Morgunblaðið - 28.09.2008, Page 41

Morgunblaðið - 28.09.2008, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 41 MINNINGAR ✝ Hrefna Sigur-gísladóttir fæddist í Reykjavík 17. mars 1925. Hún lést á Landspítalan- um 14. sept. síðast- liðinn. Foreldrar Hrefnu voru Hólm- fríður Jónsdóttir, f. 1888, d. 1958, og Sigurgísli Jónsson, f. 1890, d. 1930. Börn Hólmfríðar voru þrettán, eftir- lifandi eru Ásthild- ur, f. 1923, og Guðný, f. 1926. Hrefna giftist tvisvar og lauk báðum hjónaböndum með skiln- aði. Hún var barnlaus. Hrefna fór í fóstur til föð- urömmu sinnar á Vestra- Skagnesi í Mýrdal árið 1930, sama ár og faðir hennar drukkn- aði. Ári síðar fór Guðný, systir Hrefnu, einnig í fóstur að Skagnesi og ólust þær systur þar upp saman. Varð það til þess að samband milli þeirra systra var náið alla tíð og sterk tengsl milli Hrefnu og fjölskyldu Guð- nýjar. Hrefna vann ýmis störf framan af, s.s. verslunar- og skrif- stofustörf en lengst af starfaði hún á skrifstofu Lögreglustjórans í Reykjavík. Hrefna bjó á Skelja- granda 8 en fluttist á hjúkrunar- heimilið Víðines í Mosfellsbæ fyr- ir tæpum tveimur árum þar sem hún naut alúðar og góðrar umönnunar. Útför Hrefnu fór fram 18. sept- ember síðastliðinn. Atvikin höguðu því á þann veg að leiðir okkar Hrefnu systur minnar lágu saman öll bernsku- og ung- lingsárin frá því að ég var á fimmta árinu en hún orðin sex. Síðan eru lið- in sjötíu og sjö ár. Allan þann tíma hefur hún sýnt mér og síðar öllum mínum óbilandi vináttu, umhyggju og tryggð. Sú væntumþykja hefur ætíð verið sterkur og sjálfsagður þáttur í mínu lífi og ég veit að hún mun alltaf fylgja mér og mínu fólki. Hún systir mín var bæði greind, fal- leg, glaðvær og góð. Á kveðjustund verða mín orð fátækleg. En ég vil að leiðarlokum færa henni þakkir mín- ar og biðja henni blessunar og Guðs friðar. Guðný. Ég kynntist Hrefnu frænku fyrir u.þ.b. 35 árum. Hún var reyndar ekkert skyld mér heldur frænka mannsins míns en samt var mér eðli- legt að kalla hana Hrefnu frænku. Þegar lítil Hrefna, nafna hennar, kom til sögunnar fékk Hrefna frænka annan titil, stóra Hrefna. Þeim titli hélt hún alla tíð síðan í fjölskyldunni, löngu eftir að litla Hrefna var orðin stór og meira en höfðinu hærri en stóra Hrefna. Góðar minningar mínar og fjöl- skyldu minnar um Hrefnu eru fjöl- margar. Þær tengjast bæði hvers- dagsleikanum og hátíðarstundum í fjölskyldunni. Hrefna setti svip sinn á fjölskylduboð því hún var svo skemmtileg. Hrefna var falleg og afar glæsileg. Hún var líka hnyttin, greind, víð- lesin, gestrisin og örlát. Einnig var hún pólitísk og hafði ríka réttlæt- iskennd. Hrefna var ekki hálauna- kona en auraði engu að síður saman fyrir eigin íbúð, afar fallegu heimili og færði ættingjum og vinum vand- aðar tækifærisgjafir. Hrefna reynd- ist fjölskyldu minni vel alla tíð og áttu börnin mín í henni viðbót- arömmu. Nú er lífsgöngu Hrefnu lokið en minning hennar lifir með okkur sem kynntumst henni og vorum svo lán- söm að verða henni samferða. Erla. Með örfáum orðum ætla ég að kveðja hana Hrefnu, elskulega frænku mína og kæran vin. Ég hlakka svo til að segja honum Eldari Hrafni frá þessari skemmti- legu og fallegu frænku sem hann fær ekki að kynnast persónulega. En hann mun fá að heyra af öllu því sem hún gerði fyrir mig og mömmu Hóffí og hvernig hún bar hag okkar alltaf fyrir brjósti. Og eitt er víst, að minning hennar mun lifa hjá öllum þeim sem þótti svo vænt um hana. Það er svo ótalmargt sem kemur upp í hugann og svo óendanlega margt sem mig langar að þakka henni fyrir núna að leiðarlokum. Heimurinn er í mínum augum mun litlausari og fátæklegri án hennar, en engu að síður er ég fegin að hún fékk hvíldina að lokum. Ég kveð hana Hrefnu með þess- um texta sem okkur fannst báðum svo fallegur: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðvilj- aður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleik- urinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvís- inni en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. (I. Korintubréf, 13. kafli, vers 4-7) Hafi elsku besta frænka mín þökk fyrir allt. Kristín. Við vorum svo lánsöm að eiga aukaömmu í henni Hrefnu okkar. Hún var amma okkar allra og við kölluðum hana Stóru Hrefnu eftir að hún eignaðist nöfnu í fjölskyldunni. Við munum eftir matarboðunum hennar þar sem hún stjanaði í kring- um okkur. Stelpurnar fengu að kíkja í fataskápinn hjá henni sem var mjög ævintýralegt. Snyrtiborðið hennar sáu þær í hillingum. Í því leyndist til dæmis græna hálsmenið sem okkur stelpurnar langaði svo í en fengum þó ekki. En Hrefna af gjafmildi sinni gaukaði nú ýmislegu að okkur. Svo bjó hún um okkur í dýrindis silki- rúmfötum eins og kóngafólki einu sæmir. Við munum eftir því hvað hún var fáguð. Hvað það var alltaf