Morgunblaðið - 28.09.2008, Qupperneq 23
málaráðuneytinu, skipti um starfsvettvang og
varð lögreglustjóri LRH, þá hvarf ákveðið
jafnvægi í ráðuneytinu. Stefán er vandaður og
góður maður og við hér hjá embættinu áttum
alltaf skjól í honum vegna þess að hann gekk
einfaldlega faglega fram. Nú er oft sagt að
maður komi í manns stað - en við upplifðum
það svo sannarlega ekki við brotthvarf Stefáns.
Það má rifja það upp að á meðan embætti mitt
tilheyrði utanríkisráðuneytinu, þá var stöðugt
verið að sækja að manni og það var umhverfi
sem ég varð að búa við. Það má öllum vera ljóst
að Haraldur Johannessen hafði aldrei áhuga á
dagar mínir í embætti yrðu margir.“
Segir Jóhann að það liggi beinlínis fyrir að
Haraldur Johannessen hafi hamast í honum frá
því Jóhann var skipaður. „Við sem höfum starf-
að á vettvangi lögreglunnar, þekkjum öll til-
burði ríkislögreglustjóra í þá veru að sækja í
verkefni okkar. Það er hægt að nefna ótal
dæmi,“ segir hann „Ríkislögreglustjóri krafð-
ist þess til dæmis að fá fíkniefnadeild LRH
undir sína stjórn. Það er stöðug togstreita í
gangi og hún gerir það að verkum að það ríkir
vantraust á milli yfirstjórnenda í lögreglunni.
Andinn hefur lengi verið þannig að stjórn-
endum í vel reknum lögregludeildum finnst
þeir hafa það á tilfinningunni að þær séu um
leið orðnar eitthvað sem aðrir ásælast. Rík-
islögreglustjóri hefur ítrekað lýst því í ræðum
og riti að hann vilji stjórna allri lögreglunni í
landinu og fá til þess allar fjárveitingar, því
hann telur sig best til þess fallinn að stjórna
lögreglunni. Og hann hefur ekki farið leynt
með þessar skoðanir og ég virði hann fyrir
það.“
Jóhann segist hafa heyrt af öfund ríkislög-
reglustjóra út í embætti sitt vegna árangurs og
afkasta, en sagt hefur verið að Jóhann hafi náð
því sem menn töldu óvinnandi verk, þ.e. að
sameina tollgæslu og lögreglu á Keflavík-
urflugvelli. Árangurinn varð sá að aldrei hefur
verið lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og
ólöglegum efnum eins og á starfstíma hans.
„Ég get ekki neitað því að stundum þegar við
hér hjá embættinu glöddumst yfir góðum ár-
angri, þá fengum við hamingjuóskir frá Toll-
stjóranum í Reykjavík, lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu - en aldrei, ekki í eitt einasta
skipti, sá ríkislögreglustjóri ástæðu til að lyfta
síma eða senda tölvupóst til að þakka góðan ár-
angur,“ segir Jóhann. „Í sjálfu sér skildi maður
aldrei hvernig stóð á þessu, því í mínum huga
er góður árangur hjá hverju og einu lögreglu-
embætti, rós í hnappagat ríkislögreglustjóra.
Þess vegna skildi ég aldrei þessa togstreitu.
Við glímdum við samskonar togstreitu milli
deilda hér innan embættisins, sem við náðum
að uppræta og skapa það andrúmsloft að ár-
angur einnar deildar væri árangur alls emb-
ættisins. Og árangur þessa embættis er síðan
árangur ríkislögreglustjóra og loks dóms-
málaráðherra. En því miður voru hlutirnir ekki
svona.
