Morgunblaðið - 28.09.2008, Page 13

Morgunblaðið - 28.09.2008, Page 13
Osama Bin Laden sína eldskírn á sínum tíma og hefst jafnvel við enn. Þar fæddist óargadýrið, sem Banda- ríkjamenn eru nú að reyna að fella. Á níunda áratugnum kyntu Banda- ríkjamenn undir samstöðu múslíma gegn Sovétmönnum. Nú beinist sú samstaða gegn þeim. Samband pakistanska hersins og leyniþjónustunnar við þessi öfl hefur alltaf verið sterkt. Pakistanar studdu talibana í borgarastyrjöld- inni í Afganistan. Eftir 11. september snerust Pak- istanar á sveif með Bandaríkja- mönnum í hinu svokallaða stríði gegn hryðjuverkum, en þótt Bush stillti sér upp þétt við hlið Mushar- rafs var alltaf ljóst að hollusta Pak- istana var ekki óskipt. Í bandaríska stjórnkerfinu hefur líka alltaf ríkt tortryggni garð Pakistana og hafa margir séð á eftir þeim 11 til 12 milljörðum dollara, sem Bandaríkja- menn hafa látið Pakistana hafa til að efla baráttuna gegn hryðjuverkum og þykja hafa skilað ákaflega litlum árangri. Vaxandi tortryggni Tortryggnin hefur farið vaxandi, sérstaklega eftir að Musharraf hrökklaðist frá völdum og Asif Zar- dari, ekkill Benazir Bhutto, sem ráð- in var af dögum á liðnu ári, komst til valda. Til marks um það hvað grunnt er orðið á traustinu er að bandaríska leyniþjónustan, CIA, telur sig hafa sannanir fyrir því að pakistanska leyniþjónustan, ISI, hafi verið með í ráðum þegar hryðjuverkamenn sprengdu indverska sendiráðið í Ka- búl, höfuðborg Afganistans, í júlí. Leyniþjónustan ISI var stofnuð 1948, árið eftir að Pakistan fékk sjálfstæði og var ætlað að safna upp- lýsingum um umheiminn, en eftir 1979 varð hennar helsta verkefni að þjálfa og vígvæða íslamska víga- menn til að halda í heilagt stríð gegn Sovétmönnum. 53 manns létust í árás hryðju- verkamanna á Marriott hótelið í Isl- amabad á þriðjudag. Þetta er eitt mannskæðasta hryðjuverk, sem framið hefur verið í Pakistan. Al- menningsálitið í Pakistan er á þá lund að hryðjuverkið megi rekja beint til íhlutunar Bandaríkjanna. Viðkvæðið er að hið nána samband við Bandaríkjamenn hafi aðeins leitt til vandræða. Mótsagnakennt samband Pakistönsk mynd, sem nefnist Khuda ke Liye (Í nafni guðs), hefur notið mikilla vinsælda heima fyrir og er sögð ná vel hinni mótsagna- kenndu veröld múslíma eftir 11. september 2001. Hún fjallar um tvo bræður, sem báðir eru með tónlist- arhæfileika, en fara hvor sína leið. Annar hafnar músíkinni af trúar- legum ástæðum, gengur í lið með bókstafstrúarmönnum og endar á landamærum Afganistans og Pak- istans. Hinn verður kennari við tón- listarskóla í Chicago, verður ást- fanginn af bandarískri konu og giftist henni. Eftir 11. september umturnast veröld hans. Hann er kvaddur til yfirheyrslu og pyntaður. Þegar hann loks er látinn laus er hann orðinn andlegt skar. Banda- ríkjamenn sjá ekki mun á fjendum sínum og bandamönnum. Innri átök En árásina á Marriott-hótelið má ekki bara rekja til Bandaríkja- manna. Norðvesturhéruðin láta ekki að stjórn og pakistanski herinn bæði styður og beitir sér gegn þeim herskáu öflum, sem þar eru. Víga- menn, sem láta til skarar skríða í Afganistan, kunna að vera nytsamir bandamenn, en þeir, sem beita sér gegn pakistönskum stjórnvöldum eru það ekki. Og yfirleitt er ekki hægt að greina á milli þessara afla. Frá því að bandamenn réðust inn í Afganistan og talibanar og Al- Qaeda leituðu skjóls í Pakistan hafa mörg hundruð pakistanskir her- menn fallið í átökum í norðvest- urhéruðunum. Pakistanski herinn hefur í nokkr- ar vikur