Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 14

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 14
94 SIvINFAXI sem sniðinn er eftir þvi fyrirkomulagi, sem eg liefi nú verið að lýsa. Húsið er 13,40 m. á lengd og 9,80 m. breitt, tvær hæðir, óg kjallari undir rúmum lielmingi þess. í kjallara eru: Þvottaliús, miðstöð og þurrkliús, eldiviðarklefi, tvær geymslur, gróðrarslofa, böð, sal- enh og handlaug í tveim klefum. Á fyrstu hæð er rúm- góð forslofa, skólastofa, borðstofa, vinnustofa, eldhús, búr og bakdyragangur. Færanlegt skilrúm er á milli skólastofu og borðstofu, og er það einnig hugsað sem samkomusalur. Einnig er færanlegt skilrúm í vinnu- stofu og má skipta lienni í tvennt, smíða- og tóvinnu- stofu (sjá myndir). , í ' Á efri hæð er íhúð forstöðumanns, tvö svefnher- hergi skólaharna og auk þess tvö smáherbergi. Heima- vistin er fyrir 20 börn. Iiús þetta getur ])Ví með lagni nokkurnveginn fullnægt þeirri starfsemi, sem eg hefi gert hér að framan að umtalsefni. Ef heimilið væri reist fyrir fleiri hréppa, yrði það ef til vill að vera nokkru stærra. Tilhögun gæti auðvilað verið nauðsyn- legt að breyta eftir því livort hverahiti væri eða ekki, og eftir ýmsum öðrum aðstæðum. Aðalkostur þessa uppdráttar er sá, að ekkert rúm fer til ónýtis og fær- anlegu skilrúmin gera það kleift, að nota herbcrgin til ldílar. Það er að vísu allmikill galli, að þurfa að nola skólastofu fyrir funda- og skemmtanastað. Yrði það að vera í fullu samráði við forstöðumann heimilisins, enda mætti þá síðar hyggja sérstaklega yfir þessa starf- semi, ef nauðsyn krefði. Áætlaður kostnaður við byggingu þessa húss er 27 þúsund krónur. Þar af er aðkeypt efni, samkvæmt út- reikningi, um 14 þúsund krónur. Innlent efni og öll vinna 13 þúsund krónur. Samkvæmt lögum um heima- vistarskóla leggur ríkið fram lielming stofnkostnaðar scm styrk. Lætur þá nærri að styrkurinn nægi fyrir að- keyptu efni. Sá hlutinn, sem skólahéraðið leggur þá til, er innlenda efnið og öll vinnan, sem annaðhvort

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.