Það var mjög algengt að menn færu í sand-
kassaleik og vildu reyna að eigna sér hlut af ár-
angri annarra. Eitt skýrasta dæmið um þetta
var stóra fíkniefnamálið á Seyðisfirði, sem var
unnið að öllu leyti af LRH en það þótti broslegt
í meira lagi hvernig ríkislögreglustjóri reyndi
að stíga þar fram og baða sig í sviðsljósinu. Ég
fullyrði að almenningur trúir því ekki hvers-
konar sandkassaleikur er við lýði innan lög-
reglunnar og þetta er svo dapurlegt að maður
skammast sín fyrir að segja frá þessu. Þetta er
hinsvegar staðreynd sem menn verða að horf-
ast í augu við.“
Jóhann segir að slagurinn við að sanna til-
verurétt sinn og embættis síns hafi verið svo
harður að mál hafi þróast út í að svara „fárán-
legum spurningum“ ríkislögreglustjóra sem
reistar hafi verið á kjaftasögum um meinta
spillingu Jóhanns í starfi. „Það var hringt og
spurt hvort ég hefði það fyrir sið að láta lög-
reglumenn embættisins bera farangurinn
minn í gegnum tollinn í Leifsstöð við heimkom-
ur. Ég var orðlaus. Hvorki fyrr né síðar hefur
nokkur starfsmaður embættisins aðstoðað mig
við töskuburð, enda er ég fullfær um að bera
töskurnar mínar sjálfur. Svona ávirðingum
þurfti ég oft að svara ríkislögreglustjóra. Mað-
ur þurfti reglulega að hrista af sér hlægilegar
kjaftasögur í bloggsíðustíl. En þegar maður
var spurður ítrekað af ríkislögreglustjóra, þá
varð maður hugsi yfir því á hvaða grundvelli
menn ynnu þar.“
Ríkisendurskoðun sagði í úttekt sinni í vor á
lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum að
launakostnaður væri talsvert hærri hjá emb-
ættinu miðað við önnur lögreglu- og tollstjóra-
embætti. Kjarasamningar og ólíkt vakta- og
vinnufyrirkomulag skýrðu þetta að hluta, en
einnig var tekið fram að yfirmenn og stað-
genglar væru hlutfallslega fleiri en hjá LRH og
Tollstjóranum í Reykjavík. Taldi ríkisend-
urskoðun nauðsynlegt að kanna til hlítar í
hverju þessi munur lægi. Þegar Jóhann er beð-
inn að skýra málið nánar, dregur hann enga
dul á að launakostnaður er hærri en hjá Toll-
stjóranum í Reykjavík - en bendir á að verið sé
að bera saman ólíka hluti. „20% af starfs-
mönnum Tollstjórans í Reykjavík eru vakta-
vinnumenn en hlutfallið er 80% hjá okkur. Sú
augljósa staðreynd gerir það að verkum að
launakostnaður er vitaskuld hærri hér. Við er-
um það embætti sem keyrir hærra hlutfall sól-
arhringsvakta en önnur embætti. Eðli málsins
samkvæmt er heildarkostnaður hærri á hvern
starfsmann. En samanburður sýnir að yfirleitt
eru menn í hærri grunnlaunaflokki hjá Toll-
stjóranum í Reykjavík en við mitt embætti.“
Lögreglustjóranum sjálfum að kenna?
Í stuttu máli sagt er embætti lögreglustjór-
ans rúmlega 200 milljónir kr. í mínus og það
vantar fé. Þetta vekur spurningar um fjár-
málastjórnina og hvort það sé Jóhanni sjálfum
að kenna hvernig komið er, með því að halda
sig ekki innan fjárheimilda dómsmálaráðu-
neytisins? Og bruðla með almannafé í laun
handa yfirmönnum? Jóhann bendir á að í
rekstri þar sem 83% kostnaðar eru laun, taki
tíma að ná niður kostnaði. „Þegar uppskipting
embættisins var boðuð í vor, þá lýsti dóms-
málaráðherra því yfir að ekki ætti að fækka
starfsfólki. Við stjórnun embættisins reynum
við að taka reksturinn alvarlega og því fækk-
uðum við í öryggisdeildinni um níu manns
vegna samdráttar í flugi. Við lögðum niður yf-
irtollvarðastöðu í tollgæslunni og réðum ekki í
stöðu aðstoðarlögreglustjóra og vorum að
vinna í því að sameina svið. Starfsmannastjóri
undirbýr brottför sína og það stóð ekki til að
ráða í hans stöðu. Við fækkuðum um eitt stöðu-
gildi á fjármálaskrifstou, þannig að það hefur
verið unnið að mjög viðamiklum hagræðing-
araðgerðum. Það er því óravegur frá því að
embættið hafi heimtað meira fé eins og frekur
krakki. Við höfum alltaf tekið reksturinn alvar-
lega en reyndum samt að tryggja að grunn-
rekstur embættisins myndi ekki skaðast. En
það segir sig sjálft að það er ekki hægt að ná
niður ríflega 200 milljóna króna halla, nema á
löngum tíma að því gefnu að starfsfólki verði
ekki fækkað. Það er því ósanngjarnt og ómál-
efnalegt að halda því fram að við höfum ekki
verið að bregðast við í rekstrinum.“
Jóhann segir að eftirmaður sinn, hver sem
það verður, standi frammi fyrir því að reka allt
að 40 manns af 220, til að ná jafnvægi í rekstr-
inum, nema hann fái mikið fjármagn í meðgjöf.