barist við vígamenn í Bauj- ur í norðvesturhéruðunum. Ekki er vitað um mannfall í þessum átökum en hermt hefur verið að fjöldi óbreyttra borgara hafi fallið og í ágúst var sagt að 50 þúsund manns hefðu flúið heimili sín. 900 þúsund manns búa í Bajaur. Helsta vígi Al- Qaeda og talibana er í Wasiristan, en Bajaur kemur þar á eftir. Pakistanska hernum hefur ekki orðið mikið ágengt í átökum við vígamenn í hinum torfæru fjallahér- uðum við landamærin. „Bajaur er prófsteinninn,“ var haft eftir yf- irmanni úr pakistanska hernum. „Sigur eða tap þar ræður úrslitum um framtíð hinna fjallahérðanna.“ Þar er hins vegar við ramman reip að draga og hefur komið fram að vígamennirnir séu vel vopnum búnir, hafi betra samskiptakerfi en herinn og séu vel skipulagðir. Einnig er hermt að vígamenn streymi nú til Bajaur frá öðrum svæðum í norðvesturhéruðuðnum og yfir landamærin frá Afganistan. Árásin á Marriott-hótelið hafi einnig átt að sýna að baráttan við þessi öfl yrði ekki einangruð við af- skekkt fjallahéruð. Staðan er flókin í Pakistan. Blaðamaðurinn Ahmed Rashid hefur skrifað bækur um ástandið í þessum hluta Asíu. Hann segir að árásir Bandaríkjamanna í Pakistan muni flækja málin enn meira fyrir yfirmanni hersins, Ashfaq Kayani. „Hættulegast er að vaxandi andúð á Bandaríkjamönnum muni gera Kayani erfitt að koma hlutum í verk,“ segir hann. „Hvað sem það kostar“ Musharraf gerði Kayani eft- irmann sinn og valdi hann með vel- þóknun Bandaríkjamanna. Nú kveðst hann ætla að verja landa- mæri Pakistans fyrir ágangi Banda- ríkjamanna „hvað sem það kostar“. Talsmaður hersins hefur lýst yfir því að bandarískir innrásarmenn verði skotnir. Fjórir af hverjum fimm Pakistönum eru samkvæmt skoð- anakönnun andvígir því að Banda- ríkjamenn ráðist á liðsmenn Al- Qaeda í Pakistan. Það er ekki laust við að allt sé komið á haus þegar pakistanski her- inn bíður þess með brugðnar byssur að taka á móti bandarískum her- mönnum, vígvæddur með ríkulegum framlögum frá Washington. Sam- tímis berst pakistanski herinn í fjallahéruðum Pakistans við sömu andstæðinga og Bandaríkjamenn kljást við í Afganistan. blossað upp að gefnu tilefni. Á einum degi höfðu fimm manns látist af völd- um hnífstunguárása. „Frómt frá sagt verður maður að horfast í augu við þá staðreynd að strax í barnaskóla geta kennarar séð hvaða börn verða alvarlegt vandamál að sex til átta árum liðnum. Okkur hefur algjörlega mistekist. Þess vegna ættum við að horfa til lengri tíma með að leysa þessi mál,“ sagði Grieve, sem er á því að þeir sem gangi með hnífa fái þyngri refsingar. Mikið verk fyrir höndum Forsætisráðherrann, Gordon Brown, lagði líka orð í belg um þetta leyti og lofaði að senn yrði birt áætlun ríkisstjórnarinnar um unglingaglæpi. Ný nálgun til að fyrirbyggja glæpi unglinga fælist í „harðari foreldra- fræðslu“, í hverfum þar sem vand- ræðin væru mest. Séra Les Isaac í Ascension Trust, fyrrum klíkuforsprakki í Norður- London, sagði ungt fólk vera reitt, ruglað í ríminu og með óskaplega mikla vonleysistilfinningu. Hann var- aði við of mikilli bjartsýni og taldi að það tæki svo mikið sem fimmtán ár að uppræta hnífamenninguna – og átti vitaskuld við ómenninguna, þar sem fíkniefni koma oftar en ekki við sögu. Sannarlega risavaxið verkefni að uppræta, eins og breski borgarstjór- inn sagði. „Maður heyrir um að börnin séu að deyja, en ekkert er gert,“ sagði mamma Marshalls. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 13

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.