tandur- hreint og ótrúlega fínt heima hjá henni. Munum eftir matarboði með öllum stelpunum í ættinni og á borð- um var dýrindis rækjuréttur sem varð til þess að stelpurnar fóru að borða pent. Hrefna borðaði þeim ekki til samlætis heldur snerist í kringum stúlkurnar. Það var henni líkt að hugsa um aðra á undan sjálfri sér. Stríðnin var ríkur þáttur í fari hennar. Gott dæmi um það er möndlugjöfin sem henni var mjög umhugað um og var Hrefna afar lunkin í að ná þeirri gjöf af þeim heppna en loksins þegar hún fékk gjöfina sjálf þá gaf hún nöfnu sinni gjöfina eins og ekkert væri. Hún var mjög fylgin sér í gjafmildi sinni enda var gjöfunum ætlað að fylgja okkur fyrir lífstíð sem og þær gera. Glæsi- leikinn var henni eðlislægur, hún var hógvær, glettin, kaldhæðin, full af andstæðum, gjafmild, stríðin með frábæran húmor, sjálfsöguð, hrein- skilin, beinskeytt, ævintýragjörn og passaði upp á sína. Við erum þakklát fyrir að hafa átt Stóru Hrefnu að og munum sakna hennar sárt. Ásta Lilja, Eldar, Eldar Hrafn, Erna, Gísli, Guðný, Hrefna og Sunna. Hrefna Sigurgísladóttir Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Lífið getur bæði verið ljúft og sárt og það er sárt að þurfa að horfa á eftir góðum vini yfir móð- una miklu svo að segja í blóma lífs- ins. Ekki datt mér í hug þegar ég sat í húsbíl þeirra Benna og Huldu uppi Benedikt Reynir Valgeirsson ✝ Benedikt ReynirValgeirsson fæddist í Reykjavík 30. maí 1941. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 22. ágúst síðastliðinn og var jarðsunginn í kyrrþey 5. sept- ember. á tjaldsvæðinu í Kirkjuhvammi fyrir u.þ.b. tveimur árum og spjallaði við þau um lífið og tilveruna yfir kaffibolla að þetta yrði síðasta spjallið við Benna. Þar tókum við ákvörðun um að ganga saman ein- hvern tímann upp á háls á Kollafossi og rifja upp gamlar endurminningar þar. Við gerum það kannski þegar við hittumst aftur hinum megin. Benni var í sveit á Kollafossi sem stráklingur hjá foreldum mínum um það leyti sem ég var að fæðast og það var alltaf eins og færi um hann einhver straumur þegar hann kom í Vesturárdalinn. Húsbíllinn sem ég drakk kaffið í hét Dalakofinn eftir samkomuhúsi okkar í Fremri-Torfustaðahreppi, en nú er búið að rífa þann kofa enda hélt hann hvorki vatni né vindi. Þín minning öllu æðri ofar moldum skín. Er góðra verður getið mun getið verða þín. (G.J.) Benni var mjög tryggur og traustur vinur og ég hygg að hann hafi átt fáa ef nokkra óvini. Ávallt var jólakortið frá ykkur, Hulda mín, með þeim fyrstu sem ég fékk fyrir hver jólin, ég þekkti allt- af undirskriftina. Hugurinn er hjá þér Hulda mín og dætrunum. Elsku Ragna mín, um leið og ég votta þér samúð mína vegna fráfalls sonar þíns vil ég þakka þér af alhug fyrir alla hjálp og vinsemd í minn garð, sérstaklega þegar ég lá veikur á sjúkrahúsi í Reykjavík 15 ára gamall, það verður seint fullþakkað. Ég og mitt skyldfólk allt vottum fjölskyldu Benna innilega samúð við fráfall hans. Vil ég enda þessar línur með orð- um Ingþórs frænda: Af öllum mættti óska minna alvaldi faðir krýp ég þér og bið þú nauðum látir linna líknandi þeim sem villtur er styð þann veika vermandi höndum veit honum lausn úr ánauðar böndum. (Ingþór Sigb.son) Gunnlaugur Pétur Valdimarsson frá Kollafossi. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, KRISTJANA ÞORSTEINSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést á heimili sínu föstudaginn 19. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum. Gerður Ólafsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Bjarni Bjarnason, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, Aflagranda 40, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi, fimmtu- daginn 25. september. Útför hans verður frá Fossvogskirkju, föstudaginn 3. október, kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrktarfélag krabbameins- sjúkara barna. Ásgerður Gísladóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Brynjúlfur Sæmundsson, Gíslína Guðmundsdóttir, Haraldur Dungal, Ólöf og Axel, Ragnar, Sigurður Ásar, Hrafn og langafabörnin ✝ Okkar ástkæri eiginmaður, sonur, faðir, bróðir, tengdafaðir, afi og langafi, LAURITZ C. JÖRGENSEN, lést á heimili sínu í Ameríku miðvikudaginn 10. september. Minningarathöfn verður haldin í Fossvogskapellu föstudaginn 3. október kl. 11.00. Dee Payne, Herdís Guðmundsdóttir, Elin Rimnac, Ron Rimnac, Lára Lárusdóttir, Eiríkur Pétursson, Einar Jörgensen, Michele Jörgensen og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AXEL ALBERTSSON, Lágholti 2, Mosfellsbæ, lést að kvöldi fimmtudagsins 18. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aldís Anna Axelsdóttir, Gunnar Stefánsson, Albert Axelsson, Agnar Logi Axelsson, Ágústa Hallsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.