„Þegar við fengum bréf frá dómsmálaráðu-
neytinu í júlí sl. þar sem okkur var tjáð að við
fengjum hugsanlega 40 milljónir kr. í auka-
fjárveitingu vegna tapaðra tekna við brott-
hvarf Varnarliðsins, en skipað að halda okkur
innan fjárheimilda, þá fól það í sér að það
þurfti að segja upp fjölda fólks. Við greindum
ráðuneytinu frá því að það væri grafalvarleg
staða í fjármálum embættisins og greindum
um leið frá þeim hagræðingaraðgerðum sem
við höfðum gripið til. Því miður tapaði emb-
ættið miklum sértekjum vegna minnkandi
flugs og annarra þátta m.a. vegna þess að
þjónustusamningur við Flugmálastjórn var
ekki undirritaður og á því bar ráðuneytið al-
gerlega ábyrgð. Við boðuðum að við yrðum að
fækka fólki til að ná tökum á rekstrinum en
þegar ég var kallaður í ráðuneytið 8. sept-
ember þá var bréf mitt búið að liggja á borðum
ráðuneytismanna í þrjár vikur. Ég spurði hve-
nær við fengjum hinn áríðandi fund um fjár-
málin en engin svör fengust. Aftur mætti ég
sama viðmótinu; það var snúið út úr - eða ekki
svarað. Með því að draga okkur á svörum
versnaði staða okkar sífellt með þeim afleið-
ingum að við litum verr og verr út. Þess vegna
taldi ég það brýnt að hverfa eins fljótt og verða
mátti úr embætti lögreglustjóra til þess að
þetta alvarlega vandamál fengi athygli og von-
andi úrlausn í framhaldinu.“
Um þá gagnrýni þess efnis að hjá embætt-
inu starfi of margir yfirmenn, segir Jóhann að
dómsmálaráðuneytið hafi við sameiningu emb-
ætta sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli og
lögreglu og tollgæslunnar í Keflavík lýst því
ítrekað yfir að enginn ætti að missa stöðu sína
og ekki ætti heldur að fækka starfsfólki. „Með
öðrum orðum þá átti ekki að hreinsa til, heldur
þurftum við að láta sameininguna ná fullri hag-
ræðingu á ákveðnu tímabili. Við vorum með
tvöfalt sett af aðalvarðstjórum af Keflavík og
Keflavíkurflugvelli og bjuggum til skýrari
píramída með því að leggja til að fjölga aðstoð-
aryfirlögregluþjónum en fækka í laginu undir.
Einn yfirlögregluþjónn kom úr Keflavík og
annar af Keflavíkurflugvelli. Sá þriðji var í
launalausu leyfi. Við buðum þá lausn að hann
myndi halda áfram í launalausu leyfi næstu tvö
árin. Við höfum óskað eftir því að staða yfirlög-
regluþjóns númer tvö verði lögð niður frá 1.
