staðinn,“ upplýsir Jóhann Fjal- ar Skaptason. „Fyrir sanngjarnt verð gafst krökkunum svo færi á að taka þær upp og grýta í andlitin á okkur. Skemmst frá því að segja mæltist þetta gríðarlega vel fyrir.“ Jóhann lýsir því að mikil stemning og góður andi hafi svifið yfir vötnum þessa annasömu viku. „Krakkarnir sáu um þetta sjálf að öllu leyti og við erum mjög stolt af þeim, þau eru bú- in að standa sig afskaplega vel.“ Vikunni lauk svo með stór- tónleikum í gær en þá léku tvær ungsveitir, þær Major Pink Disaster og Galaxia. MC Biggi kom þá ásamt sínu teymi og 1985!, sem er rapp- sveit þeirra Dóra DNA og Danna Deluxxx, tróð einnig upp. Síðast en ekki síst lék hin ofurvinsæla Merce- des Club og gerði allt vitlaust eins og hennar er von og vísa. Gæjar og gella Merzedes Club lagði sitt af mörkum og tróð upp til styrktar málefninu. Morgunblaðið/Valdís Thor Hólmasel Ungir tæknimenn voru í óða önn að gera allt klárt fyrir kvöldið þegar ljósmyndara bar að garði. Kaka í andlitið Góðgerðarvika í Hólmaseli og Miðbergi BANDARÍSKA leikkonan Claire Danes verður hið nýja andlit skartgripalínu tískurisans Gucci. Danes tekur þar með við af leikkon- unni Drew Barrymore en nýja línan fer í sölu næsta haust. Frida Giannini, þró- unarstjóri Gucci, segir að Danes sé nú- tímaíkon og ein áhuga- verðasta leik- kona samtím- ans. Hún búi yfir nátt- úrulegri feg- urð, sé bæði hress og hraust og það kristallist í þeim hlutverkum sem hún hefur tekið að sér. Hún sé tilvalin til þess að kynna Gucci-línuna. Danes seg- ist hæstánægð með samninginn við Gucci og það sé henni mikill heiður að fá að taka þátt í kynningu á nýrri skartgripalínu Gucci. Næsta hlutverk Danes verður í kvikmynd- inni Me and Orson Welles en þar leikur hún á móti Zac Efron og Ben Chaplin. Danes andlit Gucci Claire Danes Hress og hraustleg eins og sjá má.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.