Morgunblaðið - 28.09.2008, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HVAÐVILDIRÐU
VERÐA ÞEGAR
ÞÚYRÐIRSTÓR?
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-1
5
8
4
Munið hlaupaprófið laugardaginn 4. okt. kl. 10!
Kíktu á www.shs.is
Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur
í New York
bab@mbl.is
AÐEINS þrjár vikur tæpar eru þar
til kosið verður um tvö tímabundin
sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna. Kosningin fer fram föstudag-
inn 17. október og valið stendur milli
þriggja ríkja: Tyrklands, Austurríkis
og Íslands. Undirbúningsvinna
starfsfólks utanríkisráðuneytisins
vegna framboðsins er á lokasprett-
inum og fara þar í fararbroddi starfs-
menn fastanefndar Íslands við höf-
uðsstöðvar SÞ í New York. Þeim
hefur borist liðsauki á undanförnum
vikum með starfsfólki sem komið er
hingað tímabundið til að sinna þess-
um lokaundirbúningi og nú í vikunni
sem leið sóttu Geir H. Haarde for-
sætisráðherra og Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir utanríkisráðherra alls-
herjarþing SÞ þar sem þau hittu aðra
ráðherra og þjóðarleiðtoga og ræddu
meðal annars við þá um framboð Ís-
lands.
Norrænt framboð
og framboð smáþjóðar
Ísland býður sig fram í öryggisráð-
ið með stuðningi hinna Norður-
landanna en hefð er fyrir því að eitt
þeirra sækist eftir setu í ráðinu á
fjögurra ára fresti. Noregur og Dan-
mörk hafa fjórum sinnum átt sæti í
ráðinu, Svíar þrisvar og Finnar tvisv-
ar, en Ísland er að bjóða sig fram í
fyrsta sinn. Setið er í ráðinu til
tveggja ára í senn og nái Ísland kjöri
verður þetta með allra stærstu verk-
efnum og ein mesta ábyrgð sem Ís-
lendingar hafa tekið að sér á alþjóða-
vettvangi.
Í ræðu sinni á allsherjarþinginu á
föstudag sagði forsætisráðherra að
Norðurlöndin hefðu alla tíð gegnt
lykilhlutverki í þeim verkefnum sam-
takanna sem snúa að friðargæslu og
þróunaraðstoð og að þau hefðu sýnt
afdráttarlausa skuldbindingu við al-
þjóðalög og næði Ísland kjöri myndi
það fylgja þessari hefð.
Þau atriði sem lögð hefur verið
áhersla á í málflutningi Íslands þegar
framboðið er kynnt fyrir öðrum þjóð-
um er að framboð Íslands sé norrænt
framboð og einnig að það sé framboð
smáþjóðar sem hefur enga verulega
geópólitíska hagsmuni. Tekið er fram
að Ísland beri virðingu fyrir alþjóða-
lögum, mannréttindum og lýðræði og
vilji stuðla að gagnkvæmri virðingu
og umburðarlyndi í samskiptum
ríkja. Þá vilji Ísland sjá aukna sam-
þættingu öryggismála og þróunar-
starfs og stuðla að verndun óbreyttra
borgara á átakasvæðum með sér-
staka áherslu á konur og börn. Annað
sem snýr að konum er að hvetja til
þess að þær fái aukinn aðgang að
friðarviðræðum og uppbyggingu
samfélaga eftir stríðsátök. Ísland vilji
einnig auka gegnsæi í starfi öryggis-
ráðsins og beita sér fyrir því að þar
ríki lýðræðislegar vinnuaðferðir sem
auðvelda öðrum aðildarríkjum SÞ að
fylgjast með starfsemi þess.
Tekið á því á lokasprettinum
Undirbúningsvinna vegna framboðs Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á fullu
Kosið eftir tæpar þrjár vikur Valið stendur á milli Íslands, Tyrklands og Austurríkis
Ljósmynd/Birna Anna Björnsdóttir
Fundur Ráðherrar sátu fjölda tvíhliðafunda, þ. á m. ræddi Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir við Mourad Medelci, utanríkisráðherra Alsírs.
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut-
anríkisráðherra sagði að hún væri
vongóð og að sér fyndist almennt
hafa verið brugðist mjög jákvætt
við framboðinu.
„Ég er ánægð með það sem við
höfum verið að gera. Við fáum já-
kvæð viðbrögð við þeim áherslum
sem við höfum lagt fram og því
hvernig unnið hefur verið að fram-
boðinu. Það hefur verið faglega og
vel gert og ég hef fengið mjög já-
kvæð viðbrögð við því hvernig okk-
ar starfsfólk, fólk í utanríkisþjón-
ustunni, hefur sinnt þessum málum
og komið okkar málstað á fram-
færi.“
Hún segir Ísland hafa fengið
mikla, jákvæða kynningu vegna
framboðsins og öll sú vinna sem far-
ið hefði fram í kringum það hefði
mikið gildi í sjálfu sér burt séð frá
því hvernig sjálf atkvæðagreiðslan
fer.
„Við erum, á stuttum tíma, búin
að ná eyrum leiðtoga 192 ríkja.
Núna hafa allir heyrt um Ísland,
heyrt hvað Ísland hefur fram að
færa, og hlustað á okkar áherslur.“
Margir þeirra leiðtoga sem fundað
hafi verið með hafi ekkert þekkt til
Íslands. „En í gegnum þetta er Ís-
land komið á kortið.“
Nýir bandamenn
Eru einhverjir ákveðnir ríkjahóp-
ar sem má segja að séu orðnir nýir
bandamenn okkar fyrir tilstilli
þessa vinnuferlis?
