Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1933, Side 12

Skinfaxi - 01.11.1933, Side 12
92 SIvINFAXI atvinnuvegi og sögu héraðsins ætti heima í safni þessu. Yæri þetta hvorttveggja, myndun skemmtistaðar og byggðasafn, tilvalið fræðslu- og skemmtistarf fyrir unga fólkið. Eg hygg að þessum málum yrði mikið gagn unnið á þenna hátt, en þó einkum ef takast mætti, að vinna æskuna til fylgis við þau og að meta gagnsemi þeirra og þann menningarauka, sem það liefði í för með sér, að koma þessum málum í fast liorf. Um námskeiðin er það að segja, að þörfin er brýn á þeirri fræðslu, sem verður að vera samfara þeim breytingum, sem gera þarf á búnaðarháttum og lífs- venjum þjóðarinnar, sem svo mjög er nú um talað, og það ekki að ófyrirsynju. Til þess eru námskeið vor og liaust hentug, t. d. í garðyrkju, matargerð, gerð fata, húsbúnaðar, áhalda og ýmiskonar heimilisiðnaðar. Þá mætti og iðka allskonar íþróltir í sambandi við skóla- slarfið og námskeiðin, eftir þvi sem skilyrði væru til. Þá eru þau félög, sem starfa innan liéraðsins, svo sem búnaðarfélög, ungmennafélög og kvenfélög. Slarfsemi þeirra yrði mjög tengd við lieimili þetta, því að sú starf- semi, er eg hefi lalað um hér að framan, yrði auðvitað liorin uppi af þessum félögum, en nauðsynlegt er að skipuleggja félögin og starf þeirra. Skipulag þetta gæti auðvitað orðið með ýmsu móti. Skal ekki um það rætt út af fvrir sig, en nauðsynlegt virðist, að verkaskipting- in sé greinilegri, að starfshóparnir skipti umbótamál- unum mcð sér og vinni að þeim eftir fastri, fyrirfram ákveðinni áætlun. Hygg cg heppilegt að stefna að því, að þessi mál yrðu unnin og leyst í nánu sambandi við starfsemi skólaheimilisins, bæði vegna heimilisins sjálfs og félaganna. Með því yrði þetta starfs- og skóla- heimili miðstöð fræðslu og allra samtaka, sem miðuðu að menningu og lieill héraðsins. Einn Jjáttur jiessara samtaka eru skemmtanir. Þarf ekki að fjölyrða um nauðsyn þeirra og uppeldisáhrif, ef

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.