Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 8

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 8
88 SKINFAXI Sá galli getur auðvitað verið á þessari sameiningu, að erfilt yrði að nota þenna stað sem starfsheimili allra félaga á svæðinu. Eg kalla þetta starfs- og skólaheim- ili, vegna þess, að eg vil láta það gefa nokkra bend- ingu um það, að allra lilula vegna þarf starfið að eiga þar heima. Það þarf að komast meira inn í alla fræðslu barnanna og unglinganna en nú er, bæði í sjálfsstarfi þeirra í venjulegu bóknámi og i öllum áhrifum á hugsunarhátt þeirra. Annars skal ekki fjölyrt um hina venjnlegn Itarna- fræðslu og nauðsynlegar hreytingar á lienni yfirleltt í skólnm landsins, en kennurum er það full-ljóst, að fyrirkomulag kennslu, kennslubækur og val námsefn- is þarf að færast í annað horf. Nema þarf hurt hin þurru og tilgangslitlu fræðiatriði, lexíunámið og þau próf, sem i raun og veru gefa næsta litla hugmynd um það, sem mestu máli skiptir, en sníða nemandan- um of þröngan stakk, drepa námslöngun hans og á- huga. Setja í þess stað námsefni, sem nær liggur þörf- um og kröfum daglegs lífs, og hreyta vinnuháttum þannig, að nemandinn fái að njóta þeirrar gleði og þjálfunar, sem fæst mcð því, að slarfa sjálfur á eigin ábyrgð, að viðfangsefnum, er hann ræður við og und- ir leiðsögu kennarans, hlotið ])á leikni og þekkingu, sem lífið siðar krefst af honum.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.