apríl 2009 og viðkomandi fari á biðlaun, í fullu
samráði við hann. Það liggur fyrir að nokkrir
aðstoðaryfirlögregluþjónar eru að nálgast eft-
irlaunaaldur. Ákvörðun okkar sem stjórnum
embættinu, lá fyrir um að ekki yrði ráðið í þær
stöður. Við gengum fram í sameiningunni með
mannlegum hætti með því að sýna þeim sem
hafa gegnt þessum störfum fulla virðingu. Við
þurfum 2-4 ár til að láta sameininguna skila
fullri arðsemi. Hvað þennan þátt varðar, er því
gagnrýnin mjög ómálefnaleg og ósanngjörn.“
rjast við glæpamenn“
Morgunblaðið/Júlíus
Jóhann Við sem höfum starfað á vettvangi
lögreglunnar, þekkjum öll tilburði ríkislög-
reglustjóra í þá veru að sækja í verkefni okk-
ar,“ segir Jóhann R. Benediktsson fráfarandi
lögreglustjóri á Suðurnesjum.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 23
ÁRÁSIR á lögreglumenn eru að færast í
aukana og þær verða sífellt alvarlegri,“
segir Jóhann R. Benediktsson. Hann hefur
miklar áhyggjur af starfsöryggi lögregl-
unnar að þessu leyti og telur brýnt að auka
réttarvernd. Skilyrðislaust þarf að dæma
óskilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gegn
lögreglumönnum.
„Við verðum að gera allt sem við getum
til að vernda starf lögreglumanna og
tryggja að reyndir og góðir lögreglumenn
haldist í stéttinni,“ segir hann.
Sjálfur hefur Jóhann staðið frammi fyrir
það alvarlegum ógnunum að hann hefur
þurft að breyta lífsstíl sínum. Tvívegis hef-
ur munað litlu að menn gengju í skrokk á
honum. Í annað skiptið var hann ásamt
konu sinni að bíða eftir leigubíl í úthverfi í
Reykjavík eftir kvöldmatarboð hjá vina-
fólki.
„Skyndilega dreif að tvo menn í ann-
arlegu og alvarlegu ástandi,“ segir hann.
Umræddir menn munu hafa þekkt Jóhann
af störfum hans, því þeir sögðu: „þú þarna
helvítið þitt,“ og voru komnir það nálægt
honum í árásarhug að Jóhann var kominn í
varnarstellingar fyrir slagsmál. „En þegar
þeir ætluðu að hjóla í mig, komu aðrir tveir
og drógu þá í burtu, upp í bíl og óku á brott
í loftköstum,“ segir hann.
„Konunni minni var mjög brugðið við
þessa upplifun. Miðað við það hvernig
mennirnir gengu fram, þá held ég að þeir
hafi haft þann ásetning að láta mig enda á
gjörgæsludeild.
Ég hef því miður orðið fyrir slíkum hót-
unum í starfi að ég hef þurft að halda þeim
leyndum fyrir fjölskyldu minni til að vekja
ekki hjá henni ótta.
Við sem vinnum í lögreglunni tölum alla-
jafna ekki mikið um þessa hluti, því við
viljum ekki sýna veikleikamerki og sýna að
þessi ljótleiki bíti á okkur.“
Jóhann segist öryggis síns vegna ekki
hafa leyft sé að rölta um götur Reykjavík-
ur í leit að leigubíl að kvöldlagi og margir
eru þeir staðir, jafnvel sum heimili, sem
hann hefur ekki treyst sér til að koma inn á
„vegna þess að maður vissi of mikið,“ segir
hann.
Þurfti að fara varlega
„Fólk heldur gjarnan að nýir kunningjar
í hópnum séu góðir og gegnir borgarar og
þiggja heimboð eins og gengur. En það
kom fyrir að maður vissi að menn voru
undir grun lögreglu um alvarlega hluti og
til að forðast óþægindi sem af þessu öllu
gat hlotist, þurfti maður að fara varlega.
Það má líka nefna að sumir nágranna
minna höfðu oft áhyggjur af velferð fjöl-
skyldunnar þegar ég var erlendis. Þetta
eru allt hlutir sem við kjósum ekki að tala
um. En svona er samt sá heimur sem við,
yfirmennirnir í lögreglunni, lifum í. Og þá
er ónefnd sú staðreynd að hinn almenni
lögreglumaður er í langmestri hættu. Lög-
reglustarfið er almennt miklu áhættusam-
ara en það var fyrir 10-20 árum,“ segir Jó-
hann.
Vilja ekki sýna veikleikamerki