Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 13

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 13
SKINFAXI 93 rétt er á haldið. Þeim þarf að beina í holla og rétla átt. Yfirleitt er árangur náms og starfs oft hin beztu skemmtiatriði. I sambandi við slíkar skemmtanir eru óteljandi tækifæri til að vinna i þágu fræðslu- og félags- mála og að menningu liéraðsbúa. Prúð framkoma, ein- urð, og sú göfuga kennd, að geta glaðzt með glöðum, fær alltaf að prófast á slíkum stundum. Eitt af því, er eg gat um áðan, var að nota mætti heimili þetta til dvalar Larna úr kaupslöðum og sjávarþorpum á sumrin, við nám og vinnu. Einkum í hinum stærri kaupstöðum iandsins vaxa upp hörn, sem vantar skilyrði til dvalar í sveit. Það eru veikluð börn, og það eru börn, sem á ein- hvern hátt þurfa þess með, að auka andlegaoglíkamlega lieilbrigði sína við vinnu og góð lifsskilyrði. Eða barna- hópar sem dveldu þar tíma og tíma sér til hressingar, við íþróttanám, þar sem jarðhiti væri. Auðvitað yrði þetta helzt í námunda við kaupstaðina, til dænhs á Suðurlandsundirlendinu fyrir Reykjavík, Hafnarfjörð og Yeslmannaeyjar, á Reykjanesi við Isafjarðardjúp fyrii' Vestfirði, í Eyjafirði fyrir Akureyri og Siglu- fjörð, á Fljótsdalshéraði fyrir Austfirði. Þörfin á meira sólskini, hreinu lofti, eða með öðrum orðum aukinni lireysti barna vorra, er ómótmælanleg. Þegar velja skal stað í héraðinu fyrir heimili þetta, er sjálfsagt að það sé við jarðhitasvæði, ef til er. Ann- ars þar sem möguleikar eru til raforku, þótt ekki væri hægt að ráðast í þær framkvæmdir strax í byrjun. Vanda verður til landkosta, því að nauðsynlegt er, að búskapur sé rekinn í sambandi við heimilið, og einnig þarf gott land til þeirrar garðyrkjustarfsemi, er eg gat um liér að framan. Það fer að líkum, að svona marg- brotin starfsemi þarf allmikil húsakynni, og er þá þess að gæta, að húsakynnin séu nægjanleg og hentug fyr- ir þessa starfsemi, og þrátt fyrir það verði kostnaður viðráðanlegur. Þórir Raldvinsson hyggingafræðingur í Reykjavík hefir gert uppdrátt að starfs- og skólaheimili,

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.