„Já, ég get til dæmis nefnt smáu
eyríkin. Það eru bandamenn sem
við höfum eignast
en við höfum lagt
mikla áherslu á
að kynna okkur
fyrir þeim. Mér
finnst við líka
eiga mikinn
hjómgrunn meðal
Afríkuríkja, og
þá ekki síst
vegna okkar sér-
stöku sögu innan
Evrópu, sem fyrrverandi nýlenda
og fyrrverandi þróunarríki. Sagan
okkar er þeim hvatning.“
Og það sama á kannski við um ey-
ríkin?
„Já, því við erum líka smátt ey-
ríki. Og þau sjá að þó að þjóð sé
ekki fjölmenn þá þarf hún ekki að
upplifa sig vanmegnuga.“
Hefurðu einhverja tilfinningu fyr-
ir framboðum hinna landanna
tveggja, Tyrklands og Austurríkis?
„Það er erfitt að segja. Þetta eru
auðvitað öflugir mótframbjóðendur
með mjög þróaða og stóra utanrík-
isþjónustu og sendiráð út um allan
heim. Austurríki er auk þess með
SÞ stofnanir innan sinna vébanda
og Tyrkirnir eru með mikla útrás-
arstarfsemi í ýmsum áttum í kring-
um sig. Það er því við ramman reip
að draga en ég held að við höfum
hlotið svolitla virðingu einmitt
vegna þess. Þetta er svolítið eins og
Davíð og Golíat og við gefum ekkert
eftir. Því það að vera smáríki er líka
spurning um hugarfar. Við erum
ekki hugarfarslega smá,“ sagði
Ingibjörg Sólrún.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Ísland komið á kortið
Í vikunni sem leið sátu forsætis-
ráðherra og utanríkisráðherra
fjölda tvíhliða funda með öðrum
ráðherrum og þjóðarleiðtogum
þar sem þau mæltu fyrir fram-
boði Íslands. Því enda þótt það
séu fastafulltrúar aðildaríkj-
anna 192 í SÞ sem sjá um að
greiða atkvæðin í leynilegri
kosningu gera þeir það flestallir
samkvæmt fyrirmælum stjórn-
valda í heimalöndum sínum. Því
er brýnt að fá stuðning leiðtoga
aðildarríkjanna þó svo að fasta-
fulltrúarnir sjálfir geti í mörgum
tilfellum haft áhrif á hvaða ríki
verða fyrir valinu. Þess vegna er
einnig mikilvægt að fá stuðning
fastafulltrúanna. Það er síðan
alltaf inni í myndinni að fasta-
fulltrúarnir kjósi eftir eigin geð-
þótta, kosningin er jú leyni-
legÞví þrátt fyrir öll loforð,
bæði munnleg og skrifleg, gerir
leynileg kosning mönnum kleift
að lofa upp í ermina á sér og
lofa jafnvel öllum stuðningi.
Leynileg kosning
og því erfitt að spá
GEIR H. Haarde
forsætisráðherra
sagðist telja hug-
arfarið gagnvart
framboði Íslands
almennt vera já-
kvætt.
„Mér hefur
fundist stemn-
ingin í okkar
garð vera mjög
góð og miklu betri en ég átti von
á. En það er nú samt hér eins og í
pólítík alls staðar annars staðar
að það koma ekki alltaf jafn mörg
atkvæði upp úr kassanum og
menn hafa átt von á þegar þeir
telja saman loforðin sem gefin
eru, enda er þetta leynilegt kosn-
ing.
En við höfum samt ástæðu til
að vera nokkuð bjartsýn. Við höf-
um háð þessa baráttu á frekar
lágum og hófstilltum nótum, eins
og við ætluðum okkur að gera. Ég
held að hún hafi orðið okkur til
sóma hvernig svo sem niðurstaðan
verður. Og ég held að við höfum
lært mikið af því að taka þátt í
þessu.“
Telurðu að vinnan við framboðið
hafi haft gildi í sjálfri sér, burtséð
frá væntanlegum niðurstöðum
kosninganna?
„Ég tel að það sé að koma í ljós
að hún hafi haft heilmikið gildi í
sjálfri sér og opnað augu okkar
fyrir alls kyns vandamálum og
verkefnum í löndum sem við höfð-
um kannski ekki kynnt okkur
mjög vel.“
Framboðið aukið sýnileika
Íslands innan SÞ
Og höfum við þá kannski eign-
ast nýja bandamenn og myndað
ný tengsl?
„Já, það er ekki vafamál. Bæði í
Afríku og líka í samtökum smárra
eyríkja sem eru ríki sem gjarnan
eru með jafnvel færra fólk heldur
en við. Það er áhugavert að kynn-
ast þeim og ég er viss um að þetta
verða góð tengsl í framtíðinni.“
Geir sagði fullljóst að framboðið
hefði aukið sýnileika Íslands innan
SÞ.
„Það vita allir af þessu fram-
boði. Og það vita allir að þetta
framboð er norrænt framboð og
það er ánægjulegt að norrænu
ráðherrarnir sem eru hér eru
virkir í að leggja framboðinu lið.“
Hann sagðist að lokum telja
fulla ástæðu til bjartsýni hvað
kosningarnar varðar. „En það má
passa það að hún verði hófleg, það
er það sem gildir.“
Segir stemninguna í
garð Íslands mjög góða
Geir H. Haarde
Birna Anna Björnsdóttir settist niður í lok vikunnar
með forsætisráðherra og utanríkisráðherra og bað
þau að meta stöðuna út frá samtölum við kollega sína
á allsherjarþingi SÞ. Hún spurði þau einnig hvað þau
teldu að framboðið sjálft hefði gert fyrir Ísland í al-
þjóðlegu samhengi.