Morgunblaðið - 14.06.2008, Síða 47

Morgunblaðið - 14.06.2008, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 47 Texti og myndir eftir Matthías Árna Ingimarsson mai@centrum.is UM það leyti sem dyraverðir Orpheum-leikhússins í Omaha tóku úr lás byrjuðu viðvörunarbjöllur að óma allt í kring. Hvirfilbylur sem farið hafði um Nebraska-ríkið með miklum látum var kominn til borgarinnar. Eins og lög gera ráð fyrir var hljómsveit og tónleikagestum hraðað niður í kjallara leik- hússins og þar átti að bíða ósköpin af sér. Hvirfilbylurinn hafði þegar sent á undan sér beljandi rign- ingu og rok og í fjarska sáust eldingar á himni. Þrumurnar sem fylgdu í kjölfarið bárust alla leið niður í þrönga kjall- araganga leikhússins þar sem um þrjú þúsund tónleikagestir komu sér fyrir í rólegheitum. Stuttu síðar upphófst mikill lúðrablástur og taktfastur trommusláttur og í minnstu og þrengstu skrúðgöngu sem sögur fara af í Omaha ómaði „Öxar við ána“ í flutningi Sigur Rósar. Ekki veit ég hvort þeir Sigur Rósar-drengir hafi átt fleiri ættjarðarlög upp í erminni þetta kvöld en veðrinu slotaði svo að segja við síðasta tóninn og tónleikagestum var hleypt upp í sal. Fyrstur á svið var Helgi Hrafn Jónsson sem einnig er hluti af brass-sveit Sigur Rósar. Stóð hann sig með prýði og fjöl- margir tónleikagestir þökkuðu fyrir sig með því að kaupa EP- plötu Helga Hrafns Ösku að tónleikunum loknum. En þá var komið að aðalatriði kvöldsins. Sigur Rós flutti bæði gömul og ný lög og þegar litið var yfir salinn mátti stundum halda að tónleikagestir væru dáleiddir, slík var einbeitingin sem skein úr andlitum þeirra. Ljósasýn- ingin var einnig upp á sitt besta og jók við þá nánast trúarlegu upplifun sem fólk varð fyrir þetta kvöld. Eftir uppklappið gengu gestir út í þögula Nebraska-nóttina. Ógleymanlegur stormur var að baki. Þrumur og eldingar Ljósasýning Sigur Rós dáleiddi tónleikagesti með tónum og ljósadýrð. Jónsi Nýtur sín við hljóðnemann. Kvöldstund með Sigur Rós Ljósaskilti Orpheum með skýr- um skilaboðum. Ógleymanlegt Stormur í aðsigi, óveðursský hrannast upp. Hey, sjáiði þetta! Tónlistarmennirnir íslensku fylgjast með hvirfilbylnum og greinilegt að hann er tilkomumikill. Öxar við ána Liðsmenn Sigur Rósar og Aminu berja húðir og syngja ættjarðarlagið góða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.